Morgunblaðið - 03.10.1957, Síða 16

Morgunblaðið - 03.10.1957, Síða 16
1« M ORGUNBTAÐIÐ Fimmtudagur 3. okt. 1957 !A i i ustan Edens eftir John Steinbeck 14C' gæti ég komið mér vel fyrir og jafnvel fengið fullan bata aftur“. „Þú sagðist búa á Southern Pacific Hotel, var það el.ki?“ „Jú, og herbergið mitt er innst inni í ganginum, baV við af- greiðsluborðið. Næturvörðurinn er vinur minn. Hann sefur aldrei, þegar hann er á verði. Allra bezti og þægilegasti náungi“. „Svona, bleyttu nú ekki buxurn ar, Ethel“, sagði Kate hæðnislega. „Gættu þess bara að þessi „góði og þægilegi" vinur þinn kosti þig ekki alltof mikið. Jæja, bíddu annars svolítið". Hún tók sex tíu dollara seðla upp úr skúffunni og rétti Ethel þá. „Ætlarðu að senda mér þá í byrjun hvers mánaðar, eða á ég að koma og sækja þá?“ „Ég sendi þér þá“, sagði Kate. „Og, Ethel ég er enn þeirrar skoð unar að þú ættir að láta rannsaka glösin“. Ethel kreppti fingurna utan um seðlana. Hún ljómaði af ánægju og sigurgleði. Þetta var eitt af því fáa, sem henni hafði tekizt veru- lega vel um dagana: — „Ó, það gæti mér ekki komið til hugar að gera“, sagði hún — „ekki nema ef ég neyddist til þess“. Þegar hún var farin, gekk Kate út í yzta horn garðsins, og jafnvel eftir svo mörg ár, mátti greinilega sjá, að þa- hafði verið grafið, bæði djúpt og nákvæmlega. Morguninn eftir var lagt fyrir dómarann syndaregistur nætur- innar, innbrot og ofbeldi. Hann hlustaði aðeins með öðru eyra á mál nr. fjögur og þegar vitnið hafði lokið hinni gagnyrtu kæru sinni, spurði dómarinn: „Hversu miklu var stolió frá yður?“ „Eitthvað nálægt hundrað doll- urum“, sagði dökkhærði maður- inn. Dómarinn sneri sér að lögreglu- þjóninum: — „Hve mikla peninga hafði hún á sér?“ „Níutíu og sex dollara. — Hún keypti viskí ogð vindlinga og nokk ur tímarit hjá næturverðinum klukkan sex í morgun". „Ég hef aldrei á ævi minni séð □- --□ Þýðing Sverrir Haraldsson □----------------------n þennan mann, hvað þá meira“, hrópaði Ethel. Dómarir.n leit upp frá skjölum sínum: — „Tvisvar sinnum tekin fyrir saurlifnað og nú fyrir þjófn- að. Það er orðið of dýri fyrir okk ur að fæða yður. Þér verðið að vera farin úr þessari borg fyrir nón í dag“. Hann sr.eri sér að lög regluþjóninum: — „Segið héraðs- fógetanum að hann verði að flytja hana út fyrir héraðsmörkin". Og við Ethel sagði hann: — „Ef þér látið sjá yður aftur á þessum slóð um, þá sleppið þér ekki við fang- elsið. Og það verður San Quentin. Skiljið þér það?“ „Dómari, ég verð að fá að t.ala við yður, einslega", sagði Ethel kjökrandi. „Hvers vegna það?“ „Ég verð að tala við yður“, sagði Ethel. — „Ég verð að segja yður dálítið. Þetta er allt saman svik og lygi“. „Hvað er það, sem ekki er svik og lygi?“ sagði dómarinn. „Næsta mál“. Meðan vara-fógetinn ók Ethel út fyrir takmörk héraðsins, að brúnni yfir Pajaro-fljótið, slangr- aði vitnið, sem ákært hafði hana, niður eftir Castroville Street, í átt ina að húsi Kate, en svo sá hann sig um hönd og fór inn í rakara- stofu Kemoes, til þess að láta skera sár sitt. 3. í fyrstu gerði heimsókn Ethels Kate alls ekki mjög hrædda. Hún vissi að enginn myndi leggja trún- að á orð vændiskonu, sem ekki væri starfhæf lengur. Og rannsókn á glösunum n yndi ekki sanna, að eitur hefði verið í þeim. Hún hafði nærri gleymt Faye. Þegar hún neyddi sig til að hugsa um hana, var það nána’st sem óþægileg, fjar læg minning. Unglingar eða eldra fólk *•< að bera btaðið til fcuwjiwifuú Ýiosveyar um bœinn Sími 2-24-80 Smátt og smátt fann hún samt, að þessi árekstur við Ethel Iá henni þyngra á hjarta, en hún hafði í fyrstu haldið. Eitt kvöld, þegar hún sat og athugaði reikn- inga frá nýlenduvöruverzlun, vakn aði skyndilega hugmynd í höfði hennar, sem sindraði og glitraði eins og loftsteinn. Hugmyndin blossaði upp og sloknaði svo skyndilega aftur, að Kate varð að hætta