Morgunblaðið - 14.09.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.09.1957, Qupperneq 12
12 MORGVIÍBL A911 Laugardagur 14. sept. 1957 I iA ustan Edens eftir John Steinbeck 131 ! Fyrri eigandi hans kom eiigu tauti við hann. En þetta er dásam leg skepna. Hann hefur tvisvar • kastað mér af baki, en ég gefst ekki upp og ef mér tekst að temja hann betur, þá á ég bezta gæðing- inn í öllum dalnum. Og þú mátt alveg vera viss um það, að ég skal temja hann, jafnvel bótt það tæki mig allan veturinn. Ég veit ekki hvers vegna ég skrifa svona mikið um hann, en maðurinn sem ég keypti hann af, sagði dálítið spaugilegt. Hann sagði: — „Þessi hestur er svo grimmur og lúmsk- ur, að hann getur étið mann, með- an maður situr á baki hans“. — Já, manstu hvað pabbi var vanur að segja, þegar við ætluðum að fara og skjóta kanínur? „Komdu aftur með skjöldinn þinn, eða á honum". Jæja, hittumst heil næsta Thanksgiving Day. — Þinn einlægur sonur, Tom“. Hann var ekki viss um hvort bréfið var nógu gott, en hann var of þreyttur til að skrifa það upp að nýju. Hann bætti við: — P.S.: „Ég get ekki séð að Polly hafi breytzt neitt til batnaðar. — Sá fugl kemur mér bókstaflega til að roðna“. Svo tók hann nýja pappirsörk og skrifaði á hana: — „Kæri Vrill, hvað svo sem þér sjáifum kann að virðast, þá verður þú nú að hjálpa mér. Ég bið þig þess, vegna mömmu. Það var hestur, sem drap mig — kastaði mér af baki sér og sparkaði í höfuðið á mér. Þetta verður þú að segja mömmu og aldrei hvika frá því. Þinn bróðir, Tom“. Hann frímerkti bæði bréfin, stakk þeim I vasann og spurði n- Þýðing Sverrn Haraldsson □--------------------□ Samúel: —• „Er þetta eins og það á að vera?“ Inni í svefnherberginu opnaði hann nýjan kassa með riffilkúlum og setti eina þeiira í skothylkið á hinum vel smurða Smith and Wesson 38. Hesturinn stóð og dottaði við girðinguna. Hann kom, þegar Tom blístraði á hann og hann hélt áfram að dotta meðan hnakkurinn var settur á han.i. Klukkan var þrjú um morgun- inn, þegar hann setti bréfið í kass- ann á pósthúsinu í King City. Að því loknu steig hann aftur í hnakk inn og sneri hestinum í suður, í áttina til hinna ófrjóu og hrjóstr- ugu hæða. FJÓRÐI HLUTI. 34. KAFI.I. Barn kann að spyrja: — „Um hvað fjallar veraldarsagan?" Og fullorðinn maður eða kona getur þráð að vita: — „Hvaða leið mun heimurinn kjósa? Hvernig endar hann og út á h\að gengur þetta allt saman?" Ég held að til sé bara ein saga í heiminum, ein einasta og hún hefur hrætt okkur og hrifið okk- ur, svo að við lifum eins og í æs- andi framhalds-kvikmynd, sem skírskotar bæði til hugsunarinn- ar og ímyndunaraflsins. — í lífi sínu, í hugsunum sínum, í þrám Groma Kolibri er ódýrasta og léttasta ferðaritvél- inni. Er í fallegri leðurtösku. Höfum mest úrval allra stærða og gerða ritvéla m.a. hinar þekktu Erika og Rheinmetall ferða- ritvélar. Komið því sem fyrst til okkar meðan úrvalið er mest. Borgarfell hf. Klapparstíg 26, sími 1-13-72 sínum og metnaði, í ágirnd sinni og grimmd, og einnig í góðvild sinni og gjafmildi, er maðurinn flæktur í net góðs og ills. Ég held að þetta sé eina sagan 'sem við eigum og að hún gerist á öllum sviðum gáfna og tilfinninga. — Dyggð og löstur voru uppistaða og ívaf jkkar fyrstu meðvitundar og munu verða vefur hinnar allra síðustu líka, þrátt fyrir og án tii- lits til hverr? þeirra breytinga sem við kunnum að gera á fjöll- um, ökrum og fljótum, hagfræði og siðum. Það er engin önnur saga til. Þegar maður á banadægri á að gera upp reikningana, sækir aðeins ein áleitin spurning að hon um: — „Var það gott eða illt? Hef ég gert rétt eða rangt?