Morgunblaðið - 14.09.1957, Síða 10
10
MORGVISBL AÐIÐ
Laugardagur 14. sept- 1957
Aðalsteino Baldvinsson 60 óra
flugsýningunnl í Farnborough
AÐALSTEINN BALDVINSSON,
bóndi, Brautarholti í Haukadal,
varð sextugur nýlega. f því til-
efini hefur fréttamaður Mbl. hitt
hann að máli.
— I>ú ert orðinn sextugur. —
Hvað hefurðu um það að segja?
Finnurðu nokkuð til aldurs?
— Nei, nei, nei! Mér finnst ég
vera ungur ennogég vildi gjarna
fá að halda þrótti mínum enn
um skeið, því ég á margt ógert.
í>að er orðin mér allt að því
ástríða að byggja og rækta — og
hlynna að alhliða framförum.
— Þetta er landnámsjörð þín
og þinna?
— Hérna byggðu tengdaforeldr
ar mínir 1908, á eyðiholti, og við
hjónin fluttumst hingað árið
1925.
— Þá hefur ekki verið blóm-
legt hér. Þú fékkst tæpt kýrfóð-
ur af túnblettinum. Og núna?
— Nú eru komnir í rækt um
16 hektarar og af þeim ættu að
fást 16 kýrfóður.
— Þið búið hér þrír feðgar?
—• Já, Gunnar sonur minn hef-
ur reist hér nýbýli og við Brynjólf
ur búum enn í sameiningu.
(f Brautarholti eru mikil húsa-
kynni og góð, svo að nálega sýn-
ist þorp frá veginum. Aðalhúsið
er stórt íbúðar- og verzlunarhús
með 15 herbergjum, nú komið
nokkuð til ára sinna, en nýlega
endurbætt. Þá er nýtt íbúðarhús
úr steinsteypu, nýbýlið, stein-
steypt hlaða og fjárhús yfir 200
fjár og í smíðum hlaða og fjós
handa 10 kúm, auk annarra bygg-
inga. Þarna er auk þess slátur-
hús og verkamannabústaður. All-
ar eru byggingarnar raflýstar
með dieselrafstöð. Snotur trjá-
garður er fyrir framan aðalhús-
ið, og mikið ber á ræktunarfram-
kvæmdum allt um kring).
— Þú ert auðsjáanlega að auka
við túnið?
— Já, það er búið að þurrka
upp þó nokkuð mikið af landi,
sem bíður eftir frekari fram-
kvæmdum.
— Þú hefur talsverða verzlun
hérna?
— Ójá, það er reitingur. Hér
er benzínafgreiðsla fyrir tvo
©líufélög og ýmsir skreppa í búð-
ina um leið og þeir fá sér benzín.
Auk þess verzla innanhéraðs-
menn talsvert hér.
— Er ræktunarsamband ykkar
©flugt?
— Ég er ekki svo kunnugur öðr
um ræktunarsamböndum að ég
geti gert öruggan samanburð, en
ég hygg að það hafi sízt gengið
ver hjá okkur em annars staðar.
Ég veit það eitt, að þeir sem
hafa notfært sér vinnu sambands
ins hafa þegar uppskorið ríku-
legan ávöxt. Starf þessara félaga
flytur ógrynni af blessunarrik-
um verðmætum inn í sveitafélög-
in.
— Hvað segirðu um skógrækt?
Heldurðu ekki að ræktunin gæfi
meiri arð ef gróðursett væru
skógarbelti kringum sáðreitina?
— Alveg vafalaust. Og ofur-
lítil byrjun hefur þegar verið
gerð, með því að gróðursetja í
reiti hér og þar.
— Hafið þið notað Skerpiplóg-
inn hérna vestra.
— Já, um tveggja ára skeið
nokkuð, og reynist prýðilega.
