Morgunblaðið - 14.09.1957, Side 1

Morgunblaðið - 14.09.1957, Side 1
Bæjarstjórn Reykjavíkur mótmælir harðlega árás Hannibals á sjálfsforræði bæjarfélagsins Ný útsvarsskrá gefin út og nýr kœrufrestur auglýstur Liklegt að verklegar framkvæmdir bæjarins tefjist vegna pólitiskrar ofsóknar vinstri flokkanna á Reykjavik IGÆR boðaði borgarstjóri til aukafundar í bæjarstjórn Reykjavíkur. Tilefnið var bréf félagsmálaráðuneytisins til borg- arstjóra þar sem ráðuneytið úr- skurðar niðurjöfnun útsvara I Reykjavík ólögmæta. Gmræður urðu um málið á fundi bæjarstjónarinnar og mót- mælti Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri og fulltrúar Sjálfstæðis- manna harðlega gjörræði Hanni- bals Yaldimarssonar félagsmála- ráðherra og hinni pólitísku of- sókn hans á hendur stjórn Reykjavíkurbæjar, sem í úrskurð inum felst. Eftirfarandi tillaga borgar- stjóra var samþykkt á fundi bæj- arstjórnarinnar en við atkvæða- greiðsluna riðlaðist vinstri fylk- ingin í bæjarstjórn. Var einn liðurinn samþykktur samhljóða með 10 atkvæðum, en nokkur atkvæði á móti um hina. Út af bréfi félagsmálaráðherra 11. sept. sl. ályktar bæjarstjórn Reykjavíkur eftirfarandi: 1. Bæjarstjórnin mótmælir harðlega úrskurði félagsmálaráð- herra og þeirri freklegu árás á sjálfsforræði bæjarfélagsins, sem felst í aðgerðum hans. 2. Bæjarstjórnin bendir á, að niðurjöfnunarnefnd hafði óvéfengj- anlega heimild til þess að jafna niður 199,4 millj. kr. í útsvör, en þegar nefndin gekk endanlega frá niðurjöfnun var upp- hæðin 198,1 millj., eða 1,3 millj. lægri en ráðuneytið sjálft telur heimilt, og fær því sú ógildingarástæða ekki staðizt, að útsvarsupphæðin sé hærri en löglegt er. 3. Bæjarstjórnin bendir á, að jafnað er niður „eftir efnum og ástæðum“, þótt notaður sé útsvarsstigi, sem er stighækkandi eftir tekjum og eignum og tekur ríflegt tillit til fjölskyldu- ástæðna. 4. Bæjarstjórnin telur það fjarri lagi og spor aftur á bak, ef banna á bæjar- og sveitarfélögum að nota nýtízku skýrslu- vélar við niðurjöfnun útsvara. 5. Bæjarstjórnin telur, að hvort sem farin yrði sú leið að gera nýja útsvarsskrá eða leita úrskurðar dómstóla um málið, myndu af hljótast verulegar tafir á innheimtu útsvara, en það þýðir tafir á verklegum framkvæmdum bæjarins, svo sem byggingu íbúða til útrýmingar herskálum og öðru heilsuspillandi húsnæði, byggingu skóla, bæjarsjúkrahúss, sorpeyðingarstöðvar, undir- búningi lóða og lagningu hitaveitu í ný hverfi, og lýsir ábyrgð á hendur félagsmálaráðherra af þeim sökum. 6. Þar sem dómstólaleiðin myndi taka marga mánuði og valda óbætanlegum truflunum á útsvarsinnheimtu, telur bæjarstjórn- in rétt að velja þá leið, sem veldur minni töfum fyrir verk- legar framkvæmdir og minni baga fyrir borgarana, og er því samþykk þeirri ályktun, sem niðurjöfnunarnefnd hefur gert í dag og er svohljóðandi: „Niðurjöfnunarnefnd hefur notað sömu starfsaðferðir við álagningu útsvara í ár og undanfarin ár, án þess að félagsmála- ráðuneytið eða aðrir hafi véfengt lögmæti þeirra starfsaðferða. Þó að nefndin telji eftir atvikum ekki ástæðu til að hverfa frá fyrri vinnubrögðum, telur hún rétt, þar sem viss forms- atriði hafa verið véfengd, að gera skrá yfir útsvör gjaldenda í bænum, samkv. IV. kafla útsvarslaga, og auglýsa kærufrest að nýju“. 