Morgunblaðið - 14.09.1957, Blaðsíða 6
6
MORGVNBTAÐ1Ð
Laugardagur 14. sept. 1957
Frondizi hyggst nó völdum
með stuðningi Peronistn
S'
| TJÓRNLAGAÞING Argen-
tínu er saman komið í
hinni litlu en sögufrægu
borg Sante Fé um 400 km norð-
ur af Buenos Aires. Á þeim stað
var lýst yfir sjálfstæði Argentínu
1853 og stjórnarskrá fyrir ríkið
samþykkt. Stóð hún þar til Peron
forseti samdi af sjálfsdáðum nýja
einræðisstjórnarskrá. Var hún
aldrei lögð undir þjóðaratkvæða
greiðslu.
'Með byltingunni 1955 gegn
Peron var stjórnarskrá hans lýst
ólögleg og gamla stjórnarskráin
frá 1853 aftur viðurkennd. En
Aramburu bráðabirgðaforseta og
fylgismönnum hans er ljóst að
hin gamla stjórnarskrá er ófull-
komin, eins og sézt hefur, þeg-
ar Peron tókst á sínum tíma að
koma á einræðisstjórn án þess
að þurfa beinlínis að brjóta í
bág við stjórnarskrána.
Þessu vill Aramburu nú breyta
og setja hömlur á ríkisvaldið,
en auka sjálfsstjórn hinna ýmsu
héraða. Vonar hann að það gæti
orðið undirstaða-réttláts lýðræð-
isríkis. í þessum tilgangi lét hann
efna til kosninga til stjórnlaga-
þings þann 28. júlí sl. og situr
það nú í Santa Fé.
★
f þessari smáborg komu fyrir
skömmu saman 205 þingfulltrú-
ar og bjuggu við þröngan kost.
Bærinn hefur verið valinn til
þinghalds fremur vegna sögulegr
ar frægðar, en vegna hentugleika.
T.d. skortir gistihús fyrir þing-
mennina og verða þeir að búa
oft fjórir saman í herbergi í ó-
fullgerðu stórhýsi, sem ætlað er
fyrir elliheimili.
Þó er það enn verra, að end-
urskoðun stjórnarskrárinnar
mætir harðri mótspyrnu, þar
sem þess hefði máske sízt mátt
vænta. Það má segja, að skuggi
Perons liggi eins og mara yfir
þinginu. Ekki svo að yfirvof-
andi hætta sé á að Peron sjálf-
ur snúi heim og taki við völd-
um, heldur fremur vegna þess
að einn af fyrrverandi and-
stæðingum Perons, sem fyrr
á árum þóttist lýðræðissinni,
þykist nú sjá sér leik á borði
til að ná sömu aðstöðu og
Peron áður. Þar sem þessi
möguleiki er fyrir hendi hef-
ur hann ekki lengur áhuga á
lýðræði.
★
Maður þessi nefnist Arturo
Frondizi og er honum nú oft
lýst sem hinum komandi sterka
manni Argentínu. Hann var. áð-
ur leiðtogi róttæka flokksins í
heild, sem lengst hélt uppi stjórn
arandstöðu gegn Peron og reyndi
að verja þingræði landsins með
hnúum og hnefum. En nú er
Frondizi svo langt leiddur, að
hann biðlar skefjalaust til stuðn-
ingsmanna Perons. Hljóti hann
fylgi þeirra í þingkosningum í
náinni framtíð er hann næstum
öruggur með að ná hreinum meiri
hluta. Og til þess er leikurinn
gerður.
Áður en Peron komst til valda
á árum síðustu heimsstyrjaldar
voru helztu þingflokkarnir í
Argentínu auk Peronista, íhalds-
flokkurinn, Róttæki flokkurinn
og Jafnaðarmenn. Eftir valda-
tíma Perons var íhaldsflokkur-
inn þurrkaður út og Jafnaðar-
mannaflokkurinn hafði misst nær
allt fylgi sitt til Perons. Eini
andstöðuflokkur Perons, sem
nokkuð kveður að er Róttæki
flokkurinn, en hann hefur nú
klofnað í tvær fylkingar.
