Morgunblaðið - 14.09.1957, Qupperneq 9
Laugardagur 14. sept- 1957
MORCUIVBT AÐIÐ
9
Úrslita þýzku kosninganna beðið með eftirvœntingu
Heldur Adenauer þingmeirihluta sínum?
Skammstafanirnar reyna að veiða kjósendur. En stjórnmála-
fiokkarnir þýzku eru allir kallaðir skammstöfunarheiti sínu.
A MORGUN, sunnudaginn 15.
sept. fara fram í Vestur-Þýzka-
landi þingkosningar og má segja
að allur heimurinn bíði úrslit-
anna með eftirvæntingu. í
stórum dráttum hefur þessum
kosningum verið lýst svo, að þar
kjósi Þjóðverjar milli Austurs
og Vesturs. Sigri Adenauer sé
borgið samstarfi Þjóðverja við
vestræn lýðræðisríki. Tapi hann
hins vegar og Jafnaðarmenn
vinni sigur, muni það kosta að
Þjóðverjar segi sig úr landvarn-
arsamstarfi Vestur-Evrópu og
stofni hlutlaust ríki. En úrsögn
Þjóðverja úr Atlantshafsbandar
laginu gæti riðið því að fullu,
svo allar varnir vestrænna ríkja
gætu orðið einskisnýtar. Þess
vegna segja margir að kosning-
arnar á morgun séu mikil örlaga-
stund, ekki aðeins fyrir Þjóð-
verja, heldur fyrir vestræna
menningu og friðinn í heimin-
um í heild.
Það skal strax tekið fram,
að í slíkri lýsingu þýzkra
stjórnmála í stórum drátt-
um er máske nokkuð of-
mælt. Það mun ekki vera
ætlun þýzkra Jafnaðarmanna,
þótt þeir komizt til valda, að
rjúfa vestrænt samstarf. Þeir
kveðast aðeins hafa í hyggju,
að reyna að koma á samein-
ingu alls Þýzkalands með því
að taka upp teygjanlegri
stefnu. Vel geti verið að Rúss-
ar yrðu fáanlegri til sam-
komulags um sameiningu
Þýzkalands, ef Vesturveldin
vildu fyrst ræða við þá um
afvopnun í Evrópu og mynd-
un hlutlauss svæðis.
En er ekki einmitt nokkur
hætta fólgin í slíkri tilslökun
við Rússa. Það er þessi hætta,
sem fylgismenn Adenauers
benda á og segja, að hér geti
sama sagan gerzt eins og víða
annars staðar, að Jafnaðar-
menn smám saman selji frelsi
þjóðarinnar í hendur komm-
únistum með einlægum tilslök
unum og andvaraleysi.
★
Fjórtán stjórnmálaflokkar
bjóða fram við kosningarnar á
morgun. Það eru þó varla fleiri
en sjö þeirra sem geta vænzt
þess að fá þingmenn kjörna,
vegna þess, að það skilyrði er
sett fyrir veitingu uppbótarþing-
sæta, að flokkurinn hafi fengiS
5% atkvæða.
Þeir flokkar, sem geta vænzt
þess að fá nægilegt fylgi eru
taldir hér á eftir, en venjá er í
Þýzkalandi, að kalla þá skamm-
stöfunarheiti sínu:
1. CDU, sem er Kristilegi flokk
ur Konrad Adenauers
2. CSU, — Kristilegi flokkur-
inn, sem starfar í Bayern, en er
í rauninni aðeins hluti af flokki
Adenauers. Forustumaður hans í
Bayern er Fritz Schaffer, sem
hefur verið fjármálaráðherra í
stjórn Adenauers.
3. SPD, — Jafnaðarmanna-
flokkurinn, undir forustu Erich
Ollenhauers.
4. FDP, — Frjálslyndi flokkur-
inn, sem fyrr á árum hafði stjórn
arsamstarf við Adenauer en gekk
í stjórnarandstöðu eftir að flokk-
ur Adenauers náði meirihluta. —
Foringi hans er Reinhold Meier.
5. DP, — Þýzki flokkurinn, sem
er íhaldssamur flokkur og á
stjórnarsamstarf við Adenauer.
Hann á aðallega fylgi að fagna
í sveitunum. Nokkrir þingmenn
frjálslynda flokksins gengu i
hann, þegar sá flokkur rauf
stjórnarsamstarf við Adenauer.
Foringi þýzka flokksins er Hein-
rich Hellwege, sem hefur verið
forsætisráðherra í héraðinu
Neðra-Saxlandi.
6. GB, — Alþýzki flokkurinn,
sem við síðustu kosningar nefndi
sig Flóttamannaflokkinn og náði
þá óvænt svo miklu fylgi, að
hann kom mönnum á þing. Vafa-
samt þykir nú, að hann hafi
nokkru hlutverki að gegna. —
Hluti flóttamannaflokksins sam-
einaðist Kristilega flokknum, og
eru nú taldar fremur litlar lík-
ur á að hann nái tilskildum 5%
af heildaratkvæðamagni. Al-
þýzki flokkurinn styður ákaflega
aðild Þýzkalands að NATO og
telur það einu leiðina til sam-
einingar landsins. Foringi hans
heitir Friedrich von Kessel.
