Morgunblaðið - 03.10.1957, Side 1

Morgunblaðið - 03.10.1957, Side 1
20 síður 44. árgangur. 223. tbl. — Fimmtudagur 3. október 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins- 10 stjórnmálamenn koma tii greina vi9 stjórnarmyndun París, 2. okt. — Einkaskeyti frá Reuter-NTB. ÚTLITIÐ er nú mjög óljóst í frönskum stjórnmálum eftir fall stjórnar Bourgés-Maunoury. Sést það bezt af því að frönsku blöð- in telja að 10 stjórnmálamenn gætu komið til greina við næstu stj órnarmyndunartilraunir. Sem kunnugt er féll stjórn Bourgés-Maunoury á tilögum sín- um í Alsír-málinu. Þegar ný stjórn verður mynduð hlýtur það að verða fyrsta hlutverk hennar að koma fram með nýjar Alsír- tillögur. Er ólíklegt að þær geti orðið mjög frábrugðnar tillögum Bourgés-Maunoury stjórnarinnar. Meirihluti þingsins sem felldi stjórnina, getur ekki komið sér én þeir stóðu þéttast um Alsír- tillögurnar sem felldar voru. Kaþólski flokkurinn hefur lýst því yfir að hann taki ekki þát' í neinni ríkisstjórn, nema Jafn- aðarmenn séu aðiljar að sam starfinu. Af þeim 10 stjórnmála- mönnum, sem gjaldgengir eru taldir í forsætisráðherraembætt- ið er þó talið, að tveir hafi mesta möguleika, þeir Robert Schuman foringi kaþólsa flokks- Útför finnska tónskáldsins Jean Sibeliusar fór fram í Helsingfors á mánudaginn. Var hún virSu- leg og var fjölmenni á strætum, því að fólk vildi kveðja hinn dáða tónsnilling. — Myndin sýnir líkfylgdina. Verkamannaflokkur inn brezki hafnar algerri þjóðnýtingu J.ANDSÞJNG brezka Verkamannaflokksins samþykkti í dag*” ineð yfirgnæfandi meirihluta atkvæða tillögu miðstjórnar flokksins um að fara sér hægt í þjóðnýtingarmálum. Tveir kunnir foringjar flokksins, þeir Herbert Morrison og Emánuel Shinwell, gagnrýndu tillöguna harðlega og sögðu, að með henni væri vikið algerlega frá grundvallar- stefnu sósíalismans. Fulltriiar félags járnbrautarstarfsmanna tóku undir þá gagnrýni. Sögðu beir að hugmyndir flokks- forustunnar um sósíalisma væru furðulegar og ekkert skyld ar þeirri stefnu. leiðnin og það að auka þjóð- arframleiðsluna væri fyrir öllu. Það yrði fyrst að kanna, hvort þjóðnýting á vissum iðn greinum eða einstökum fyrir- tækjum væri hagkvæm fyrir þjóðarframleiðsluna, ella væri jafnvel þjóðnýting ófram- kvæmanleg. Tillaga miðstjórnarinnar fjall- aði um það að stefnt skyldi að því að þjóðnýta aftur stáliðnað og vörufiutninga á vegum, en þjóðnýtingu á þessum tveimur Framh. á bls. 19 Gaitskell formaður Verka- mannaflokksins svaraði þeirri gagnrýni. Hann neitaði því að flokkurinn væri að svíkja sósíal- ismann með þessari tillögu. En margs yrði flokkurinn að gæta. svo að hann mætti ekki boða skefjalausa þjóðnýtingarstefnu. t fyrsta lagi væri stefnuskrá flokksins ekki gerð fyrir hina fáu traustu fylgismenn sósíal- ismans og flokksins heldur fyrir kjósendurna almennt. í öðru lagi yrðu Jafnaðar- menn að skiija það, að fram- Þjóðhöfðingjar "•welja Oslo OSLÓ, 2. okt. — Þjóðhöfðingjar og annað stórmenni, sem var við- statt útför Hákonar konungs hafa nú flestir farið frá Osló. Snemma í morgun fóru með flug- vél þeir Páll Grikkjakonungur og Baldvin Belgíukonungur. Um miðjan dag kvöddu Ásgeir Ás- geirsson íslandsforseti og frú hans