Morgunblaðið - 26.09.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.1957, Blaðsíða 2
2 MOIÍCZ'XSL 4DÍÐ Fimmtudagur 26. sept. 1957 * *. Þorsteinn Ö. Stephensen hlaut Silfurlampann í ár fyrir leik sinn í Browningþýðingunni Þorsteinn ð. Stephensen og kona hans við afhendingru Silfurlampans. A MÁNUDAGINN veitti Fé- lag íslenzkra leikdómenda Silfurlampann fyrir bezta leikafrekið í ár. Lampann hlaut að þessu sinni hinn góð- kunni leikari, Þorsteinn Ö. Stephensen fyrir ágætan leik sinn í hlutverki Crocker- Harris í Browningþýðingunni eftir Terence Battigan, sem Leikfélagið sýndi sl. vetur. ★ Silfurlampinn var afhentur Þorsteini við hátíðlega athöfn sem fram fór í Þjóðleikhúskjall- aranum á mánudagskvöldið. Var Þorsteinn þar gestur félagsins á- lamt Gylfa Þ. Gíslasyni mennta- málaráðherra og Baldvin Hall- dórssyni formanni Fél. íslenzkra leikara. Viðstaddir voru auk leikdómenda styrktarmenn félags ins og nokkrir aðrir gestir. — Sveinn Skorri Höskuldsson ritari félagsins stýrði hófinu en Hall- berg Hallmundsson gjaldkeri fé- lagsins afhenti Þorsteini Silfur- lampann. Þetta er í fyrsta sinn sem leikdómendur verða algjör- lega sammála um veitingu lamp- ans og má það til tíðinda teljast. Hlaut Þorsteinn 700 stig af 700 mögulegum fyrir leik sinn í hlut- verkinu. Gylfi Þ. Gíslason flutti ræðu í hófinu og minntist list- rænnar afbragðs túlkunar Þor- steins á hlutverki Crocker-Harr- is. — Þorsteinn ö. Stephensen þakk- aði fyrir þann heiður sem sér hefði verið sýndur með veitingu Silfurlampans. Ræddi hann um leiklistina og hlutverk hennar í mjög eftirtektarverðri ræðu. Komst Þorsteinn m. a. svo að orði: — ★ — Leikari sem tekur á móti verð- launum fyrir list sína hlýtur að hugsa sig vel um áður en hann gefur sjálfum sér alla dýrðina. Því list leikhússins er samvirk list — sameinað átak margra að- ila að einu listrænu marki. Það kann nú að virðast djarft af mér að tala um list leikhússins án þess að hafa þann fyrirvara að ef til vill sé þar alls ekki um neina list að ræða. Að vísu hafa margir mér meiri menn um aldir leyft sér þetta, án þess að biðja á því afsökunar, og það ætla ég raunar heldur ekki að gera. En að ég staldra við þetta stafar af því að hér á voru landi hefur í nokkur undanfarin ár verið hafð- ur uppi talsverður áróður fyrir sérkennilegri flokkun og aðgrein- ingu lista, og nafngiftum sem að mínu viti eru alrangar og villandi. Það sem ég á hér við er „sortering" listanna í „skap- andi“ og „túlkandi" listir, eins og það er kallað. Mig hefur furðað á því að eng- inn hefur, svo ég viti til, gert athugasemd við þessar nafngift- ir. Það kann að stafa af því að þeir sem í því efni ættu hægast um vik munu sjálfir eiga sæti á bekk hinna „skapandi“ lista- manna, og una svo vel sinum hlut að þeim þyki ekki ómaks- ins vert að hreyfa neinum mót- mælum. Því það fer ekki milli mála að forgöngumenn þessarar aðgreiningar listanna telja hinar svokölluðu túlkandi listir miklu óæðri hinum, og ég held meira að segja að einn þeirra hafi ný- lega látið þess getið í blaði að hann teldi að leikhúsmenn t. d. ættu ekki heima í samtökum listamanna. En svo ég haldi mig að kjarna málsins: Það sem ég hef út á þetta að setja er það, að með þvl að tala um skapandi og túlk- andi list er verið að brjóta lög- mál rökrænnar hugsunar og hverfa frá réttum skilningi á eðli listar. — DAMASKUS, 25. sept. — í dag kom Saud konungur i opinbera heimsókn til Sýrlands og hélt þegar í stað á fund Kouatlys, for- seta landsins. — Fréttamenn segja, að Saud muni ræða við Sýrlandsstjórn um ástandið i löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. AKRANESI, 25. sept. — Sl. laug ardag kom danskt skip, Skanse- odde, til Akraness með timbur og sement til Haralds Böðvarssonar & Co. Tollvörðurinn varð var við, að maður fór með áfengi frá skipinu, og var ekki lengi að hremma bráðina. Reyndist hún vera 3 flöskur af konjakki. Við leit í skipinu fundust 33 flöskur hjá 