Morgunblaðið - 26.09.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.1957, Blaðsíða 8
8 MORGUWBT AÐIÐ Fimmtudagur 26. sept. 1957 / fáum orðum sagt: irTTTTTTTTT^ Nú finnst mér lífið létt eins og Ijúflinga spil" Gunnar Gunnarsson á Syðra-Vallholti heimsækir Reykjavik i fyrsta skipti MÖRGUM ungum Reykvíkingum þykir undarlegt, þegar þeim er sagt frá gömlu fólki utan af landi, sem heimsækir höfuðborg- ina í fyrsta sinn. Reykvíkingun- um finnst það svo sjálfsagt að allir hafi séð borgina þeirra og þekki hana eins og fingurna á sér. En það er ekki öllum, sem finnst það jafnsjálfsagt, eins og sjá má af því, að fjöldi utan- bæjarmanna hefur aldrei komið til Reykjavíkur. Fyrir skömmu hitti ég að máli skagfirzkan bónda, 68 ára gaml- an, sem sá Reykjavík i fyrsta skipti nú í haust. Hann er Gunn- ar Gunnarsson, bóndi á Syðra- Vallholti í Skagafirði. Hann kom suður til Reykjavíkur í fyrri viku ásamt konu sinni, Ragnhildi Erlendsdóttur, ættaðri úr Húna- vatnssýslu. — Ég hitti Gunnar er ákaflega léttur í lund og bjart- sýnn, svo af ber og syngur í sífellu: Nú finnst mér lífið létt eins og ljúflinga spil, nú finn ég ekki framar, að fjöllin séu til. — Já, þetta er í fyrsta skipti, sem ég kem til Reykjavíkur, sagði Gunnar, um leið og hann skálaði í koníaki. — Ég hef ekki komið á marga staði, en mér finnst Reykjavík skemmtilegasti staðurinn, sem ég hef komið til og svo er hún svo þrifalegur og fallegur bær, að mig rak í roga- stanz, þegar ég kynntist henni. Húsunum er yfirleitt vel við hald ið og flest þeirra sýnast ný. Ef ég mundi flytjast burt, þá færi Þó kotið sé lítið sem snöggvast að máli í tilefni af þessari merku heimsókn hans til höfuðborgarinnar og spjölluð- um við saman stundarkorn. Hann ég til Reykjavíkur, og ekkert annað. Nú, hér vill öll þjóðin helzt búa, ekki getur það stafað af eintómri sérvizku. Lögtak Eftir kröfu tollstjóraris í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frek- ari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir sköttum og öðrum gjöldum samkv. skattskrám árs- ins 1957, sem öll eru í eindaga fallin hjá þeim, sem ekki hafa þegar greitt tilskilinn helming gjaldanna. Borgarfógetinn í Reykjavík, 23. sept. 1957. Kr. Kristjánsson. Cúmmí gólfflísar Nýkomið: Gúmmí-gólf- flísar, 30x30 cm. — Hentug- ar á verzlanir, skrifstofur, eldhús, ganga o. fl. — 4 litir. Aðeins kr. 112,60 pr. ferm. LUDVIG STORR & CO. — Þú fórst á Þingvöll um dag- inn. — Já, ég fór á Þingvöll og svo sá ég dálítið af landinu, þegar ég ók suður. Mér þykir landið óskap- lega stórt. — En Þingvöllup, fannst þér ekki fallegt þar? — Jú, þar er fallegt, en samt hafði Jón Sigurðsson rétt fyrir sér, þegar hann valdi þinginu stað í Reykjavík. Hann var fram- sýnni en Jónas, blessaður dreng- urinn sá, þó að hann væri lista- skáldið okkar. — Hvaða áhrif hefur nú þessi ferð haft á þig? — Ég er orðinn gamall maður og ekki uppnæmur fyrir áhrif- um. En mér þykir vænna um landið, framkvæmdirnar eru ótrú lega miklar á svo stuttum tíma og framtíðin björt. Undirstaðan er traust. — En samt er enn mik- ið ógert, t. d. í ræktun, túnin okkar eru eins og vinjar í eyði- mörk. Það skyggir þó ekki á framkvæmdirnar. Hugsaðu þér bara, hvernig hér var umhorfs um aldamótin, þá var ekkert rafmagn, enginn sími og vegar- spotti sást varla, þótt vel væri leitað. Við höfum átt marga bjartsýna og úrræðagóða for- ystumenn, það hefur haft sitt að segja. Ég er bjartsýnismaður, skal ég segja þér. Það er eina leiðin til að komast nokkurn veg- inn klakklaust í gegnum þetta. Það er nauðsynlegt að trúa á framtíðina, sjá hana með sömu augum og Hannes Hafstein í Aldamótaljóðunum. Bjartsýni og kjarkur, það er einmitt það .... — Þú segist ekki hafa farið úr Skagafirði fyrr? — Nei, ekki svo heitið geti, hef víst skroppið tvisvar vestur í Þing. — Til að ná þér í konu? — Já, það má kannski segja það. Annars náði ég mér í konu með allundarlegum hætti. Ég var kominn á fallanda fót, þegar ég gifti mig, orðinn 35 ára. Þá sprakk í mér botnlanginn, svo ég var nærri dauður, lá í sjúkrahúsi hjá Jónasi Kristjánssyni í 14 vikur. Þá hitti ég Ragnhildi konu mína fyrst. Hún var hjúkrunar- kona hjá Jónasi. — Og henni hefur tekizt að halda í þig í 14 vikur. Það er langur tími. — Nei, það er ekki langur tími, góði minn. Við höfum verið gift í yfir þrjátíu ár. — En 14 vikur í sjúkrahúsi, það er langur tími. — Já, en það var ekki konan, heldur botnlanginn! — Og svo fór hún með