Morgunblaðið - 05.10.1957, Page 16

Morgunblaðið - 05.10.1957, Page 16
VEÐRIÐ Suðaustan kaldi, lítils háttar rigning 225. tbl. — Laugardagur 5- október 1957. Islenzkunemi í Oxford Sjá grein á bls. 11 Sex nýjar ostafegundir frá Flóabúinu Mjólkurbúið annað stœrsta á Norðurlöndum að lokinni endurbyggingu MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA hefur nú hafið framleiðslu sex nýrra ostategunda, sem það hefur fyrir fáum dögunt sent á markaðinn. Er hér um að ræða mikla framför í ís- lenzkri ostagerð og á mjólkurbúið þakkir skildar fyrir fram- tak sitt í þeim efnum, en hér er um ágæta vöru að ræða. í undirbúningi er að senda enn þrjár nýjar ostategundir á markaðinn innan skamms. Unnið er nú að endurbyggingu Mjólkurbús Flóamanna og mun hún kosta 45 millj. kr. — Verður mjólkurbúið að henni lokinni annað stærsta mjólk- urbú á Norðurlöndum. Töðubruni á Héraði 250 hestar brunnu í CunnhHdargerði Stjórn Mjólkurbús Flóamanna og mjólkurbússtjórinn, Gretar Símonarson skýrðu fréttamönn- um frá þessum miklu fram- kvæmdum í gær. Fyrir alllöngu var hafinn undirbúningur að því að fjölga svo mjög ostategundum frá mjólkurbúinu, en hingað tii hafa verið sárafáar tegundir ís- lenzkra osta á markaðnum eins og neytendum er kunnugt. Voru til ostagerðarinnar keyptai nyjar þýzkar vélar af fullkomnustu tegund, og danskur ostasérfræð- ingur hefir að undanförnu dval- izt á Selfossi og haft umsjón með ostagerðinni. Er h&nn fyrir skömmu farinn af landi burt. Sex tegundir , Ostarnir komu á markaðinn fyrir fimm dögum og hefir mjólk urbúið síðan ekki getað annað pöntunum. Er hér um að ræða þessar teg.: Flóahangikjötsost, rækju- ins. í viðtali við Mbl. í gær, gat Grétar Símonarson þess að Mjólkurbú Flóamanna hefði nú á þessum fáu dögum framleut 25.000 pakka af ostunum og varð- andi geymsluþol þeirra, kvað Grétar þá geymast óskemmda í 6 mánuði við venjulegan stofuhita. Er hér um lofsvert framtak að ræða hjá Mjólkurbúi Flóamanna að gera íslenzka ostaframleiðslu svo ólíkt fjölbreyttari með einu átaki, og nýta sem bezt hina góðu íslenzku mjólk. Og állir eru ost- arnir hinir gómsætustu. Eins og getið hefur verið áður hér í blaðinu, hefur að undan- förnu staðið yfir endurbygging Flóabúsins. Er áætlað að búið fullgert kosti 45 millj. kr. Verður þá unnt að vinna úx 350 þúsund mjólkurlítrum á dag eða meir en þreföldu því mjólkurmagni sem búið annar eins og sakir standa Verður þá Flóabúið orðið annað stærsta og myndarlegasta mjólk- urbú á Norðurlöndum. Helgi Mogensen, verkstjóri, stendur hér við suðuvélina í hinni nýju ostagerð Flóa-búsins. — Ljósm.: Sig. J. ost, tómatost, grænan alpaost^— og tvenns konar smurost, mis- munandi sterkan, Allir ostarnir eru 45% að fituinnihaldi. Þeir eru pakkaðir í ákaflega smekk- legar umbúðir, í 125 gramma pökkum, en reynslan erlendis frá hefir sýnt að það er hentugasta stærðin fyrir neytendur. í -dir- búningi er framleiðsla á sveppa- osti, skinkuosti og kjarnaosti. Allir bera ostarnir einnig heit- ið Flóaostur, auk tegundarheitis- NÚ eru skólarnir að byrja og veldur það miklum breytingqim á