Morgunblaðið - 09.10.1957, Qupperneq 20
VEÐRIÐ
Vestan kaldi. Skúrir
í göngum
Sjá bls. 8.
Var hægt oð komast hjá þessu?
ÞÓ að það sé sjálfsögð ráðstöfun,
skylda hvers og eins, að hafa ljós
in á bílnum sínum rétt stillt, er
árekstrarhættan ekki úr sögunni.
t>essa dagana lesa menn mikið
um umferðarmál í blöðunum, svo
að það er ekki að undra þó að
margt fleira beri á góma í sam-
bandi við slysahættuna. Mörg
eru þau götuhornin hér í bænum,
sem hafa verðui á fulla gát þeg-
ar þar er ekið. Mörgum hættir
við að líta á rétt sinn á slíkum
stöðum þannig að ekki sé nein
ástæða til að slá neitt af. — Af
þeim sökum hafa orðið ófáir
bílaárekstrar. Þessi Volkswagen,
sem myndin er af hér að ofan,
lenti í árekstri í fyrradag á Flóka
götunni. Hann kom fyrir horn,
rétt í því að jeppa, sem var í
rétti, eins og það er kallað, bar
að. Maðurinn í VW sagðist ekki
hafa séð til jeppans fyrr en orðið
var of seint að forða árekstrin-
um. En þegar maður horfir á
þessa mynd, vaknar spurningin:
Var ekki með neinu móti hægt
að komast hjá slíku stórtjóni? A
það skal að órannsökuðu máli
ekki lagður sérstakur dómur, en
í raun og sannleika, skortir mjög
á það hjá okkur í umferðinni, að
sýna tilhliðrunarsemi, ekki að-
eins milli bílstjóra, heldur og
milli bílstjóra og gangandi, er
nauðsynleg í þessum bæ. T. d.
mættu bílstjórar gera meira að
því að gefa konum með börn
eða börn og barnavagn, oftar
tækifæri til að komast yfir götu,
en raun ber vitni. — Þjóðleikhús
og Sinfóníuhljómsveit bera vott
um menningarstig vort, en ekki
síður er það menningarvottur aö
böðlast ekki áfram í umferðinni,
heldur taka ætíð tillit til kring-
umstæðnanna.
Bandarískur áhrifamaöur
r
kemur í heimsókn fil Islands
f BYRJUN næstu viku mun
koma hmgað til lands í tveggja
daga heimsókn; einn mesti áhrifa
maður í utanríkismálum Banda-
ríkjanna. Þetta er öldungadeild-
arþingmaðurinn Theodor Francis
Green, sem er formaður utanrík-
ismálanefndar öldungadeildar-
innar.
Mr. Green er 91 árs, en þrátt
fyrir háan aldur er hann enn í
fullu fjöri, skarpur í athugunum
og snarpur í störfum. Hann er
lögfræðingur að menntun og
stundaði nám á sínum tíma bæði
í Harvard í Bandaríkjunum og í
Þýzkalandi. Hann hefur verið
öldungadeildarmaður síðan 1936
fyrir demokrata-flokkinn.
Hann er nú að hefja för sína
til allra þátttökuríkja Atlants-
hafsbandalagsins. Sagði hann við
brottförina frá Washington, að
hann langaði til að sjá með eígin
augum, hverju Atlantshafsbanda-
lagið hefði áorkað og hvað gera
beri til að styrkja samstarf vest-
rænna þjóða.
Hann mun dveljast hér á landi
í tvo daga, kemur hingað á mánu-
dagsmorgun og fer héðan á mið-
vikudagsmorgun. Hann mun
ganga á fund helztu forráða-
manna íslendinga. Einnig mun
hann fara til Þingvalla ef veður
og aðrar ástæður leyfa. Héðan
heldur hann til Osló.
Röðull seldi
HAFNARFIRÐI. — Röðull seldi
í Þýzkalandi (Bremerhaven) í
gær 250 tonn fyrir 119 þúsund
mörk, en geta má þess, að af afla
þessum seldust ekki 45,7 tonn. —
Er þetta önnur ferð Röðuls til
Þýzkalands að þessu sinni, en sem
kunnugt er náði hann metsölu í
hinni fyrri. — Hinir hafnfirzku
togararnir eru nú á veiðum.
