Morgunblaðið - 09.10.1957, Síða 14
14
MOnGVlSBl AÐIÐ
Miðvikudagur 9. okt. 1957
Hús fil sölu
Ágætt hús, sem nota má jafnt sem einbýlishús, sem
2ja íbúða hús, samtals að flatarmáli ca. 120 ferm., á stórri
lóð í Kópavogi, er til sölu.
Húsið er laust til íbúðar strax. Nánari uppl. gefur
Gunnar Þorsteinsson,
hæstaréttarlögmaður,
Austurstræti 5, sími 1-15-35.
Bakarairieísfarafélag
Reykjavíkur
Fundur verður haidinn fimmtudaginn 10. b.m. kl. 17
í fundarsal félagsins.
Fundarefni:
Verðlagsmáiin.
Stjórnin.
Bindindisfélag ökumanna Umferðarvikan
Ökuhraði, hemlun, beygjur o.fl.
eftir Asbjörn Stefánsson
í UMFERÐALÖGUNUM eru á-
kvæði um mesta ökuhraða á
þjóðvegum og í bæjum. Þó
mætti halda að nóg væri að
kveða svo á í lögunum, að menn
skyldu ætíð gæta varúðar, haga
sér eítir aðstæðum og stilla öku-
hraða svo í hóf, að menn hefðu
ætíð fullt vald á farartækinu. En
iöggjaíinn treystir því ekki, að
öllum ökumönnum sé ljós sem
skyldi eigin geta og hæfni, þess
vegna setur hann ákvæði um há-
markshraða. Það mælir margt
með því að löggjafms hafi hér
rétt íyrir sér. Sést það bezt á
því, hve mörg umferðarslys stafa
af of hröðum akstri. Hraðabá-
mark við akstur er ekkert í sum
um iöndum, en menn hallast æ
meir og meir að því, að nauðsyn-
legt sé að setja það. Svo fuli-
komnai bílabrautir, að megi kall-
ast sem næst öruggar fyrir slys-
um, eru óvíða til að verða okkur
áreiðanlega ofviða í bráð og
lengd.
Nýliðarnir meðal ökumanna,
einkum unglingarnir, eru oftast
haldnir nær óviðráðanlegri löng-
un til að aka hratt, og falla líka
oft fyrir þeirri freistingu. Þarf
enda ekki ökubyrjendur til. En
byrjandinn í ökulistinni setur
sig vitanlega í sérstaka hættu við
hraða aksturinn og lítið verður
úr kempunni strax og eitthvað
ber út af.
Er menn aka á miklum hraða,
90—100 km., verða menn fyrir
bæði sálrænum og líkamlegum
breytingum. Sálrænu breyting
arnar verða oft þær hættulegustu
og er hér einkum átt við hina
svokölluðu ökuangist („ratpan-
ik“), sem getur komið mjög
skyndilega í Ijós hjá ökumönn-
um sem aka of hratt. Þetta á-
stand er oft orsök margra stór-
slysa, sem eru kennd því að bíl-
stjórinn hafi verið þreyttur, sof-
ið við stýrið, jafnvel verið drukk
inn o.s.frv. Ástand þetta lýsir sér
í því, að ef eitthvað óvænt skeð-
ur, er ökumaður er á mikilli
ferð, og oft þó ekkert gerist, get-
ur hann allt í einu stirðnað upp
við stýrið og orðið ósjálfbjarga,
jafnframt því sem hann kennir
ákafrar hræðslu. Á þessu vill
einkum bera, ef menn eru búnir
að aka lengi í einu á miklum
hraða.
Hættulegustu líkamlegu breyt-
ingarnar eru í því fólgnar, að
sjónsvið manna og sjónskynjun
minnkar mjög er upp á mikinn
hraða er komið. Við meðalhraða,
t.d. 40 km., nær sjónskynjun
manna yfir veginn og a.m.k. 90°
horn til beggja hliða, en er upp
á mikinn hraða er komið, t.d.
90—100 km/t., nær hún lítið ann
að en yfir veginn. Dómgreindin
minnkar og. Menn hafa ekki svip
að því jafngóðan tíma til að
bregða rétt við og átta sig.
Við miðum hraða bílsins oftast
við það, hve langt hann fer á
einum klukkutíma (km/t.). Þetta
er heppilegt er menn vilja gera
sér grein fyrir því, hve lengi
menn séu að aka einhverja á-
kveðna leið. Hins vegar segir það
í rauninni ekki svo mikið um
hraðann á veginum á hverju
augnabliki. Til þess að gera sér
grein fyrir honum er réttara að
miða við það, hve langt bíllinn
fer á einni sekúndu (sekúndu-
hraðinn. m/sek.). Ef við vend-
um okkur á að miða hraðann yfir
leitt við m/sek., en ekki km/t.,
og reyndum að gera okkur grein
fyrir því, hverjar afleiðingar á-
kveðins hraða á m/sek. geta orð
ið þá er ekki ósennilegt að við
yrðum dálítið aðgætnari al-
mennt.
Hér er smádæmi, reiknað með
5 metra aukningu á m/sek.-hrað-
anum.
5 m á sek. = 18 km á klsé.
10-------------36-----------
15-------------54 — . —
20 — - — — 72 — - __________
Vanalegasta aðferðin við að
umreikna km/t. í m/sek. er að
deila km/t. með 3,6 (km/t. : 3,6
= m/sek.).