7. Bæjarstjórnin bendir á að í ár er notaður sami útsvarsstigi og síðastliðið ár, að öðru leyti en því, að fjölskyldufrádrátt- ur er verulega aukinn, og er útsvarsstiginn því raunverulega lægri nú en í fyrra, einkum á barnafjölskyldum. 8. Bæjarstjórnin beinir þeim eindregnu tilmælum til Reykvík- inga að greiða útsvör sem fyrst, til þess að nauðsynlegar framkvæmdir bæjarfélagsins tefjist minna en til er stofnað með bréfi ráðherrans. Fyrr í gærdag hafði niður- jöfnunarnefnd komið saman á fund og rætt um mál þetta. Var á fundi hennar samþykkt með 3:1 atkv. tillaga sem getið var í tillögu borgarstjóra hér að fram an um að gera nýja skrá yfir út- svör gjaldenda í bænum. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri flutti ítarlega og rökstudda ræðu á fundi bæjarstjórnar um málið. Verða hér á eftir rakin höfuðatriði hennar: í bréfi félagsmálaráðherra, sagði borgarstjóri, eru taldar tvær ástæður til véfengingar á álagningu útsvara í Reykjavík í ár. Það atriði er þó óvíst hvort ráðuneytið hafi lagaiegan rétt til þess að ónýta útsvarsákvörð- un niðurjöfnunarnefndar, svo sem hér hefir verið gert. Um það er enginn stafur í lögum. Varð- andi upphæð niðurjöfnunarinnar þá er það óvéfengt með öllu, að niðu'rjöfnunarnefndin hafði ótví- ræða heimild til þess að jafna niður 199.4 millj. kr. upphæð, svc, æm hún var tilgreind í fjárhags Framh. á bls. 2 Borgarstjórinn: — Ég mótmæli. Nkar Bulganin fyrir Mikoyan LONDON, 13. sept.: — „Daily Telegraph" staðhæfir, að Bulg- anin muni láta af forsætisráð- herraembætti Ráðstjórnarríkj- anna fyrir lok þessa mánaðar, en Mikoyan taka við. Telur blaðið, að Bulganin verði skipaður í embætti forseta. Það er rússlands málasérfræðingur blaðsins, Dav- id Floyd ,sem kveðst hafa þessar fregnir eftir áreiðanlegum heim- ildum í Varsjá. Bulganin er nú á Krím sér til hvíldar að því að sagt er, og gegnir Mikoyan þá embætti hans á meðan. Segir Floyd, að á næsta miðstjórnar- fundi verði g«rðar meiriháttar breytingar á stjórninni og flokks forsætinu. Telur hann m.a. víst, að Voroshilov, sem tekinn er að eldast mjög, muni þá láta af for- setaembættinu. Faubus fer vonglaður til fundar við Eisenhower LITTLE ROCK 13. september. — Faugus fylkisstjóri í Arkansas hélt í dag áleiðis til Newport á Rhode Island til þess að hitta Eisenhower forseta og ræða við hann atburði síðustu daga. Faub- us hefur nú verið stefnt fyrir rétt vegna þess að hann skipaði þjóðvarnarliðinu að hindra göngu svartra barna í skóla hvítra. Bað Faubus Eisenhower áheyrnar og vill hann skýra af- stöðu sína fyrir forsetanum. Er Faubus steig upp í flugvél- ina í Little Rock í dag lét hann svo um mælt, að hann væri von- góður með erindisrekstur sinn. Ekki vildi hann láta uppi hvernig mann mundi flytja mál sitt, en Indverski fulltrúinn situr hjá NEWYORK 13. sept. — í dag var enn rætt um Ungverjalands- skýrsluna á Allsherjaarþingi SÞ og tillögu þá um vítur á Rússa, sem 36 ríki standa að. Það bar helzt til tíðinda á fundinum í dag, að indverski fulltrúinn lýsti því yfir, að hann mundi sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillög- una. Afgreisðla slíkrar tillögu væri ekki í þágu hagsmuna ung- versku þjóðarinnar. Fór fulltrú- inn þess á leit við'Hammarskjöld, að