Morgunblaðið - 30.08.1957, Qupperneq 2
2
MORCUNBL4ÐIÐ
Fostudagur 30. ágúst 1957
Dönsk blöð finna nefndarskipun
í handritamálinu allt til foráttu
Kaupmannahöfn, 29. ágúst. Frá fréttaritara Mbl. ®
BÆÐI Berlingske Tidende og Dagens Nyheder láta í ljósi undrun
yfir því að stjórn H. C. Hansen skuli samþykkja tilmæli íslend-
inga um skipun handritanefndar. Kemur fram hjá þeim sú skoðun
að handritamálinu hafi verið lokið þegar íslendingar höfnuðu til-
boði dönsku stjórnarimnar um sameign. Þau eru einnig mótfallin
þeirri tillögu íslendinga að fyrirhuguð nefnd verði einvörðungu
skipuð stjórnmálamönnum en ekki vísindamönnum.
Berlingske Tidende skrifar m.
a.: — Handritamálinu hefði átt
að vera lokið, þegar ísland hafn-
aði tillögu Dana um sameign.
Þess vegna er það undarlegt, að
H. C. Hansen virðist tilleiðan-
legur til að fallast á tilmæli ís-
lendinga um nýja nefnd. Ennþá
undarlegra er, að hann virðist
tilleiðaniegur til að samþykkja
að nefndin verði aðeins skipuð
st j órnmálamönnum.
Ósk íslendinga um nefnd
stjórnmálamanna stafar senni-
lega af því, að þeir ætia danska
stjórnmálamenn fáanlegri en
vísindamenn til að skila hand-
ritunum. Þessvegna er beiðni
Islendinga ótæk, nema því að-
eins að starf nefndarinnar eigi
að vera eintómur skrípaleikur.
Verði nefndin samt skipuð, er
það eitt þó víst að vísindalega
sérþekkingM má alls ekki úti-
loka.
Dagens Nyheder segir, að erf-
itt sé að finna röksemdir fyrir
skipun nýrrar handritanefndar.
Svo virðist sem ætlunin sé, að
nefndin sé einvörðungu eða að
langmestu leyti skipuð eintóm-
um stjórnmálamönnum, sem gef-
ur í skyn, að nefndin eigi í leyni
að koma á málamiðlun. Síðan
eigi löggjafarvaldið að fram-
— Þingmenn
Frh. af bls. 1.
hverfa bæri að óbeinum sköttum
í vaxandi mæli.
Holger Erikssen jafnaðarmað-
ur frá Danmörku var eini ræðu-
maðurinn, sem snerist gegn óbein
um sköttum. Taldi þá óhagstæða
alþýðu manna. Gunnar Henrik-
son, jafnaðarmaður frá Finnlandi
og Harras Kytta, innanríkisráð-
herra Finna úr finnska þjóð-
flokknum hneigðust einnig að
óbeinum sköttum.
Umræðum um þetta dagskrár-
mál lauk fyrir hádegið.
Alþjóða lögregla
Að loknum hádegisverði í boði
forseta Alþingis í Þjóðleikhús-
kjallaranum hélt fundurinn á-
fram. Var þá tekið fyrir efnið
alþjóða lögregla á vegum Sam-
einuðu þjóðanna í þjónustu frið-
arins. Framsögumenn þess máls
voru þeir Erik Hagberg frá Sví-
þjóð og Gunnar Henrikson frá
Finnlandi. Töldu þeir báðir að
fylgja þeim samningum og af-
henda handritin sem gjöf.
Líklega verður það talið bezt
sæma, segir blaðið, að gjafmildin
og stærð gjafarinnar verði ekki
rædd fyrir opnum tjöldum. Þá
er það ekki eftirsóknarvert, að
fulltrúar þiggjandans eigi sæti
í nefndinni, því að íslenzku full-
trúarnir munu leggja mikla
áherzlu á að viðræðurnar séu
leynilegar.
