Morgunblaðið - 05.10.1957, Qupperneq 10
10
MOTtaVHTÍT 4 ÐIÐ
Laugardagur 5. okt. 1957
Tilkynning
til skattgreiðenda í Reykjavík.
Þriðji gjaldagi þinggjalda 1957 var 1. þ. m. og eru
þá í gjalddaga fallnir þrír fjórðu hlutar ^seirra samtals,
hjá öllum öðrum en föstum starfsmönnum, sem greiða
reglulega af kaupi.
Hafi þessi hluti gjaldanna ekki verið greiddur í síð-
asta lagi 15. þ. m., falla skattarnir allir í eindaga og eru
lögtakskræfir, og kemur frekari skipting á þeim í gjald-
daga þá ekki til greina.
XOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN
Arnarhvoli.
Sigríðar Guðnadóltir
Minningarorð
í DAG hefði Sigríður Guðnadótt-
ir í Skarðshlíð orðið 88 ára, hefði
hún lifað, en hún andaðist að
heimili Jóns, sonar síns, í Skarðs-
hlíð hinn 15. júní sl. og var jarð-
sett að Eyvindarhólum 24. s.m.
að viðstöddu miklu fjölmenni.
Sigríður var fædd að Forsæti
í V-Landeyjum 5. okt. 1869, og
var faðir hennar Guðni bóndi
þar, sonur Magnúsar Torfasonar
prests í Eyvindarhólum og konu
hans Guðrúnar Ingvarsdóttur frá
Skarði, en móðir Sigríðar var
Guðrún, dóttir Vigfúsar Torfa-
sonar sýslumanns í Strandasýslu
og konu hans Ragnheiðar Páls-
dóttur amtmanns Melsted. Ekki
var Sigríður lengi aðnjótandi
ástar og umhyggju foreldra
sinna. Faðir hennar drukknaði
við sjötta mann milli lands og
Eyja 13. júní 1872. Stóð þá móðir
hennar ein uppi með 3 ungar
dætur sínar, Sigríði elzta, 3ja ára,
og var henni þá komið í fóstur til
föðursystur sinnar, Ragnhildar
Magnúsdóttur og manns hennar,
Sigurðar Magnússonar, bónda á
Skúmsstöðum í V-Landeyjum, er
þar bjuggu stórbúi. Þar ólst svo
77
Eini sjáJfblekungurinn með sjálffyllingu
... án nokkurra hreyfihluta
Nú er kominn sérstæður og fullkomlega nýr
penni frá Parker — Parker 61. Þessi frábæri
penni er með sjálffyllingu og fyllist bleki á
aðeins 10 sekúndum, með háræðakerfi ein-
göngu! Ennfremur, áfyllingarskaptið er hreint
að lokinni áfyllingu ... hreinsar sig sjálft.
Parker 61 er vissulega frábrugðinn og dá-
samlegur penni ... tilvalin fyrir yður til
gjafa handa þeim, sem þér viljið bezt.
Beztan árangur gefur
Parker Quink i Parker 61.
Verð: 61 Heirloom penni: Kr. 866,00. Settið: Kr. 1260.00
61 Heritage penni: Kr. 787,00. Settið: Ki. 1102,00
JSnkaumboðsmaður: Sigurður H. Fgilsson, P. O. Box 283 Reykjavík.
Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavórðustíg 5, Reykjavik.
CP2-3*
Sigríður upp sem barn þeirra
hjóna og dvaldist þar unz hún
giftist árið 1892 Hjörleifi Jóns-
syni frá Eystri-Skógum undir
Eyjafjöllum og byrjuðu þau það
sama ár búskap að Skarðshlíð í
sömu sveit og bjuggu þau þar
allan sinn búskap, myndar- og
rausnarbúi, þar til Jón, sonur
þeirra tók við búsforráðum.
Það reyndi fljótt mikið á þrek
ungu húsfreyjunnar í Skarðs-
hlíð, því brátt hlóðust ýmisleg
trúnaðarstörf á Hjörleif, mann
hennar. Hann varð hreppsnefnd-
aroddviti og var það í 42 ár,
sýslunefndarmaður var hann í 40
ár. póstafgreiðslumaður, land-
símastöðvarstjóri varð hann, þeg
ar síminn kom og m.fl. Fylgdi
þessu mikil gestakoma, enda var
heimili þeirra í þjóðbraut og á
árunum, áður en bílarnir fóru að
þjóta um vegina, og reyndar á
fyrstu árunum, sem þeir gengu,
mun hafa verið fátítt, að enginn
næturgestur væri í Skarðshlíð.
En það var fleira, sem reyndi á.
Fyrsta barn þeirra hjóna andaðist
ungt og var það mikið áfall fyrir
hina ungu móður, og tvö önnur
börn misstu þau í æsku, en fjögur
náðu fullorðinsaldri: Guðni hér-
aðslæknir í Vík í Mýrdal, en
hann dó 1936, 42 ára að aldri, Jón
bóndi og oddviti í Skarðshlíð,
Guðbjörg, hjúkrunarkona í
Reykjavík og Ragnar, bankarit-
ari í Reykjavík, en hann andað-
ist 1948, 42 ára gamall. Hjörleif,
mann sinn, missti Sigríður 1947.
Sýnir þetta, að braut Sigríðar var
ekki alltaf blómum stráð, en hún
sýndi óbilandi kjark og trú í
þessum raunum sínum öllum og
beið þess að lokum, að hitta þessa
ástvini sína í næsta lífi.
Sigríður var skapmikil gáfu-
kona, hreinlunduð og góðhjört-
uð og mátti ekkert aumt sjá, en
gat hins vegar verið einörð og
ákveðin, ef henni fannst sér eða
öðrum gert rangt, og fór hún þá
ekki, frekar venju í manngrein-
arálit, sagði þá ætíð það, sem
henni bjó í brjósti, við hvern, sem
í hlut átti. En trygglunduð var
hún og átti marga vini og góða
og þótti ætíð gaman að hafa þá
nærri sér og þeim þótti gott að
koma á heimili þeirra hjóna og
njóta gestrisni þeirra og fróð-
leiks.
Eg, sem þessar línur rita, finn
vanmátt minn til að skrifa eftir
Sigríði látna, svo stórbrotna per-
sónu, sem hún var, en ég vil Iáta
í ljós þakklæti mitt og minna
til hennar fyrir það, sem hún var
okkur öllum, sem eftir lifum, og
aldrei mun hennar skarð verða
fyllt í hugum okkar. Bið ég góðan
Guð nú að launa henni það allt.
Með Sigríði er nú gengin ein
af beztu dætrum þessa lands, en
vonandi eiga eftir að alast upp
hér konur gæddar slíkum mann-
kostum, sem hún var búin, og
verður þá framtið þessa lands
og þjóðar í öruggum höndum.
Guð blessi minningu Sigríðar
í Skarðshlíð.
Vinur.
LOFTUR h.t.
Ljósmyiiditsiofaii
Ingólfsstræti 6.
Pantið tima í sima 1-47-72
EINAR ASMUNDSSON
bæstarettariúgvnadui.
dafsteinn Sigurðsson
hcraðsdómslögmaður.
Skrifstota Hafnarstræd 5.
Sími 15407.
Bæjarkeppni í knattspyrnu
á morgun sunnudag klukkan 4 keppa
Akurnesingar og Reykvíkingar
Verð aðgöngumiða: Fyrir börn kr. 3,00 — Stæði kr. 15,00 — Stúkusæti kr. 25,00.
Boftsmiðar verða afhentir til kl. 5 laugardag, eftir þann tíma seldir.
IVflótanefndin