Morgunblaðið - 26.09.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. sept. 195T
MORCVHBl AÐIÐ
11
Litazt um á leiðinni
Eftir séra Sigurð Einarsson i Holti
Helsingjaeyri, 19. september.
Raunsæ þjóS
Ég hafði lofað Morgunblaðinu
að skrifa því öðru hvoru um sitt-
hvað, sem fyrir augu og eyru
bæri á för minni. Ferðalagið er
að vísu ekki orðið langt, en
þannig hefur þó æxlazt til, að ég
hef ekki getað setið kyrru fyrir.
Farið talsvert um og hitt all-
margt manna, nógu margt til þess
að fá nokkra mynd af því, hver
eru umræðuefni manna hér í
Danmörku og jafnvel áhyggju-
efni. Og Danmörk liggur svo mið-
svæðis, að það hefur orðið Dön-
um lífsnauðsyn að fylgjast af all-
mikilli árvekni með því, sem er
að gerast, og hafa gert það lengi
og ekki sízt síðari árin. Og Danir
hafa löngum átt viðsjála ná-
granna. Ennþá lifir þjóðinni í
fersku minni hin bitra reynsla
fávíslegrar bjarsýni og andvara-
leysis frá árunum fyrir fyrri
heimsstyrjöld. Það svíður dug
andi fólki lengi í skapi að láta
glepja sig óviðbúið. Hitt er létt
bærara, þegar frá líður, að bíða
ósigur eftir drengilega vörn. En
Danir hafa lært af reynslunni.
Þeir bera möglunarlaust þá byrði,
sem þátttakan í Atlantshafs-
bandalaginu leggur þeim á herð-
ar. Og vita mæta vel hvað þeir
eru að gera. Þeir eru t. d. langt
um of glöggir og raunsæir til
þess, að allur þorri manna sé
ekki löngu búinn að átta sig á
eðli og markmiði hins austræna
imperialisma. Hin blóðuga þjóða-
kúgun Sovét-Rússlands, undir
hjúpi faguryrða og blekkinga,
liggur hverjum andlega heilbrigð
um og heilvita dönskum manni
í augum uppi. Og það er meira,
og ekki sízt mun betra, en hægt
er að segja um allmarga íslend-
inga — ennþá sem komið er.
Land og þjóð „sanerar"
Þetta er ekki sagt út í bláinn,
því einmitt nú þessa dagana ger-
ist sá athyglisverði atburður, að
blað kommúnista, „Land og þjóð“
kemur út í nýrri og ærið breyttri
mynd, einkum stórum minnkað.
Blaðið dregur enga dul á, að það
séu fjárhagsvandræði, sem því
valda, að þetta háværa og yfir-
lætisfulla, stóra blað, er nú orð-
ið að lágværum og ómerkilegum
snepli, sem aðeins hefur rúm fyr-
ir flokkstilkynningar, skrum-
fregnir um framleiðsluaukning-
una og sæluna í Sovétríkjunum
Og það allra nauðsynlegasta af
níði um innlenda og erlenda for-
ustumenn lýðræðis og almennra
mannréttinda. Blaðið nefnir þessa
breytingu „saneringu" og má
vera að með því sé átt við það,
að meiri hluti þeirra blaðamanna,
sem eftir héngu við blaðið 4. nóv.
í fyrra, hafa kosið að hverfa af
snærum þess og einfaldlega
skammazt sín fyrir að vinna við
það. „Sanering“ þýðir hreinsun
og má til sanns vegar færa. Það
er búið að hreinsa úr blaðinu alla
mennningarlega starfskrafta —
ekkert eftir nema flokksþýin.
