Morgunblaðið - 15.10.1957, Page 3

Morgunblaðið - 15.10.1957, Page 3
3 Þriðjudagur 15. október 1957 MOnCTJlSBl 4T) IÐ Væntir þess oð fiinno lifiomdá ó steino Samtal við Theodor Green öldungadeildarþingmann BLAÐAMENN frá Reykjavíkurblöðunum hittu í gser að heimili bandaríska sendiherrans, öldungadeildarþingmanninn, Theodor Green, sem er formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar. en hann hefur um langt skeið verið meðal áhrifamestu rnanna um mótun bandarískrar utanríkisstefnu. Green þingmaður er orðinn háaldraður maður, 91 árs, en ennþá svo ungur í anda, að allar líkur benda til að hann bjóði sig fram til þings, þótt hann yrði 100 ára. langar okkur i nefndinni til að kynnast því af eigin raun, hvað Með þotu á slipsinu Þrátt fyrir þennan háa aldur sáu blaðamennirnir enga ástæðu til að hlífa honum við spurning- sé að og hvernig sé hægt að bæta úr því. Theodor Green öldungadeildarþingmaður og John J. Muccio sendiherra Bandaríkjanna hér á landi ræða við blaðameun. Ég þarf ekki að taka það fram, hélt Green þingm. áfram að við Bandaríkjamenn álítum Atlants- hafsbandalagið lífsnauðsynlegt og að þar undir sé öll tilvera okk ar komin, að það haldist sem styrkast. — Hafið þér haft tækifæri til að ræða við íslenzka stjórnmála' menn um samstarfið í NATO? — Já, mér hefur veitzt sú ánægja, að tala við íslenzka ráðherra og ýmsa fleiri áhrifa menn og það gleður mig, að þær viðræður eru mjög upp- örvandi. Þar kom fram lifandi áhugi á stefnu og starfi NATO. Ég vildi vona, að ég fengi sömu undirtektir í öllum hin- um þátttökuríkjunum, sem ég heimsæki. Og það er einnig þýðingarmikið að menn sýni áhuga sinn ekki aðeins í orð- um, heldur líka í verkum. Fyrstu lýðveldin austan og vestan hafs Og öldungadeildarþingmaður- inn hélt áfram: — Þótt ég hafi ekki dvalizt hérna lengi, þykist ég þegar hafa séð, að ísland er dásamlegt land. Þetta er lítil þjóð, sem hefur mikil áhrif á alþjóðavettvangi. Ég kem í rauninni líka frá litlu landi, það er Rhode Island, sem ég er fulltrúi fyrir á þingi. Það er eitt af minnstu ríkjunum í Bandaríkjunum. Og það er ýmis- legt sameiginlegt með fslandi og Rhode Island. Þið voruð fyrsta lýðveldið í Evrópu og við vorum einnig fyrsta ríkið í Bandaríkj- unum, sem lýsti yfir fullu sjálf- stæði og lýsti sig óháð Englend- ingum. íbúarnir í Rhode Island eru þekktir fyrir það að vera sjálf- stæðir í skoðunum. Ef einhverri staðhæfingu er beint að þeim, eru þeir ekki vanir að gleypa við henni, heldur hugsa þeir vand- lega sitt mál og hafa jafnvel til hneigingu til að svara: „Ég held ekki“. Það er sagt að litlar þjóð- ir séu oft svona. Máske eru ís- lendingar þannig líka, þið vitið það bezt sjálfir. Loks var Green þingmaður spurður: — Hvenær rennur út núverandi kjörtímabil yðar? — Á ég að taka þetta sem móðg un? spurði hann hlæjandi. — Finnst ykkur ég vera orðinn svona gamall? Nú það er eðlilegt, oUKSTEIM Brauðverð hækkar um nær 8% Ekkert stjórnarblaðanna sagði frá því á sunnudaginn var, að brauðverðið hefði hækkað þá daginn áður. Rúgbrauðin t.d. um nær 8%. Jafnskjótt og bakara- verkfallinu lauk fyrir rúmum mánuði sögðu Morgunblaðið og Vísir frá því, að tilætlunin mundi vera að bæta bökurunum kaup- hækkunina, sem um var