Morgunblaðið - 03.10.1957, Qupperneq 9
Miðvikudagur 2. okt. 1957
MORCVNHT 4fílÐ
9
Kristmann Guðmundsson skrifar um
BÓKMENNTIR
Frelsið eða dauðann.
Eftir Nikos Kazantzakis.
Skúli Bjarkan íslenzkaði.
Almenna bókafélagið.
Nikos Kazantzakis mun ávallt
verða talinn meðal mestu skálda
tuttugustu aldarinnar og skáld-
sagan: „Frelsið eða dauðann" eitt
bezta verk hans. Hún gerist á
eyjunni Krít, þegar eyjan var enn
undir Tyrkjum og lýsir frelsis-
baráttu Krítverja. Höfundurinn
kann vel til heimilda, því hann
er fæddur og uppalinn á Krít
og heyrt hef ég, að hann sé sjálf-
ur ein af persónum bókarinnar.
Þetta er mikill doðrant, 476 blað-
síður, og það sem helzt má að
honum finna, er nokkuð ósparleg
notkun orða, en þó minna um
það í þessu verki höf. en sum-
um bókum hans öðrum. Aftur á
móti er bygging þessarar sögu
góð, en höf. hættir stundum til
að taka formsköpun eilítið laus-
um tökum. Eru þá taldir gallar
hans sem skálds, en kostirnir yfir
gnæfa þá svo, að þeir virðast
naumast umtalsverðir. Fyrst skal
talin hin frábæra frásagnar-
snilld, sem gæðir allt lífi, er höf.
fjallar um. Hann lætur ekki
dauða setningu frá sér fara,
textinn blátt áfram Ijómar af
frásagnargleði, — (og þýðandinn
á lof skilið fyrir að ná miklu
af göldrum þessarar frásagnar!)
í>á er persónusköpun höf. einnig
með snilldarbrag og virðist óbil-
andi. Mikill fjöldi persóna birtist
bráðlifandi í sögunni, og þær eru
ekkert hversdagsfólk fyrir okkur
hér á norðurhjaranum, — enda
þótt íslendingar muni vafalaust
skilja þær betur en aðrir Norður-
landamenn. Höf. tekst að gera
þær allar trúlegar, hversu fjar-
lægur sem hugsanagangur þeirra
og framferði annars kann að virð
ast. Hve geðfelldur er til dæmis
ekki tyrkneski landstjórinn, enda
þótt skrambi margt sé út á hann
að setja! Eða þá Eminé, konan
hans, það er ekki hætta á að
lesandinn gleymi henni fljótlega,
jafnvel þó einhverjum kunni að
finnast fátt um dygðir hennar.
Mikales höfuðsmaður er og lista-
vel gerð persóna, hann verður
manni minnisstæður, eins og
Skarphéðinn í Njálu; sjaldan hef-
ur höf. tekizt jafnveí.
Atburðalýsingar og aldarfars-
lýsingar eru einnig undantekning
arlítið mjög góðar. En umhverfik
lýsingar eru alloft nokkuð þoku-
kenndar.
Þetta er bók, sem gott er að
eiga, því maður les hana oft. Ég
hef nú lokið lestri hennar í
þriðja sinn, á fáum árum, og ég
veit, að enn á ég eftir að grípa
í hana mér til skemmtunar. Hún
er ein þeirra bóka, sem lifa munu
um langan ókominn aldur.
KonungasögA* I—III.
I. Ólafs saga Tryggvasonar.
Viðbætir.
Helgisaga Ólafs konungs
Haraldssonar.
Brot úr elztu sögu Ólafs
helga.
n. Sverris saga.
Bóglunga sögur.
111. Hakonar saga gamla.
Bot úr Magnúss sögu laga-
bætis.
Guðni Jónsson bjó til
prentunar.
fslendingasagnaútgáían.
Það er þarft verk og gott að
gefa út fornsögur okkar í ódýr-
um og handhægum útgáfum, sem
allir geta eignazt. Enn eiga þær
jafnbrýnt erindi til þjóðarinnar
og áður, og það hlýtur jafnan að
vera menningarkrafa að sérhver
íslendingur lesi þær.
Að þessu sinni hefur íslendinga
sagnaútgáfan sent frá sér þrjú
bindi af konungssögum. Hefur
Guðni Jónsson búið þær til prent
unar og ritað formála. Gerir hann
grein fyrir tilveru sagnanna frá
upphafi vega, og eru ritgerðir
hans ljósar og skilmerkilegar,
enda er Guðni rithöfundur góður,
svo sem kunnugt er.
