Morgunblaðið - 30.08.1957, Blaðsíða 8
8
MORCVISBIAÐIÐ
Föstudagur 30. Sgúst ÍSST
JMTOlMSttftfflMfr
Ctg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Augiýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aigreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
ENN ÞAGAÐ UM AFMÆLI
IIKKI er einleikið, hversu
( stjórnarflokkunum er
lítið um það gefið, að
minnzt sé helztu merkisdaga í
tilhugalífi þeirra og síðan sam-
búð.
í vetur höfðu þeir allir gieymt
28. marz, deginum, þegar ár var
liðið frá því, að gerð \ar ?am-
þykktin um brottrekstur hers-
ins. Sú ályktun var þó fyrsta
tákn um þá sameiningu, er koma
skyldi. Hefði því mátt ætla, að
hann væri sérstakur fagnaðar-
dagur á stjórnarheimilinu
Þá var og vendilega þagað um
ársafmæli sjálfrar ríkisstjórnar-
innar í sumar. Alþýðublaðið
brást m. a. s. hið reiðasta við
yfir, að nokkrum skyldi detta í
hug, að stjórnarliðar hefðu talið
þetta merk tímamót. Ári fyrr var
þó ekki svo lítið gert úr því,
hverja úrslitaþýðingu það hefði
fyrir örlög íslands, að „íhaidið"
væri rekið á burt og stjórn
„vinnustéttanna“ tekin við. Hin
sama dapurlega þögn hvíldi enn
yfir stjórnarblöðunum á ársaf-
mæli kaupbindingar og verðfest-
ingarlaganna, sem sett voru hinn
28. ágúst 1956, og gilda áttu „á
meðan athugun fer fram á var-
anlegri lausn efnahags-vanda-
málanna“.
★
„Varanlega lausnin" er enn
ófundin. Mennirnir, sem mest
býsnuðust yfir því á árinu 1956,
að Sjálfstæðismenn sögðu, að
menn mundu verða um sinn að
una bráðabirgðalausn í efnahags-
málunum, þeir urðu um síðustu
áramót sjálfir að grípa til losara-
legustu bráðabirgðalausnarinnar,
sem sögur fara af.
Þá sögðu þeir raunar, að verð-
lagið mundi ekki hækka svo
neinu næmi. Nú er svo komið, að
þrátt fyrir það, þótt launþegar
hafi fyrir fullt og allt verið
sviptir kauphækkun sem svar-
ar til þeirra 6 vísitölustiga, er
fyrir ári var gefið í skyn, að þeir
mundu aðeins missa um sinn, þá
hefur vísitalan nú hækkað um 5
stig frá áramótum. Er fróðlegt að
bera þá hækkun saman við það
sem gerðist frá árslokum 1952,
þangað til verkfallsins mikla fór
að gæta á árinu 1955. Á öllum
þeim tíma hækkaði vísitalan að-
eins um 4 stig og komst ekki upp
í það, sem hún var í des. 1952.
Nú hefur hún sem sagt hækkað
á nokkrum mánuðum um 5 stig.
Má af því nokkuð marka hverj-
um betur hefur tekizt að halda
jafnvægi i þjóðarbúskapnum.
★
Samt er það svo, að vísitalan
nú gefur í raun og veru enga
mynd af raunverulegu verðlags-
ástandi í landinu. Það er rétt, að
allar ríkisstjórnir hafa reynt að
halda henni niðri. En aldrei hef-
ur verið farið neitt viðlíka langt
og nú, til að brengla vísitöluna
og koma í veg fyrir, að hún sýri
raunverulega þróun verðlagsmál
anna. Um áramótin létu stjórnar-
liðar og ekki sízt kommúnistar
sem verðhækkanir mundu verða
sáralitlar. Þetta endurtóku þeir
í útvarpsumræðunum snemma í
febrúar.
Síðan hefur reynslan talað.
