Morgunblaðið - 14.09.1957, Blaðsíða 11
Laugardagur 14. sept. 1957
MORGVNBLAÐIB
11
FRÁ S.U.S.
RITSTJÖRI: ÞÓRIR EINARSSON
Skyggnzt bnk við tjöldin hjd
Leikhúsi Heimdnllnr
ÞAÐ mun hafa verið fyrir tveim-
ur árum, að Leikhús Heimdallar
tók til starfa. Tilhögun á sýn-
ingum hjá því var þá alger nýj-
ung’hér á landi og hlutust jafn-
vel blaðaskrif af. Sá háttur var
sem sé hafður á, að sýndur var
einþáttungur í Sjálfstæðishúsinu
en að lokinni sýningu, sem tók
gaman að meðalmennskunni og
hversdagsleikanum á millistétt-
arheimili í Bandaríkjunum. En
einmitt slíkt umhverfi og efnis-
meðferð er einkennandi fyrir
höfundinn, George Kelly. Ann-
ars er Kelly þekktur maður í
sínu heimalandi, m. a. Pulitzer-
verðlaunahafi, þótt hann sé ekki
Indriði Waage og Róbert Arnfinnsson ræðast við.
oftast um eina klst., voru veit-
ingar seldar og hljómsveit húss-
ins lék fyrir dansi til hálftólf.
Það ár sýndi leikhúsið Óskabarn
örlaganna eftir Bernhard Shaw,
vaudevilluna Nei-ið eftir Heiberg
og óperuna Töframanninn eftir
Mozart. Tilgangurinn með starf-
semi leikhússins var fyrst og
fremst að auðga skemmtanalíf
Reykjavíkur um sumartímann.
Þarna gátu menn átt ánægjulega
og tilbreytingarríka kvöldstund,
séð list færustu leikara landsins
og fengið sér snúning á eftir eða
rabbað saman í makindum. Þar
að auki var Leikhús Heimdallar
eina starfandi leikhúsið að sum-
arlagi en fyrir sumarleikhús í
Reykjavík var vissulega þörf,
eins og komið hefur á daginn.
★
í sl. ágústmánuði hóf svo Leik-
hús Heimdallar starfsemi sína að
nýju með því að sýna gamanleik-
inn „Sápukúlur" eftir George
Kelly. Kvöld eitt í vikunni skauzt
fréttamaður æskulýðssíðunnar
ásamt Gunnari Rúnari baksviðs í
Sjálfstæðishúsinu að lokinni leik-
sýningu til að rabba við starfs-
lið leikhússins. Þar voru fyrir auk
leikstjóra, leikara og leiktjalda-
málara hinir óbreyttu liðsmenn,
sem eru engu síður nauðsynlegir.
Þeir voru í óða önn að flytja
tjöldin til hliðar, svo að hljóm-
sveitin gæti sem fyrst gefið leik-
húsgestum færi á að liðka sig.
Búningsherbergin eru undir
sviðinu, svo að það væru hreinar
ýkjur að segja, að þar væri hátt
til lofts og vítt til veggja. Gunn-
ar Rúnar leggur þó ótrauður til
atlögu með ljósmyndavélina en
fréttamaður gefur sig á tal við
leikstjórann, Indriða Waage.
Indriði segir,, að tilhögun sem
þessi á leiksýningum sé þegar
búin að sanna tilverurétt sinn og
eigi örugglega framtíð fyrir sér.
Þegar hann dvaldi í Þýzkalandi
hafi t. d. mikið verið um sýn-
ingar á einþáttungum með þessu
sniði og hafi það gefizt vel.
Það er alltaf vandaverk að
velja leikritin og það tekur lang-
an tíma og mikinn lestur, segir
Indriði. Leikurinn, sem nú var
ráðizt í að sýna hefur ýmislegt
til brunns að bera. Þar er hent
stórt nafn á Islandi. Benedikt
Árnasyni hefur tekizt þýðingin
alveg ljómandi vel.
★
Leiktjöldin í „Sápukúlum"
hafa maklega fengið mikið hrós
en þau eru teiknuð af Magnúsi
Pálssyni.