1. vélstjóra. Var hann sekt- aður um 14.800,00 kr. og vínföng- in gerð upptæk. — Oddur. Hifaveitan Framh. aí bls. I ið fá heitt vatn og innri hluti Laugavegarins einnig. Vatnsmagnið í þessum tveim- ur holum er mikið, um 15 sek- úndulítrar úr Fúlutjörn og er þó borun þar ekki að fullu lokið, og um 10 sekúndulítrar úr bor- holunni við Höfða. Til saman- burðar má geta þess að úr öllu Þvottalaugasvæðinu sem fyrst var virkjað, 15 holum, fengust alls 13—15 sekúndulitrar heits vatns. Vatnið í Höfðaholunni er óvenjulega heitt 98 stig, en 88 stig úr holunni við Fúlutjörn. Félag íbúanna Strax og fjárfestingarleyfi fæst verður byrjað af fullum krafti á því að grafa skurði, steypa stokka og leggja pípurnar. Verður verk- inu hraðað mjög svo not verði af hitaveitunni í vetur. í Höfða- hverfi mun hitaveitan ná til 100 húsa auk húsanna við Laugaveg- inn sem einnig fá heita vatnið. Verður þar farið með aðalleiðsl- urnar norðan megin Laugavegar- ins að baki húsanna. íbúar Höfða hverfis hafa stofnað með sér fé- lag til þess að fylgja hitaveitu- málinu eftir og hafa íbúarnir í hverju húsi skuldbundið sig til þess að leggja fram kr. 5.000 til framkvæmdanna svo allmikið fé er þegar fyrir hendi til fram- kvæmdanna. Aukning i öllum bænum í fyrra var byggð dæiustöð við Höfðaborholuna, og var vatni úr holunni veitt inn á bæjarkerfið í febrúar 1 fyrra. Þegar hitaveit- an í Höfðahverfinu verður kom- in í framkvæmd mun vatni úr holunum tveimur veitt í hverfið á daginn en inn á bæjarkerfið allt á nóttunni og hitavatnsmagn- ið í bænum því aukast að mun, enda veitir ekki af þegar kalt er í veðri. Ekki munu byggðir vatnsgejrmar inni við Höfða held- ur notazt við vatnsgeymana á öskjuhlíð. Ekki liggur enn fyrir kostnað- aráætlun um Höfðaveituna alla, en í fyrra, áður en Fúlatjörn kom til sögunnar var áætlað að veita úr Höfðaholunni einni myndi kosta 2,1 milij. kr. Afskriflir íslenzkra manna björguðu Heimskringlu Snorra Bjami H. Gíslason svarar Slarcke ráðherra EINS og skýrt var frá hér í blaðinu á sínum tíma, skrifaði Viggo Starcke, formaður Réttar- sambandsins og ráðherra í stjórn H. C. Hansens, grein um hand- ritamálið í Dagens Nyheder. — Hann lagðist gegn afhendingu handritanna af miklum þunga og voru helztu rök hans birt hér í blaðinu. — Nú hefur Bjarni M. Gíslason svarað Starcke í grein, sem hann skrifar í Dagens Ny- heder. Eftir nokkurn inngang, þar sem Bjarni M. Gíslason bend- ir á veika hlekki í röksemda- færslu Starckes með því að draga fram svipaða afstöðu Þjóðverja í Slesvík og ráðherrans í hand- ritamálinu, segir hann: „Starcke hefur sagt, að honum finnist allt of mikill úlfaþytur gerður út af handritamálinu. En sjálfur talar hann um afhendingu handrit- anna, ef til framkvæmda kæmi, eins og hún hefði í för með sér heimshrun." Síðan bendir Bjarni M. Gíslason á, að sú fullyrðing ráðherrans, að ekki megi hreyfa við safninu, sé haldlaus, þar eð 121 bréf og skjöl hafi verið tek- in úr því 1817 og hafði þó Árni Magnússon keypt þau. Og 1920 krafðist Ríkisskjalasafnið þess að fá klausturbréf St. Agnets. Meirihluti Árnasafnsnefndar lagð ist gegn afhendingu þessara skjala, en ákvörðun stjórnarvald- anna var á þá leið, að þau skyldu afhent. Síðan segir Bjarni M. Gísla- son: „í fyrsta skipti, sem Árni Magnússon heyrði orðið „old- nordisk" í sambandi við handrit- in, sagði hann stoltur: „Þau eru skrifuð á fslandi fyrir íslendinga og á islenzku“. — Síðan bendir hann á, að enginn háskóli hafi verið á íslandi, en margir séu þeirrar skoðunar, að Árni hefði gefið íslenzkum háskóla handrit- in, ef hann hefði verið til. Há- skólinn í Kaupmanahöfn hafi i raun og veru verið háskóli ís- lendinga á þessum tima. Þetta Húni kominn til Reykjavíkur ÞETTA er fyrsti stálbáturinn sem Austur-Þjóðverjar hafa byggt fyrir okkur, er það Húni sem á dögunum kom til Skaga- strandar eftir allharða útivist. Hann er kominn hingað til Reykjavíkur þessi nýi bátur, og mun mörgum leika forvitni á