Sjálf vísitalan hefur hækkað
margfalt á við það, sem þeir
sögðu fyrir. Hið raunverulega
verðlag hefur þó hækkað miklu
meira, Jafnvel Þjóðviljinn kemst
nú orðið ekki hjá því, að játa
verðlagshækkanirnar. Á ársaf-
mæli kaupbindingar- og verðfest
ingarlaganna þagði hann raunar
um þann merkisatburð. En dag-
inn áður hafði þessi játning skot-
izt upp úr honum:
„Hinsvegar væri rangt að dylj-
ast þess, að nú um hásumarmán-
uðina hefur fjölgað meðal al-
mennings þeim röddum, er
kvarta undan hækkandi vöru-
verði í verzlunum og kenna þar
um ónógu eftirliti af hálfu verð-
lagsyfirvalda".
★
Eðlilegt er, að sanntrúaðir
kommúnistar kenni verðlagsyfir
völdunum um, því að Þjóðvil.iinn
hefur árum saman predikað, að
þau hefðu það á valdi sínu, hvert
verðlagið væri í landinu. Sann-
leikurinn er auðvitað allur ann-
ar. Verðlagsyfirvöldin hafa lítil
ráð um þetta og útgjöldin við alit
það skrifstofubákh bætast aðeins
ofan á annan kostnað, sem nú
leggst á allan almenning.
Engin verðlagsyfirvöld geta
ráðið við afleiðingar stjórnar-
stefnunnar. Það eru þær, sem nú
eru að koma fram og Þjóðviljinn
kemst ekki hjá að viðurkenna, bó
að hann gefi annarlega skýringu
á orsökunum. En einnig með
þeirri afsökun hittir hann sjálfan
sig, því verðgæzlan er nú í hönd-
um kommúnista. Þannig fer oft-
ast fyrir þeim, er rangt mál
túlka, að staðreyndirnar vitna á
móti þeim, og flestar skýringar
verða í rauninni ásakanir á þá
sjálfa.
x
Þetta hefur einkar glöggt kom-
ið fram í undanfærslu stjórnar-
liðsins á því að viðurkenna,
hvernig komið er i kaupgjalds-
málunum. Fyrir 2—3 vikum fann
Alþýðublaðið það snjallræði að i
raun og veru hefði vinnufriður
ríkt í landinu, því að það væru
ekki nema nokkuf hundruð
manns, sem verkföll hefðu gert
Úr því svo væri, undan hverju
væru menn þá að kvarta?
f umkomuleysi sínu tók Tíminn
þessa speki upp og hefur síðan
reynt að dreifa henni meðal lands
lýðsins. í þeim málflutningi var
því gleymt, að Tíminn hafði áð-
ur hvað eindregnast ávítað Sjálf-
stæðismenn fyrir að víðtækar
kauphækkanir hefðu orðið af
þeirra völdum, svo sem í Iðju, án
þess að til verkfalls kæmí. Þá
var látlaust hamrað á því dag
eftir dag, að sök sér væri þó að
undan verkfalli væri látið. Hitt
sýndi framúrskarandi mann-
vonzku að hækka kaup án þess
að til nokkurs verkfalls kæmi!
Hér skiptir þó að sjáifsögðu
langsamlega mestu máli, hvort
kaupgjald hefur raunverulega
haldizt óbreytt eða ekki. Þeirri
staðreynd verður ekki hnekkt, að
á ársafmæli kaupbindingarlag-
anna höfðu á 14. þúsund launþeg-
ar fengið kauphækkanir með
einu eða öðru móti. Alþýðublað
ið reynir í gær að vefengja þetta
og segir, að „ríkisstjórnin hafi
aldrei lagst gegn almennum
grunnkaupshækkunum“. — Ef
hækkunin er ekki kölluð „grunn-
kaupshækkun“, þá er allt í lagi,
þó að á 14. þúsund manns fái
raunverulegar hækkanir!