Hann á áreiðanlega framtíð fyrir
sér hér. Einn stór kostur hans er,
að hann er mjög mikilvirkur og
það kemur í góðar þarfir, því hér
þarf mikið að vinna. Landið
verður að rækta, ef þjóðin á að
geta náð þeim þroska og þeirri
menningu, sem okkur alla dreym-
ir um. Ég lít í anda til þeirrar
tíðar, þegar einungis er heyjað
og beitt á ræktað og véltækt
land, skjólbelti hlífa gróðrinum,
skógur heftir uppblásturinn,
gróðurreitir skýla vel hýstum og
raflýstum heimilum um landið
allt. Og garðávexti þarf ekki að
sækja til framandi landa.
— Þú hefur bókaverzlun hérna,
fylgistu vel með í bókmenntum
landsins?
— Ja, nóg les ég, en sumt af
því gamla man ég betur en hið
nýja.
— Þú varst mikill vinur Stefáns
frá Hvítadal?
— Já, okkur var vel til vina
og mér þykir mjög vænt um ljóð-
in hans.
— Sátuð þið stundum um næt-
ur og rædduð um skáldskap?
— Það kom alloft fyrir, raun-
ar var ég nú fremur þiggjandi en
veitandi í þeim viðskiptum. Hann
var skemmtilegur maður, — mjög
skemmtilegur.
— Og þið voruð ungir. Myndi
þig langa til að sitja og rabba
við hann eina næturstund núna?
— Það held ég.
— Ertu hamingjusamur mað-
ur?
— Já, ég er mikill hamingju-
maður, og tel ég það vera fyrst
og fremst minni ágætu konu að
þakka. Ég hef sjálfsagt ekki ver-
ið á öllum sviðum neinn fyrir-
myndareiginmaður, en allt hef-
ur það verið umborið með ástúð
og góðleika. Ég tel það hina mestu
gæfu hverjum manni að eiga slík-
an lífsförunaut.
— Þýzkaland
Framh. af bls. 9
landvarnarmálanna. Og það er
hvaða áhrif stofnun þýzks hers
hefur á konurnar. í síðustu kosn
ingum voru atkvæði kvenna meg
instyrkur Adenauers. Um 60%
allra kvenna greiddu flokki hans
atkvæði. Hvaða áhrif hefur það
nú á afstöðu þeirra að Adenauer
beitti sér fyrir stofnun vestur-
þýzks hers?
★
Að lokum er svo vert að minn-
ast á eitt atriði í þessari kosn-
ingabaráttu. Meðan vestur-þýzk-
ar útvcurpsstöðvar hafa gætt
fyllsta hlutleysi, varpa austur-
þýzkar stöðvar út á sömu bylgju-
lengdum. Og þar er ekki verið
að gæta hlutleysis. Allan liðlang-
an sólarhringinn er þar þrumað
yfir þýzku þjóðina áróðri komm-
únista. Jafnvel þegar létt lög eru
spiluð að næturlagi, koma inn á
milli þeirra pólitískir þættir.
Allur áróður kommúnista er
ein samfelld árás á Adenauer.
Hann er kallaður þar öllum hin-
um svívirðilegustu nöfnum, svo
sem atóm-glæpamaður og morð-
ingi.
Kommúnistar hafa fyrirskip
að fylgismönnum sinum í
Vestur-Þýzkalandi að greiða
Jafnaðarmönnum atkvæði.
Máske fá Jafnaðarmenn þar
nokkur atkvæði, en hagnaður
þeirra af þessum vafasama
stuðningi vegur þó aldrei
nema brot upp á móti tapi
þeirra af þessum áróðri komm
únista.
Með þessum árásum og
með afskiptasemi Krúsjeffs af
innanlandsmálum Þýzkalands
hefur aðstaða Adenauers í
kosningunum styrkzt stórkost-
lega og getur verið að einmitt
það verði til að fleyta flokki
hans í annað sinni upp í hrein-
an meirihluta í sambandsþing
inu í Bonn.