útburðarstarfsliði blaðsins. Má búast við að þetta valdi nokkr- um erfiðleikum við að koma blaðinu til kaupenda a.m.k. fyrstu daga mánaðarins. En að sjálfsögðu verður allt gert til að flýta fyrir úttwrðinum. Gretar Símonarson mjólkurbússtjóri FLJÓTSDALSHÉRAÐI, 4. okt. — Þegar komið var á fætur í Gunnhildargerði í Tungu- hreppi í gærmorgun sást eldur í allstórri nýbyggðri hlöðu. Karlmenn voru engir heima en með aðstoð símans og bíla tókst á skammri stundu að ná í 20 karlmenn, sem rifu hið brennandi hey út úr hlöðunni. Talið er að um 250 hestar hafi eyðilagzt af eldi og vatni. Síðan um miðjan ágúst hafa verið daufir og stopulir þurrkar Hafa margir á úthéraði átt hey úti til þessa, en nú munu flestir hafa náð þeim inn mjög lin- þurrum samt og má víða búast við að í þeim hitni. Slátrun sauðfjár stendur yfir og er ekki nærri lokið. Talið er að 40 þús. fjár verði slátrað af Héraði og úr Reyðarfirði. Væn- leiki dilka mun víðast í meðal- lagi. —Fréttaritari. Mjög fullkominn jarðbor brátt fekinn í notkun i bœjarlandi Reykjavíkur 1 októbermánuði 1956 var gerð , aðilar keyptu í sameiningu stór- ur samningur milli Reykjavík- urbæjar og ríkisins um, að þessir Reynt að tryggja betri meðterð skólabóka barna í HINUM nýju lögum um útgáfu námsbóka er ákvæði, sem miðar að því að tryggja eftirlit með not- kun bókanna. Hefur námsbóka- nefnd nú sett reglur hér að rút- andi fyrir barnaskólana, sagði sr. Jónas Gíslason, formaður nefndar innar í gær er hann ræddi um útgáfustarfsemina, sem rakin er á öðrum stað hér í blaðinu. Samkvæmt þeim á hvert skólabarn á barnaskólastigi, frá 7 ára aldri til 12 ára rétt til að fá eitt eintak ókeypis af hverri námsbók, eða alls 42 bækur. Ef bók glatast eða skemmist, er nemandanum skylt að kaupa nýja bók. Við- komandj skóli annast sölu slíkra bóka. Söluverð barnaskólabók- anna á þessu skólaári hefur verið ákveðið svo sem hér segir: Gagn og gaman (litprentuð út- gáfa) kr. 15,00 eintakið, og allar aðrar bækur kr. 8,00 eintakið. — Um nokkurn hluta lestrarbók- anna, svonefndan 1.—6. flokk, eða alls 19 bækur, skal þess get- ið, að skólarnir fá þær ókeypis til eignar og lána þær nemendum endurgjaldslaust. Klukkiiimi seinkað í nótt í NÓTT kl. 2 verður klukkunni seinkað og sumartími afnuminn. Verður klukkan þá 1 að nóttu í stað 2. Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d. SJÁLFSTÆÐISFÓLK! Drekkið síðdegiskaffið í Valhöll á laugar- dögum. Vtvarpsviðgerðir ófram- kvœmanlegar og ný viðtœki ófáanleg Viðgerðarmenn útvarpsins komast ekki út á land vegna efnisskorts HEIMILISFEÐUR hundraða nýrra heimila, sem stofnuð hafa verið í sumar, hafa árangurslaust reynt að kaupa þann „lúxushlut", sem útvarp nefnist. — Þá er og svo komið að allir varahlutir fyrir útvarpstæki eru að miklu leyti ófáanlegir. — Allt stafar þetta af fej aldeyrisörðugleikum ríkisstj órnarinnar. Sem kunnugt er, hefur ríkis- fyrirtækið Viðtækjaverzlun ríkis- ins, eitt leyfi til að annast kaup á viðtækjum til landsins, svo og varahlutum til þeirra. Eftir því sem Mbl. fregnaði í gær, munu nú vera þrír mánuðir liðnir frá