UTAN UR HEIMI
*
Ur ýmsum áttum
LÍTIÐ orð hefur um langt skeið
farið af fyrrum áróðursmálaráð-
herra Nassers, Salah Salem,
„dansandi majórnum“, eins og
hann hefur stundum verið nefnd-
ur. í desember sl. var honum
Já — og nei.
vikið úr ritstjóraembætti við
blaðið A1 Shaab og hefur virzt
svo sem hann væri fallinn í ónáð
fyrir fullt og allt hjá Nasser og
vinum hans. Ekki alls fyrir löngu
komst Salem í fréttirnar að nýju.
Var honum boðið að gerast full-
trúi lands síns í Stokkhólmi —
og þáði Salem boðið. Skömmu
síðar var tilkynnt að 'Salem hefði
horfið frá því að taka að sér
sendimannsembættið — og er því
útséð um það, að hann „dansar"
ekki í Svíþjóð fyrsta kastið.
Ekki til eigin þarfa
Ein bezta skemmtun brezku
konungshirðarinnar er að fara á
veiðar. Margir hafa talið það
mikla búbót fyrir hirðina, þegar
vel hefur veiðzt, en fyrir skömmu
var skýrt frá því í London (til
þess að koma í veg fyrir allan
misskilning) að öll veiði brezka
drottningarfólksins væri seld á
opinberum markaði — og rynni
andvirðið til Rauða krossins.
Jafnhávaðasamir
og þrjú bifhjól
Hinn stóri veitingasalur þing-
hússins í Bonn hefur verið orð-
lagður fyrir hve hljóðbær hann
er og þar af leiðandi mikill
hávaði þar inni. Nú er áætlað að
hljóðeinangra salinn — og var
sú ákvörðun tekin að undangeng
inni vísindalegri athugun á
hávaðanum í salnum. Havaðinn
var sem sé mældur með sérstök-
um tækjum, sem gáfu til kynna,
að hávaðinn í salnum er jafn-
mikill og á breiðgötu, sem vart
er hægt að þverfóta á vegna
bíla og fólksþvögu.Þá var gerð at
hugun á ’hávaðaframleiðslu* ein-
stakra fastagesta salarins og kom
í ljós, að bayersku fulltrúarnir á
þinginu valda jafnmiklum há-
vaða og hreyflar þriggja bif-
hjóla, sem látnir eru ganga með
fullri benzíngjöf.
Það munar um minna.
Leyndarstarf
John, sonur Eisenhowers for-
seta, er majór í bandaríska hern-
um. Hann hefur nú fengið nýja
stöðu í hermálaráðuneytinu, í á-
ætlanadeildinni í Pantagon. En
samkvæmt fréttum hvílir svo
mikill leyndardómur yfir starfi
forsetasonarins, að ekki hefur
einu sinni mátt skýra frá því
hvenær John hóf hið nýja starf.
,,Leiðsögua-aðmíráll
Youshisuke Abe var aðmíráll
i japanska flotanum og fór mik-
ið orð af honum á sínum tíma,
því að hann stjórnaði m. a. orr-
ustuskipinu „Yamashiro" um
skeið. Abe er nú 67 ára að aldri,
en enn í fullu fjöri. Hann hefur
nú skipt um starfa og er leið-
sögumaður í Tókýó. Fer hann
með enskum og frönskum ferða-
mönnum um borgina og sýnir
þeim allt hið helzta. „Þetta er
mjög skemmtilegt", segir hann,
en ekki er hægt að segja annað
en, að hagir hans hafi breytzt
mikið síðan styrjöldinni lauk.
Dregur dilk á eftir sér
Allt þykir benda til þess, að
hreinsanir í starfsliði rússneska
utanríkisráðuneytisins séu nú
skammt undan. Hreinsanirnar
eru afleiðingar falls Molotovs —
og hafa þær dregizt lengur en
almennt var búizt við. Vestrænir
fréttaritarar austur í Moskvu
hafa látið hafa það eftir sér, að
um 40% af sendiherrum og hátt-
settum mönnum í sendiráðum
40% fylgja Molotov.
Rússa um víða veröld verði
kvaddir heim og aðrir, sem þykja
hollari Krúsjeff og hans vinum,
látnir taka sæti þeirra.
