Morgunblaðið - 09.10.1957, Side 15
Miðvikudagur 9. okt. 1957
MORCUNBLAÐ1Ð
15
hann þarf að bremsa og þar til
bíllinn er stanzaður, sem er allt
of mikið að ætla sér t.d. á götu
með mörgum þvergötum eða á
krókóttum vegi. Er komið er und
ir 35 km. hraða, en ekki fyrr,
verður bremsuvegalengdin helm
ingi styttri. Athugið að bremsu-
vegalengd, sem hefur mesta þýð-
ingu, er ekki sama og svokallað
bremsufar.
Þeir, sem gera sér þetta Ijóst,
munu því oft hugsa sig um áð-
ur en þeir fara upp í jafnvel 60
km hraða á misjöfnum vegum,
hvað þá meira. Og það er aug-
ljóst, að löggjafinn ætlast ekki
til þess að farið sé upp í hámarks
hraða nema þar sem yfirsýn yfir
veg og aðrar aðstæður er góð.
Það er auðvelt að reikna út
hlutfallið á milli k»/t. og m/sek.
er við höfum það í huga að 18
km/t. = 5 m/sek. Er þá tiltölu-
lega auðvelt að ge>ra sér grein
fyrir því í snatri, hve marga
metra á sekúndu maður ekur á
einhverjum tilteknum kíló-
metrahraða.
Eftir þessu fáu orð um hraða
er ekki úr vegi að ræða enn frek-
ar um hemlunina.
Mér vitanlega eru engar skýrsl
ur til um það, hve mörg ökuslys
orsakast af rangri hemlun, en
þau eru vafalítið óskemmtilega
mörg. „Æ, ekki datt mér í hug
að bíllinn rynni svona langt“.
„Hvernig átti ég að vita að ég
myndi lenda úti í skurð þótt ég
setti í botn?“ Þetta heyrist stund-
um.
Hemlaútbúnaður bíls er að-
altæki hans til að verjast slysum,
en getur líka stundum orðið það
hættulegasta. Án hemlaútbún-
aðar væri akstur almennt óhugs-
anlegur. Hver einasti bílstjóri
bjargar oft mannslífujn með
hemlum bíls síns.
Ef við gerum ráð fyrir því að
hemlarnir séu í góðu lagi, taki
allir rétt í, núningsmótstaða allra
dekkjanna við veginn sé sú sama,
þá er bremsutíminn t = h/m
þar sem h = hraði í m/sek. og
m = hraðaminnkun sú, sem
hemlunin veldur. Hraðaminnk-
unin vex í hlutfalli við núnings
mótstöðu vegarins og getur ver-
ið mjög misjöfn. Við getum
merkt hraðaminnkunina með töl
unum 1—6, þar sem 1 þýðir
hraðaminnkun á hálum vegi, en
6 hraðaminnkun á þurrum mal-
bikuðum eða steinsteyptum vegi
af beztu gerð, miðað við sekúndu
metra. Hefur þetta verið fundið
með margþættum tilraunum. Við
útreikning bremsutímans leggj-
um við 2 sekúndur Annarri er
bætt við til öryggis, hin er við-
bragðstími sá, sem líður frá þvi
að ökumaður uppgötvar að
bremsa þarf og þar til hemlarn-
ir verka fyllilega.
Dæmi: Við erum á 54 km/t,-
hraða, sem er sama og 15 m/sek,-
hraði. Með nokkurri æfingu lær-
ist sennilega að gera sér grein
fyrir núningsmótstöðu vegar.
Segjum að hraðaminnkunin sé 5
(góður, þéttur vegur). Þá verð-
ur 15 : 5 = 3; 3 + 2 = 5 sek-
úndur sem hámarksbremsutími.
Er hægt að reikna út bremsu-
vegalengdina af bremsutímanum.
Það er gert nógu nákvæmlega á
þann einfalda hátt að margfalda
hraðann í m/sek. með brenvsu-
tímanum og deila í með 2. í fyrr-
nefndu dæmi yrði þetta 15 • 5 : 2
= 37,5 metrar, sem bremsuvega-
lengdin yrði, eða praktiskt talað
nálægt 40 metrum. (Sjálft
bremsufarið yrði auðvitað mun
styttra). Nákvæmar þarf þetta
ekki að koma út til þess að menn
geti sæmilega gert sér grein fyrir
bremsuvegalengd á mismunandi
hraða og vegum.
Við útreikning á bremsuvega-
lengd leggja sumir ekki við ör-
yggissekúnduna, sem breytir auð-
vitað niðurstöðunum. Þó er hitt
yfirleitt talið réttara og að það
sýni betur meðaltalið af mjög
mismunandi hæfni og viðbrögð-
um ökumanna.
Oft skeður það að öflug hemlun,
á miklum hraða, veldur stórslysi,
oft á fleirum en þeim, sem { bíln-
um eru. Þá skyldu menn gæta
þess að líta í spegilinn áður en
menn bremsa öfluglega, það getur
verið bíll rétt á eftir.
Maðurinn á að aka þannig, að
hann nái því að stöðva bíl sinn
í tíma, svo að segja hvað sem
skeður. Menn athugi að bremsu-
farið eykst ekki hlutfallslega við
hraðann, heldur með kvaðratinu
á hraðann. Sé bremsufarið t. d.