En það væri ólíkt kommúnist-
um að hafa siðferðisþrek til að
horfast i augu við þá staðreynd,
að danska þjóðin vill hvorki
heyra þá né sjá. Enda er það
ekki borið við. Blaðið gerir þá
grein fyrir þeirri dapurlegu
breytingu, sem á því er orðin, að
hún sé til komin vegna þeirrar
„baráttu, sem fjendur sósíalism-
ans, verkalýðsstéttarinnar og
vor (þ. e. kommúnistaleiðtog-
anna) hafa háð gegn oss“. Það
var bágt að heyra! Og þá ekki
síður þá tilkynningu blaðsins, að
til þess að einhver von megi vera
um, að það megi framvegis prýða
hinn danska blaðaheim I sinni
núverandi fátæklegu mynd, vanti
einar litlar 130 þúsund krónur.
Sem vinir „sósíalismans, verka-
lýðsstéttarinnar og vor“ eru taf-
arlaust beðnir að leggja fram.
Ég get búizt við þvi, að drátt-
ur verði á, að þær krónur skili
sér. Það eru mjög fáir menn í
Danmörku, sem vilja gefa svo
mikið sem andvirði eins bjórs til
þess að halda uppi vörnum fyrir
þjóðarmorðingjana í Ungverja-
landi og álíka hrjáleg blaða-
mannsstörf. Það þarf lengra í
útnorður til þess.
□-
-□
SÉRA Sigurður Einarsson er nú
á leiðinni til Suður-Evrópu og
austur að Miðjarðarhafsbotni.
Mun hann skrifa nokkrar grein-
ar fyrir Mbl. frá ferð sinni. —
Birtist hin fyrsta þeirra hér.
□-
En það, sem athyglisverðast er
í sambandi við þenna allsherjar
ósigur kommúnista í Danmörku,
sem nú er að verða alþjóð aug-
ljós, er það að þessi sárfámenni
og heillum horfni flokkur „al-
þýðunnar" og „framtíðarskipu-
lagsins" er ekkert annað en klíka
gamalla umbrotaseggja, sem hef-
ur dagað uppi í þróun tímanna,
eins og nátttröll. Leiðtogarnir,
sem nú sitja eftir með blaðið
„Land og þjóð“ smækkað og les-
endum rúið, eru menn, sem voru
ungir milli 1920—30. Við þekkj-
um ágæta vel þessa manngerð á
íslandi. Hún lærði á sinni tíð sin
kommúnistisku fræði af opinber-
og og dulbúnum agentum hins
kommúnistiska nýimperialisma
og ríkiskapitalisma. Hún hefur
engu getað gleymt — og ekkert
getað lært síðan, nema hundflata
þjónkun við hverja þá ofbeldis-
klíku, sem í þann og þann svip-
inn hefur yfirtökin í Moskvu. —
Danska þjóðin hefur sýnt af sér
þann manndóm að láta þá daga
uppi í birtu þess algáða raun-
sæis, sem þjóðin á í svo ríkum
mæli. íslenzka þjóðin á það ógert
ennþá, — því miður. — En einnig
það kemur.
Ahyggjuefni — afleitt tíðarfar
Ég vék að áhyggjuefnum fólks
í upphafi þessarar greinar. Þau
eru ýmisleg og nærtæk hér, þó
að yfirleitt sé hagur manna mjög
sæmilegur. Eitt alvarlegasta
áhyggjuefni danskra bænda um
þessar mundir er tiðarfarið. Sum-
arið hefur verið svo hörmulegt í
Danmörku og um allmikinn hluta
Svíþjóðar, að slíks eru fá dæmi.
Segja má, að í Danmörku hafi
rignt nálega látlaust frá því í
byrjun ágústmánaðar. Þegar
komið var fram í miðjan septem-
ber hafði víðast hvar ekkert lát
orðið á úrkomunni og sáralitlu
búið að bjarga af uppskerunni.
f hættu voru verðmæti, sem
námu hundruðum milljóna. Ég
ók viða um sveitir Sjálands fyrstu
dagana, eftir að ég kom hingað.