Fróðlegt er að athuga, hverju
hiaði getur valdið. Hugsum okk
ur t.d. að maður aki beint á stein
vegg á 40 km. hraða (rúml. 11
m/sek.). Hugsum okkur ennfrem
ur að hann væri í opnum bíl og
kastaðist út úr honum án þess
að reka sig nokkurs staðar í
hann. Hve háan og langan boga
myndi hann pa kastast í loftinu?
Hraði: L bogans: H bogans
40 km. 10 m 2 m
60 — 23 — 3 —
80 — 38 — 5 —
Sést af þessu að afleiðingarnar
aukast ekki í réttu hlutfalli við
hraðann, heldur meira en það.
Við getum einnig líkt akstri
bílsins á steinvegginn við hrap.
Þannig svarar akstur á steinvegg
á
40 km/t. til 6 m fallh.
60 — _ 13,5 — —
80 — _ 24 — —
100 — _ 38 _ —
eða í síðasta tilfellinu eins og bíll
inn hrapaði niður af 10—12 hæða
háu húsi.
Það er gott fyrir ökumenn að
íhuga þetta, ekki sízt fyrir nýlið-
ana.
Þar sem fólk yfirleitt gerir sér
fremur litla grein fyrir hraða á
m/sek., má álykta að margir öku
menn geri sér heldur ekki grein
fyrir þvi, hve oft skortir á að
þeir hafi í rauninni fullt vald á
bílum sínum. Margir ökumenn
gera sér ekki einu sinni grein
fyrir því, hve langa leið bíll renn
ur frá því að bílstjórinn sér að
hann þarf að hemla og þar til í
kyrrstöðu er komið, miðað við
mismunandi hraða, ýmsar gerðir
af vegum og mismunandi færð.
Hemlunin skeður ósjálfrátt (auto
matiskt), og að hemla vel kem-
ur með langri æfingu en lærist
ekki við stutt ökunám. En ef
lögð væri meiri áherzla á það við
ökunám að skýra fyrir nemend-
unum og sýna þeim hlutfallið á
milli hraða, bremsutíma og á-
stands vegar, myndi ökumaður-
inn fyrr en ella læra hin réttu
viðbrögð og mat, og því bregða
oftar, ósjálfrátt, við á réttan
hátt.
Mjög er 'það áríðandi að öku-
maður geti gert sér grein fyrir
hraða bílsins og bremsuvega-*
lengd er hann ekur á götum eða
þar sem mjög mikil umferð er.
En margir venja sig á að aka yf-
irleitt svo hratt, að þeir tapa
með timanum nokkru af hæfni
sinni til að gera sér grein fyrir
því, hve hratt þeir í rauninni
aka.
Hafi menn lengi ekið t.d. á 70
km. haða, finnst mönnum varla
að þeir mjakist áfram, ef hraðinn
er skyndilega minnkaður í 40_____
50 km. En 50 km. hraði er sama
og 13,9 m/sek. og á venjulegum
vegi getur bílstjórinn þurft 35—
40 metra frá því að hann sér að
Auglýsing
Athygli söluskattskyldra aðila í Reykjavík skal vakin
á því, að frestur til að skila framtali til skattstofunnar um
söluskatt og útflutningssjóðsgjald, svo og farmiðagjald
og iðgjaldaskatt samkv. 20.—22. gr. laga nr. 86 frá 1956,
fyrir 3. ársfjórðung 1957 rennur út 15. þ.m.
Fyrir þann tima bar gjaldendum að skila skattinum
fyrir ársfjórðunginn til tollstjóraskrifstofunnar og af-
henda afrit af framtali.
Reykjavík, 8. október 1957.
Skattstjórinn í Reykjavík.
Tollstjórinn í Reykjavík.
lý tegimd al CHAMPION bilkertum
Sannreynf hefir verið að hin nyiu CHAMPION „kraftkveikjukerti" (pow*
erfire) gefa endurnýjað bifreið yðar á eftirfarandi hátt:
ALLT
Á
SAMA
STAÐ
1. MEIRA AFL
Tilraunir, sem verkfræð-
ingar hafa gert sanna að
bifreiðin eykur afl sitt að
mun við notkun nýrra
CHAMPION „kraft-
kveikjukerta“ (Power-
fire).
2. ÖRUGGARI RÆSING
Ný 5 grófa CHAMPION
„kraftkveikjukerti (Pow-
erfire) stytta þann tíma
sem fer í að ræsa bílinn.
Þannig sparast rafmagn
og benzín.
3. MINNA VÉLASLIT
Gömul kerti kveikja ekki
rétt, eyða benzíninu að ó-
þörfu og skemma vélina.
CHAMPION sparar yður
því einnig viðgerðarkostn
að.
4. MINNI KOSTNAÐUR MUNIÐ að skipta þarf
Hinaf stórkostlegu nýju um kerti eftir ca. 16.000
„kraftkveikju“ (Power-
fire) platínur endast bet-
ur en venjulegar. Gjör-
nýta afl vélarinnar.
km. akstur.
Biðjið aðcins um CHAMP
ION „kraftkveikju“ (Pow
erfire) bifreiðakerti.
Laugavegi 118 — Sími 2-22-40 Hf. Egiil Vilhjálmsson Laugavegi 118 Sími 2-22-40