Reknetjabátarnir hafa ekki far
ið út síðasta hálfan mánuðinn,
enda hefir sama og engin veiði
verið, og núna síðustu daga ó-
hagstætt veður. — G.E.
A.5.Í. rœðir viðhorfin til
efnahags- og kjaramála
MIÐST J ÓRN Alþýðusambands-
ins og efnahagsmálanefnd þess,
er kosin var á síðasta sambands-
þingi, kom saman til fundar hér
í Reykjavík 4. og 5. þ.m. Mættir
voru fulltrúar úr öllum lands-
fjórðungum.
Rædd voru viðhorfin í efna-
hags- og kjaramálum. Á fundin-
um voru ekki fluttar eða sam-
þykktar neinar tillögur varðandi
þau mál, en fundinum frestað
þai til síðar í þessum mánuði.
Samþykkt var einróma að fela
sömu sex mönnum og kjörnir
voru af þessum aðilum sl. vetur
að starfa að þessum málum milli
funda.
Nefndina skipa þessir menn:
Eðvarð Sigurðsson; Eggert Þor-
steinsson; Hermann Guðmunds-
son, Óskar Hallgrímsson; Snorri
Jónsson og Tryggvi Helgason.
„Ráðstjóniar-
«- £•
mam ynr
Reykjavík
GERVIHNÖTTURINN rússneski, |
sem fréttastofumenn útvarpsins
kalla Ráðstjórnarmánann, en
Ameríkumenn Baby Moon, Smá-
tunglið og enn aðrir gervitungl-
ið, sást héöan úr Reykjavík
í Ijósaskiptum í gærmogrun,
einnig sást hann frá Keflavíkur-
flugvelli, ísafirði og Vestmanna-
eyj.um.
Hér í Reykjavík voru það starfs
menn Veðurstofunnar sem sáu
gervihnöttinn klukkan 7, en þá
var komin nokkur dagskíma
þannig að heita má að þá hafi
verið ljósaskipti. Gervihnöttur-
inn kom upp á vestnorðvestur
lofti, var allhátt á lofti, þó ekki
næði hann nærri hvirfilpunkti,
og hvarf á vestsuðvestur lofti.
Hægt var að sjá hnöttinn með
berum augum og taldi einn
starfsmannanna, Geir Ólafsson,
loftskeytamaður, sig sjá rétt á
eftir hnettinum annan depil ílang
an í lögun og að það muni hafa
verið eldflaugin sjálf. Nokkra
stund var fylgzt með hnettinum
er hann leið áfram á mikilli
ferð. Þá var mjög sæmilega bjart
en stundum var eins og hnatt-
ljósið dofnaði.
Veðurathugunarmenn í Kefla-
vík, í Vestmannaeyjum og ísa-
firði sögðu Veðurstofunni frá
því að þeir hefðu séð til ferða
hnattarins.
Fjárflutningunum er nú
vœntanlega að fullu lokið
Fé komið aflur í alla niðurskurðarhreppana
FJÁRFLUTNINGUM úr Barða-
strandarsýslu og ísafjarðarsýsl-
um í Dalasýslu og Strandasýslu
er nú lokið. Flutt voru um 12 þús.
lömb af Vestfjörðum á þetta
svæði. Þessa dagana standa yfir
flutningar á fé sem bændur á
niðurskurðarsvæðinu kaupa til
viðbótar Vestf jarðafénu úr
Hvammssveit og Laxárdal og eru
það nokkur hundruð. Þar með
er f járflutningunum að fullu
lokið. Standa þeir ekki fyrir dyr-
um næsta ár. — Upplýsingar
þessar fékk Morgunblaðið hjá
Sæmundi Fríðrikssyni framkv.-
stjóra Sauðfjárveikivarna í gær.
Flutt í sex hreppa
Fjárkaupin voru gerð í Vest-
ur-Barðastrandarsýslu ailri, Vest
ur-ísafjarðarsýslu og í Norður-
ísafjarðarsýslu sunnan Djúps.