7. Að lokum er rétt að telja
bandalag nokkurra smáflokka,
Föderalistische Union. f því eru
aðallega Bæjerski þjóðflokkurinn
og Centrum flokkurinn. Samstarf
þeirra er síðasta hálmstráið
til að halda í þeim lífi. Styðja
Jafnaðarmenn það með því að
bjóða ekki á móti þeim í nokkr-
um kjördæmum. Það er vart
hægt að segja, að þessi sam-
steypa hafi nokkurn einstakan
foringja, en hún hefur von um
að komast yfir 5% markið.
Aðra flokka er óþarfi að nefna.
í þeim hópi eru t. d. Þýzki ríkis-
flokkurinn, sem hneigist til naz-
isma en þykir hafa litlar líkur
með sér. Þar er einnig danski
flokkurinn í Slésvík, sem máske
kemur að einum manni vegna
stuðnings Jafnaðarmanna og sér-
stakra ákvæða um þjóðarbrot.
★
f síðustu kosningum haustið
1953 vann flokkur Adenauers
þann stórsigur, að ná í hrein-
an meirihluta á sambandsþing-
inu í Bonn, eða 244 af 487 þing-
sætum. Þetta var þeim mun
meira þrekvirki, þar sem kosn-
ingalögin reyna að hamla gegn
meirihlutavaldi með úthlutun
uppbótarþingsæta sem bezt sést
af því, að Jafnaðarmenn fengu
aðeins 45 þingmenn kjördæma-
kjörna en hvorki meira né minna
en 105 uppbótarþingsæti en það
dugði ekki til að fella meirihluta
Adenauers.
Þegar menn bíða eftir úrslit-
um í kosningunum verður því nú
aðalega spurt um eitt: Nær hinn
Kristilegi flokkur Adenauers aft-
ur meirihluta, eða tapar hann
honum? — Og ef hann tapar
honum, — hvað gerir þá þriðji
stærsti flokkurinn, sá Frjálslyndi
í oddastöðunni? Mun hann þá
máske hefja stjórnarsamstarf við
Jaf naðarmenn?
Það virðist álit nær því
allra Þýzkalandsfréttaritara-
að Adenauer muni halda meiri
hluta sínum og jafnvel bæta
við hann. Þó er rétt að taka
slíkum spádómum varlega. —
Fréttaritararnir hafa séð með
eigin aug im, að aðsókn og
undirtektir hafa verið hetri að
ræðum Adenauers en Ollen-
hauers. En slíkt segir ekki alla
söguna. Að sjálfsögðu er vit-
að fyrirfram, að Kristilegi
flokkurinn er stærri en flokk-
ur Jafnaðarmanna. Hitt er ó-
víst, að mikil fundarsókn
tryggi honum meirihluta.
Á
Og hvað gerir Frjálslyndi flokk
urinn, ef hann kemst í oddaað-
stöðu. Foringi hans Reinhold
Maier, er persónulegur fjand-
maður Adenauers. Eins og áður
segir rauf Frjálslyndi flokkurinn
stjórnarsamstarf við Kristilega
flokkinn eftir kosningasigur þess
síðarnefnda. Ástæða þess var að
Frjálslyndi flokkurinn hafði tap-
að atkvæðum við samstarfið. Hér
var einkennandi dæmi um að
stóri flokkurinn étur upp fylgi
litla flokksins. Menn töldu exnu
leiðina til bjargar, að fara í
stjórnarandstöðu og taka upp
baráttu gegn stóra flokknum. Var
Maier valinn formaður flokks-
ins til að tryggja að baráttan yrði
nógu hörð gegn Adenauer.
í kosningabaráttunni hefur
Maier aðallega beint brandi sín-
um gegn Kristilega flokknum.
Hann hefur sakað Adenauer um
einræðishneigð og hann hefur
snúizt gegn utanríkisstefnu hans.
Meginhluti allra ræða hans hef-
ur verið árás á Adenauer. En með
þessu lætur Maier fylgja þá skýr-
ingu, að það sé eðlilegt að hann
gagnrýni mest þá sem hafa verið
við völd. Þurfi það ekki að sýna,
að samstarf yrði útilokað. En hins
vegar vita menn, að ef Frjálslyndi
flokkurinn fengi oddaaðstöðu,
myndi hann setja Kristilega
flokknum ströng skilyrði fyrir
samstarfi.
★
Þótt undarlegt megi virð-
ast eru menn þeirrar skoðun-
ar, að Frjálslyndi flokkurinn
myndi fremur kjósa samstarf
við Jafnaðarmenn. Slíkt virð-
ist öfugmæli því að djúp gjá
skilur hugsjónagrundvöll
flokkanna.
En svo vill til, að Jafnaðar-
menn hafa fyrir þessar kosning-
ar ekki minnst á þjóðnýtingu.
Þeir finna að fyrir þjóðnýtingu
er enginn áhugi meðal kjósenda.
