Morgunblaðið - 30.08.1957, Page 10

Morgunblaðið - 30.08.1957, Page 10
10 MORCUIVBLAÐIÐ Fðstudagur 30. ágúst 1957 — Páll Ólafsson sjötugur Framh. af bls. 6 arstöðina í Viðey af Handels- banken í Kaupmannahöfn, fyrir félagið, og hafði stöðin þá verið ónotuð árum saman, eftir að hið svonefnda „Milljónafélag“ hætti þar rekstri. H.f. Kári flutti rekstur sinn þangað, endurbætti allar bygg- ingar, sem meira og minna voru í niðurníðslu, svo og bryggjur og fiskþurrkunartæki, raflýsti alla stöðina o. fl. o. fl. Löngun til landbúnaðarfram- kvæmda var alltaf rík og lifandi hjá P. Ó. Á þessum árum keypti hann í félagi við Ólaf Bjarna- son frá Steinnesi höfuðbólið Brautarholt á Kjalarnesi, ásamt hjáleigu og áhöfn, og ráku þeir þar búskap í nokkur ár með Ólaf sem bústjóra. Ólafur keypti siðar eignina og hefur búið þar síðan. Stöðunni sem framkvæmda- stjóri fyrir h.f. Kári sagði P. Ó. lausri árið 1925, og hafði hann þá verið framkvæmdastjóri fé- lagsins í 5 ár. 1 þau ár sem hann hafði haft stjórn félagsins á hendi, hafði fé- lagið hagnazt nettó á rekstrinum kr. 208,635,00. Sama ár sem hann hætti for- stöðu h.f. Kára, stofnaði hann ásamt nokkrum öðrum mönnum h.f. Fylki, er rak fiskveiðar, og var hann ráðinn framkvæmda- stjóri þess. Félagið keypti togar- ann „Belgaum", sem það starf- rækti með góðum árangri í 6 ár. Sameignarfélagið „Kópur“ — togarafélag — stofnaði hann einn ig og veitti því forstöðu í nokk- ur ár, þar til hann fluttist til Kaupmannahafnar 1936. Á unga aldri átti P. Ó. sæti í hreppsnefnd Laxárdalshrepps í Dalasýslu, organleikari var hann við kirkjur föður síns á Lundi og í Hjarðarholti í nærfellt 20 ár og kennari við lýðskólann x Hjarðarholti í 4 ár. Hann stofn- aði ungmennafélagið „Ólafur pá“ í Dölum, og var formaður þess félags alla tíð þar til hann flutt- ist til Reykjavíkur. 1 Dölum stofnaði hann söngfélag, eitt hið fyrsta í sveit á Islandi. Bóksali fyrir Dalasýslu var hann í mörg ár og hafði farandsala, sem ferð- aðist um héraðið og naut það al- mennrar hylli. Eftir að P. Ó. byrjaði útgerð átti hann í mörg ár sæti í stjórn „Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda" og var framkv - stjóri þess félags í samfleytt 8 Austin 10 '46 til sölu, í prýðilegu standi (nýskoðaður). Bíllinn er með nýrri vél, nýjum gírkassa og nýju drifi. Til sýnis við Austurbæjarbíó, Grettisgötumegin. Uppl. í síma 18457 og 19611. Mjög ódýrir Vatteraðir skólajakkar á unglinga úr nælonstyrktu gaberdine. Verzlunin GARÐÁSTRÆTI 6 Starfsstúlkur vantar að Héraðsskólanum að Núpi næsta vetur. Upplýsingar í Fræðslumálaskrifstofunni og hjá undirrituðum. Skólaptjóri. Steypuméta krossviður Mótakrossviður 12 og 16 mm væntanlegur. Stærðir 4” x 9”. Tökum á móti pöntunum. ÍRUÐ ÓSKAST Eitt eða tvö herb. og eldhús óskast 15. september eða 1. október. Tvö reglusöm í heimili. Einhver húshjálp ef óskað er. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudags- kvöld, merkt: „Skilvís — 6285“. VERRZLU!\JARSTARF Afgreiðslustúlka óskast í stóra smávöruverzlun. Þarf að skrifa læsilega rithönd og vera góð í reikningi. — Umsóknir sendist afgreiðslu Morg- unblaðsins merktar: „Verzlunarstarf —6301“. ár. Sem framkvæmdastjóri framkvæmdi hann allar samn- ingagerðir fyrir hönd útgerðar- manna, við félög vinnuþiggjenda þessi árin. Samkvæmt fundar- bókun frá þessum árum hefur hann t. d. eitt árið haldið 165 félags- og samningafundi. Þá var P. Ó. einn af stofnend- um „Samtryggingar ísl. botn- vörpuskipaeigenda", og átti sæti í fyrstu stjórn þess og fram- kvæmdarstjóri um tíma. Einnig var hann meðal stofnenda „Vinnuveitendafélags íslands" og átti sæti í fyrstu framkvæmda- stjórn þess. Að lokum skal þess getið, að hann var aðalhvatamað- ur að stofnun „Félags ísl. línu- veiðaraeigenda“, og fyrsti for- maður. Fleiri störfum í þágu al- mennings hefur P. Ó. verið meira eða minna þátttakandi í, þótt hér sé ekki getið. Og er framangreint nægilegt