í góðu árferði sér maður ekki
fegurri né búsældarlegri sjón, en
aka um þessar fögru, þaulrækt-
uðu byggðir, þegar líður að upp-
skerutíma. Nú var þarna hryggi-
legt um að litast. Kornið, slegið
og óslegið, var að drafna niður,
illgresi vaxið upp úr ökrunum,
kartöfluakrarnir eins og foræðis
fen, hrakið heyið í rytjulegum
stökkum, eða úr sér vaxið og
óslegið. Síðan brá ofurlitið til
betri tíðar og allmiklu hefur tek-
izt að bjarga af uppskerunni, en
stórrýrnaðri að verðmæti. Mis-
jafnlega hefur þessi óáran komið
við einstaka bændur — sumir ná-
lega örbjarga um fóður — aðrir
sæmilega staddir. í ráði mun vera
að þeir leiti einhverrar opinberr-
ar aðstoðar á verstu óþurrka-
svæðunum, en óséð um, hvernig
úr verði ráðið. Hinir bjartsýnni,
þar á meðal landbúnaðarráðherr-
ann, telja, að ekki sé um svo al-
mennt og stórfellt tjón að ræða,
að ástæða sé til að ríkið hlaupi
undir bagga, enda þoli landbún-
aðurinn nokkur áföll eftir und-
angengin ár, án þess að vá sé
fyrir dyrum.
Enn alvarlegra ástand í Svíþjóð
Hins vegar er ekki annað að
sjá, en að ástandið sé ennþá al-
varlegra í Svíþjóð. Þar hefur
rignt engu minna og engu skem-
ur og vatnavextir og flóð þegar
valdið stórtjóni á mannvirkjum.
Ég brá mér þangað yfir um á
dögunum, aðallega til þess að
hitta gamla kunningja. Ég fór
að vísu ekki víða, en nógu víða
til þess að sjá, að landbúnaður-
inn í sunnanverðri Svíþjóð á
ekki sjö dagana sæla um þessar
mundir. Á víðlendum ökrum um-
hverfis stóru vötnin eru korn-
stakkarnir á kafi í vatni og ann-
ars staðar stendur það enn ósleg-
ið, eða öllu heldur, liggur flatt
með jörðu rotnandi og spírað,
lamið niður af regni. Þarna er
sums staðar farið að plægja ónýtu
uppskeruna niður í akrana og
það hefur reyndar líka borið við
á Fjóni.
Sænski landbúnaðarráðherr-
ann, Nils Hansson, lýsti yfir því
opinberlega 17. þ. m., að hann
hefði aldrei séð aðrar eins hörm-
ungar dynja yfir sænskan land-
búnað. Víða væru bændur alveg
á heljarþröminni. Það eru tald-
ar vonir um, að nokkru af upp-
skerunni megi bjarga, svo að nota
megi til fóðurs, en þó óvíst um
að hve miklu gagni hún kemur
til slíks. Það eru engar vélar til,
sem auðið er að nota með árangri
til þess að ná uppskerunni af
þeim ökrum, sem verst eru leikn-
ir, þó að þeir liggi ekki beint
undir vatni. Kornið er bælt nið-
ur í svörðinn, eins og farið hefði
verið yfir það með þungum valt-
ara.
Þá boðaði sænski landbúnað-
arráðherrann það, að taka
þyrfti til endurskoðunar alla
styrkjastarfsemi rikisins við
sænskan landbúnað. Með því
skipulagi, sem nú er á má ekki
hækka landbúnaðarafurðir í
verði nema um 4%. En það væri
mikils til of lítið til þess að
bændum nægði til þess að stand-
ast tjón sitt.
í Svíþjóð er því ekki annað að 1
sjá, en hið hörmulega tíðarfar í
sumar hljóti annaðhvort að leiða
til þess að ríkið verði að auka
aðstoð sína við sænskan landbún-
að, eða þá að fyrir dyrum stend-
ur allveruleg verðhækkun á
landbúnaðarafurðum, og þar með
á ýmsum brýnustu lífsnauðsynj-
um almennings. Hvorugur kostur
inn mun sænsku stjórninni þykja
góður eg spá glöggir menn, að
millileið verði farin, og hvort
tveggja gert að einhverju leyti.
Þau svæði, sem verst eru far-
in í Svíþjóð eru Bohúslén, Verma
land og svæðið í kringum
Kristinehamn, þar sem stórkost-
legar truflanir hafa orðið á sam-
göngum vegna skaða á mann-
virkjum.