“ Herodotus segir frá því, að Krösus, auðugasti og vinsælasti konungur síns tíma, hafi eitt sinn lagt fyrir Sólon hinn aþenska, mikilvægar spurni ígar. Hann hefði ekki spurt ef hann hefði ekki verið áhyggjufullur út af svarinu: — „Hver“, spurði hann, — „er hamingjusamasti maður í heirni?" Hann hlýtur að hafa kvalizt af nagandi efa og hungrað eftir fullvissu. Solon sagð. honum frá bremur ham'ngjusömum mönnum liðins tíma. Og líklegt má telja, að Krösus hafi ekki svo mik ið sem hlustað á frásögn hins vitra manns, svo mjög fýsti hann að fá að vita svarið. Og þegar Solon nefr.di hann ekki á nafn, neyddist Krösus til að segja: — „Álítur þú mig ekki hamingju- saman mann?“ Solon hikaði ekki með svarið: — „Hvernig get ég sagt nokkuð um það“, svaraði hann. — „Þú ert enn ekki dauður". Og þetta svar hlýtur að hafa þjáð og þjakað Krösus, þegar hann glataði gæfu sinni, auði og konungdómi. Og þegar hann að lok um var brenndur á háum bálkesti, hlýtur hann að hafa hugsað um þaö og kannske óskað þess að hann hefði aldrei spurt og aldrei hlotið svar. Og á vorum dögum, þegar mað- ur deyr — enda þótt hann hafi verið auðugur, áhrifamikill og voldugur og þeir sem eftir lifa, telji upp eignir hans, nafnbætur og minnisvarða — þá er spurning- in alltaf sú sama: — „Var líf hans goft, eða var það illt?“ — spurning, sem í eðli sínu er sú sama og spurning Krösusar, að- eins öðru vísi orðuð. Öfundin er horfin og mælikvarðinn er: — „Var hann elskaður, eða var hann hataðr? Vekur dauði hans sorg, eða gleður hann menn?“ Ég man greinilega eftir dauða þriggja manna. Einn þeirra var auðugasti maður sinnar aldar, sem eftir að hafa klórað sig áfram til auðs og metorða á kostnað gálna og líkama annarra manna, reyndi árum saman að kaupa sér aftur þá ást, sem hann hafði fyrirgert. Og á þessum árum gerði hann heiminum svo mikið gagn, að það vó kannske upp á móti öllu því, sem hann hafði áður brotið af sér. Ég var á ferð með skipi, þeg- ar i.ann lézt. Andlátsfregnin var birt á fréttatöflunni og næstum hver maður gladdist við lestur hennar. Margir sögðu: — „Guði sé lof fyrir það, að þessi gamli óþokki skuli vera dauður". Svo var það annar, fjandanum hyggnari, sem skorti að mestu all- an skilning á mannlegri virðingu, en þekkti því betur mannlegan veikleika og varmennsku. Þessa sérstöku þekkingu sína notaði hann til þess a t afvegaleiða menn, kaupa menn, múta og •ógna og ginna, unz hann þannig hafði komið sér í valdamikla að- stöðu. Hann gerði sér upp hinar gö'ugustu hvatir og ég hef oft hugsað um það, nvort hann hafi nokkurn tíma gert sér það ljóst, að engin gjöf getur keypt aftur ást þess einstaklings, sem maður hefur svipt allri sjálfcvirðingu. Mútuþeginn getur aðeins hatað þann, sem mútaði honum. Þegar þessi maður dó, endurómaði allt landið af lofi og vegsömun, en bak v'* það allt leyndist gleðin yfir því, að hann skyldi vera allur. Svo var það þriðji maðurinn, sem kannske skjátlaðist í mörgu og steig öðru hverju rangt spor, en hann helgaði líf sitt og störf því hlutverki að gera mennina hugrakka, heiðarlega og góða, á þeim tímum, þegar þeir voru ve- sælir, snauðir og hræddir og þeg- ar öll ill öfl léku lausum hala i heiminum og reyndu að notfæra sér hræðslu þeirra. Þennan mann hötuðu fáir. Þeg- ar hann dó, gat fólk ekki tára bundizt á götum úti og það spurði sjálft sig í örvæntingarfullu von- leysi: — „Hvað eigum við nú að gera? Hvernig eigum við, að lifa án hans?“ Ég er þess fullviss, að innan við misjafnlega hrjúft eða breyskt ytra borð, eru mennirnir gæddir sömu lönguninni, löngun til þess að vera góðir, löngun til þess að vera elskaðir. Já, ■ flestir lestir þeirra eru misheppnaðir gagnveg- ir til kærleikans. Þegar maður deyr, skipta gáfur hans, áhrif og hæfileikar engu máli — ef hann deyr án þess að vera elskaður, hlýtur líf hans að hafa verið al- gerlega misheppnað og dauðinn hryllilegur. Ég hef þá skoðun, að ef við verðum að velja á milli tveggja sjónarmiða í hugsunum eða verkum, þá ættum við að mnna það, að við eigum að deyja og reyna að lifa lífinu þannig, að dauði okkar