til að sýna, ekki aðeins hve óviðjafnanlegri fjölhæfni, framkvæmdarþrá og starfslöng- un P. Ó. hefur verið gæddur, heldur jafnframt og engu síður. hve sjaldgæft þrek, og ósérhlífni hefur búið með honum er allt varð til að afla honum almenns trausts. ---o---- Eins og áður getur flyzt P. Ó. til Kaupmannahafnar árið 1936, þá tæplega fimmtugur að aldri. ásamt konu sinni og flestum börnum þeirra. Meiningin mun þó ekki hafa verið sú að setjast þar að, heldur að undirbúa stofn- un félags til rekstrar fiskveiða, með heimilisfang í Þórshöfn í Færeyjum, sem hann áleit, eins og þá stóð á með rekstur útgerð- ar á íslandi, að myndi verða miklu kostnaðarminna. Vann hann af kappi að stofnun togara- félagsins og tókst á stuttum tíma að safna nægilegu nlutafé, aðal- lega meðaL Færeyinga, til mynd- unar félagsins. Var hann með samningi ráðinn forstjóri hins nýja félags. Tilboð á ágætu skipi — frönskum togara — fyrir mjög sanngjarnt verð, heppnaðist hon- um að fá. Bankastjóri fyrir danska Fiskeribanken hafði lof- að félaginu láni út á fyrsta veð- rétt í skipinu, og allt virtist klapp að og klárt, en þá neitaði danski fiskimálastjórinn Trolle Thom- sen, sem var í bankaráði Fiskeri- bankans, að samþykkja lánið og fékk með sér annan mann úr bankaráðinu til að fylgja sér að málum og var lánbeiðninni þar með synjað, þrátt fyrir meðmæli hinna beztu manna í Færeyjum, þar á meðal sýslumanns og ríkis- dagsþingmanns Andreas Samuel- sens og ritstjóra Poul Niklasens. Úr félaginu varð því ekki neitt. Hve ógurlegt tjón þetta varð fyr- ir P. Ó. og aðra hlutaðeigendur má marka á því, að tæpu ári síð- ar var þessi togari, sem hér ræð- ur um, seldur fyrir tæpa % millj. kr. meira en P. Ó. átti kost á að kaupa hann fyrir. Því togarinn var hérumbil nýr og öll skip hækkuðu stórkostlega í verði strax og ófriðurinn skall á. En P. Ó. lét ekki hér staðar numið. Hann hafði önnur verk- efni mjög svo girnxleg er tóku hug hans fanginn. Þar á meðal mjög svo gróðavænlegt og um- fangsmikið fyrirtæki í samfélagi við færeyska og norska útgerð- armenn, er var í því fólgið að setja upp birgðaskála með nauð- synjavörur til útgerðar í Fær- eyingahöfn á Grænlandi og til móttöku á fiski hjá þeim skip- um er fiskuðu við Grænland á sumrin. Þetta var allt undirbúið, en þá kom ófriðurinn mikli 1940 er kollvarpaði öllu saman. Stofnun síldarverksmiðju í Færeyjum með bænum Þórshöfn sem stærstum hluthafa, kom hann einnig í framkvæmd. En þar fór á sömu leið. Öfriðurinn setti þar einnig stólinn fyrir dyrnar. Stofnun niðursuðuverk- smiðju í Þórshöfn á Færeyjum, sem átti að sjóða niður ýmsar fisktegundir, svo og fugla, var einnig langt á veg komin hjá P. Ó., en varð af sömu ástæðum sem önnur fyrirtæki dauðadæmd þegar í byrjun. Þetta sem að framan er minnzt á, ásamt fleiru hafði kostað P. Ó. mikið fé og mikla vinnu. Stríðið var byrjað og hann sat nú inni- lokaður í Færeyjum. Að deyja ráðalaus var ekki að skapi Páls ÓlaJssonar, þegar hér var komið setur hann upp um- boðs- og heildsöluverzlun í Þórs- höfn á Færeyjum undir nafninu A/S Páll Ólafsson & Co. Hafðí hann brátt mikil viðskipti, bæði með innkaup á vörum frá Eng- landi og svo umboðsverzlun með fisk frá Islandi og Færeyjum til Englands. Páll átti frumkvæðið að því að Færeyingar byi’juðu að kaupa bátafisk frá Islandi og sigla með til Englands. Hann út- vegaði sér umboðsmenn á helztu stöðum á íslandi, þar sem báta- fisk var að fá og sendi þangað færeysku skipin til að kaupa fisk inn, svo að á stríðsárunum hafði hann stundum 30 færeysk skip í förum milli íslands og Englands, sem umboðsmaður beggja aðila. Að stríðinu loknu hættu þessi viðskipti eins og eðlilegt var. Strax eftir stríðið leituðu margir landar liðsinnis hjá P. Ó. Má í því sambandi geta þess, að hann mun hafa verið milligöngu- maður við sölu flestra þeirra togara sem seldir voru frá ts- landi til Færeyja næstu árin eft- ir lok ófriðarins. Þess skal