Magnús segir okkur, að sé ein-
mitt miklum vanda bundið að
koma leiktjöldum haganlega
fyrir á ekki stærra sviði en er í
Sjálfstæðishúsinu, því að leik-
stjórar krefjist auðvitað tölu-
verðs • leikrýmis, svo að ekki
megi ætla leiktjöldum mikið
rúm. Það er athyglisvert og
skemmtilegt að sjá hvernig Indr-
iði notar leiksviðið til hins ítr-
asta, segir Magnús. Tjaldið er
hvorki dregið frá í upphafi leiks
né fyrir í lok hans. 1 stað þess eru
Ijósin látin afmarka leikinn. Með
því móti nýtist sá hluti sviðsins,
sem er fyrir framan tjaldið. —
Erfiðast í sambandi við þessi
leiktjöld var að skapa hina réttu
stemningu eða andrúmsloft. Stof •
an má hvorki vera of íburðar-
mikil né fátækleg, þar sem hún
á að vera á millistéttarheimili.
í þessu efni eins og svo mörgu
öðru er meðalvegurinn vandrat-
aðastur.
Við snyrtiborðið í fremra bún-
ingsherberginu situr kvenþjóðin
og talið berst brátt að einþátt-
ungum og höfundum þeirra. —
Mest hós fá hinir fjarskyldu
fræsdur okkar írar. Arndís
minnist sérstaklega á írska leik-
ritaskáldið Synge en nokkrir
einþáttungar eftir hann, allir al
varlegs eðlis, hafa verið fluttir
í útvarp. Einn var þó sýndur
fyrir löngu í Iðnó, segir Arndís.
Við höfðum æft hann svona öðru
hvoru allan veturinn og svo gekk
hann aðeins einu sinni.
Af leikendum leikhússins er
Róbert Arnfinnsson sá eini, sem
leikið hefur þar áður. í Óska-
barni örlaganna fór hann með
hlutverk liðsforingja Napóleons.
Við innum nú Róbert eftir
reynslu hans af starfsemi L. H.
— Samvinnan við unga fólkið,
sem séð hefur um sýningarnar,
hefur verið sérstaklega góð, svar-
ar Róbert, og það hefur greini-
lega lagt hart að sér til að gera
sýningarnar sem beztar úr garði
eftir því sem aðstæður leyfa. —
Það er ástæða til að óska Leik-
húsi Heimdallar til hamingju
með það, sem áunnizt hefur og
ég vona, að starfið í framtíð-
inni gangi ekki verr en hingað til
og leikhúsið auki jafnvel starf-
semina.
Að endingu spjallar fréttamað-
ur við umsjónarmann Leikhúss
Heimdallar, Ólaf Jensson.
— Það, sem fyrir okkur vakir
með starfsemi L. H., er að auka
fjölbreytni skemmtanalífsins í
höfuðborginni þann tíma, sem
venjuleg leikhús eru lokuð. Fólk
hefur kunnað að meta þessa við-
leitni okkar. Mikið af áhorfend-
úm okkar eru fátíðir gestir í
gleðisölum borgarinnar og þykir
þetta betri skemmtun. Þá eru
mörg dæmi þess, að aðkomufólk
í bænum noti tækifærið og líti
inn til okkar.
í búningsherbergi leikaranna. Herdís, Kristbjörg og Arndís sitja
við snyrtiborðið. — Ljósm. Gunnar Rúnar.
Nú líður senn að síðustu sýn-
ingu, því að innan skamms hefj-
ast sýningar í Þjóðleikhúsinu, en
þangað höfum við sótt leikend-
ur. Þess má geta að það var
fyrir mikinn velvilja Þjóðleik-
hússtjóra, að við höfðum svo
góðu mannvali á að skipa, því
að leikárið hjá Þjóðleikhúsinu er
þegar byrjað. Þ. E.
Æskulýðstdnleikar Heimdollar
HERMANN Prey barytonsöngv-
ari- er ungur maður og vörpuleg-
ur, — þegar hann gengur mn á
sviðið minnir hann á Magnús
Jónsson (söngvara auðvitað) að
því leyti, að maður spyr sjálfan
sig, hvort maður hafi e.t.v. villzt
á íþróttavöllinn. En sá grunur
hverfur, er þeir taka að syngja.
Þegar Hermann söng á æsku-
lýðstónleikum Heimdallar á
fimmtudagskvöldið, byrjaði hann
á Aðalheiði Beethovens, og síðan
komu fleiri þýzkir ljóðsöngvar:
annar eftir Beethoven og svo
Schumann, Brahms, Hugo Wolf
og Richard Strauss. Þó að söngv-
arinn sé ungur maður, er rödd
hans slípuð og mjúk. Það þykir
kannske ekki sérlega gáfulegt að
segja, að hann syngi bezt, þegar
hann syngur hljóðlega, — syngja
menn nokkurn tíma hljóðlega?