því, sem við útgerð og sjósókn fást að kynnast frágangi öllum á hon- um. Báturinn er smíðaður eftir teikningum Hjálmars R. Bárðar- sonar skipaskoðunarstjóra, en einnig hafði stofnunin eftirlit með smíði hans og annarra báta sem nú eru í smíðum í Austur-Þýzka- landi og væntanlegir eru á næst- unni. Það starf hefur með hönd- um Stefán Jónsson iðnfræðingur. Myndin er tekin af Húna vestur við Loítsbryggju. Hann er liðlega 23 m á lengd, 5,60 á breidd og dýptin 2,78 m. Þetta er 75 tonna skip. Skrokkur skipsins er styrkt ur með hliðsjón af þvi að sigla þurfi því í ís. — Skipið er smíðað í Fúrstenberg og er það hluta- félagið Desa, sem haft hefur um smíði þess milligöngu, sem umboðsfyrirtæki skipasmíðastöðv arinnar. fbúðir skipsmanna eru allar undir þiljum nema íbúð skip stjóra sem er fyrir aftan stjórn- pall. Á bátnum eru vökva- tog- og línuvindur, vélin er 2800 hö. öll helztu öryggistæki eru um borð til siglinga og loftskeytaþjónustu. Eins og skýrt hefur verið frá kom Húni fyrst til Skagastrandar og sigldi bátnum heim skipstjór- inn Hákon Magnússon sem lætur vel yfir bátnum og sjóhæfni hans. hafði Starcke þó ekki viljað fall- ast á. Síðan bendir greinarhöfundur á, að sú fullyrðing ráðherrans, að Finnur Jónsson hafi arfleitt Kaupmannahafnarháskóla að bókasafni sínu hafi ekki við rök að styðjast. Sannleikurinn er sá, að bókasafn hans lenti á fslandi, en prófessor Finnur gaf Konung- legu bókhlöðunni aftur á móti nokkur pappírshandrit. Að vísu var Finnur andvígur skiptingu Árnasafns 1927, en þá hafði sú hugmynd ekki enn verið komin fram að afhenda fslendingum Arnasafn í heild. Er ekki ósenni- legt, að Finnur Jónsson hefði haft aðra skoðun á málinu 1934, þegar hann ánafnaði Háskóla ís- lands bókasafn sitt, en 1927, þeg- ar hann lagðist gegn skiptingu Árnasafns. — Þá bendir greinar- höfundur á ónákvæmni ráðherr- ans. Starcke hafi talið upp ýmsa Dani, sem hafi haft afskipti af handritunum, þótt þeir hafi aldrei nærri þeim komið, en ekki minnzt einu orði á mesta vísinda- mann sem starfað hefiu- við Árnasafn ásamt Kalund, en það er Jón Sigurðsson. Á einum stað nefnir ráðherrann aðeins nafn dansks manns í sambandi við út- gáfu handrita í Árnasafni, jafn- vel þótt það standi skýrum stöf- um á titilblaði, að Jón Sigurðs- son hafi séð um útgáfuna. Síðan bendir greinarhöfundur á, að sú fullyrðing Starckes, að handritin hefðu öll eyðilagzt, ef þau hefðu ekki verið send til Kaupmannahafnar, hafi ekki við rök að styðjast. Drepur hann á fjölmörg mótrök og sýnir fram á, hve mörg handrit týndust, ein- úngis vegna þess að þau voru send úr landi. Sum týndust á leiðinni, önnur urðu eldi að bráð o. s. frv. Hann bendir á, að Heims kringlu Snorra hafi verið bjarg- að vegna þess að íslenzkir menn gerðu afskriftir af henni, áður en hún varð eldi að bráð. Síðan snýr Bjami M. Gíslason sér að útgáfu handritanna og leið ir rök að því, að íslendingar hafi lagt gjörva hönd á plóginn. Mikil aðsókn að Námsflokkum Reykjavíkur NÁMSFLOKKARNIR byrja kennslu fimmtudaginn 3. okt. Innritun stendur yfir og verður síðasti innritunardagur þriðju- daginn 1. okt. Námsgreinar eru íslenzka, enska, danska, þýzka, franska, spænska, ítalska, reikningur, rúmfræði, bókfærsla, vélritun, fö.idur, barnafatasaumur, kjóla- saumur, útsaumur, sniðteikning, sálarfræði og upplestur. E.t.v. verða kennd fleiri tungumál ,ef þátttaka verður nægileg. 1 efstu flokkunum í dönsku (3. —4. fl.) og ensku 5. fl. (og að nokkru leyti 4. fl.) fer kennslan fram á þeim tungumálum og verða kennararnir Dani og Eng- lendingur. Kennslan í 3. fl. 1 þýzku fer einnig að mestu fram á því máli. Aðsókn hefir verið mjög mikil þá daga, sem innritun hefur stað- ið yfir. Innritunargj aldið er 40 krónur fyrir bóklegar greinar og 80 kr. fyrir handavinnu og vélritun, enda eru afaot af saumavélum og ritvélum (í tímurmm) inni- falin. Ekkert kennslugjald er nema innritunargjaldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.