ekki látið ógetið að íslendingar, sem áttu leið um Færeyjar, fengu mjög vinsam- legar móttökur á hinu góða og gestrisna heimili P. Ó. og þeirra hjóna. Og þeir voru ekki fáir sem nutu liðsinnis hans á einn eða annan hátt. Páll var skipaður ræðismað- ur fyrir tsland í Færeyjum 1947. ---------------o------ Páll Ólafsson kvæntist 1913 Hildi Stefánsdóttir prests Jóns- sonar á Auðkúlu, er var þjóð- kunnur fyrir fagra og mikla rödd og annan skörungsskap við embættisgjörðir á sinni tíð. Frú Hildur er mikilsmetin gáfukona. Börn eiga þau fimm, tvo syni og þrjár dætur. Synir þeirra eru Stefán tannlæknir í Reykjavík og Jens, er stundar mannfræði- nám (antropologi) við háskóla í Bandaríkjunum. Dæturnar eru: Ingibjörg, gift Pétri Eggerz sendi herra í Bonn í Þýzkalandi, Þor- björg, gift Andrési Asmundssyni lækni, búsettum í Svíþjóð og Ólöf listakona (myndhöggvari), gift Sigurði Bjarnasyni alþingis- manni í Reykjavík. ----o----- Venjulega eru það einstakir af- burðamenn er ryðja brautina, og verða til fyrirmyndar, eða með öðrum orðum, ganga á undan með góðu eftirdæmi. 1 þessum síðastnefnda flokki má óefað telja Pál Ólafsson. Tæplega þrítugur flyzt hann úr Dölum, og hafði þá frá æsku rekið landbúnað, sem ráðsmaður á búi föður síns, stóru prestsetri og skólasetri, og auk þess haft eftirlit með búskap á eigin jörð. Þá hafði hann og um nokkurt árabil haft forstöðu kaupfélags með höndum, og þar á eftir stjórn eigin verzlunar. Eftir komu sína til Reykjavíkur tekst hánn á hend ur svipuð störf, verzlun og land- búnað, og keypti lönd til búnað- ar og ræktunar í Reykjavík og nágrenni. Brátt tekur hann þátt í útgerð og ásamt nokkrum fé- lögum stofnar hann togarafélag, og verður forstjóri þess. Hann kaupir útgerðarstöðina í Viðey, sem hann endurbætir, og rekur þar mikla útgerð, jafnframt sem hann rekur stórbú í Brautarholti á Kjalarnesi. Hér er um meira en meðal mannsverk að ræða. Hér er það ungur ofurhugi, sem ætlar sér tæplega af. En hann tekst margs konar önnur störf á hendur, eins og sjá má af því sem hér að fram- an er skráð. Þetta synir fyllilega að P. Ó. hefur verið óvenju mik- ill starfsmaður, og fjölhæfur með afbrigðum. Fáum mönnum hef- ur eins fljótt tekizt að vinna sér traust meðbræðra sinna, og sam- verkamanna, eins og honum, sem einna berlegast kemur í ljós, er hann, sem kaupmaður vestan úr Dölum, tekur að sér stjórn á um- fangsmikilli togaraútgerð í Rvík, og er skömmu síðar kosinn fram- kvæmdastjóri Félags ísl. boín- vörpuskipaeigenda, sem hafði mörgum mikilhæfum mönnum á að skipa, er höfðu mikla reynslu í togaraútgerð. ----o----- Eins og sjá má af ofanrituðu er það ekkert lítilræði, sem Páll Ólafsson hefur lagt af mörkum til þjóðarþrifa, síðustu 50 ár æv- innar, — frá því hann um tví- tugsaldur tekur við stjórn á búi föður síns í Hjarðarholti — til dagsins í dag. En mesta grettistaki lyftir hann þó — að mínu áliti — þegar hann í ófriðnum mikla skipulegg ur sölu á íslenzkum fiski til Eng- lands og fær Færeyinga til að flytja hann á markaðinn. Þetta afreksverk og salan á gömiu togurunum til Færeyja í lok stríðsins hefur tæplega verið metið eins og vert er. Ef ísland eignast marga hug- sjóna- og athafnamenn eins og Pál Ólafsson, þá er vel farið. Heill sé þér sjötugum, vinur. Kaupmannahöfn, 10/8. 1957 Matth. Þórðarson. Páll Ólafsson er í dag staddur á Bellevue Strandhotel í Kaup- mannahöfn. Bændadagur Borgfirðinga verður haldinn á Hvanneyri sunnudaginn 1. september. Hefst hann með guðsþjónustu klukkan 2, :éra Bergur Björnsson, Stafholti prédikar. Sverrir Gíslason í Hvammi setur mótið klukkan 3. Pétur Ottesen, alþingismaður, flytur ræðu. Björn Blöndal, bóndi 1 Laugarholti, les upp. Sigurður Ólafsson og Guðmundur Guðjóisson skemmta með söng. Sýndar verða nýjustu heyvinnuvélar og xuk þess kvikmyndir. Dansað verður frá klukkan 6,30 til 10. Búnaðarsamband Borgarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.