Þetta fé var flutt á Fellsströnd,
Klofningshrepp, Skarðshrepp og
Saurbæjarhrepp í Dalasýslu og í
hluta Óspakseyrarhrepps eða á
fjóra bæi þar og í Bæjarhrepp
í Strandasýslu.
Sjóleiðis og með bílum
Um sjö þúsund fjárins af Vest-
fjörðum voru flutt sjóleiðis inn í
Hjallanes á Fellsströnd og Skarðs
stöð á Skarðsströnd. Var þetta
fé af Fjörðunum og úr Djúpinu.
Hitt féð, úr Barðastrandarsýslu
og Reykjafjarðarhreppi, var bíl-
flutt, mestur hlutinn eða um
fimm þúsund fjár norður í Bæj-
arhrepp og Óspakseyrarhrepp.
Flutningarnir gengu sæmilega
í flutningum þessum voru 30
bílar og 5 vélbátar. Flutningarn-
ir gengu sæmilega eða áfallalaúst.
Veður var óhagstætt tvo fyrstu
flutningadagana, rigning og
hvassviðri. Flutningarnir gengu
þó nokkurn veginn eftir áætlun,
en veður tafði nokkuð. Nú
standa yfir flutningar á nokkr-
um hundruðum fjár úr Hvamms-
sveit og úr Laxárdal í umrædd-
ar sveitir.
í Hvammssveit og í Laxárdal
var flutt í fyrra fé af Vestfjörð-
um. í Dalasýslu og tveim hrepp-
um í Strandasýslu, hefur verið
fjárlaust í eitt ár. Með þessum
síðustu flutningum er væntan-
lega að fullu lokið því mikla
stríði sem bændur hafa átt í
undanfarið, mæðiveikina, og fé
aftur komið í alla niðurskurðar-
hreppana.
Minkur hafði
ráðizt á kindirta
DYRAVERNDARINN MÓTMÆLIR
RLÓÐRAÐI Á SDÐURNESJUM
DÝRAVERNDARINN, sem út®---------
kom í gær hefst á greininni Blóð-
bað á Suðurnesjum, eftir ritstjór-
ann Guðmund Gíslason Hagalín.
Er þar sagt frá grindadrápi suður
í Njarðvíkum í sumar er leið.
Segir blaðið að þar hafi verið
höfð í frammi lögbrot, því í
íslenzkum lögum sé svo kveðið
á að bana skuli öllum dýrum á
sem kvalarminnstan hátt. — Við
grindardrápið í Njarðvíkum hafi
hvorki verið notaðar byssur né
grindarsveðjur eins og Færeying-
ar nota, heldur hafi allsóvanir
menn haft að vopni ljái, beltis-
hnífa eða breddur. Hafi menn
stungið og skorið af miklum móði
en særðir hvalir þeyttu blóð-
blöndnum sjóstrókum í loft upp.
Átelur blaðið þessar aðfarir
harðlega og segir síðan: „Hvernig
var það í vetur, þegar sagt var
frá hagaleysinu á Austuröræfum?
Þá loguðu blaðamennirnir af á-
huga fyrir því, að brugðið væri
við til bjargar hreindýrunum. En
grindhvelin eru sannarlega dýr
með heitu blóði og ekki síður
næmri tilfinningu en hreindýrin!
Þá verður og að krefjast þess af
yfirvöldunum, að þau láti ekki
blóðbað eins og það, sem fram
fór í Njarðvíkunum, vera víta-
laust“.
Óskar Einarsson
læknir heiðurs-
féigi S.Í.B.S.
f TILEFNI Berklavarnadagsins
var Óskar Einarsson, læknir, kjör
inn ’heiðursfélagi S.Í.B.S. Óskar
var einn af eindregnustu hvata-
mönnum að stofnun sambandsins
og styrkur stuðningsmaður þess
æ síðan. Hann starfaði um margra
ára skeið að velferðar málum
berklasjúklinga utan og innan
heilsuhælis og kom mörgum
þeirra á réttan kjöl í lífinu.