2,5 m við einhvern ákveðinn
hraða, þá er það ekki 5 m við
helmingi meiri hraða, heldur 10
metrar. Bezt er að jafnaði að
hemla þannig, að stíga bremsuna
ákveðið en ekki mjög snöggt í
botn, — ekki „höggva“ hana í
botn.
Hraðaaukning í beygjum.
Umferðarlögin segja ekkert um
það, hvernig aka eigi í beygjum
til þess að aksturinn verði sem
öruggastur. Þetta er þó mikils-
vert og allir kannast við slysin í
beygjunum. Menn glanna í þær
eins og bjánar, reyna svo að stór-
draga úr ferð, jafnvel snar-
bremsa, þegar þeir sjá að í óefni
er komið og beygjan næst ekki
einu sinni á tveimur hjólum. Það
er ekki nauðsynlegt að aka
beygju mjög hægt til þess að ör-
yggis sé gætt. Ef ökumönnum
skildist að hraðaaukning í beygj-
um er sama og öryggi, en of mik-
ill byrjunarhraði og hraðaminnk-
un ekki, þá yltu færri út af. Rétta
aðferðin við beygjur er að draga
vel úr hraða rétt áður en að þeim
er komið, en auka svo hraðann
aftur jafnt og þétt í beygjunni.
Við það liggur bíllinn miklu bet-
ur, þ. e. núningsmótstÉfða hjól-
anna við veginn eykst, einkum
þeirra, sem bera aðalþunga vagns
ins, þ. e. ytri hjólanna í beygj-
unni. Hin truflandi áhrif mið-
flóttaaflsins minnka, fólkið situr
betur í bílnum. En það er mikil-
vægt að byrjunarhraðinn sé þann
ig valinn, að hægt sé að auka
hann jafnt og þétt í allri beygj-
unni án þess þó að lenda á of
mikinn hraða. Þetta lærist þó til-
tölulega fljótt. Byrjið beygjuna
á hægri ferð. Þetta er einkum
nauðsynlegt sé ekið á ytra kanti
hennar.
Að lokum nokkrar vinsamlegar
ábendingar.
1. Aktu ekki niður langa, bratta
brekku á hraðagíri. Bíllinn
getur komizt á of mikla ferð og
bremsurnar bilað. Hér hafa orð
ið slys af þessum ástæðum.
2. Ef hvellspringur hjá þér,
einkum sé það á framhjóli, og
einkum ef þú ert á verulegri
ferð, þá snertu ekki á brems-
unni. Gríptu stýrið strax af
öllu afli og haltu áfram að
gefa bílnum dálítið til að byrja
með. Einbeittu þér að því að
halda’bílnum réttum, svo má
bremsa — varlega — ítrekað.
3. Akið varlega í mikilli hálku og
hemlið mjög lítið í senn. en
margítrekað. Skyndileg og mik-
il hemlun á hálum vegi (t.d.
ísuðu malbiki) er hættuleg.
4. Ef bíllinn rennur til á hálku
(skrensi) þá er bezt að jafnaði
að leggja dálítið á hann til
þeirra hliðar, sem hann leitar.
Notið hemlana varlega.
5. Mundu að hættan við akstur
eykst skyndilega og mjög mik-
ið er komið er upp í 80—90 km
hraða.
6. Hraður og ógætilegur akstur
fram hjá strætisvagni eða stór-
um bíl, sem hefur numið stað-
ar við gangstétt eða vegarbrún,
gengur næst því að vera glæp-
ur.
Góður ökumaður er snillingur
á sínu sviði. Það ætti að verða
metnaður hvers einasta manns,
sem ekur bíl, að verða góður öku-
maður, valda ekki slysum.
óskast til starfa fyrir hádegi
alla virka daga
Loffleibir
Tveggja til 3ja herbergja
íbúð óskasf
fyrir 15. okt. Góð umgengni, fyrirframgreiðsla ef ósk-
að er. Upplýsingar i símum 22222 og 34229 eftir kl. 6
Sfúlka eða piltur
óskast til afgreiðslustarfa strax —
xausumdi
Lamgholtsvegi 46
Innréttingar og hurðir
Get bætt við mig nokkrum innréttingum og hurð-
um til húsa til afgreiðslu strax.
Húsgagnavinnissf. Asfráðs J. Proppé
Akranesi, sími 87
H afnarfjörður
Vantar unghnga eða eldri menn til að
bera blaðið til kaupenda. — Hátt kaup.
Talið strax við afgreiðsluna, Strand-
götu 29.
Nýir símar
Símar fyrir starfsemi vora í Jötunshúsinu,
Hringbraut 119 og í Vöruskemmum við
Grandaveg, verða framvegis:
1-96-00 4 línur og
1-54-95.
Samband Isl. Samvinnufélaga
Skylmingafélagið
Cunnlogi
byrjar vetrarstarfsemina eftir næstu helgi. — Inn-
ritun fer fram föstudaginn 11. okt. n.k. kl. 5—7 í
íþróttasal Miðbæjarskólans. Þjálfari verður Klem-
enz Jónsson. — Allar nánari upplýsingar gefnar hjá
formanni í síma 12690 frá kl. 7—9.
Stjórnin.
Nýtt Nýtt
Ibenholt eyrnalokkar
í MJÖG GLÆSILEGU ÚRVALI