Skipun nýrrar nefndar er
hvorki skynsamleg né sæmandi,
segir Dagens Nyheder og kveðst
fyllilega sammála Viggo Starcke,
sem er andsnúin nefndarskipun-
inni.
Þá segir blaðiö, að það sé vafa
samt hvort stjórnmálamönnum
sé yfirhöfuð heimilt að ákveða
mbeð löggjöf afhendingu hand-
ritanna. Einkum gildir það Árna
Magnússonar safnið, sem styðst
við sjóðsstofnun (legat). Það
er ekki ríkiseign sem löggjafar-
valdið geti ráðstafað að vild, það
er varla heldur eign Háskólans,
því að stofnun er ekki eigandi
sjóðs, þótt hún ávaxti hann og
stjórni honum.
Það er heldur ekki hægt að
beita eignarnámsreglum í þessu
tilviki, vegna þess að almanna-
heill útheimtir ekki að handrit-
nauðsyn bæri til þess að efla al-
þjóðlega lögreglu og löggæslu á
vegum Sameinuðu þjóðanna.
Sigurður Bjarnason tók næst-
ur til máls. Kvað hann það vera
frumskilyrði þess að Sameinuðu
þjóðirnar næðu tilgangi sínum
að þær hefðu á að skipa fram-
kvæmdavaldi, sem fært væri um
að halda ofbeldisöflum í skefj-
um og tryggja varðveizlu frið-
arins. Vegna þess, hve veik sam-
tökin hefðu verið í upphafi hefðu
einstakir heimshlutar og þjóðir
þeirra orðið að mynda með sér
samtök til verndar heimsfriðnum.
Þá tók til máls Helge Madesen
frá Danmörku. Ræddi hann einn
ig nauðsyn alþjóðlegs eftirlits og
löggæslu.
Fundirnir i dag
í dag hefjast fundir ráðstefn-
unnar kl. 9,30. Þá flytur Davíð
Ólafsson greinargerð um land-
helgismál. Síðan flytur Alsing
Andersen framsöguræðu um fram
tíð þingmannasambands Norður-
landa.
unum sé skilað og það er heldur
ekki hægt að bæta þau. Og hætta
er á að málið verði afvegaleitt
þegar þiggjandi gjafar fær sæti
í nefndinni, en ekki gefandinn.
B&K koma ekki til
Sýrlands
DAMASKUS, 29. ágúst. — Full-
trúi Sýrlandsstjórnar bar í dag
til baka frétt um að Búlganin og
Krúsjeff myndu heimsækja Sýr-
land fyrir áramót. Hann sagði
að enginn fótur væri fyrir þess-
ari frétt. Þetta kemur mjög á
óvart, því að það var annar full-
trúi Sýrlandsstjórnar sem gaf
tilkynninguna út í gær um heim-
sókn þeirra B&K. — Reuter.
Fjölda-bólusetning
gegn Asíu-flensu
NEW YORK, 29. ágúst. (NTB).
— Fjöldaframleiðsla er að hefj-
ast í Bandaríkjunum á bóluefni
gegn Asíu-inflúenzu. Segja full-
trúar heilbrigðisyfirvaldanna að
hægt verði að bólusetja 85 millj.
manns gegn veikinni fyrir ára-
mót.
Blaðamenn
sfrandaðir
í Hongkong
HONGKONG, 28. ágúst. (Reut-
er). — Fyrir nokkru veitti banda
ríska utanríkisráðuneytið 24
bandarískum blaðamönnum leyfi
til að fara til Rauða-Kína. Voru
blaðamennirnir komnir til Hong
kong og höfðu þegar fengið leyfi
kínverslira kommúnista til ferða-
lagsins.