Hús skemmist
af eldi
NOKKURT brunatjón varð í gær
á húsinu Hrísateig 4 en það er
timburhús og kom eldur í stofu
í rishæð hússins. Var eldurinn
orðinn magnaður er slökkviliðið
kom á vettvang. Brunavörðum
tókst fljótlega að kæfa eldinn í
stofunni, og þaðan breiddist hann
ekki út. í stofunni varð tjón á
innanstokksmunum, af völdum
eldsins, en einnig urðu nokkrar
skemmdir í húsinu af vatni og
reyk.
Eigandi hússins er Haraldur
Sigurðsson og býr hann þar.
Danskur prófessor
í fyrlestrarferð
HING A Ð til lands kemur á
morgun, 10. þ. m., prófessor
dr. theol. Hal Koch í boði Guð-
fræðideildar Háskóla íslands.
Dr. Koch var skipaður prófessor
í kirkjusögu við Kaupmanna-
hafnarháskóla árið 1937, en hafði
lokið doktorsprófi 1932 með vörn
ritgerðar um Origenes kirkju-
föður. Hefur hann gefið út ýmis
rit kirkjusögulegs efnis, aðallega
úr danskri kirkjusögu, auk fjölda
ritgerða. Kvæntur er hann Bodil
Koch, sem er guðfræðingur að
mennt og nú kirkjumálaráðherra
Dana. Hér mun hann væntanlega
flytja opinberlega einn fyrirlest-
ur um Konstantínus mikla mánu-
daginn 14. þ. m. kl. 10 f. h., og
tvo fyrirlestra um kirkjuna í
veraldlegu umhverfi nútímans
miðvikudaginn 16. og föstudag-
inn 18. þ. m. kl. 10 f. h. Öllum
er heimill aðgangur að fyrir-
lestrum þessum.
(Frá guðfræðideildinni).
HOFI, Vatnsdal, 8. okt. — Síðast
liðinn sunnudag, þegar smalað
var á Hofi, var ein ær alblóðug
á kviðnum. Þegar farið var að að-
gæta þetta nánar kom í ljós að
engu var líkara en að júgur skepn
unnar hefði verið margskorið
sundur með hníf. Kindinni var
slátrað og kom þá í ljós að þetta
voru tannaför eftir'. mink. Vitað
er að vargur þessi hefur haldið
sig við Vatnsdalsá undanfarin ár.
Hefur t.d. fuglum fækkað þar
mikið, og setja menn það í sam-
band við minkinn.
Á Blönduósi er sauðfjárslátr-
un enn í fullum gangi. Dilkar
úr Vatnsdal hafa reynzt óvenju
þungir í ár, og er meðal kroppa-
þungi víða hér í dalnum 16—17
kg. — Ágúst.
Hlutu viðurkenn-
in^u fyrir aðgæzlu
í akstri
EFTIRTALDIR bifreiðaeigendur
hafa hlotið viðurkenningu F.Í.B.:
R 1010 — eigandi Soffia
Classen, Reynistað, Skerjafirði.
R 2164 — eigandi Jón Egils-
son, Meðalholti 17.
R 2737 — eigandi Einar Einars-
son, Mánagötu 9.
R 2778 — eigandi Svavar Guð-
mundsson, Laugaveg 160.
R 2805 — eigandi Þórir Þórar-
insson, Laugaveg 76.
R 5142 — eigandi Guðbjartur
Guðmundsson, Njálsgötu 15 A.
R 7003 — eigandi Unnur Jóns-
dóttir, Eiríksgötu 15.
R 8300 — eigandi Björn Ófeigs-
son, Vífilsgötu 9.
R 8703 — eigandi Bergur Guð-
mundsson, Skipasundi 30.
R 9173 — eigandi Heiðar Har-
aldsson, Tungötu 42.
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda,
óskar þess að réttir eigendur
vitji viðurkenninganna á skrif-
stofu félagsins að Skólavörðu-
stíg 16, en hún er opin alla virka
daga nema laugardaga kl. 1—4
eftir hádegi.
(Frá F.Í.B.)