samið. Morgunblaðið sagði t. d. hinn 12. september: „En nokkurn veginn fullvíst er andstæðingur minn við síðustu j að ríkisstjórnin hefir gert leyni- kosningar ætlaði líka að ná sér niðri á mér með því að halda því fram við kosningarnar, að ég væri orðinn svo gamall, að ég myndi falla frá á þessu kjörtíma- bili. En ég svaraði honum þá, að ég væri hvergi hræddur. M.a.s. segja væri ég ákveðinn í að bjóða mig fram við næstu kosningar, hins vegar myndi ég máske íhuga það betur við þar næstu kosningar hvort ég færi fram, því að þá skorti mig aðeins eitt ár á hundraðið. Eft- ir þetta hætti andstæðingur- inn að tala um elli mína. — Þ. Th. um. Um sinn virtist hann verða þreyttur við þurrar pólitískar spurningar, en þegar tekið var upp léttara hjal, lifnaði hann aftur við og lét skemmtileg gam- anyrði fjúka. Green er lágvaxinn maður. Hann ber svip hins vitra öld- ungs og maður gæti haldið af lonéttunum sem hann ber, að hann væri íhaldssamur. En þegar betur er að gáð hefur hann sem slipsisnælu eftir- mynd af þrýstiloftsflugvél af nýjustu gerð. Er það skemiati- legt tákn þess að hinn aldraði maður fylgist með timanum. Heimurinn hefur minnkað — Utanríkisstefna Bandaríkj- anna hefur breytzt mikið á þeim tíma, sem ég hef setið á þingi, sagði Mr. Green. Bandaríkjamenn hafa neyðzt til að fella niður með öllu fyrri einangrunarstefnu sína. Það sem veldur því er einfald- lega, að heimurinn hefur hlaupið eins og ullartau. Fyrr á árum var það heilmikil ferð að fara til Evrópu frá Bandaríkjunum. Nú getur maður skroppið til Lund- úna til að borða miðdegisverð. Vegna þess, hve heimurinn hefur minnkað, skiljum við nú betur, að atburðir hvar sem er í heim- inum geta haff þýðingu fyrir okk ur, hvort sem þeir gerast í fjar- lægum Austurlöndum, nálægum Austurlöndum eða Evrópu. Ég býst við, að þið hér á ís- landi hafið einnig kynnzt því, hve heimurinn hefur verið að minnka og land ykkar að losna úr einangrun. Lifandi áhugi á NATO Spurt var, hver væri tngangur heimsóknar þingmannsins. Hann svaraði: — Ég er á ferðalagi til allra höfuðborga NATO-ríkjanna, sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinanr. Okkur leik- ur hugur á að kynnast viðhorfum annarra þátttökuríkjanna til þessa bandalags og hvernig hægt muni að efla það. Við trúum á þá grundvallarkenningu sem liggur að baki bándalaginu, að frjálsar þjóðir verði að vinna saman til að vernda menningu sína. Við vitum, að það eru að verki öfl, sem vilja sundra þessu samstarfi. Við höfum t.d. haft fregnir af því að sum þátttöku- ríkin séu með í samtökunum að- eins af hálfum hug. Þess vegna Hátíbisdagur Óhába sajnabarins ÞAÐ VAR FAGURT veður í Reykjavík um tvöleytið á sunnu- daginn, er stór hópur Reykvík- inga lagði leið sína upp Rauðar- árholtið. Það er venjulega manna á milli kennt við Sjómannaskól- ann eða vatsgeyminn, en nú hef- ur risið þar nýtt og mikið mann- virki, byggt af Óháða söfnuðinum til messugerða og félagsstarfs á fleiri sviðum. Byrjað var að grafa fyrir húsi þessu um miðjan júlí í fyrrasumar, en nú er þar fullgert félagsheimili og kirkja komin undir þak. Á sunnudag- inn var hornsteinn kirkjunnar lagður og félagsheimilið vígt og af því tilefni mikil hátíðahöld. Séra Emil Björnsson, prestur Óháða