En nú hefur veður allt í einu
skipazt í lofti. Eftir að leyfi banda
rísku stjórnarinnar er komið,
hefur kommúnistastjórnin aftur-
kallað ferðaleyfi sitt. Byggir
hún það á þeim forsendum að
ákvörðun Bandaríkjastjórnar sé
móðgun við Kína. Nefnir hún í
því sambandi að Dulles utanrík-
isráðherra hafi lýst því yfir að
blaðamennirnir fengju vegabréfs
áritun aðeins í tilraunaskyni.
Þetta telja kínverskir komm-
únistar móðgun. Segja þeir, að
það sé ekki bandarísku stjórnar-
innar að ákveða hverjir megi
ferðast til Kína og hverjir ekki.
Einnig hafa kínversk yfirvöld
látið í það skína, að bandarískir
blaðamenn fái ekki ferðaleyfi í
Kína nema kínverskir blaðamenn
fái að ferðast til Bandaríkjanna.
Alberl í Sfrandasýslu
GJÖGRI Strandasýslu, 28. ágúst.
— I gær kom varð- og björgunar
skipið Albert á Gjögur, Djúpa-
vík Norðfjörð og Eyri við Ingólfs
fjörð. Stanzaði skipið 1% tíma á
hverjum stað. Pétur Sigurðsson
yfirmaður landshelgisgæzlunnar
talaði af skipsfjöl og kynnti gesti
fyrir yfirmönnum skipsins.
Gestum var sýnt skipið og var
fólk var mjög hrifið af því, og
hinum fullkomna útbúnaði sem
í því er. Formaður verkalýðs-
félags Árneshrepps Sörli Hjálm-
arsson þakkaði fyrir móttökurn-
ar fyrir hönd hreppsbúa er skip-
ið kom að Gjögri. Einig sagði frú
Regína Thorarensen þar nokkur
orð og þakkaði komu skipsins
á þessa útkjálkastaði eins og hún
komst að orði og árnaði skipinu
og áhöfn þess allra heilla í fram-
tíðinni. — FréttaritarL
Fjórar konur sitja fund Þingmannasambands Norðurlanda, sem
hófst í gær. Talið frá vinstri: Nina Andersen, Danmörk, Rakel
Seweriin, Noregur, Ragnhildur Helgadóttir, Island, og Ingeborg
Carlquist, Svíþjóð.
íslenzku fulltrúarnir við heimkomuna.
Islendingarnir komnir heim
af þingi MRA á Mackinack
I FYRRAKVÖLD kl. 10 komu rúmlega 50 Islendingar hingaff til
lands frá Bandaríkjunum eftir að hafa dvalizt í vikutíma á aðal-
þingi alheimshreyfingar, sem nefnist Moral Rearmament (M.R.A.).
Þing þetta stendur á Mackinack-eyju í Michigan-vatni, og er það
allt sumariff. Er þetta í fyrsta sinn sem íslendingar fjölmenna á
þing samtaka þessara.
Sátt og samlyndi
Félagsskapur þessi er lítt kunn-
ur hér á landi, en í öðrum lönd-
um hefur hann fest rætur og
breiðist nú mjög út meðal Af-
ríku- og Asíuþjóða. Miðar stefna
samtakanna að auknum sáttum
og samlyndi manna á meðal og
þjóða. Stuðlar hreyfingin að
bættu og breyttu hugarfari á
stjórnmálasviðinu og hefur á
þeim vettvangi látið margt gott
af sér leiða.
íslendingarnir fóru vestur með
Sólfaxa Flugfélagsins og beið
flugvélin eftir þeim á flugvelli
skammt frá eyjunni, í Pellstón.
Á Mackinackeyju sem er þekktur
sumardvalarstaður, hefur M.R.A
aðalbækistöð sína í Bandaríkjun-
um, en aðalstöðvarnar í Evrópu
eru Caux í Svisslandi.