þér heim? — Nei, hún kom síðar. En veiztu hvers vegna hún segist hafa komið? Hún segist bara hafa komið til að hjálpa mér að deyja. En svo snerist það við. Hún hjálp aði mér að lifa. Lífið er undar- legt ævintýri, góði minn, undar- legt ævintýri. Sumir þurfa að liggja í 14 vikur í sjúkrahúsi til að ná sér í konu .... Gunnar Gunnarsson: — Ég vil hafa þær bústnar! Og Gunnar hlær hátt og sýpur á koníaksglasi. Annað á ekki við í höfuðborginni. Það er eins og að fara í réttir, eða káupstað. Ég spyr Gunnar, hvort hann kunni ekki marga húsganga. Hvernig er hægt að ræða við skagfirzkan bónda án þess að spyrja þeirrar spurningar? Gunn- ar svarar: — Nei, ég kann fáar vísur, a. m. k. þangað til ég er orðinn góðglaður. Þá skýtur einni og einni stöku upp í huga mínum, en ég verð að syngja þær, ef ég á að muna þær orðrétt. En heyrðu, ef þú heldur að ég sé hagyrðingur, þá er það misskiln- ingur. Það yrkja margir af Skíða- staðaætt, já og sumir vel, en ég er ekki einn þeirra. Ég læt mér nægja léttlyndið og bjartsýnina. Nú finnst mér lífið létt, eins og ljúflingaspil . . . *— En eigum við ekki að snúa okkur aftur að Reykjavík? Hvernig hafðirðu gert þér í hug- arlund, að hún liti út? Ég hafði lítið hugsað um það. Ég þóttist vita, að það væri mergð af húsum í Reykjavík, en hvað var merkilegt við það? Ekki þurfti maður að fara úr Skaga- firði til að sjá hús, það er nóg af þeim á Sauðárkróki. O það held ég. En hitt er rétt: Reykja- vik er stærri en ég hélt hún væri. — Og hvernig stóð svo á því, að þú fórst til Reykjavíkur á gamals aldri? — Menn voru alltaf að tala um, að ég þyrfti að sjá höfuðborgina, en mér fannst ég ekki geta farið að heiman frá aðkallandi störf- um. Mér fannst allt mundu fara á annan endann heima í kotinu, ef við hjónin færum suður. Svo sá ég í aðra röndina, að þetta væri misskilningur. Og í sumar gerði ég það upp við mig, að ég þyrfti að sjá eitthvað af landinu, áður en ég færi í gröfina. Svo fór ég suður. Ég er feginn, að ég skyldi gera það. Á ég að segja þér hvers vegna. Jú, sjáðu til, stundum heyrast þær raddir í Bifvél avirkjar eða vanir bifvélaviðgerðarmenn. óskast nú þegar. Upplýsingar hjá verkstjóranum Egill Vilhjálmsson h.f. Sími 22240. sveitunum, að Reykjavík sé kýli á þjóðarlíkamanum. Það skyldi enginn bjóða mér upp á slíkar fullyrðingar. Ég veit betur. Ég get borið Reykjavík vel söguna. — Það er sagt, að málið sé verra í Reykjavík en annars staður. Ég hef ekki fundið það. Menn segja, að Reykjavík spillist af heimsóknum útlendra ferða- manna. Ég hef aldrei heyrt ann- að eins. Þetta er meiri svart- sýni en svo, að menn hafi leyfi til að láta þetta út úr sér. Fólk- ið? Það er alveg eins og annars staðar á landinu. íslendingar vilj- um við allir vera, sögðu þeir í Gamla sáttmála .... — En ungu stúlkurnar, finnst þér þær ekki orðnar dálítið amerískar í fasi? — Ja, það veit ég svei mér ekki. Mér finnst þær margar fal- legar, en of grannar. Ég vil hafa stúlkurnar bústnar, það ber vott um heilbrigði. En nú er það í tízku að vera eins og ýlustrá, þær um það .... Og sýpur á. — Annars máttu ekki hafa þetta allt eftir mér, bætir hann við, það er ómögulegt að vita, hvað nágrannarnir segja. Ég verð þó að játa, að ég hef alltaf gam- an af að lesa viðtöl við menn, einkum ef þeir hafa gert eitt- hvað. En ég hef ekkert gert. Eignaðist sjö börn að vísu, eitt er dáið. Ég ætlaði að eignast tvö kúgildi af börnum, en eignaðist bara hálft. Það má kannski telj- ast gott. Menn gera sjaldnast nema þriðjung af því, sem þeir ætla sér. En það er orðið nóg þetta, blessaður vertu. — Nú för- um við að fara heim hjónin, en ég er viss um, að ég á eftir að koma til Reykjavíkur aftur, áður en þessu lýkur. Já, nú förum við að fara heim. Réttirnar sjáðu til, og þó að ég geti lítið haft mig í frammi, verð ég að fara heim. Ef þú átt einhvern tíma leið um Skagafjörð, þá heimsækirðu okkur. Þú færð kaffi og kökur. Við búum á Syðra-Vallholti í Hólminum, þú hefur kannski aldrei heyrt það nefnt. Hannes Hafstein þekkti hólminn: Niður Hólminn hestasæla, Héraðsvötn- in líða slétt .... Já, hann þekkti Hólminn, hafði víst oft litið yfir fjörðinn frá Arnarstapa. En þú kemur í Skagafjörð og færð kaffi Þó kotið sé lítið, þá er fjörður- inn fallegasti bletturinn á land- inu. Þetta er ekki merkilegur torfbær, en það er einn kostur við hann, einn stór kostur: Það er stutt til útidyranna .... M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.