Arturo Frondizi var leiðtogi
Róttæka flokksins á valdaárum
Perons. Hann barðist eftir því
sem aðstæður leyfðu gegn vald-
níðslu Peronista og beitti stöðugt
brandi réttlætisins í baráttunni
fyrir viðhaldi þingræðis í land-
inu. í forsetakosningum 1951 bauð
hann sig fram gegn Peron. Hlaut
hann 2,4 milljónir atkvæða gegn
4,7 milljónum atkvæða sem
Peron hlaut.
★
. Engir fögnuðu því meir en
fylgismenn Róttæka flokksins,
Arturo Frondizi
þegar einvaldsherranum Per-
on var steypt af ‘ stóli. Þótt-
ust menn nú eygja upprenn-
andi sól lýðræðis yfir landið.
Einn af forustu mönnum Rót-
tæka flokksins Aramburus
hershöfðingi var kjörinn for-
seti landsins til bráðabyrgða.
Skyldi hann vinna að því að
innleiða lýðræðislega stjórnar
hætti.
En ekki Ieið á löngu þar til
á því fór að bera, að hinn
gamli leiðtogi Róttæka flokks
ins, Frondizi fór að biðla á
áberandi hátt til Peronistanna.
OIli þetta klofningi í Róttæka
flokknum, hann skiptist í Rót-
tæka þjóðflokkinn fylgismenn
Aramburus, sem eru frjáls-
lyndir og hægfara og Óundan-
látssama róttæka flokkinn
undir forustu Frondizis, sem
er orðinn þjóðernissinnaður
öfgaflokkur og hallast að
gamla Peronismanum.
★
f kosningunum til stjórnlaga-
þingsins í sumar skýrðust línurn-
ar nokkuð milli flokkanna, því
að þær fóru fram algerlega á
flokkspólitískum grundvelli. Þótt
Peronistar fengju ekki að bjóða
fram, mátti einnig sjá styrkleika
þeirra, því að þeir höfðu sam-
tök um að skila auðum seðlum.
Þá kom eftirfarandi í Ijós: Það
eru þrír flokkar sem eru öflug-
astir. Hinn frjálslyndi flokkur
Aramburus hlaut 2,5 millj. atkv.
og 75 þingfulltrúa. Flokkur Fron
dizis sem fékk 2,2 millj. hlaut
þó vegna kosningakerfisins fleiri
fulltrúa en Aramburu eða 77.
Næstir að styrkleika eru Peron-
istar, sem skiluðu 2,1 milljón
auðra seðla, en að sjálfsögðu eng-
an þingfulltrúa. Önnur þingsæti
skiptust
flokka.
meðal margra smærri
Þegar stjórnlagaþingið kom
svo saman fyrir nokkru vakti
það ekki litla eftirtekt, þegar
Frondizi stóð upp og mótmælti
því að ný stjórnarskrá yrði sam-
in. Hann krafðist þesS að stjórn-
arskrá Perons yrði áfram viður-
kennd og lýsti þetta stjórnlaga-
þing með öllu ólöglegt, þar sem
2,1 milljón Peronista eða um
fjórði hluti þjóðarinnar ætti enga
fulltrúa á því.
Til að sýna að honum væri full
alvara, lét Frondizi alla fylg-
ismenn sína ganga af þingi.
Aramburu-flokkurinn hyggst
halda áfram stjórnarbót sinni
í samstarfi við smáflokkana.
En menn spyrja aðeins, hvort
það hafi nokkra þýðingu. Því
að hvað gerist í fyrstu
almennum þingkosningum?
Mun ekki Frondizi studdur
af Peronistum ná hreinum
þingmeirihluta og ónýta allt
starf stjórnlagaþingsins?
Sœmileg aflabrögð
Skagafirði í sumar
HOFSÓSI, 10. sept. — Tíðarfar
hefur verið ágætt í sumar og
heyskapur gengið vel, nýting
heyja ágæt.
Talsvert útræði hefur verið frá
Hofsósi í sumar. Hafa 10—12 opn-
ir vélbátar gengið þaðan og afli
verið mjög sæmilegur. Aflinn hef
ur fengizt aðallega á línu og
handfæri, en nokkrum sinnum
hefur verið lagt þorskanetum og
hefur verið lagt þorskanetjum og
róðri hefur oft verið þetta 600—
900 kg.