— Þ. Th.
Spjallað við Jóhannes Markússon yfir-
flugsfjóra um nýjustu gerðir flugvéla,
sem þar voru sýndar
DAGANA 3.-5. sept. s.l.^
var haldin hin mikla árlega
flugsýning í Farnhorough,
skammt frá London. Flugsýn
ing þessi er ein hin mesta,
sem haldin er í heimi og þyk
ir jafnan mikill viðburður og
sækja hana flugmenn og þeir
sem að flugi standa hvaðan-
æva að úr heiminum. Bretar
sýna þar alltaf nýjustu gerðir
flugvéla sinna og flugvéla
framleiðslu af fullkomnustu
tegund.
Fimm frá Loftleiðum
Á flugsýninguna í Farnborough
fóru að þessu sinn fimm af
starfsliði Loftleiða. Voru það þeir
Jóhannes Markússon yfirflug-
stjóri, Magnús Guðmundsson,
flugstjóri, Ólafur Jónsson, yfir-
loftskeytamaður, Baldur Bjarna-
sen, yfirflugmaður og Gerhard
Olsen vélamaður. Fóru þeir fé-
lagar út til Englands á vegum
flugfélags síns til þess að kynna
sér nýjungar á sýningunni.
Mbl. átti nýlega tal við einn
þeirra, Jóhannes Markússon yfir-
flugstjóra og spurði hann frétta
af því sem honum hefði helzt
þótt markverðast á sýningunni
og einna mest gildi gæti haft
fyrir íslenzka flugið.
Miklar flugsýningar
— Flugsýningunni í Farnbor-
ough má skipta í þrjá hluta, sagði
Jóhannes. í fyrsta lagi er þar
jafnan mikil sýning flugvéla á
jörðu. Þá fer fram flugsýning á
hverjum degi og hefst hún upp
úr hádeginu. Loks er svo yfir-
gripsmikil sýning á margs konar
tækjum er að flugi lúta, flugsigl-
inga- og öryggistækjum o. s. frv
Okkur Loftleiðamönnum þótti
mikið til flugsýninganna koma.
Þar fljúga reyndustu reynslu-
flugmenn Breta nýjustu gerðum
af þotum og sýna alls kyns listir
í loftinu. Þarna voru m. a. sýnd-
ar nýjustu orrustuflugvélarnar
knúnar þrýstilofts- og eldflauga-
hreyflum, og einnig nýjustu far-
þegaflugvélar Bréta, „Brittania''
og „Comet“, en verið er að hefja
notkun á „Brittania“-vélinni. —
Ekki fékkst þó leyfi til þess að
fara á þotunum svo hart sem þær
komust, rjúfa hljóðmúrinn (ca
1200 km) vegna mótmæla frá
íbúum í nálægum byggðum en
þá er hávaðinn gífurlegur og rúð-
ur brotna í gluggum.
En það er óhætt að segja að
listhópflugið, sem maður getur
séð á flugsýningunni í Farnbor-
ough á fáa sína líka og yfirleitt
voru flugsýningarnar allar stór-
fenglegar.
Vél við hæfi fslendinga
Mjög margar nýjar gerðir
flugvéla voru sýndar á svæðinu.
Yrði allt of langt mál að telja
þær allar upp, bæði þotur og
þrýstihreyfilsvélar, en þarna eru
sýndar jöfnum höndum hernað-
arflugvélar og farþegaflugvélar.
Einna mesta athygli okkar ts-
lendinganna vakti lítil farþega-
flugvél, sem horfur eru á að geti
leyst DS-3 vélarnar af hólrm,
Dakotaflugvélarnar svonefndu.
sem lengi hafa verið notaðar hér
í innanlandsflugi. Það er véhn
„Accentant“, sem íélagið Avia-
tion Traders hefir nýlega hafið
framleiðslu á. Þetta er jafnstór
vél og Dakotavélarnar, tekur 28
farþega, og er knúin tveimur
Rolls Royce-hreyflum með þrýsti
skrúfu (turboprop). Margir hafa
reynt að gera nýjar vélar sem
leyst gætu hinar gömlu en
traustu DC-3 flugvélar af hólmi
en engum enn tekizt til fullnustu.