því að skip losaði hér í Reykjavík viðtæki og varahluta birgðir. Þeir, sem hafa ætlað að kaupa útvarpstæki til heimila' sinna, hafa fengið þau svör, að tækin lægju á hafnarbakkanum, og það vissi enginn, hvenær þau kæmu í búðir. Það er fyrst og fremst skort- urinn á lömpum í viðtækin, sem er alvarlegur. Margar tegundir þeirra eru og hafa um langt skeið verið ófáanlegar, og svo er um ýmsa aðra varahluti. Geta má þess að ríkisstjórnin lét setja útvarpsviðtækin í hæsta lúxus-tollaflokk, sem þekkist hér Einn liður er það í starfsemi Ríkisútvarpsins að senda viðgerð armenn út urp, landið á haustm. Enn hefur ekki verið hægt að senda slíka viðgerðarmenn héð- an, sem er bein afleiðing af hin- um mikla varahlutaskorti hjá viðgerðastofunni. virkan jarðbor. Borinn er nú kominn til landsins, og á að hefja uppsetningu hans á næstunni. Með þessu nýja tæki verður unnt að gera allt að 700 m djúp- ar holur á gufusvæðum hér á landi, en þar hafa ekki hingað til verið boraðar dýpri holur en 220 m. Hinar djúpu holur Hitaveitu Reykjavíkur eru þrengri én þær, sem nýi borinn gerir, og ekki bor aðar á svæðinu, þar sem gufu- gosa er að vænta. Vonir standa til þess, að nýi borinn stórauki möguleika á orkuvinnslu á gufu- svæðunum á íslandi. Borgarstjóri gaf skýrslu um þetta mál á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í fyrradag. Nýi bor- inn er geysimikið tæki og kostar hingað kominn nærri 12 millj. króna. Af þessu er aðeins helm- ingur innkaupsverð borsins í Bandaríkjunum, eða um 6 millj. kr. Lán fékkst í Ameríku fyrir 80% af innkaupsverðinu — 4,8 millj. kr. — en afganginn hafa ríkissjóður og bæjarsjóður þeg- ar greitt, 600 þús. kr. hvor aðili. Hinn helmingur kostnaðar- ins, tæpar 6 millj., eru flutn- ingsgjöld og kostnaður við uppsetningu, — en þó að lang mestiu leyti gjöld í ríkissjóð og útflutningssjóð. Borgar- stjóri upplýsti, að gjöldin af bornum í útflutningssjóð næmu um 950 þús. kr., en gjöldin beint í ríkissjóð (toll- ar, söluskattur o.fi.) um 2,4 millj. kr. alls. Yrðhi þá opin- ber gjöld um 3,4 miilj. kr. Hér er verið að gera stórt átak til að kanna hinar miklu auð- lindir í iðrum jarðar, sagði borg- arstjóri, og til að skapa mögu- leika á nýtingu gufuorkunnar. Sú orka, sem væntanlega fæst fyrir starfsemi þessa bors, mundi skapa þjóðinni ómetanleg verð- mæti og spara gjaldeyri í stórum stíl. Það er því óeðlilegt, að af s;íku nauðsynjatæki séu tekin gjöld til rikissjóðs, svo að skiptir milljónum króna. Af þessum ástæðum hafa bæði bæjarráð og bæjarstjórn sam- þykkt að skora á Alþingi og rík- isstjórn að fella niður eða lækka verulega gjöld þau, er til ríkis- sjóðs eiga að fara af þessum jarð- bor. Samkv. sameignarsamningi við ríkiff ákveður Reykjavík- urbær, hvar borinn verffur notaffur fyrsta áriff. Kvaffst borgarstjóri telja sjálfsagt, aff fyrst yrffi borað í bæjarlandi Reykjavíkur. Hefur sem kunn ugt er nýlega fengizt töluvert vatnsmagn viff Fúlutjörn og Höfffa. En síffan væri æskilegt sagffi borgarstjóri, aff borinn yrffi sendur til Krýsuvikur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.