Morgunblaðið - 14.09.1957, Blaðsíða 8
t
MORGUWBI AÐIÐ
Laugardagur 14. sept. 1957
Httfrlllfrifr
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristxnsson.
Ritstjórn: Aðalstrætí 6.
Auglýsingar og aígreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í iausasölu kr. 1.50 eintakið.
VALDNIÐSLA GEGN REYKJAVÍK
UTAN UR HEIMI
//
Göteborgsposterí' svarar „Se"
AÐFARIR Hannibals félags-
málaráðherra gegn
Reykj avíkurbæ hafa vak
ið undrun og andúð fólks úr öll-
um stjórnmálaflokkum í Reykja-
vik. Eins og Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri bendir á í samtali,
er birtist hér í blaðinu í gær,
er sá „úrskurður" hins fljótfærna
félagsmálaráðherra, að niðurjöfn-
un útsvara í Reykjavík skuli vera
ógild, gersamlega rakalaus. Þær
tvær meginástæður, sem fluttar
eru fram fyrir ofbeldisverkinu,
fá ekki staðizt.
Hin fyrri þessarra ástæðna er
sú að jafnað hafi verið niður
6,9 millj. kr. fram yfir það há-
mark, sem löglegt sé. Borgar-
stjóri bendir á að eftir að nið-
urjöfnunarnefnd hafði endur-
skoðað einstök útsvör og lækk
að þau verulega var heildar-
upphæð útsvaranna 1,3 millj.
kr. lægri en sú fjárhæð, sem
allir flokkar bæjarstjórnar-
innar viðurkenndu að heimilt
væri að leggja á.
Félagsmálaráðuneytinu var
kunnugt um þetta 5 dögum áður
en það kvað upp „úrskurð" sinn.
Engu að síður hikaði það ekki
við að fremja valdníðslu á
Reykjavíkurbæ og skapa bæjar-
félaginu margvísleg óhagræði
með ógildingu á niðurjöfnuninni,
sem raunar verður að telja mjög
hæpið að það hafi nokkra heim-
ild til.
Má ekki nota bókhalds-
vélar?
Hin ástæða hins einræðissinn-
aða félagsmálaráðherra fyrir of-
beldisverki hans er sú, að nið-
urjöfnunarnefnd hafi ekki jafnað
niður eftir efnum og ástæðum
vegna þess að útsvör margra
gjaldenda hafi verið reiknuð út
með sérstökum vélum samkvæmt
útsvarsstiga.
Gunnar Thoroddsen bendir á
það að hér sé um furðulegan mis-
skilning að ræða, því að vitan-
lega séu útsvör lögð á eftir efn-
um og ástæðum þótt notaður sé
útsvarsstigi, sem bæði er stig-
hækkandi og veitir fjölskyldufrá-
drátt. Það sé einnig furðulegt ef
félagsmálaráðuneytið ætli að
fara að banna bæjarfélögunum
að nota bókhaldsvélar í sám-
bandi við álagningu bæjargjalda.
Óhætt er að fullyrða að enginn
ráðherra á íslandi hefði getað
byggt „úrskurð" á eins fráleitum
og heimskulegum forsendum og
Hannibal hefur gert í þessu máli.
Svo einstakur er flumbruháttur-
inn og ofbeldishneigðin, sem par
kemur fram.
Veldur alvarlegu
tjóni
Borgarstjóri vekur athygli á
því í samtali sínu við Morgun-
blaðið í gær, að hvort sem tekið
verði mark á „úrskurðinum" eða
ekki, „þá hefir „úrskurður“
Hannibals þegar náð þeim til-
gangi að skaða Reykjavíkurbæ
„Úrskurðurinn" hlýtur að hafa
þau áhrif að tefja og torvelda
innheimtu útsvara. En þar sem
allar framkvæmdir bæjarfélags-
ins byggjast á þeim, þá þýðir
þetta um leið að tefja og tor-
velda nauðsynlegustu stórfram-1
kvæmdir bæjarfélagsins, svo sem
byggingu íbúða, skóla, bæjar-
sjúkrahúss, sorphreinsunarstöðv-
ar, hitaveitu í Hlíðarhverfinu og
undirbúning lóða“.
Borgarstjóri bendir að lokum
á það að „úrskurður" ráðuneyt-
isins þýði ekki lækkun á útsvari
eins einasta manns í bænum. —
Með honum sé aðeins verið að
valda töfum og koma fram póli-
tískum hrekkjabrögðum.