Vera má að hér sé loks fund-
in lausnin.
Góð öryggistæki
De Havilland flugvélaverk-
ciðjurnar sýndu að þessu sinni
Comet-4 farþegavélina, en kunn-
asti reynsluflugmaður Breta,
Cunningham, hefir flogið þeirri
Jóhannes Markússon
vél 2000 flugtíma í reynsluflugi.
Verksmiðjurnar leggja mikla
áherzlu á að sannreyna gæði
Cometvélanna eftir hin hörmu-
legu óhöpp sem fyrir hinar
fyrstu þeirra komu. Enn ný
gerð er væntanleg innan skamms
frá verksmiðjunum, Comet-4. —
Ennþá er þó engin Cometvél í
notkun hjá farþegaflugfélagi, að-
eins hjá flutningadeild hersins,
en gífurlegum fjármunum hefir
verið eytt í að byggja og full-
reyna vélar þessar.
Þá mátti og sjá þarna allmarg-
•»r gerðir þyrilvængja, sem sum
ar voru knúnar þrýstiloftshreyfl-
um og sýndu þær mikla flug-
hæfni og virðist þrýstiloftshreyf-,
illinn koma að góðum notum 1
þyrilvængjum.
Þá vöktu og athygli okkar ís-
lendinganna á sýningunni nýjar
gerðir siglinga- og öryggistækja,
Decca og Marconi, og má segja
að miklar framfarir séu í gerð
öryggistækja ár frá ári, og allt
hnígi þannig að því að gera flug-
ið öruggara.
Loks má geta þess að Bretar
sýndu þarna margt sjálfstýrðra
eldflauga til hefnaðarnota og
mátti það heita nýjung á sýn-
ingunni og vakti sú deild mikla
athygli, sagði Jóhannes Markús-
son að lokum.
Hallbjðrg
í Stokkhólmi
STOKKHÓLMI, 11. september. —
Hallbjörg Bjarnadóttir hélt
skemmtun í litla sal Hljómleika-
hallarinnar í Stokkhólmi í gær-
kveldi. Nefndi hún skemmtunina
„One woman show“ og var margt
frægra nafna á söngskránni allt
frá Benjamino Gigli til Snoddas-
ar.
Aðsókn var góð, en undirtektir
misjafiiar. Blaðadómar eru ærið
sundurleitir en yfirleitt viður-
kennandi. Listagagnrýnandi Morg
ontidningen taldi, að aldrei heíði
verið hlegið meira í litla sal
Hljómleikahallarinnar en öðrum
gagnrýnendum þótti fyndnin of
gróf víða. Stælingar þóttu aftur
á móti takast vel. Skemmtunin
verður endurtekin annað kvöld.
— Jón.
Leilaði fiik
PATREKSFIRDI 12. sept. Norskt
skip, „Ice Princesse“, lestaði hér
nýlega 10 þúsund kassa af hrað-
frystum fiski til Rússland. Hefur
gengið mjög greiðlega að losna
við fiskinn úr hraðfrystihúsunum
upp á síðkastið.
Þessi orrustuþota nefnist „English Electric P. 1. B.“ Þetta er nýj-
asta gerð brezkra þota, eins manns vél, með Kolls Royce hreyfl-
um auk eldflaugarhreyfils, sem taka má í notkun hvenær
sem er á fluginu. Þessi orrustuþota er einna hraðfleygust þot-
anna í dag.
Þetta er vélin „Accountant", sem liklegt er að leysi Dakotavél-
arnar af hólmi og væri hentug fyrir innanlandsflug hér. Hún
tekur 28 farþega.