starf: sínu, til þess að kalla hana aftur fram í hugann. Hvern ig var hið dökka andlit Charles tengt þessarri hugmynd? Og hin brosandi, rannsakandi augu Samúels Hamilton? Og hvers vegna fór óttahrollur um hana, við þessa hugmynd? Hún gafst upp við að svara þessu að sinni og hélt áfram við sta-rf sitt, en andlitið á Charles beið að baki hennar og gægðist yf- ir öxlina á henni. Hún fór að kenna til í fingrunúm, svo að hún lagði blöðin til hliðar og fór í eft- irlitsferð um húsið. Þetta var dauft og viðburðalaust kvöld — þriðjudagskvöld. Það voru ekki einu sinni svo margir viðskipta- vinir, að sirkusinn yrði sýndur. Kate þekkti vel afstöðu stúlkn- anna til sín Þær voru dauðhrædd ar við hana. Hún sá um að þær væru það. Sennilega hötuðu þær hana, en það gerði ekkert til. Þær treystu henni og þab var aðalat- riðið. Ef þær fylgdu þeim fyrir- skipunum, sem hún gaf þeim, fylgdu þeim einu og öllu, þá myndi Kate annast þær og halda verndarhendi yfir þeim. Þar kom engin hollusta til greina, engin virðing. Hún aunaði þeim aldrei og hver sú sem varð brotleg fékk aðeins tvær aðvaranir áður en henni var kastað á dyr Stúlkurnar vissu þó, a< þeim yrði ekki refsað án saka. Þegar Kate gekk eftirlitsferð sína um húsið, létust stúlkurnar vera mjög öruggar og ótruflaðar. Kate vissi það líka og vænti þess. En þetta kvöld fann hún, að hún var ekki ein. Charles virtist ganga við hlið hennar og á eftir henni. Hún gekk í gegnum borðstofuna og fram í eldhúsið, opnaði ískass- ann og leit niður í hann. Hún tók lokið af úrgangsfötunni, til þess að vita hvort nokkuð hefði farið til spillis. Þetta gerði hún á hverju kvöldi, en í kvöld með ó- venju mikilli nákvæmni. Þegar hún var farin út úr gesta salnum, litu stúlkurnar hver á aðrar og ypptu öxlum undrandi og áhyggjufullar. Eloise, sem stóð og talaði við hinn dökkhærða Joe, sagði: — „Gengur eitthvað að henni?“ „Ekki svo ég viti. Hvers vegna heldurðu það?“ „Ég veit það ekki“, sagði Eloise. — „Mér sýndist hún eitthvað svo óróleg". „O, við vorum bra á svolitlum rottuveiðum, en það gekk vel og rottan náðist“. „Hvað áttu við með því?“ „Ég skal gefa þér gott ráð“, sagði Joe. — „Ég veit ekkert og þú veizt ekkert“. „Nei, auðvitað. Ég skipti mér aldrei neitt af því, sem mér kemur ekki við“. „Það er rétt af þér", sagði Joe — „og við skulum bæði hafa það hugfast“. „Ég vil helzt ekkert vita“, sagði Eloise. „Nú talarðu eins og skynsöm stúlka“, sagði Joe. Kate kom aftur úr eftirlitsferð sinni: — „Ég ætla að fara að hátta", sagði hún við Joe. — „Og ég vil ekki láta vekja mig, nema það sé óh jákvæmilegt". „Nokkuð sem ég get gert?“ „Já, færðu mér bolla af tei. — Hefurðu straujað þennan kjól, Eloise?“ »Já“. „Þú hefur ekki gert það neitt sérlega vel“. ,,Nei“. Kate var óvenjulega eirðarlaus og óróleg. Hún raðaði öllum papp írum sínum og skjölum snyrtilega í hólf skrifborðsins og þegar Joe kom með tebakkann, sagði hún honum að láta hann við hliðina á rúminu. Hún kom sér þægilega fyrir á mjúkum púðunum, sötraði úr te- bollanum og reyndi að endurvekja hugmyndina í eigin barmi. Hvað snerti það Charles? Og skyndilega rann það allt upp fyrir henni. Charles var kænn og hygginn. Sam Hamilton var líka kænn og hygginn á sinn sérkennilega hátt. Þetta var hugsunin sem hafði vakið henni ótta — a< til væru menn sem ekki létu ginna sig — menn sem væru kænir og hyggn- ir. Samúel og Charles voru báðir dauðir, en kannske voru til aðrir þeirra líkar. Hún hugsaði, hægt og nákvæmlega. Segjum sem svo, að það hefði verið ég sem gróf upp glösin? — Hvað hefði ég hugsað og hvað hefði ég gert? Hvers vegna voru glösin brotin og grafin í jörðu? Jæja, svo að þau höfðu ekki inni- haldið eitur. En hvers vegna voru í Reykjavík Vegna brunans á Laugavegi 166, getur skólinn ekki tekið til starfa á venjulegum tíma, en strax og hnegt verður að byrja kennslu verður tilkynnt um það. MARKÚS Eftir Ed Dodd þau þá grafin niður í jörðina? Hvað hafði komið henni til að gera það? Hún hefði átt að kasta þeim í ræsi við Main Street eða bara í úrgangsfötuna. Dr. Wilde var dá- inn. En hvers konar skýrslur hafði hann gert? Það vissi hún ekki. Ef hún hefði nú fundið brotnu glösin og komizt eftir því, h ’að í þeim hefði verið. Myndi hún þá ekki hafa spurt einhvern sém um það vissi: — „Ef maður gefur einhverri manneskju kroton olíu, hvaða afleiðingu hefur það?