Stóraukinn fjölskyldu-
frádráttur
Um útsvarsálagninguna i
Reykjavík á þessu ári er annars
það að segja, að hún var fram-
kvæmd eftir sama útsvarsstiga og
í fyrra, en fjölskyldufrádráttur
var stórhækkaður til hagsbóta
fyrir barnafólk og efnalitlar fjöl-
skyldur. í fyrra var veittur 800
kr. frádráttur fyrir hvert barn.
Nú var þessi frádráttur hækkað-
ur í 1050 kr. fyrir fyrsta barn,
1100 kr. fyrir annað barn, 1200
kr. fyrir þriðja barn, 1300 kr.
fyrir fjórða barn, 1400 kr. fyrir
fimmta barn og þannig hækkað-
ur frádráttur fyrir hvert barn
upp í 10 börn. Ennfremur var
einstæðum mæðrum veittur 2000
kr, frádráttur á hvert barn.
Að sjálfsögðu hafði þetta í för
með sér verulega lækkun á út-
svörum barnafólks,
Sannleikurinn er sá að þótt
útsvör hér í Reykjavík séu auð-
vitað há, þá eru þau lægri en
í flestöllum, ef ekki öllum kaup-
stöðum landsins.
Það er athyglisvert, að hinn
aukni f jölskyldufrádráttur,
sem veittur var við álagningu
útsvaranna nú, hafði í för með
sér hvorki meira né minna en
7 millj. kr. lækkun þeirra.
Skattrán vinstri
stjórnarinnar
En á sama tíma sem Reykja-
víkurbær, undir forystu Sjálf-
stæðismanna, veitir fjölskyldu-
fólki og efnalitlu fólki slíkan af-
slátt af þeim opinberu gjöld-
um, sem til bæjarins renna, legg-
ur vinstri stjórn Framsóknar,
kommúnista og Alþýðuflokksins
nýjar drápsklyfjar skatta og
tolla á almenning. Hinir 300
millj. kr. nýju skattar og tollar,
sem vinstri stjómin lagði á um
síðustu áramót höfðu í för með
sér 9500 kr. útgjaldaauka á
hverja einustu 5 manna fjöl-
skyldu í landinu. Þessi útgjöld
bitnuðu bæði á tekjulágu og
tekjuháu fólki. Þau voru lögð á
alla.
Það kemur því vissulega úr
hörðustu átt, þegar slík ríkis-
stjórn hefur ofsókn á hendur
Reykjavíkurbæ, sem reynt hefur
eftir fremsta megni að létta opin-
berum gjöldum af hinum efna-
minnstu.
Frumhlaup Hannibals gegn
höfuðborginni, og tilræði hans
við nauðsynlegustu umbætur «
bænum, svo sem íbúðabygging
ar, skóla, sjúkrahús o. s. frv.
er fordæmt af öllum almenn
ingi í bænum. I því felst póli-
tískt hrekkjabragð og ofbeld-
ishneigð en ekki minnsta við-
leitni til þess að rétta hlut
nokkurs manns.
VIÐ birtum hér í dálkunum ekki
alls fyrir löngu ritstjórnargrein
úr sænska vikublaðinu „Se“, þar
sem veitzt var að skrifum
sænskra blaða um frásögn „Se“
af sænsku konungsheimsókninni
til íslands. Var þar einkum
höggvið að „Göteborgs-Posten“,
en það blað hafði ráðizt harka-
lega á frásögn „Se“.
Morgunblaðinu hefur nú borizt
úrklippa úr „Göteborgs-Posten“
frá 26. ágúst, þar sem ritstjórnar-
greinin í „Se“ er gerð að umtals-
efni, og fer sú grein hér á eftir
í lauslegri þýðingu. Hún hefur
fyrirsögnina „Upphafið Stokk-
hólmsmál“.
Myndablaðið svíður
„Myndablaðið Se hefur sýni-
lega sviðið undan hinni hörðu
gagnrýni íslehdinga og sænskra
blaða á frásögn þess af sænsku
konungsheimsókninni til íslands.