Ályktun Sameinuðu þjóðanna
Oft hefur maður orðið þess var,
að álitið og traustið á Sameinuðu
þjóðunum, stendur ekki alltaf
föstum fótum í hinum vestrænu
lýðræðislöndum. Valda þar mestu
um skipulagslegar eða stjórnar-
skrárlegar veilur, sem stundum
hafa gert þessi voldugu samtök
furðumagnlaus gagnvart aug-
Ijósum fjendum almennra þjóð-
réttinda frelsis og mannhelgi, og
á ég þar einkum við sovét-imperi
alismann og hina blóðugu yfir-
gangsstefnu hans, ekki aðeins 1
hinum undirokuðu leppríkjum
heldur einnig í Asíu og hvar sem
við verður komið í vestrænum
löndum. Það er því óhætt að full-
yrða, að mjög fátt hefur gerzt á
þingi Sameinuðu þjóðanna hin
síðari ár, sem meiri fögnuð hef-
ur vakið meðal frjálsra manna
um allan heim, né aukið svo mjög
traustið á þeirri stofnun, eins og
samþykkt ályktunarinnar, sem
lýsti svo algerri fordæmingu á
framferði Sovét-Rússlands í Ung-
verjalandi, er gerð var á þingi
Sameinuðu þjóðanna þann 14.
þ. m. 60 af 80 aðildarríkjum Sam-
einuðu þjóðanna voru sammála
um að fella þenna geigvænlega
áfellisdóm á hendur Sovétríkj-
unum. 10 kommúnistaríki
greiddu að sjálfsögðu atkvæði á
móti og 10 sátu hjá. Athyglis-
vert er það, að fulltrúar Indlands
og Burma höfðu árangurslaust
reynt að milda áfellisdóminn með
því að reyna að fá samþykkta
tillögu, sem aðeins fól það í sér
að „harrna" atburðina í Ung-
verjalandi. Jú, Ungverjar hefðu
verið betri eftir. Vera má að
þessi ályktun komi þeim að litl-
um notum, en henni fylgir þó sú
merkilega ráðstöfun að fela for-
seta Allsherjarþingsins Van
Vaithayakon prinsi frá Thailandi
að fara til Moskvu og Búdapest
og gera tilraun til þess að fá
valdhafana á þessum stöðum, þ.
e. Krúsjeff og Kadar, til þess að
fallast á að gera kjör ungverskr-
ar alþýðu bærilegri og losa eitt-
hvað um böðulstakið á þjóðinni.
Því má heldur ekki gleyma, að
fordæming þessi, sem aðeins er
staðfesting á heimsalmennings-
álitinu, er byggð á nákvæmri
hlutlausri rannsókn á öllum mála
vöxtum, sem framkvæmd var
áður á vegum Sameinuðu þjóð-
anna.
Samþykkt ályktunarinnar mark
ar spor í sögu Sameinuðu þjóð-
anna. Hún vakti bergmál af
fögnuði og samúð meðal allra
frjálsra þjóða. Hún styrkti til
stórra muna traust hins frjálsa
heims á siðferðisþreki Samein-
uðu þjóðanna og efldi vonina um
gildi þeirra og þýðingu í barátt-
unni fyrir réttlæti og friði meðal
þjóðanna. Og rannsóknin, sem á
undan fór, hafði svipt skýlunni
af einhverju blóðugasta ofbeldis-
verki sögunnar og jafnframt leitt
nakinn á torg fyrir augu allra
þjóða varginn, sem morðtólun-
um stýrði.
Og nú biður heimurinn eftir
svörum þeirra Krúsjeffs og
Kadars.
Skipstjóri heiðraður
EINS og skýrt var frá í blaðinu
á sunnudaginn, var Snæbjörn
Ólafsson skipstjóri á togaranum
Hvalfelli, heiðraður með verð-
launaveitingu úr „Minningarsjóði
systkinanna frá Hrafnabjöig-
um“.