hann færi til Budapest og fengi upplýsingar hjá ungversku stjórnarvöldunum um ástandið í landinu. Júgóslavneski fulltrúinn kvaðst ekki geta stutt tillöguna og kvað Comet flýgur á ný LONDON, 13. sept. — BOAC mun taka Comet aftur í notk- un á næstunni og mun flugvélin fljúga daglega a flugleiðinni London—Beirut. Meira en þrjú ár eru nú liðin frá því að Comet I var tekin úr notkun vegna hinna tíðu >lysa, en síðar kom í Ijós, að ■ivokölluð málmþreyta olli jim. Ungverjalandsskýrsluna ekki skýra rétt frá atburðarásinni. Tillagan um vítur á Rússa og full tingi við skýrsluna væri ekki í þeim anda, að hún mundi líkleg til þess að leysa vandann. Þá tók til máls fulltrúi Norðmanna og lýsti eindregnum stuðningi við tillöguna um vítur á Rússa. Fulltrúi Uruguay, sem var meðlimur Ungverjalandsnefndar- innar, tók til máls. Vakti hann athygli á því, að fulltrúi Kadar- stjórnarinnar á þinginu hefði lýst yfir fullu samþykki sínu við aðfarir Rússa í Ungverjalandi. Samt hefði þessi sami maður ver- ið formaður byltingarráðsins í utanríkisráðuneytinu á meðan á uppreisninni stóð. Þá hefði hann fordæmt árás Rússa og hryllt við blóðbaðinu. Beindi hann þeirri spurningu til fulltrúans hvort hann væri maður með tvær skoð anir á hlutunum. hins vegar sagði hann að ekki væri ólíklegt að hann mundi eiga fleiri en einn fund með for- setanum. Margir binda vonir við það, að viðræður þeirra Eisen- howers geti orðið til þess að leysa vandamálin að einhverju leyti — ekki einungis deilurnar í Little Rock, heldur öll slík vandræði í Suðurrríkjunum. — Lögregl- unni í Maryland var gert viðvart er svertingi einn fann ósprungna sprengju í húsa- garði sínum. Tvö börn svertingj- ans voru innrituð í skóla, sem einungis hvít börn hefðu setið í áður. Var sprengjan þegar fjar- lægð. Við rannsókn kom í ijós, að sprengjan var mjög öflugt og hefði valdið miklum spjöllum, ekki einungis á húsi negrans, held ur og í öllu hverfinu. Kveikjuút- búnaðurinn var ekki í lagi. Liðssafnoður? MOSKVA, 13. sept. — Bulganin, forsætisráðherra Ráðstjórnar- innar hefur sent Menderes, for- sætisráðherra Tyrklands, orð- sendingu vegna fregna um liðs- safnað Tyrkja við sýrlenzku landamærin. Kvaðst Bulganin vera uggandi vegna fregna þess- ara. Segir í orðsendingunni, að Ráðstjórnin geti ekki liðið slík- an liðssamdrátt vegna þess að hann stofni friðinum í hættu. — Ógnun við friðinn í þessum hluta heims sé ógnun við heimsfrið- inn. — SAN FRANCISCO 13. sept.: — 1 dag var lokið við lögn lengsta sæsímastrengs, sem lagður hefur verið. Var það hið fræga síma- skip Monarch, sem lagði tvöfald- an streng á milli Hawai og San Francisco, 2200 mílur að lengd. ARAS HANIMIBALS Á FUNDI bæjarstjórnarinnar í gær komst Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri m.a. svo aS orði: ýf ÉG véfengi lagalegan rétt ráðherra til ógildingar útsvaranna í Reykjavík. ■ýr ÉG mótmæli þeirri aðferð, sem hér er höfð í frammi, þessari ósvífnu árás á sjálfsforræði bæj- arfélagsins. ýf ÉG ákæri ráðherrann fyrir tilraun til þess að tefla f járhag Reykjavíkurbæjar í tvísýnu og tef ja nauð- synlegar framkvæmdir hans. ýf ÉG lýsi ábyrgð á hendur ráðherra á öllu því tjóni sem af þessum gerðum hans kann að hljótast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.