Ritstjórnargreinin í Göteborgs-
Posten um þetta mál var harðorð,
en ekki of harðorð, og hún hef-
ur komið við kaunin á Se. Að
sjálfsögðu hefur myndablaðið
líka sviðið undan einróma for-
dæmingu sænsku blaðanna í
heild. Einkanlega hafa ummæli
Gunnars Rockséns ræðismanns
um ósvífni myndablaðsins í garð
íslenzku forsetafrúarinnar farið
í taugarnar á ritstjórninni. Að
honum er gerð sérstök hríð í rit-
stjórnargreininni í Se.
Það sem ,.Se“ harmar
Gagnrýnin á Se hefur verið
svo hörð, að blaðið kemst ekki
hjá því að biðjast afsökunar. En
það er einkennandi fyrir Se, að
það harmar ekki, menn taki vel
eftir því, hina þorparalegu blaða
mennsku, heldur barmar það sér
yfir því, að íslendingar hafi ekki
skilið „fínu punktana“ í skrifum
blaðsins — þeim hafi sárnað.
Ætlunin hafi ekki verið að særa
neinn, segir Se.
Við skulum vona það
Það getur vel verið, að þetta
hafi ekki verið ætlunin og að frá-
sögnin í Se beri fremur vitni lág
kúrulegri blaðamennsku en illu
innræti. Eftir yfirlýsingu Se,
vonum við umfram allt, að ís-
lendingar líti málið þeim aug-
um.
Nokkrar setningar í skýringu
Se verða að varðveitast frá
gleymsku. Þær fela í sér hina
kynlegu lýsingu herra Rune
Moberg á hinum vansæla frétta-
manni Se á íslandi, herra Gits
Olsson. Þær hljóða svo:
Ógleymanlegar
setningar
— Gits Olsson hefur per-
sónulegan stíl, sem fær þokka
sinn af hinu létta handbragði,
af hinum leikandi samleik
milli aukaatriða og aðalatriða,
milli djarfra litasamstæðna og
stemningarmynda í daufum
litum, og umfram allt á eins
konar upphöfnu Stokkhólms-
máli.
Upphafið mál, segja þeir-
Hvernig er eiginlega Stokkhólms
málið, ef hægt er að líta á is-
lenzku kjötbollu-fréttamennsk-
una í Se sem „upphafið“ eða göf-
ugt mál? Það virðist kominn
tími til þess að sænsk blöð og
sænskur almenningur rísi upp
gegn StokkhólmsmálinU bæði í
vikublöðum og útvarpi. Sem bet-
ur fer hafa dagblöðin í Stokk-
hólmi haldið illgresinu frá síð-
um sínum.
Þökkum íslendingum
Heimsókn sænsku konungs-
hjónanna til íslands hefur ásamt
mörgu öðru haft þær lofsverðu
afleiðingar, að augu okkar hafa
opnazt fyrir þeirri. málspillingu
og þeirri hættu, sem tungu okk-
ar stafar af Stokkhólmsmálinu.
íslendingar, sem hafa mikla ást
á sígildum norrænum bókmennt-
um og eru gæddir öryggi í fram-
komu og máli, eiga þakkir okk-
ar skyldar fyrir að hafa brugð-
izt skynsamlega við hinu upp-
hafna Stokkhólmsmáli. Með því
að stilla þessu Stokkhólmsmáli
gegnt norrænum bakgrunni hafa
þeir opnað augu okkar fyrir
hættunni“.
Bandaríkjamenn hafa nú hafið vopnasendingar til Jórdaníu og hafa þeir sett upp loftbrú tll þess
að flýta fyrir afhendingu vopnanna. Myndin var tekin, er fyrsta bandaríska flutningaflugvél-
in lenti á flugvellinum við Amman. Út úr henni er ekið vopnaðri jeppabifreið, eins og mynd-
in sýnir.
Bob Hope, kvikmyndaleikarinn góðkunni, var nýlega á ferð í Vínarborg ásamt konu sinni og 4
börnum, sem þau hafa tekið í fóstur. Við það tækifæri heimsótti hann búðir ungverskra flótta-
manna við Klosterneuburg, en þær eru reknar af Rauða krossinum danska. Bob skemmti hinum
120 flóttamannabörnum í búðunum, en alls eru þar 600 Ungverjar. Hann stóð einnig fyrir fjár-
söfnun handa flóttamönnunum. Á myndinni er leikarinn að sýna nokkrum barnanna myndabók,
en til vinstri er forstjóri búðanna, Östergaard.