Og ef þeir sleppa algerlega þjóð-
nýtingunni, þessum hornsteini
sósíalismans, þá fer að vísu veru-
lega að mjókka bilið milli þeirra
og Frjálslynda flokksins. Fyrir
nolckru gekk dr. Deist efnahags-
sérfræðingur Jafnaðarmanna
jafnvel svo langt, að hann af-
neitaði þjóðnýtingu. Hann sagði
að flokkur hans hefði engin þjóð-
nýtingaráform á prjónunum önn-
ur en máske þau, að setja höft
á stærstu auðhringana.
Á móti þessu hefur Frjálslyndi
flokkurinn fært stefnu sína í ut-
anríkismálum nær Jafnaðarmönn
um. M.a. er hann ekki fráhverf-
ur þeirri hugmynd að koma á
afvopnun með hlutlausu Þýzka-
landi.
★
Þáttur ' Frjálslynda flokksins
getur orðið mikill, ef hann fær
oddaaðstöðu. Það breytir þó ekki
hinu, að kosningabaráttan stend-
ur aðallega milli risanna tveggja
Kristilega flokksins og Jafnaðar-
manna, og þá einkum milli for-
ustumanna hans Adenauers og
Ollenhauers. Hefur þessi barátta
verið full af æsingum og gífur-
yrðum.
Það er almennt mál fréttarit-
ara, sem fylgzt hafa með kosn-
ingabaráttunni, að hún hafi mis-
tekizt hjá Jafnaðarmönnum.
Kenna þeir það einkum og sér
í lagi foringja þeirra Ollenhauer.
Jafnaðarmenn hafa verið í
stjórnarandstöðu. Þess vegna
hefðu þeir átt að vera í sókn í
kosningabaráttunni. En þetta hef
ur farið öðruvísi, því að Kristi-
legi flokkurinn hefur verið í sókn.
Menn segja, að ef kQsningar
hefðu verið sl. ár hefðu Jafnaðar-
menn unnið þær. En nú hafa spil
in aftur snúizt við.
Fyrst og fremst heíur Jafn-
aðarmönnum tekizt mjög illa
að semja kosningastefnuskrá.
Hún er ákaflega loðin og það
er varla hægt að kalla hana
stefnuskrá, því að nær því ó-
mögulegt er að vita af henni
hvað flokkurinn ætlar að gera,
ef hann kæmist til valda. Til-
vonandi fjármálaráðherra
hans lýsir því yfir, að hann
vilji ekki þjóðnýtingu. Alveg
sama er að segja um utan-
ríkisstefnuna. Jafnaðarmenn
segjst ætla að ræða við Rússa
og leggja áherzlu á samein-
ingu Þýzkalands. En Rússar
eru ákaflega óþekkt stærð og
óeðlilegt að byggja stefnuskrá
á því sem þeir myndu gera eða
ekki gera.
í samræmi við þetta hefur það
verið ein helzta háðsglósa í garð
Jafnaðarmanna, að enginn hafi
hugmynd um, hvað þeir ætli að
gera. Adenauer hét einn daginn
2000 marka verðlaunum, hverjum
þeim sem gæti skýrt að hverju
væri stefnt í fjármálastefnu
þeirra.
Ofan á þetta hefur bætzt, aS
Ollenhauer er ekki sérlega hríf-
andi né áhrifamikil persóna. Einn
helzti brandari fylgismanna
Kristilega flokksins er þessi: —
Hver sem kýs SPD, — hann kýs
Ollenhauer. Og á þetta að sýna
að Ollenhauer dragi lítið fylgi
að flokki sínum.
★
Gagnstætt þessu hefur
Kristilegi flokkurinn fasta
stefnuskrá, sem hann birtir
kjósendum. Og hann bendir á
hina frábæru stjórn á undan-
förnum árum. Nú er þýzka
markið harðasti gjaldeyrir i
heimi og lífskjör almennings
betri en nokkru sinni fyrr.
Það er nærtækur raunveruleik
inn. Þetta er það sem fólkið
hefur og vill ekki missa. Það
er fólkið sem er að greiða af-
borganir af ísskáp, þvottavél,
íbúðarhúsi eða Volkswagen,
og öðrum lífsins þægindum.
Sama er að segja í utanríkis-
málunum. Stefna Adenauers og
flokks hans er þar skír og ótví-
ræð. Samstarf í Atlantshafsbanda
laginu og Evrópumarkaðnum og
bið sterkra Vesturvelda eftir því
að Rússar létti kúgun af Austur-
Þýzkalandi.
Þar við bætist hinn magnaði
persónuleiki Adenauers og snilld
í ræðuflutningi, sem heillar á-
heyrendur hans.
★
Aðeins eitt atriði getur orðið
Adenauer skeinuhætt á sviði
Framh. á bls. 10
Þýzka þjóðin unir sér vel í Volkswagen barnakerru Adenauers.
Hún hefur líka gnægð leikfanga.
Kosningabaráttan hefur verið hörð, stundum fyrir neðan vel-
sæmi. Þannig lýsir þýzkur teiknari átökum Adenauers og Olien-
howers.