Fiskurinn er allur lagður upp
hjá fiskvinnslustöð Kaupfélags
Austur-Skagfirðinga og allur
frystur. Hefur þetta verið aðal-
atvinnugrein þorpsbúa. Annars
háir það Hofsósbúum enn hve
hafnarskilyrði eru slæm. Nýlega
sbrifar úr
daglega lífinu
1
Eymd og volæði
ÞESSAR tvær myndir sendi ég
Mbl. til birtingar. Ég vil ekki
láta nafns míns getið opinberlega,
því að það gæti orðið miður þægi-
legt fyrir mig.
Ég sigldi síðastliðið sumar og
meðal annars kom ég til Austur-
Þýzkalands og þannig er nú um-
horfs þar. Konur og börn vinna
erfiðisvinnu jafnt sem fílefldir
karlmenn. Áróðursskilti iík
þessu, sem myndin er af eru i
hundraðatali á húsveggjum.Fólk-
ið er svo hrætt að það þorir ekki
að segja að því líði illa, nema
einstaka maður, sem gerist svo
djarfur að segja eins og honum
býr í brjósti.
Verðlag er alveg ofsalegt og
kaup mjög lágt. Einir svartir
skór, sem okkur myndi þykja
ljótir, kostuðu DM 81, en austur-
þýzka markið er nærri því helm-
ingi hærra en vesturþýzkt og
mundu þessir skór þá kosta á sjö-
unda hundrað íslenzkra króna.
Vopnaðir lögregluþjónar og
varðmenn eru á hverju götuhorni
og bera sumir þeirra skammbyss-
ur og aðrir stóra riffla með stingj
um. Ég fór einu sinni á dansleik
og þegar hann var um það bil
hálfnaður þrömmuðu þrír ein-
kennisklæddir verðir inn á mitt
gólf með tvo vélbyssukjafta á
undan sér, lituðust um stutta
stund og héldu síðan brott. Aldrei
fékk ég að vita hvert erindi þeirra
var.
Ekki virðast þeir alveg hafa
strikað Stalín út af dagskrá hjá
sér, því að ennþá er til „Stalin-
strasse“ o. s. frv.
Niður með hernaðaræði V-Þýzkalands.
lllllÍS!
Konur og börn í erfiðisvinnu.
Þeir hafa lítið hirt um að afmá
minjar styrjaldarinnar, en það
hefur ekkert verið hreyft við
húsarústum og slíku og liggur
það allt í óhirðu.Það er öðru vísi
£ V-Þýzkalandi því þar hefur mik
ið verið byggt upp og annað verið
alveg jafnað við jörðu og gróður-
sett yfir það.
Ég hafði ekki trúað mörgu af
því, sem mér hafði verið sagt frá
ríkjum kommúnista, en eftir að
ég hefi séð þetta með eigin aug-
um trúi ég öllu.
K
Bílaþvarg á leikvelli
ÆRI Velvakandi!
Einn af stærstu leikvöllum
bæjarins er á milli Skúlagötu og
^lverfisgötu, fyrir ofan Rauðarár-
stíg. Þarna hefur verið útbúinn
mjög fullkominn leikvöllur með
alls konar tækjum fyrir börn. En
einn galli er á gjöf Njarðar. Bílar
af öllum stærðum aka um völlinn
sýknt og heilagt, og ber mest á
bílum, sem eru að koma með og
sækja fisk í fiskbúð, sem staðsett
er við Hverfisgötu. Búð þessi virð
ist stundum véra eins konar mið-
stöð fyrir fisksala og þá er lát-
laus straumur af bílum til hennar
og frá. Óþarft virðist vera að
hafa slíka heildsölu á fiski í þétt-
býli, og fiski þeim.sem búðin þarf
til daglegrar sölu má auðveldlega
koma til hennar frá Hverfisgötu.