Tíika ísraelsher
til fyrirmyndar
Yngsta Afríkulýðveldið, Ghana,
hafði ekki notið sjálfstæðis lengi,
þegar stjórnin gerði ráðstafanir
til þess að stofnaður yrði her í
Dayan kenni Ghanamönnum
hernað.
landinu hið bráðasta. Þrír ráð-
herrar voru sendir út af örkinni
og héldu þeir til ísrael, því dug-
ur ísraelska hersins á síðasta
hausti vakti athygli margra. —
Náðu ráðherrarnir samkomulagi
við Moshe Dayan; yfirforingja
ísraelska hersins, um að hann
kæmi suður til Ghana og legði
þar með ráðamönnum grundvöll
að hinum nýja her. Dayan er nú
í þann veginn að leggja upp í
förina, en eftir dvölina í Ghana
mun hann halda til fleiri Afríku-
ríkja og gefa ráð á hernaðarsvið-
inu. —
„Neðrideildarsvar“
Sagan segir, að brezki fjár-
málaráðherrann, Peter Thorney-
croft, hafi fyrir skömmu ekið
ásamt vini sínum frá þinghúsinu
Thorneycroft fékk fullkomið
neðrideildarsvar úr þokunni.
í London — heim á leið. Svarta-
þoka var á og kom að því, að
Thorneycroft, sem bílnum ók, sá
bókstaflega ekkert — og varð
því að stöðva bílinn. Fótgangandi
maður þreifaði sig þá meðfram
bílnum og virtist hann ekkert
betur staddur en þeir félagar í
bílnum. Thorneycroft taldi samt
ekkert skaða þó að hann reyndi
að spyrja manninn hvort hann
áttaði sig eitthvað betur á um-
hverfinu en þeir gerðu.,
„Getið þér sagt mér hvar ég er
staddur?“, kallaði hann til þess
fótgangandi.
„í bíl“, var svarið.
Fjármálaróðherrann sneri sér
þá að vini sínum og sagði: Þetta
er dæmigert neðrideildarsvar,
Þrjár aðalkröfurnar eru upp-
fylltar. Svarið var stutt, það
sagði sannleikann og það sagði
ekkert, sem spyrjandinn vissi
ekki áður.
Hiss framleiðir greiður
Alger Hiss, sá sem á sínum
tíma starfaði í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu og var fundinn
sekur um að láta Rússum i té
bandarísk hernaðarleyndarmál,
er fyrir nokkru kominn úr fang-
elsinu. Er hann varð frjáls gekk
hann í þjónustu hárgreiðuverk
smiðju einnar í Bandaríkjunum
— og hafði í byrjun lág laun. Nú
er hann orðinn aðstoðarfram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, hef-
ur mikil laun — og framkvæmda-
stjórinn segir fyrirtækið ekki
geta verið án hans.
Góðæri vestur
á Snæfellsnesi
STYKKISHÓLMI, 28. ágúst. —
Heyskapur á Snæfellsnesi hefur
gengið mjög að óskum í sumar;
þó hafa þrjár undanfarnar vik-
ur verið fremur litlir þurrkar.
Nýting heyja er góð sérstaklega
hjá þeim bændum, sem hófu slátt
snemma. Eru sumir bændur nú
langt komnir með seinnislátt og
jafnvel að ljúka honum. Háar-
spretta er ágæt. — Garðávextir
spretta vel og búizt er við góðri
uppskeru. Dilkar virðast meira
en í meðallagi. Ræktunaráhugi er
mjög mikill hér i sýslu og for-
maður Búnaðarfélagsins telur að
aldrei hafi verið unnið jafnmikið
að jarðabótum og nú í sumar.
Síldveiði er fremur treg við
fjörðinn og mjög misjöfn. í gær
komu Stykkishólmsbátar með 80
tunnur síldar. í dag var aftur á
móti mjög rýr afli eða mest 25
tunnur. — Árni.