Morgunblaðið - 30.08.1957, Side 15
Föstudagur 30. ágúst 1957
M OítGWSBl 4Ð1Ð
15
Franska landsliðið komið
14 leikmenn, 8 tarar-
stjórar og 3 bla&amenn
sem telja franskan sigur
erfiðari nú en í júní
FYRSTA heimsmeistarakeppnin sem fram fer hér á íslandi í íþrótta-
grein innan vébanda ÍSÍ fer fram á sunnudaginn. Þá mætast ísland
og Frakkland í knattspyrnukappleik á Laugardalsleikvanginum.
Franska liðið kom hingað í gærkvöld, 14 leikmenn og 8 manna far-
arstjórn. Með í förinni voru og 3 blaðamenn.
Löng ferð og erfið.
Franska liðíð hafði langa ferð
í gær og erfiða. Það lagði af stað
frá París klukkan 6 um morgun-
inn með flugvél. Hafði það við-
komu í Dusseldorf og síðan
Hamborg, þar sem það sté inn
í islenzka flugvél — annan hinna
nýju faxa Flugfélagsins. Síðan
var viðkoma höfð í Kaupmanna
höfn og Ósló.
Liðið lét mjög vel af ferðinni
með ísl. vélinni. Kvörtuðu þeir
helzt undan því, hve oft þeir
fengu að borða!!
Sólin fagnaði þeim.
í stuttu viðtali, sem Morgun-
blaðið átti við blaðamennina
þrjá, létu þeir í ljós ánægju yfir
fyrstu kynnum af íslandi. Þeir
kváðu það hafa verið undarlega
tilfinningu að þegar þeir lentu
hér klukkan langt gengin 9 um
kvöld, þá brosti sólin við þeim.
Þeir vissu.þegar glögg deili á
breytingunni á ísl. liðinu frá því
er það lék í Nantes, en allir
þessir þrír blaðamenn fylgdust
með þeim leik.
Um leikinn í Nantes.
Aðspurðir um hann sögðu þeir,
að þeim hefði ekki fundist að
Frakkar hefðu átti stærri sigur
skilinn en þeir unnu. Þeir létu
allir í Ijós þá skoðun, að hér
myndi sigurinn verða Frökkum
erfiðari.
Talið barst að Franska liðinu
og sögðu þeir að þó miklar breyt-
ingar væru á því gerðar frá því
í Nantes, teldu þeir það álíka
sterkt.
Þeir lýstu þeirri skoðun
sinni að þetta lið sem hér væri
væri eitt hið sterkasta sem
Frakkar ættu. Það væru ef til
vill til tveir eða þrír menn er
eftir sætu heima af ýmsum or-
sökum sem gætu gert það
styrkara.
Hissa á fjarveru Alberts
Þeir lögðu áherzlu á það að
þeim fannst Ríkharður Jónsson
vera langsamlega bezti maður
liðsins er það lék í Nantes. En all-
ir voru þeir hissa á því að Albert
skyldi ekki vera valinn, því þeir
höfðu haft glöggar fregnir af því
að hann kom nýju liði upp í
fyrstu deild og það hafnaði þar
í 4. sæti í ár. Þeir spurðu hverju
það sætti, en áttu bágt með að
skilja ástæðuna sem til voru
greindar, því allir þekktu þeir
Albert mætavel frá því að hann
var stjarnan á knattspyrnuvöll-
um Evrópu.
Illakka til Þingvailafara
Þeir spurðu margs um landið
og vissu nokkur deili á sögu þess,
þeim leist vel á Þingvallaferð þá
sem í vændum er, en sögðu að
ekki yrði hún farin á föstudag
því þjáfarinn vildi hafa menn
sína kyrra við æfingar og nudd.
Hlégarður
Mosfellssveit.
Svor við yfirlýsingu K.S.Í.
STJÓRN Knattspyrnusambands
íslands birtir furðulega yfir-
lýsingu í blöðunum í dag og telur
sig þurfa að Ieiðrétta villandi um
mæli okkar Atla Steinarssonar í
sambandi við blaðamannafund
stjórnarinnar sl. þriðjudag. öll
blöð bæjarins hafa umrædd um-
mæii eins eftir formanninum, en
stjórnin telur aðeins okkur tvo
greina villandi frá þeim (!)
Yfirlýsing þessi mun eiga að
vera huggun landsliðsnefndinni,
í raunum sem hún hefur viljandi
ratað í, og er líklega samin eftir
pöntun.
Það var tvennt, sem mesta at-
hygli vakti á blaðamannafundin-
um á þriðjudag; áherzla sú, sem
formaður KSÍ lagði á alræðis-
vald landsliðsnefndarinnar og
yfirlýsing formanns landsliðs-
nefndar um álit nefndarinnar á
Albert Guðmundssyni. Hið fyira
mátti taka svo, að stjórn KSÍ
vildi þvo hendur sínar af hinu
síðara. Ég býst við, að allir við-
staddir hafi skilið þetta á þann
veg, en þeim skilningi var samt
hvergi á lofti haldið af minni
hálfu, og vísa ég því á bug öllum
aðdróttunum um villandi frétta-
flutning.
Mér finnst það engin frétt, þó
formaður KSÍ léti það fylgja, að
stjórn KSÍ bæri fullt traust til
landsliðsnefndarmanna, og sá
ekki ástæðu til að geta um svo
sjálfsagðan hlut. Stjórn K'SÍ vel-
ur einmitt menn í landsliðsnefnd
og þegar menn velja sér hjú, ætl-
ast þeir til að það sé staríanum
vaxið. Ef svo reynist ekki, er það
einfaldlega látið fara sína leið.
