Morgunblaðið - 03.10.1957, Page 2

Morgunblaðið - 03.10.1957, Page 2
2 MORCUNBL 4D1Ð Fimmtudagur 3. okt. 1957 e V ÞEjötf tslvarlegar veilur kama s Ijós í sjóvörnum NRTQ Portsmouth, 2. okt. — Einkaskeyti frá Reuter. ^ >AÐ hefur nú komið í ljós við flotaæfingar Atlantshafsbandalags- ins á norðanverðu Atlantshafi á dögunum, að mjög alvarlegar veil- ur eru í sjóvörnum bandalagsins. Það er álit margra blaða, að þessar veilur séu svo alvarlegar, að þær muni hafa valdið mikilli ókyrrð í bækistöðvum NATO. Jerauld Wright flotaforingi yfir- maður sjóhers NATO viðurkenndi í Portsmouth að þetta væri rétt. Hann vildi ekki ræða frekar í hverju veilurnar væru fólgnar. Frá sefningu Mennfaskólans Það má þó nokkuð gera sér grein fyrir því af fyrri ummælum nokkurra flotaforingja, sem tóku þátt í æfingunum. Hér virðist aðallega verið ábótavant tvennu: 1) Við æfingarnar kom í ljós, varnarflotanum reyndist miklu erfiðara en vænzt hafði verið að leita uppi kafbáta árásarflotans. Sérstaklega reyndist erfitt að finna hinn nýja kjarnorkukaf- bát' Nautilus, sem getur haldið sér mjög lengi í kafi. Er það staðreynd að hann komst m. a. í færi við stærsta flugvélamóður- skip flotans. Þessar staðreyndir eru þeim mun alvarlegri þar sem vitað er að Rússar hafa marg- falt öflugri kafbátaflota en Þjóð- verjar höfðu og eru stöðugt að bæta við hann. 2) Sjóvarnirnar á sundunum í LEIKRIT Arthurs Miller, Horft af brúnni, var frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu í gærkvöldi fyrir troð- fullu húsi áheyrenda. Var leik- ritinu ágætlega tekið og leikend- ur kallaðir fram hvað eftir ann- að í leikslok. Leikstjóri er Lárus Pálsson en leikarar þau Húsmæðraskólinn á isaflrði seftur HÚSMÆÐRASKÓLINN á ísa- firði var settur 19. f. m. Við skóla setningu skýrði skólastjóri frá því, að þar sem skólinn væri ekki fullsetinn, væri í ráði að hafa fimm mánaða hússtjórnarnám- skeið eftir áramót, fyrir þær stúlkur, sem ekki hafa ástæður til að vera á 9 mánaða skóla. Verða kennd öll sömu fög og í venjulegum húsmæðraskóla, en aðejns skemmra farið í hverju fagi. LONDON 2. okt. — 11 þúsund smálesta brezkt olíuflutningaskip British Chancellor strandaði í dag í miðjum Súez-skurði. Umferð um skurðinn hefur þar af leið- andi stöðvazt. — Reuter. MARGIR munu sakna garðsins við Góðtemplarahúsið. Þessi garður var fyrir nokkrum árum opnaður almenningi, veggurinn brotinn niður, og settir voru við hann bekkir. í honum voru nokk ur tré, sem loks eftir margra ára strið, höfðu náð nokkurri hæð. Nú eru þau öll horfin, nema eitt, bekkirnir líka. Jarðýtur hafa rótað jarðveginum upp, og í gær var byrjað að flytja þang- að ofaníburð. — Það var ömur- legt að horfa yfir „vígvöllinn" Danmörku eru allsendis ófull- nægjandi. Þær nálgast ekki það mark að loka sundunum í skyndi fyrir rússneskum kafbátum. Svo virðist sem danski flotinn geti ekki orðið þess megnugur enn að gæta sundanna, hvað þá að ábyrgj ast varðstöðu með skipalestum milli Danmerkur og Noregs. Af þessum tveimur ástæðum leiðir það svo að alls er óvíst hve mikla vernd herskipaflotar NATO geta veitt flutningaskip- um á fyrstu dögunum eftir að styrjöld kynni að brjótast út. Afleiðingin af því gæti orðið sú, að Bretland og Evrópa yrðu um sinn algerlega einangruð frá Ameríku. Lífæðin yfir hafið yrði skorin í sundur, að minnsta kosti um stundarsakir. Róbert Arnfinnsson, Regína Þórð- ardóttir, Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúlason, Ólafur Jónsson, Har- aldur Björnsson, Einar Guð- mundsson, Klemenz Jónsson, Flosi Ólafsson, Jón Aðils og Bragi Jónsson. AÖalfundur Sálar- rannsóknarfélagsins AÐALFUNDUR Sálarrannsókn- arfélags Islands var haldinn í Sjálfstæðishúsinu s.l. mánudags- kvöld. Forseti þess, séra Jón Auðuns dómprófastur, gerði grein fyrir starfseminni s.I. ár. Félagið vinnur að útgáfu bóka um sálræn efni og gefur út tíma- ritið Morgun, sem komið hefur út í 38 ár. í félaginu eru nú 750— 800 manns. í stjórn voru kosin: séra Jón Auðuns (forseti), séra Sveinn Víkingur skrifstofustjóri (vara- forseti), frú Soffía Haraldsdóttir (ritari). Eggert P. Briem skrifst. stj. ( féhirðir) og meðstjórnend- ur: Gunnar E. Kvaran stóikpm., Sigurlaugur Þorkelsson fulltrúi og Ingimar Jóhannesson fulltrúi. um klukkan 10 í gærmorgun, ennþá ömurlegra fyrir það að meðfram allri hlið gamla Góðtemplarahússins var biðröð af fólki, —o því nýtt skömmtun- artímabil var að hefjast. — Og vegfarandi sem leið átti hjá, spurði um leið: Hvað stendur til hér. — Rólegur, ungur maður með skóflu í hendi og pípu í munninum sagði: Bílastæði handa alþingismönnum, — pláss fyrir 13 bíla. Styrjaldaróstud í San Morino • SAN MARINO, 2. okt. — Átökin harðna nú í smáríkinu San Marino, þar sem styrjald- arástand er milli kommúnista og andkommúnista. En hvor þessara aðila hefur nú sína stjórn i landinu. Hafa komm- únistar búizt um í þinghús- • inu, en andkommúnistar hafa bækistöð í verksmiðjubygg- ingu. • Stjórn ttalíu tilkynnti í morgun, að hún hefði ákveð- ið að viðurkenna hina and- kommúnísku stjórn, þar sem það er álit hennar, að komm- únistar hafi framið stjórnlaga- brot, er þeir vildu ekki sætta sig við vantraust þingsins i þessu smáríki. ■ • Stjórn andkommúnista staðhæfir í dag, að lögreglu lið kommúnistastjórnarinnar, hafi verið búið skotvopnum og vinni að smíði götuvirkja. Þá segir hún að undanfarið hafi streymt til San Marino mikill fjöldi ítalskra kommúnista, sem ætli að berjast með komm únistastjórninni og virða þannig að engu samninga um að Italir hafi engin afskipti af málum San Marino. írar unnu Dani KAUPMANNAHÖFN 2. okt. — Landslið írlands sigraði lið Dana í dag með 2 mörkum gegn engu í heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu. írar höfðu einnig unnið fyrri kappleikinn í Dublin með 2 mörkum gegn engu. Þar með er lokið keppni í fyrstu deild. Eng- lendingar urðu hlutskarpastir og munu þeir næst keppa við Svía, sem urðu hlutskarpastir í ann- arri deild. — Reuter. Teknir fil sfarfa HAFNARFIRÐI. — Barnaskól- inn var settur í Þjóðkirkjunni sl. þriðjudag. Skólastjórinn, Þor- geir Ibsen, flutti ræðu og séra Garðar Þorsteinsson bæn. Var kirkjan þéttsetin börnum og for- eldrum þeirra. í skólanum verða um 860 nemendur í vetur í 32 deildum, en kennarar eru 23 auk skólastjórans. Skóli St. Jósepssystra tók til starfa fyrir nokkru og eru þar 118 börn. Tónlistarskólinn starf- ar eins og undanfarna vetur og verða nemendur um 60 talsins. — G.E. Yfir 20 þús. hafa séð „Fjölskyldu þjóð- anna” í GÆRKVÖLDI höfðu rúmlega 21 þúsund manns komið að skoða ljósmyndasýninguna Fjölskyldu þjóðanna í nýja Iðnskólanum. Komst tala sýningargesta upp fyrir 20 þúsund í fyrrakvöld. Er aðsóknin nú farin að nálgast heild araðsókn að stærstu sýningum sem hér hafa verið haldnar svo sem Iðnsýningunni. Það er mjög áberandi meðal sýningargesta að þeim finnst ekki nóg að skoða sýninguna í eitt skipti. Þeir venjast henni í fyrra skiptið en njóta þeim mun betur í seinna skiptið. Heimsókn- ir hópa skólaunglinga munu hefj- ast á mánudaginn. Sýningin stendur til 12. október og er op- in daglega kl. 10—10. - , ,. KLUKKAN 2 í gærdag glumdi skólabjallan í Menntaskólanum hér í Reykjavík og var brátt mannþröng mikil í hátíðasal skól ans, þar sem rektor hans, Kristinn Ármannsson, setti skól- ann og gat þess í upphafi máls síns, að hafið væri 112. skólaárið Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, var viðstaddur skóla- setninguna. I upphafi máls síns sagði rektor frá þeim breytingum, sem gerð- ar hefðu verið á skólahúsnæðinu og kvað þær hinar mestu, sem gerðar hefðu verið frá því að skólinn tók þar til starfa. Sagði hann ennfremur að vonir stæðu til þess að „baðstofuloftið“ yfir íþöku, þar sem verður vísir að félagsheimili nemenda, myndi verða tilbúið til notkunar í þess- um mánuði. Kvað hann hugmynd ina vera þá, að leggja íþöku alla undir félagsheimili fyrir nem- endur. Rektor kvaðst vilja færa menntamálaráðherra séstakar þakkir fyrir hlut hans