“ „Tja, ef naður gefur það í mjög smáum skömmtum og heldur því áfram í lengri tíma, þá—“ „En ef þú heyrðir nú sagt frá auðugri hóruhússmóður sem hefði arfleitt nýja stúlku að öllum eig- um sínum og svo dáið skyndilega". Kate vissi mjög vel hvað henni myndi þá koma fyrst ? hug. En að hún skyldi haga sér svo heimsku- lega, að láta reka Ethel úr borg- inni og úr öllu héraðinu Nú var sjálfsagt erfitt, ef ekki ómögulegt n.eð öllu ai" finna hana aftur. Það hefði átt að ginna Ethel með pen- ingum, til þess að láta glasabrot- ir af hendi. Hvar voru brotnu glösin nú? í umslagi — er. hvar? Hvernig var hægt að finna Ethel? Ethel hlaut að gruna hver hefði staðið á bak við hinr fölsku ákæru og hvers vegna hún hefði verið hrakin úr borginni. ^thel var ekki skilningsglögg, en hún gæti sagt einhverjum skilningsglöggum manni alla söguna. Þessi kjafta- kind myndi eflaust segja einhverj um frá því, hvernig sjúkdómur Fayes hefði lýst sér, hvernig hún hefði litið út og hvern hún hefði arfleitt. Kate dró andann ört og hún fann hvernig óttinn breiddist um allan líkamann, eins og einhver ónotalegur fiðringur í húðinni. —■ Hún gat farið til New York eða einhvers annars staðar — án þess að hirða nokkuð um sölu á húsinu. Hún þarfnaðist ekki pen- inganna. Af þeim hafði hún nóg. Enginn gæti þá fundið hana.- En ef hún laumaðist skyndilega í burtu frá öllu saman og einhver glöggur maður fengi að heyra sög una af vörum Ethels, . ~gi þá ekki sekt hennar í augum uppi? Kate reis lir rekkju sinni og tók inn stóran skammt af bromi. Frá þeirri stundu hafði hinn nagandi ótti haldið sig við hlið hennar. Það nánast gladdi hana, þegar hún fé>k að vita að kvalirn ar í höndunum stöfuðu af byrj- andi liðagigt. Einhver ill rödd hafði hvíslað því að henni, að þær væru kannske refsing. Hún hafði aldrei gert sér tíðför- ult um borgina, en nú vildi hún helzt aldrei stíga fæti sínum út fyrir hússins dyr. Hún vissi að ailltvarpiö Fimmtudagur 3. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþátt ir (Sjöfn Sigui'björns- dóttir). 19,30 Harmonikulög (pl.). 20,30 Erindi: Sorbar (Skúli Þórð- arson magister). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarpssagan: „Barbara" eftir Jörgen-Frantz Jacobsen; IX. (Jóhannes úr Kötl- um). 22.10 Kvöldsagan: „Græska og getsakir" eftir Agöthu Christie XVII. (Elías Mar les). — 22,30 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok. 1) Það er greinilegt, að þetta | 2) — Ég sé hann, það er blindi •r ungur foli sem er að hneggja. folinn hennar Sirrí. J>að kom úr þessari átt. 3) — Láki, það kemur mér ekki á óvart. 3) — Jæja, Láki, þú hefur gert nógu margt illt af þér. Þetta er síðasti skógarbruninn sem þú kveikir. Fö:«ludagur 4. oklóher: Fastir 'iðir eins og venjulega, 13,15 Lesin dagslcrá næstu viku. 19,30 Létt lög (plötur). — 20,30 Lagskrá Sambands ísl. berkla- sjúklinga: i) S.l.B.S.-marsinn. — b) Erindi: Ólafur Geirsson lækn- ir. c) Einsöngur: Kristinn Halls- son. d) Þáttur frá Reykjalundi: Bjöi-n Th. Björnsson listfræðing- ur. e) Tvísöngur. f) Upplestur: Lárus Pálsson leikari. g) Loka- orð: Þórður Pálsson framkvæmda stjóri sambandsins. 2210 Kvöld- sagan: „Græska og getsaki r“ eftir Agöthu Christie; XVIII. (Elías Mar les). 22,30 Harmonikulög: Kunnir harminikuleikarar leika (plötur). 23,30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.