Nú munu ýmsir halda, að þess-
ar gömlu sögur séu leiðinlegar
aflestrar, en svo er ekki. Til dæm-
is hefur Oddur munkur, höfund-
ur Ólafs sögu Tryggvasonar, haft
ágæta frásagnargáfu, og eru marg
ir kaflar hennar blátt áfram ný-
tízkulegir. Einkum eru atburða-
lýsingar lifandi og fjörlegar, svo
að stundum henda þær, ósjálfrátt
en skemmtilega, gaman að boð-
un höf., eins og í kaflanum um
seiðmennina. Meistaralegur er
kaflinn: „Frá feðgum tveim“, og
frásögnin af dauða Þormóðar
Kolbrúnarskálds.
Þá hefur Karl ábóti, höfundur
Sverris sögu, kunnað vel til
verka; er saga hans bezt, af
þeim sem hér birtast, frá bók-
menntalegu sjónarmiði. í henni
leynist mikil sálfræðileg gáta:
var Sverrir raunverulega kon-
ungssonur? Þessi sérkennilegi
piltur, sem elst upp í Færeyjum
og fær þar klerksmenntun, er
ein af furðulegustu persónum
norrænnar sögu. Móðir hans er
norsk, Gunnhildur að nafni, en
giftist Unasi, bróður Hróa bisk-
ups í Færeyjum. Hún „gat skjót-
lega“ son, er Sverrir var nefndur
og kallaður sonur Unasar. Hann
Slórum áföngum náð í sampngu
málum Þingeyinga
HÚSAVÍK, 1. okt. — Vegagerð
kringum Tjörnes er nú að mestu
lokið. Er nú komið allgreiðfært
vegasamband frá Húsavík norð-
ur í Kelduhverfi.
í fyrrasumar var lokið við að
undirbyggja veg frá Máná og
norður í Fjöll, en ekkert var þá
malborið. Þessi vegur var þó ek-
inn talsvert sl. vetur.
í sumar hefur þessi vegarkafli
svo verið malborinn og er því
verki nú nýlega lokið. Er hinn
nýi kafli greiðfær. Helztu veg-
tálmar á Tjörnesvegi að vetrar-
lagi munu vera þrjú gil en um
þau liggur gamall vegur. Má bú-
ast við að snjó festi í þessum
giljum.
í ár er því tveim stórum áföng-
um í samgöngumálum Þingey-
inga náð. Vegurinn kringum Tjör
nes og brúin á Jökulsá í Axar-
firði. Um þessa vegi og brú ligg-
ur aðalsamgönguæð frá Húsavík
og norður til Kópaskers og Rauf-
arhafnar. Telja má víst að sam-
göngur milli þessara staða hald-
ist nú lengur opnar landleiðina
þegar leiðin þarf ekki að liggja
um Reykjanesheiði, sem oft er
aðeins opin 3—5 mánuði á árinu
og hefur nú á þessu hausti lokazt
fyrir smábíla. — Fréttaritari.
Plymouth '40
í góðu lagi til sýnis og sölu
í dag. Skipti á Austin 8 ’46
koma til greina.
Bifreiðasalan
Njálsgötu 40. Sími 11420.
Óska eftir leyfi
fyrir Volkswagen
’boð merkt „VW-leyfi —
6838“, sendist Mbl., fyrir
laugardag. —
---------------—-----
ólst upp í Færeyjum frá fimm
ára aldri og hlaut menntun hjá
Hróá frænda sínum, en var „ó-
eirinn" maður, og þótti lítt til
prestskapar fallinn, skapstór og
stórlátur. Þegar hann er fulltíða,
fer móðir hans pílagrímsför til
Rómaborgar. Hittir hún þar pre-
láta og skriftar, að ekki eigi mað-
ur hennar fyrsta barnið, þótt í
hjóilabandi fæddist. Segir sagan
að sjálfur páfinn hafi skipað
henni að segja syninum hið rétta
faðerni. Snýr Gunnhildur gamla
því næst heim og tilkynnir nu
Sverri, að hann sé eigi son Un-
asar, heldur Sigurðar munns
Noregskonungs. „Honum fekk
þessi saga mikillar áhyggju, ok
reikaði hans hugur mjök —
segir Sverris saga. En litlu síðar
hóf hann baráttu sína, sem end-
aði með fullum sigri og konung-
dómi, þótt langt reyndist það
stríð. — En var hann í raun og
sannleika konungssonur? Um það
má spyrja enn í dag. En hvað sem
um það var, — konungur varð
hann að lokum, í raun og sann-
leika.