Auk þessara bíla er einnig sæg-
ur af öðrum bílum, sem aka um
völlin, eins og hann væri ein af
umferðaræðum borgarinnar. —
Þessi stöðuga þvaga er mikið
áhyggjuefni öllum íbúum þessa
hverfis, sem eiga börn á leikvell-
inum. Það er ótrúlegt en satt, að
enn hefur ekki orðið stórslys, og
má það kallast guðsmildi, en er
ekki þeim mönnum að þakka,
sem leika sér að lífi ungra sam-
borgara sinna með vítaverðum
glannaskap. Þrátt fyrir ítrekuð
tilmæli hefur lögreglan ekki lát-
ið málið til sín taka, enda skortir
hana ef til vill heimild til þess.
Eina varanlega lausnin á þessu
vandamáli, er að loka leikvellin-
um algerlega fyrir allri bílaum-
ferð, og vona ég, að þessi orð
mín nái eyrum þeirra forráða-
manna, sem með þessi mál hafa
að gera, áður en það er um
seinan.
íbúi við Rauðarárstíg.
er búið að kanna ástandið í hafn-
armálum staðarins og eru breyt-
ingar og endurbætur nauðsyn-
legar.
Einn smáútvegsmaður á Hofs-
ósi, Sveinn Jóhannsson gerði til-
raun með að leggja ýsunet aust-
an megin í Skagafirði. En svo illa
vildi til í þetta skipti, að gríðar
mikill beinhákarl kom í netin,
flæktist í þau og eyðilagði. Net-
in voru alveg ný og hefur tjón
Sveins af þessu aldrei orðið und-
ir 2000 kr. Sveinn kom með þenn
an vágest í land, 7% metra lang-
an til þess að greiða netin af
honum. Að því búnu var bein-
hákarlinn dauður dreginn aftur
út á fjörð og sökkt þar, því að
hann er til einskis nýtur.
Kirkja er nú í smíðum á Hofs-
ósi, en þar hefur verið kirkju-
laust og bærinn átt kirkjusókn að
Hofi. Björn Guðnason bygginga-
meistari á Sauðárkróki hefur
teiknað kirkjuna og séð um smíði
á henni. Er hún nú orðin fokheld,
en fjárhagsörðugleikar hindra
frekari framkvæmdir. Kirkjan er
reist að verulegu leyti fyrir sam-
skot og gjafavinnu.
Um síðustu helgi kom frú Guð-
rún Brunborg og sýndi kvikmynd
ina Borgarættina að Hofsósi. Lét
hún allan ágóða af kvikmynda-
sýningunni ganga til kirkjubygg-
ingarinnar. Sýningin var í sam-
komusal barnaskólans og var
mjög fjölsótt.
Nýlega hefur verið mælt út
fyrir félagsheimili og munu bygg
ingaframkvæmdir við það hefj-
ast nú bráðlega. Það á að standa
vestanvert við barnaskólahúsið.
Lillar horlur á að
konur gerist presfar
STOKKHÓLMI, 11. sept. — Það
þykir nú Ijóst að kirkjuþing Sví-
þjóðar muni fella með miklum
atkvæðamun tillögu um að heim-
ila konum að gerast prestar. Til-
lagan er lögð fram af kirkjumála-
ráðherranum, en hefur ekki ver-
ið formuð endanlega sem frum-
varp. Kirkjuþing hefur ákveðið
vald yfir málefnum kirkjunnar,
svo að ef tillaga þessi verður felld
á því, getur ráðherrann ekki lagt
hana fram á þjóðþinginu. —NTB.
STOKKHÓLMI, 11. september. —
26 kvenstúdentar sem lesa guð-
fræði við Uppsalaháskóla hafa
lýst því yfir, að þær vilji ekki
taka prestvígslu. Hafa þær skýrt
frá þessu í bréfi til biskupanna
og Mrkjuþingsins.
Ástæðan er sú, að þær vilja
forðast sundrung innan kirkj-
unnar sem af vígslu þeirra
kynni að leiða. Hins vegar líta
þessir væntanlegu kvenguðfræð-
ingar svo á, að koma beri á fót
innan kirkjunnar starfsemi sem
sérmenntaðar konur annist og
ekki fer í bága við boð
Nýja testamentisins. Nefna þær
í því sambandi sálgæzlu, boðun
og kristindómsfræðslu. Sú kona
sem hlýtur slíka stöðu skal vígj-
ast af biskupi og hafa fasta stöðu
innan kirkjunnar. — Jón