Fundir voru daglega haldnir
þar sem ýmis stefnumörk sam-
takanna voru rædd og mörg al-
þjóðamál tekin til meðferðar. Á
þinginu voru um 1100 manns frá
42 þjóðum og fjölmennir hópar
Asíuþjóða voru þar, og einnig
sérlega margt Afríkumanna. A
kvöldin voru leiksýningar og
sýnd leikrit sem sérstaklega hafa
verið rituð til þess að túlka boð-
skap M.R.A.-samtakanna. Sam-
tökin hafa nýlega byggt mikið
leikhús á eynni, geysistórt sam-
komuhús, og gistihús sem rúmar
nær þúsund manns.
íslendingarnir dvöldust þarna
á eynni í bezta yfirlæti og var
þeim forkunnar vel tekið. I far-
arstjórn voru Björn Sveinbjörns-
son verkfr., Jóhann Hlíðar prest-
ur og Pétur Sigurðsson erindreki.
Grunað að tilkynning
Rússa um flugskeyti sé
fleipur og gort eitt
WASHINGTON 29. ág. — Wil-
bur Brucker hermálaráðherra
Bandaríkjanna sagði í dag, að
hann efaðist mjög um að Rússar
hefðu framleitt langdræg flug-
skeyti, eins og þeir tilkynntu.
Hann kvað það hins vegar hugs
anlegt að Rússar væru búnir að
smíða fyrsta langdræga flug-
skeytið til tilrauna og miklað
það svo í tilkynningunni. En
langt bil er á milli tilraunaflug-
skeytis og flugskeytis sem komið
er svo langt að endanleg fram-
leiðsla á því sé hafin.
Brucker sagði að eftirfarandi
staðreyndir styrktu og grunsemd
ir sínar um að tilkynning Rússa
væri ýkt.
Tilkynningi* var send með
dularfullum hætti út frá ein-
hverri pólitískri skrifstofu í Rúss
landi. Ef engin mygla væri í
mosanum hefði verið miklu senni
legra að einhverjir af æðstu
mönnum Rússlands skýrðu fyrst-
ir frá svo veigamikilli frétt.
Tilkynningin sjálf var mjög
óljós og fól í sér engar nákvæm-
ar upplýsingar um stað eða stund
né um gerð flugskeytisins og
hefði sUkt þó verið líklegra í svo
veigamikilli tilkynningu.
Þá er það grunsamlegt að til-
kyimingin kom fram rétt þegar
örlagastund var að nálgast í urn-
ræðunum á afvopunarráðstefn-
unni í Lundúnum.
Brucker kveðst ekki geta skýrt
blaðamönnum frá því hvenær
langdræg flugskeyti yrðu tilbúin
til framleiðslu í Bandaríkjunum.
Hann sagði þó að tilraununum
með hið meðaldræga flugskeyti
Jupiter væri langt komið. Hann
lagði áherzlu á það að við fram-
leiðslu langdrægra flugskeyta
þyrfti að glíma við risavaxin
tæknileg vandamál, vegna þess
hve hraði þeirra þyrfti að vera
gífurlegur og hraðarykkirnir
ógnarlegir bæði við upphaf og
lok flugleiðar þeirra.
Jón G. Gíslason frá
Helgafelli — minning
í DAG verður til moldar borinn
í Stykkishólmi Jón G. Jónasson
frá Helgafelli. Fæddur 3. septem-
ber 1879 að Hraunsfirði í Helga-
fellssveit.Ólst hann upp að Helga
felli. Árið 1902 kvæntist hann
Margréti Andrésdóttur, sem lifir
mann sinn og hafa þau hjón eytt
öllum árum ævi sinnar í Stykkís-
hólmi og nágrenni hans.
Þau hafa eignast 12 börn, og
eru 10 þeirra á lífi.
Lengst af stundaði Jón sjóinn,
en á seinni árum alla algenga
vinnu. Hann var gleðimaður
mikill, fróður og minnisgóður.
Hann andaðist í sjúkrahúsi Stykk
ishólms 20. ágúst sl. —Á.H