Morgunblaðið - 09.10.1957, Page 8

Morgunblaðið - 09.10.1957, Page 8
8 MORGVIVBT AÐIÐ Miðvikudagur 9. okt. 1957 I GONGUM I Stafnsrétt enaabi gangnaævintýrið NÚ er komið að síðasta luta gangnaævintýrisins, réttunum. Stafnsrétt hefur til skamms tíma verið ein fjárflesta rétt á Norð- urlandi. En það sem hún hefur þó haft sérstaklega umfram aðr- ar réttir er, hvað þar hefur kom ið saman mikið stóð. Hrossin hafa heillað til sín fjölda áhorfenda umfram þá, sem nauðsynlega þurfa að vera við réttina. Það er mjög tilkomumikið að sjá þessa stóru og föngulegu gripi koma hundruðum og jafnvel þúsundum saman sunnan yfir öxlina fram af réttinni og renna í breiðu niður á árbakkann. Það ÞRIÐJA GREIN þykir einnig mörgum mjög spennandi að sjá þegar verið er að draga stóðið. Áflogin við villt útigangshross þykir mörgum skemmtilegt á að horfa. Svo er það eitt enn sem dregur margan manninn að Stafnsrétt. Eins og gefur að skilja eru þar flestir mestu hestaeigendur í Skaga- firði og einnig úr Húnavatns- sýslu austanverðri. Við þá er gjarna hægt að verzla. Við rétt- ina eru því oft seld bæði trippi og folöld og þangað hafa hesta- eigendur gjarna með sér efni- lega fola, sem kunna að vera falir. Réttin er því að einum þræði kaupstefna þeirra er kaupa vilja og selja hross. Nú seinni árin hefur stóðhross- Kunnur skagfirzkur bóndi athugar markið. um farið mjög fækkandi í af- réttarlödnum Stafnsréttar. Bæði það og svo hitt að kalt hefur ver- ið í haust til fjalla norðanlands svo að stóðið hefur leitað niður í byggð fyrir göngur, olli því að nú var óvenjulega fátt af því í Stafnsrétt. En eigi að síður var þar líf og fjör stóðréttardag- inn. Þar hittast menn af öllum stéttum Er við einir 6 eða 8 gangna- félagar höfðum fengið að raka okkur og þvo á Fossum, höfð- um notið þar góðra veitinga og bárum orðið nokkurn svip menn- ingar, fórum við hið snarasta niður að rétt. Þegar ég kom þangað var langt komið að draga stóðið. Mér sýndist vera fleira fólk en hross við Stafnsrétt þenn- an dag. Og mér virtist í raun- inni fleira koma til, sem lokk- aði fólkið að réttinni en það sem ég hef áður sagt. Margir komu sýnilega til þess eins að sýna sig og sjá aðra, til þess að gleðj- ast í hópi vina og kunningja. Þarna hittast margir fornkunn- ingjar, sem annars sjást ekki að jafnaði. Það má jafnvel segja að þetta sé eins konar árshátíð þeirra. Mönnum úr öllum stétt- um þjóðfélagsins ægir þarna saman. Kaupmaður einhvers stað- ar að slær á öxlina á einyrkja- bóndanum og þeir skála í rommi eða klára brennivíni. Þeir voru saman í unglingaskóla fyrir 20 árum síðan. Þarna eru járnsmið- ir og prentarar, vegaverkstjór- ar og flugfreyjur, bændahöfð-: ingjar og einsetumenn, sauma- konur og hótelþernur, málarar > og múrarar, að ótöldum húsmæðr um og heimasætum í tugavís. Það er í rauninni óþarfi að telja fleiri. Allt á þetta fólk eitt sam- eiginlegt, að njóta réttarlífsins. Og þarna er sannarlega líf í tusk- unum. Á einum eða tveimur stöð- um hafa menn hópað sig saman og syngja fullum hálsi, á öðrum stað sitja nokkrir menn uppi í brekku og ræða alvarlegri mál- efni. Og inni í allmyndarlegum skúr hefur kvenfélagið kaffi á borðum. Þangað leita menn sér lífsnæringar og hressingar á hressingu ofan. Til skamms tíma hafði kven- félagið kaffisöluna í tjaldi. Það reyndist ekki sem bezt sökum þess að oft var riðið á tjald stögin er skyggja tók. Kom þá fyrir að tjaldið hrundi yfir gesti og framreiðslukonur. En nú hef- ur verið úr þessu bætt með dá- litlum skúr. Þar er setið við eitt langborð, en í endanum suða prímusar undir sjóðandi kaffinu. Sviptingar við stóðið Strax og ég kom að réttinni fór ég að horfa á menn draga stóðið. Voru þar oft sviptingar harðar, því ekki er öllum trippunum jafn ljúft að láta skoða á sér eyrna- mörkin. Kom fyrir að bræðra- bylta varð hjá hrossi og dráttar- mönnum. En úrslitin urðu ávallt hin sömu. Mennirnir sigruðu og hinn galdi foli varð að láta sér lynda að ganga inn í þann dilk er honum var ætlaður. Þarna við réttina kynnti Jósep undanreiðarmaður mig fyrir bræðrum sínum tveimur, sem eru orðlagðir hestamenn. Allir eru þeir einu nafni nefndir Eiríks- staðabræður, en þeir eru synir Sigfúsar á Eiríksstöðum, sem var kunnur hestamaður og hagyrð- ingur í Svartárdal. Auk þess að vera hestamenn eru þeir söng- menn góðir og ljóðfróðir. Voru nú gæðingar þeirra beizlaðir og þeyst um grundirnar, tappi dreg- inn úr pela og upphafinn söngur. Þetta var hin ágætasta skemmt- un og ánægjulegt framhald á skemmtilegum göngum. Mér fannst dagurinn allt of fljótur að líða, enda var allmikið á hann liðið þegar ég kom að réttinni. Brátt skall myrkrið á og sífellt var ég að hitta nýja og nýja, kynnast mér áður ókunnu ágætis- fólki. Nokkra kunningja mína hitti ég norðan af Akureyri. Voru þeir komnir til þess að líta á hesta og skemmta sér. Með þeim var frú norðan úr Eyjafirði, sem er hestakona mikil. Varð hún þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að koma á bak einum snjallasta gæðingi í Svartárdal og naut hún vel. í rökkrinu um kvöldið gekk ég um eyrarnar við réttina með Haraldi Jónassyni á Völlum, gangnastjóra þeirra miðflokks- manna. Bar þar ýmislegt á góma er við kom göngum og réttum. Er Haraldur bæði skemmtilegur og fróður og þóttu mér samvistir við hann ánægjulegur endir á þessum réttardegi. Sofið undir berum himni Norðan undir réttarveggnum átti ég trúss mitt og tygi. Þar var hreyndýrsfeldurinn góði. Ég gekk nú norður fyrir réttina og skreið ofan í feldinn. Hafði ég í rauninni áður haft í hyggju að fylgja félögum mínum og sofa í hlöðu á Fossum eða í Stafni. Nú fann ég þá ekki í myrkrinu, enda taldi ég mér vel borgið í feld- inum. Leið mér vel og sofnaði því hið bráðasta við klið og jarm fjársins, sem var skammt frá mér. Undir morgun, þegar rétt var að byrja að dinrfa fyrir nýj- Skál bræður! Stafnsrétt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.