Þau hjónin Kristín Svein-
björnsdóttir og Ragnar Guð-
mundsson bóndi að Hrafnabjörg-
um, Arnarfirði, stofnuðu á sín-
um tíma sjóð, er vera skyldi í
vörzlu Slysavarnafélags íslands,
til minningar um son þeirra, Ólaf
Ragnarsson, sem drukknaði 29.
marz 1948 með þeim hætti, að
hann tók út af togaranum Kára.
Tilgangur sjóðsins er sá, að
veita viðurkenningu fyrir björg-
un frá drukknun, þegar menn
falla útbyrðis af skipum eða
fyrir að koma í veg fyrir að
dauðaslys verði með þeim hætti,
annað hvort með því að finna
upp hagkvæm ráð til að bjarga
mönnum, er falla út af skipum
eða til að veita þeim skipstjór-
um viðurkenningu, er sérstaka
árvekni þykja sýna um líf skip-
verja sinna.
Skömmu siðar misstu þessi
sömu hjón tvö önnur efnileg
börn sín, Höllu og Grétar, með
sviplegum hætti og ákváðu þá
sveitungar þeirra hjóna að auka
sjóðinn með nýju fjárframlagi
og var þá nafni sjóðsins breytt
í björgunar- og minningarsjóð
systkinanna frá Hrafnabjörgum,
Ólafs, Höllu og Grétars. En for-
eldrarnir ákváðu að leggja ár-
lega kr. 100,00 í sjóðinn, meðan
þeim entust heilsa og efni til,
en þá tæki við eitthvert barna
þeirra eða afkomenda meðan
ættin héldist við lýði, svo að sá
vísir, er foreldrarnir lögðu gæti
orðið stórt og mikið tré, sem bæri
ávöxt til blessunar þessu mál-
efni, sem að framan greinir.
í stofnskrá sjóðsins er ákveð-
ið að stjórn Slysavarnafélags Is-
lands hafi stjórn sjóðsins með
höndum og að veita skuli úr
sjóðnum í fyrsta skipti 17. sept.
1957 á 30 ára afmæli Ólafs Ragn-
arssonar.
Stjórn Slysavarnafélagsins
ákvað að veita viðurkenningu úr
sjóðnum eins og reglur hans fyr-
irskipa og varð ásátt um að hana
skyldi hljóta skipstjóri er sér-
staka árvekni hefur þótt sýna um
líf skipverja sinni. Tilnefndi
stjórnin einróma Snæbjörn Ólafs-
son skipstjóra á b.v. Hval-
felli til að hljóta þessa mikils-
verðu viðurkenningu.
I reglugerðinni fyrir verðlauna
veitingunni skal ávallt leita sam-
þykkis formanns slysavarna-
deildarinnar Vinabandsins,, Auð-
kúlahreppi, fyrir veitingu úr
sjóðnum, en formaður þeirrar
deildar hefur frá upphafi verið
stofnandi sjóðsins, Ragnar Guð-
mundsson, frá Hrafnabjörgum,
en það var einmitt ósk hans að
verðlaununum yrði þannig út-
hlutað í þetta skipti.
Snæbjörn Ólafsson skipstjóri
er Alftnesingur að ætt, sonur
Ólafs Bjarnasonar útvegsbónda
frá Gestshúsum. Árið 1924, þá
25 ára gamall, varð hann togara-
skipstjóri og hefur verið það ó-
slitið til þessa dags. Fyrst á tog-
aranum Ver frá Hafnarfirði, því
næst á b.v. Tryggva gamla og
síðan 1946 á b.v. Hvalfelli. Alla
sína skipstjóratíð hefur Snæbjörn
verið í röð fremstu togaraskip-
stjóra og tíðum aflakóngur á tog-
veiðum og síldveiðum. Hefur hjá
honum farið saman dugnaður og
umhyggja fyrir skipverjum sín-
um svo að til fyrirmyndar er.
Viðurkenningin, sem fyrst og
fremst er heiðursskjal, mun
verða afhent skipstjóranum, er
hann kemur næst úr veiðiför.