veki ekki gleði í heim- inum. Við eigum bara eina sögu. Allar skáldsögur, öll kvæði byggjast á hinu eilífa stríði í okkur sjálfum, stríðinu milli góðs og ills. Og ég held að hið illa verði sífellt að endur-tímgast og endur-myndast, á meðan hið góða, meðan dygðin er ódauðleg. Lestirnir og lýtin bera alltaf nýtt og nýtt útlit, en dygðin er virðulegri og göfugri en allt annað í heiminum. Skrifstofustarf Stúlka eða karlmaður óskast til afgreiðslu- og skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Vinnutími kl. 9—12 og 13,30—17,30 eða eftir samkomulagi. Heildverzlun Björns Kristjánssonar Vesturgata 3, Reykjavik. MARKCS Eftir Ed Dodd WELL, HE'S NOT DEAD/ AND YOU DROPPED A BOOK OP MY MATCHES NEAR THE STALL ...CHERRY DAVIS THINKS WE DID IT... WHAT'S WORSE, THAT DOG AND COLT WILL BEAT US UNLESS WE THINK of 60METHIN6 to STOP THEM/ 1) — Láki, aulinn þinn. Eitr- | irðu það glappaskot að kasta eld kemst með Feyfaxa og Bangsa aðirðu ekki hvolpinum. — Jú, ég gaf honum nóg eitur til að drepa tvo fullorðna hunda. 2) — Það er sama, hann er ekki dauður. Þar að auki gerð- spýtnaöskju fyrir framan hest- húsið. Sirrí gruar okkur um eitr unina og það versta er, að hún sigrar okkur örugglega, ef hún í keppnina. 3) — Hvers vegna skjótum við þá ekki folann. Það hefðum við átt að gera í byrjun. — Þá gætum við komizt í al- variega klípu. 41 — Eigum við þá ekki að reyna að handsama folann og fela hann þangað til eftir keppn- ina. 35. KAFLI I. Lee hjálpaði Adam og drengjun um við að flytja búferlum til Salin as, eða með öðrum orðum, hann annaðist það allt samari — bjó um allan flutninginn, ók þeim til brau.tarstöðvarinnar og þegar til Salinas kom, tók hann upp allan farangurinn og hjálpaði þeim til að koma sér fyrir í litla húsinu hennar Dessie. Þegar hann hafði gert alla hugs anlega hluti, til þess að feðgunum gæti liðið sem bezt á nýja heim- ilinu og ýmislegt ónauðsynlegt, kom hann með hátíðlegu yfir bragði inn í stofuna, kvöld eitt, þegar tvíburarnir voru gengnir til hvílu. Að öllum líkindum hefur Adam þegar vitað hvert erindi hans var, því að Lee var svo al- varlegur á svip. „Jæja“, sagði Adam. — „Ég hef átt von á þessu. Segðu mér hvað þér liggur á hjarta". Með þessu eyðilagði hann ger- samlega ræðuna, sem Lee hafði ætlað sér að flytja: — „1 mörg ár hef ég þjónað yður eftir beztu getu og nú finnst mér. .. .“ „Ég hef Trestað því eins Iengi og ég hef getað“, sagði Lee. —• „Ég hef tekið saman ræðustúf. Viljið þér hlusta á hann?“ „Langar yður til að flytja hann?“ „Nei“, sagði Lee. — „Síður en svo. En það er mjög góð ræða“. „Hvenær hafið þér hugsað yður að fara?“ spurði Adam. „Eins fljótt og mögulegt er. Ég er hræddur um að ég kynni að sjá mig um hönd, ef ég frest- aði brottförinni. Viljið þér að ég verði hérna, þangað til þér hafið fengið annan í minn stað?“ „Ég held ekki“, sagði Adam. „Þér vitið hvað ég er seinn til allra framkvæmda. Það gæti orð- ið langur tími Kannske kem ég þv' aldrei í verk“. „Ég fer þá á morgun". „Drengirnir munu taka þetta mjög nærri sér“, sagði Adam. — „Ég veit ekki upp á hverju þeir kunna að taka. Kannske væri bezt að þér færuð án þess að þeir vissu og ég segði þeim það svo á eftir“. ajtítvarpiö Laugardagur 14. september: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 19,00 Tómstundaþátt ur barna og unglinga (Jón Páls- son). 19,30 Einsöngur: Giuseppe di Stefano syngur ítölsk þjóðlög (plötur). 20,30 Upplestur: „Mús- in“, smásaga eftir Charlotte Bloch Zawrel, í þýðingu Málfríðar Ein- arsdóttur (Margrét Jónsdóttir). 20.50 Kórsöngur: Kór Rauða hers ins syngur, Boris Alexandrov stjórnar (plötur). 21,15 Leikrit: „Gleðidagur Bartholins" eftir Helge Rode, í þýðingu Jóns Magn ússonar. — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 22,10 Danslög (pl.). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.