að þeim breytingum sem gerðar hefðu verið og væru allar til stórbóta. Einnig færði hann húsameistara ríkisins, Herði Bjarnasyni, þakk- ir, svo og þeim Birni Rögnvalds- syni, byggingameistara, og Einari Magnússyni, yfirkennara, en þeir voru eftirlitsmenn með fram- kvæmdum öllum. Rektor kvað aðsókn að skólan- ÞEIR, sem fóru um veginn hja Rauðavatni í gær, veittu því at- hygli, að í kvosinni, þar sem gamli og nýi vegurinn mætast sunnan við vatnið, var bíll einn illa útleikinn. Var það grár, amerískur fólksbíll frá Akureyri, af gamalli gerð. Eftir verksum- merkjum að dæma hefur bíllinn verið á leiðinni frá Reykjavík, en farið út af veginum hægra megin, runnið utan í vegbrúninni allang- an spöl, þótt brött sé, en loks farið heila veltu og snúizt um leið. Stefndi hann að veginum, þegar hann loks stöðvaðist einum 20—25 m frá þeim stað, er hann fór út af veginum. Þak bilsins hefur dældazt báðum megin, bæði aurbrettin hægra megin og frambretti vinstra megin hafa lagít inn, rúður hægra megin hafa brotnað og vélarhlífin og farangursgeymslan hrokkið upp — svo og hurðir. Engin merki sáust þess, að slys hefði orðið á mönnum. Slökkviliðsmenn tjáðu Mbl. í gær, að hringt hefði verið til þeirra um kl. 7,30 í gærmorgun og beðið um sjúkrabíl, þar eð eitthvað hefði komið fyrir við Rauðavatn. Var farið þangað í skyndingu, en meiddir menn sáust engir. Lögreglan mun og hafa komið á vettvang, og leitaði blaðið upplýsinga með því að hringja í fjölda síma hjá henni í gær. Hið helzta sem upplýgtist var það, að skýrsla myndi hafa verið samin af einhverjum, sem um nú aftur vera í vexti. í vet- ur myndu verða 180 nemendur I stærðfræðideild, 127 í máladeild og III. bekkjardeildir yrðu alls 7 í vetur og í þeim 155 nemendur. Raðað yrði í gær deildir eftir stafrofi nemenda, en ekki eftir prófsárangri og því gætu F- og G-bekkir verið jafnvirðulegir sem A og B. Rektor sagði að á- berandi væri hve stúlkur væru nú í miklum minnihluta „þriðju- bekkinga" og væru þær aðeins um % nemenda. Bekkjadeildir skólans verða alls 22 og verða 4.-. 5,- og 6.-bekkingar í skólanum ár degis en þriðju-bekkingar síðd. Nokkra nýja stundakennara bauð rektor velkomna til starfa, en þakkaði þeim, sem hætt hafa, fyrir samstarfið. • Þessu næst talaði rektor al- mennt um starfið, sem nemend- anna byði á komandi vetri. — Hvatti hann þá til að stunda nám sitt vel, lifa reglusömu lífi, því það væri undirstaða þess að fullt gagn mætti verða að nám- inu. Rektor minnti nemendur á skyldur þeirra við hinn gamla skóla, því að til ykkar eru gerð- ar meiri kröfur en almennt ger- ist til skólafólks, vegna þess að þið eruð nemendur elzta og virðu legasta skóla landsins, sagði rektor. Að lokum bauð hann nemendur og kennara velkomna til starfs. Eftir skólasetningu var 4.. 5.- og 6.-bekkingum sett fyrir. farnir voru af vakt, og vissi eng- inn um örlög plaggsins. Verður því ekki annað sagt með vissu en að bíll frá Akureyri fékk í sig dældir miklar við Rauðavatn í gær, en á mönnum hafa í mesta lagi orðið rispur. Fiskbúð lokað í GÆRMORGUN veitti fólk því eftirtekt inni á Mánagötu í Norð urmýri, að lögreglumenn voru við hurð í fiskbúð þar, þangað komnir til að loka henni. Voru þeir með ínrsigli og settu á hurð ina og kváðust vera að fram- kvæma lokun búðarinnar eftir fyrirskipun frá heilbrigðisyfir- völdum bæjanns. Það mun nærri því eins dæmi nú á tímum að fiskbúð sé lokað þannig. Slórl olíuskip strandar VLISSINGEN, Hollandi, 2. okt. — Norskt 18 þúsund smálesta olíuskip, Sword, strandaði í dag á grynningum út af Zeeland hér- aði í Hollandi. Skipið er hlaðið olíu og var á leið frá Persaflóa komið nálægt áfangastað sínum í Antwerpen. Öflugir dráttarbátar hafa verið kallaðir til að reyna að draga skipið á flot. —NTB. „Horfl af brúnni" frumsýnl í gærkvöldi „Pláss fyrir 13 bíia” Þannig leit bíllinn út eftir veltuna við Rauðavatn í gær (Ljósm.: Studio) Rispur og bcyglur við Rauðavatn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.