Hermann Prey gerir það, og þó
heyrist í honum, — meira að
segja mikið, þegar hann vill það
við hafa. í söng hans er óþvinguð
ró og falslaus viðkvæmni, og að
því leyti minnir hann á okkar
góða Fischer-Dieskau.
Með söngvaranum er hér á
ferð Ernst 'Schönfelder hljómlist-
armaður í Hamborg. Hann lék á
flautu, hljóðfærið, sem minnii
bæði á skógarguði fornaldar og
hirðlíf á dögum þeirra Richelieu
og Friðriks mikla. Hinn ágæti
slaghörpuleikari Guðrún Kristins
dóttir var söngvaranum og blás-
aranum til aðstoðar.
Fyrir framan mig á tónleikun-
um sátu ung hjónaleysi. Efnis-
skránni lauk með Tileinkun
Strauss: „Mér hafði hlotnazt
blessun guðs í fyrsta sinni, og
ég hné að hjarta Þínu. Ég þakka
þér“ Það var mikið klappað,
Guðrún settist aftur við hljóð-
færið, og söngvarinn horfði út í
salinn, brosandi, ljóshærður, í
svörtum jakkafötum og með hvít-
ar breiðar skyrtulíningar. „Nú
förum við með ÉG ELSKA ÞIG
eftir Beethoven", sagði hann og
roðnaði. Hjónaleysin fyrir fram-
an mig horfðust í augu og að
laginu loknu varð þeim aftur
litið hvoru á annað,þau roðnuðu
og klöppuðu mikið. Svo leiddust
þau út í haustrókið.
Jóhannes
Sigríður
Sveinn
Þór
Anna
Sigfús
Eyjólfur
Félag ungra Sjálfslæðismanna sfofnað á Palreksfirði
EINS og skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðinu var stofnað á Pat-
reksfirði 25. ágúst sl. félag ungra
'Sjálfstæðismanna. Á stofnfundin-
um hlaut það nafnið NEISTI,
F.U.S. í Vestur Barðastrandar-
sýslu.
Fundurinn var haldinn í Skjald
borg, hinu- nýendurbætta og glæsi
lega húsi Sjálfstæðismanna á Pat
reksfirði, en þennan dag var
haldið fjölmennt héraðsmót Sjálf
stæðismanna í sýslurmi. Stofn-
endur félagsins voru 55 að tölu.
Á fundinum mætti Friðjón Þórð-
arson alþingismaður, en hann á
J sæti í stjórn S.U.S. Flutti hann
hinu nýstofnaða félagi kveðjur
formanns og stjórnar S.U.S. og
bauð félagana velkomna í sam-
tök ungra Sjálfstæðismanna.
Ennfremur mætti á fundinum
Birgir ísl. Gunnarsson stud. jur.,
en hann hefur af hálfu stjórnar
S.U.S. unnið að undirbúningi fé-
lagsstofnunarinnar.
Af heimamönnum tóku til máls
Ari Kristinsson sýslumaður og
Jóhannes Árnason stud. jur., en
hann var kosinn formaður félags-
ins. f stjórn voru kjörnir auk
formanns:
Ásgeir Hj. Sigurðsson, Patreks-
firði; Sigfús Jóhannesson, Pat-
reksfirði; Anna Gísladóttir, Pat-
reksfirði; Örn Gíslason, Bíldudai',
Sveinn Þórðarson, Innri-Múla,
Barðastr.hr.; Eyjólfur Þorkels-
son, Bíldudal; Sigríður Stephen-
sen, Bíldudal; Þór Oddgeirsson,
Patreksfirði — Endurskoðendur
voru kjörnir:
Gylfi Adolfsson o'g Helga Guð-
jónsdóttir.
Félagslíf Sjálfstæðismanna á
Patreksfirði hefur verið injög
mikið undanfarið og má bezt
merkja það af hinu glæsilega
samkomuhúsi staðarins, eins og
fyrr segir. Við endurbæturnar á
húsinu unnu Sjálfstæðismenn
ungir og gamlir í sjálfboðaliðs-
vinnu. Ber það vissulega vott um
heilbrigt og öflugt félagslíf. Eng-
inn vafi er á því að hið nýja fé-
lag mun efla stórlega Sjálfstæðis-
flokkinn í Barðastrandarsýslu,
enda virðist hann eiga vaxandi
fylgi að fagna meðal æskumanna
á Patreksfirði, sem og annars stað
ar á landinu.
Æskulýðssíða Morgunblaðsins
óskar ungum Barðstrendingum
til hamingju með hið nýstofnaða
félag.