Sverris saga er af vísindamönn-
um talin góð sagnfræði. En svo
merk er þessi bók, að það má
einnig lesa hana sem kafla úr
þroskasögu Homo sapiens!
Hákonar saga gamla, eftir
Sturlu Þórðarson, er bráðskemmti
leg aflestrar og girnileg til fróð-
leiks, ekki sízt að Sverris sögu
nýlesinni! Sturla er mikill og
góður rithöfundur, — en naum-
ast skáld á borð við Karl ábóta.
SMMUTGCRB RIKISINS,
SKJALDBREIÐ
vestur til Flateyjar á Breiða-
firði hinn 7. þ.m. — Tekið á móti
flutningi til Arnarstapa, Ólafs-
víkur, Grundarfjarðar, Stykkis-
hólms og Flateyjar, ' dag. Far-
seðlar seldir árdegis á laugardag.
HERÐUBREIÐ
austur um land til Þórshafnar
hinn 7. þ.m. — Tekið á móti flutn-
ingi til Hornafjarðar, Djúpavogs,
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, —
Fáskrúðsfjarðar, Borgarf jarðar,
Vopnaf jarðar, Bakkafjarðar og
Þórshafnar, í dag. Farseðlar seld-
ir árdegis laugardag.
SKAFTFELLINGUP
fer til Vestmannaeyja á morg-
un. — Vörumóttaka daglega.
Kristján Guðlaugssor
bæstaréttarlögiuaður.
Skrifstofutími kL 10—12 og 1—5.
Austurstræti 1, — Sími 13400
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréltarlögina»Vur.
Aðalstræti 8. — Sími 11043.
■ Málflutningsskrifstofa
Einar B. Cuðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Aðalstræti 6, III. bæð.
Simar 1200? — 13202 — 13602.
Hurðarnaf nsp j öld
Bréfalokur
Skiltagerðin, Skólavörðustíg 8.
Gís/i Einarsson
héraðsdómslögmaður.
Málflutningsskrifstofa.
Laugavegi 20B. — Sími 19631. <
Ræktuð
byggingarlóð
á góðum stað í nágrenhi
Reykjavíkur, til sölu. Tilb.
leggist inn á afgr. blaðsins,
fyrir næstk. sunnudag, —
merkt: „21 — 6813“.
RAGNAR JÓNSSON
hæstaréttarlögmaður.
Laugavegi 8. — Sími 17752.
Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla.
Hús-byggjendur
Trésmíðaverkstæði óskar
eftir bíl gegn smíði á eldhús
innréttingu, hurðum o. fl.
tréverki, ásamt peninga-
greiðslum, t mi dýran bíl
að ræða.
Aðal Bílasalan
Aðalstr. 16, sími 3-24-54.
PILTAR,
EFÞIC EI0IC UNHUSTUHA
ÞA Á ÉS HHINOANA /
/lsm&r>i(ssori_
Söngiólk
Karlakórinn Fóstbræður óskar eftir nokkrum góðum
karlaröddum. — Ennfremur kvenröddum til aðstoðar við
flutning verka fyrir blandaðan kór. — Upplýsingar hjá
söngstjóranum, Ragnari Björnssyni í síma 19830, kl.
11—12 f. h., fimmtud., föstud. og laugardag.
Húsnœði
Sá, sem áhuga hefði fyrir að setja upp hænsnabú og
j svínarækt og gæti lagt fram 25—30 þúsund, getur feng-
ið 4. herb. og eldhús ásamt búri og geymslu í nágrenni
bæjarins. Útihús eru fyrir hendi en óinnréttuð. Tilboð
leggist á afgr. blaðsins fyrir mánudagskvöld, merkt;
„Góður staður — 6830“.
Saumaskapur
Stúlkur vanar frakkasaumi óskast strax í ákvæðis-
vinnu. — Einnig óskast stúlkur í frágang. — Uppl. til
kl. 9 i kvöld og til kl. 5 eftir hádegi á morgun (ekki í
síma).
Verksmiðjan Elgur hf.
Bræðraborgarstíg 34
Verzlunarhúsnœði
Verzlunarhúsnæði óskast til leigu við Laugaveginn eða
nágrenni, sem fyrst eða 1. janúar 1958. — Tilboð leggist
inn á afgr. Mbl. næstu daga merkt; „Fyrirframgreiðsla
— 6811“.