Osló. Fóru þau með járn- braut suður á bóginn, en í sömu lest var Georg Danaprins. saman um nýja stjórn. Er t. d. I ins og René Pleven, sem er for óhjákvæmilegí að Jafnaðarmenn ingi lítils. og hægfara hægri- verði þátttakendur í nýrri stjórn, I flokks. Fimmburar fæddir Pabbinn var látinn greta, hvað þeir væru ma rgir TOULON í Suður Frakklandi, 2. okt. — Sá merkilegi atburður gerðist hér í borg í morgun, að 29 ára húsfrú að nafni frú Christ ophe fæddi fimmbura á einni klukkustund. Börnin fæddust nokkuð fyrir timann og voru því lögð í sérstök hólf sem halda vel á þeim hita og veita þeim mikið súrefni. Þetta voru þrjár stúlkur og tveir drengir. Voru þau öll frísk- leg og vel sköpuð. Þau voru strax skírð Helena, Genevieve, Mich- ele, Roland og Filippe. Þau voru ófullburða frá 800—1200 ,gr. að þyugd. Faðirinn heitir Camille Christ- ophe og er starfsmaður við op- inbera tryggingastofnun. Starf- ar hann við úthl. barnalífeyris. Það var samstarfsmaður hans er sagði honum tíðindin, eftir síma hringingu frá fæðingardeildinni. Hljóp hann inn í skrifstofuna til Camille og sagði við hann: — Ég óska þér til hamingju, fæð- ingin gekk eins og í sögu. — Var það drengur eða stúlka? spurði Camille. — Hvorttveggja, sagði sam- starfsmaðurinn. — Jæja, voru það þá tvíbur- ar? spurði Camille og þurrkaði svitann af enninu. — Gettu betur, svaraði hinn. — Ha! Voru það þríburar? — Gettu betur. — Nei, nú ertu að ljúga. Voru það fjórburar? — Nei, vinur minn, það voru hvorki meira né minna en n»s.m- burar. Ekki leið yfir Camille við þessa frétt eins og þó hefði mátt gera ráð fyrir. Hann þaut út úr skrif- stofunni til þess að hitta konuna. SEINNI FRÉTTIR Fæðingadeildin í Toulon skýrði frá því seinna í kvöld að ein stúlkan, Helena, hefð' áið, þrátt fyrir það að Iæku ar gerðu sitt ýtrasta til a-’ halda lífi í henni. Ekki vai víst hvort hin fjögur myndu Iifa. SÍÐUSTU FRÉTTIR Enn seinna í gærkvöldi til- kynntu læknar, að Helena litla hefði aftur vaknað til lífsins, eftir lífgunartilraunir og eftir að gervi-öndunartækj um var beitt við hana. Baráttan fyrir réttindum kvenna heldur áfram BERN 2. okt. — Efri deild sviss- neska þingsins samþykkti í dag með' 19 atkv. gegn 14 að veita konum kosningarétt. Áheyranda- pallar þingsins voru þéttskipaðir forustukonum úr kvenréttinda- hreyfingu Svisslands. Nú fer málið til Neðri deildar og er búizt við að hún samþykki frumvarpið einnig. Síðan fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarpið næsta vor, það verða einvörðungu karlmenn sem geta greitt atkvæði þar. STOKKHÓLMUR 2. okt. — Á kirkjuþingi Svíþjóðar var í dag fellt með 62 atkv. gegn 36 að heim ila konum að gegna prestsem- bættum. Miklar umræður voru um málið með hita og ákafa. Það má heita að það hafi nær ein- göngu verið leikmenn, sem greiddu því atkvæði, að konur yrðu hlutgengar. Tvær konur sem sitja á kirkjuþinginu sem leik- menn tóku báðar til máls í um- ræðunum. Var önnur með því en ] hin á móti því að veita konum þessi réttindi. — NTB. Hér sjást fjórir hinna ungu manna, sem björguðust af þýzka seglskipinu Pamir. Er myndin tekin þegar faðir eins þeirra heimti son sinn úr helju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.