Mér er óskiljanlegt, hvers
vegna formanni KSÍ var svo tíð-
rætt um alræðisvald landsliðs-
nefndarinnar, ef það var ekki
vegna þeirrar gagnrýni sem fyr-
irsjáanleg var og stjórn KSÍ ótt-
aðist. Læt ég það liggja milli
hluta, en óska þess aðeins, að for-
ráðamenn knattspyrnusambands-
ins skýri mál sitt svo greinilega
í framtíðinni að það verði ekki
misskilið, og væri þá ekki úr
vegi að stjórn KSÍ segi skorinort
álit sitt á starfi landsliðsnefndar-
innar nú, en læðist ekki eins og
köttur í kringum heitan graut.
Slíkt er ekki sæmandi æðstu
stj órn knattspyrnuhreyfingarinn
ar á íslandi.
Reykjavík, 29. ágúst 1957
Sig. Sigurðsson.
Syndið 200 metra
eftir aðstoð Alberts Guðmunds-
sonar við tæknilegar leiðbein-
ingar um hvernig bezt megi
byggja upp leikmáta íslenzka
landsliðsins gegn frönsku lands-
liði, eða teljið þér ef til vill ein-
hvern annan færari til þess.
Þorsteinn Sveinsson.
Sparningar til Gnnnlangs
Lórussonar ■
formanns landsliðs-
nefndar KSÍ
MÖRGUM knattspyrnumönnum
komu mjög á óvart þau ummæli
yðar um Albert Guðmundsson,
að hans væri eigi að leita meðal
11 beztu knattspyrnumanna
landsins. Af því tilefni vildi ég
vinsamlegast fara þess á leit við
yður, að þér , svöruðuð eftirfar-
andi spurningum:
1) Getið þér bent á 11 íslenzka
knattspyrnumenn sem byggja
betur upp sókn og vörn kappliðs
en Albert Guðmundsson?
2) Getið þér bent á 11 íslenzka
knattspyrnumenn, sem þekkja
betur franska knattspyrnumenn,
knattleikni þeirra og knattmeð-
ferð, eða var ekki einmitt Albert
Guðmundsson talinn af frönsk-
um knattspyrnumönnum eftir-
sóttur leikmaður sökum þekk-
ingar og leikni- í knattmeðferð?
3) Haldið þér eigi að franskir
landsliðsmena muni undrast stór
lega, er þeir frétta að Albert
Guðmundsson er eigi tækur í ís-
lenzkt landslið, sá maður, sem
þeir eflaust hafa búizt við að sjá
fyrirliða íslenzka landsliðsins,
sökum frægðar sinnar, en eigi
á áhorfendabekk?
4) Hefur landsliðsnefnd leitað
Félagslíi
FARFUGLAR
Berjaferð í Þjórsárdal, um helg
ina. Skrifstofan er a Lindargötu
50. Opin kl. 8—10 í kvöld.
Þersmörlc
Ferð á Þórsmörk laugardag kl.
2. — Ferðaskrifstofa Páls Arason-
ar, Hafnarstræti 8. Sími 17641.
Í.R. — Handknattleiksdeild
Munið æfinguna í kvöld kl. 9
í K.R.-húsinu. Eftir æfingu verð
ur áríðandi fundur. Mætum allir.
— Stjórnin.
Knattspyrnumenn K.R.
3. fl. A.: Unglingadagsleikur-
inn gegn Þrótti verður í kvöld kl.
8 á félagssvæðinu. — Þjálfari.
Árnienningar
Sjálfboðavinna í Jósefsdal um
helgina. Farið kl. 2,30 á laugar-
dag. Stjórnin á öll að mæta.
SkíSadeiId Ármanng.
Mínar innilegustu þakkir til allra vandamanna og ann-
arra vina, fyrir gjafir, skeyti og góðar kveðjur á 70 ára
afmæli mínu þann 23. ágúst sl.
Jón Jónsson,
Sólbakka, Höfnum.
DANSLEIKUR
verður að Hlégarði laugardag 31. þ.m. kl. 9.
Hljómsveit Skafta Ólafssonar leikur.
Ferðir frá B. S. í.
Ölvun bönnuð. Húsinu lokað kl. 11,30.
Kvenfélagið.
KENNSLA
í íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar hefst að nýju
mánudaginn 2. september.
Lokað
frá 29. ágúst til 9. september.
K. þorsteinsson & Co«
Vesturgötu 5.
VefnaðarvöruumboH
óskum eftir duglegum umboðsmanni fyrir
framleiðslu vora á íslandi.
A/S Nordlands forenede Uldvarcfabrikker
Harstad, Norge
TBL LEIGti
4 skrifstofuherbergi, einnig hentug fyrir lækna-
stofur. — Tilboð merkt: „Aðalstræti — 6291““,
sendist afgr. Mbl. fyrir 3. sept.
Háseta, II. velstjóra
og matsvein vaintar til reknetaveiða á m.s. Fróða-
klett, strax. — Uppl. í síma 50165.
LTSALA
á pottablómum og ódýr afskorin blóm
í dag og á morgun.
BLÓM & ÁVEXTIR
Símar 12717 og 23317.
Maðurinn minn
EYÞÓR EINARSSON
Gerði, Sandgerði, lézt 27. þ. m.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafía Ólafsdóttír.