safnaðarins, messaði í kirkjunni kl. 2. Hún hefur verið steypt upp, en tréstoðir standa enn undir steypumótum í lofti og glugga vantar. Guðsþjónustan fór því fram í nokkuð óvenjulegu umhverfi, en var hátíðleg og hreif alla viðstadda. Presturinn fjallaði í ræðu sinni m.a. um hlutverk I kirkjunnar í þjóðfélagi nútímans. Hann sagði, að kirkjan ætti mikið verk að vinna í sambandi við tómstunda- og félagsstörf safnað- arfólksins og í samræmi við þetta væri hluti hinnar nýju byggingar sérstaklega úr garði gerður sem félagsheimili. Séra Emil vígði síðan heimilið og gaf því nafnið Kirkjubær. Að lokinni guðsþjónustu tók formaður safnaðarins, Andrés Andrésson klæðskerameistari, til máls. Hann veitti Kirkjubæ við- töku úr hendi byggingarnefndar, rakti með nokkrum orðum bygg- ingarsögu hússins og tilkynnti síðan, að borgarstjórinn í Reykja- vík myndi leggja hornstein kirkj unnar. Las Andrés skjal, sem lagt var í hornsteininn. Borgarstjórinn mælti síðan nokkur orð. Hann kvað það til mikillar blessunar fyrir Reykja- vík, er upp risu félagsheimili til kirkjulegrar starfsemi og þakkaði Óháða söfnuðinum fyrir sérlega ötult starf við að koma hinni samning við bakarameistara um að leyfa þeim annað hvort að hækka brauðverðið eða að það skuli greitt niður með framlög- um úr ríkissjóði". Sama dag sagði Þjóðviljinn: „Slúðursaga íhaldsblað- anna tilhæfulaus Vísir flytur lesendum sínum enn í gær slúðursögu íhaldsblað- anna um lausn bakaraverkfalls- ins, segist geta „upplýst að þeir (bakarameistarar) telja sig hafa loforð verðlagsyfirvaldanna fyrir því að þeim verði bættur skað- inn, annaðhvort með hærra verði eða niðurfelling útflutningssjóðs- gjalds". Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í Þjóðviljanum, er eng- inn fótur fyrir þessu slúðri Vísis og Morgunblaðsins---------- Þetta hefur Þjóðviljinn síðan endurtekið, jafnvel þótt Alþýðu- blaðið léti á sér skilja, að þvílík , .. ,, . , loforð hafi verið gefin sem Sjálf- hefm smn tima . Efmshyggjan er stæðisblöðin ^ ^ hm mikla bol nutimans, sagði borgarstjóri, en minnti jafnframt á, að fórnfúst starf eins og það, sem nú hefur verið unnið í Óháða söfnuðinum kemur miklu til leið- ar í uppbyggingunni. Borgarstjóri lagði síðan horn- stein kirkjunnar, en að athöfn- inni lokinni var gengið út og í Kirkjubæ. Þar höfðu safnaðar- konur veitingar allt fram á sjö- unda tímann Um kvöldið var samkoma fyrir safnaðarfólk. Var þar lýst byggingarstarfinu, fluttar kveðjur og árnaðaróskir og sungið. M.a. söng Kristinn Hallsson óperusöngvari kirkjulög með aðstoð Fritz Weisshappel. Þess skal að lokum getið að húsakynnum í byggingu Óháða safnaðarins var lýst hér í blað- inu sl. föstudag. nýju byggingu upp. Hann minnti á orð Prédikarans: „Öllu er af- mörkuð stund . . . . að rífa niður hefir sinn tíma og að byggja upp ^ — Andrés Andrésson les skjalið, sem múrað var í hornstein kirkju Óháða safnaðarins sl. sunnu- dag. Hjá honum standa Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri og séra Emil Björnsson. (Ljósm. Gunnar Rúnar). Nú hefur reynslan skorið úr. Verðhækkunin hefur orðið, alveg eins og sagt var fyrir, enda hafði henni eða niðurgreiðslu úr ríkis- sjóði verið lofað. Ekki tilviljun Sama daginn og hækkun brauð verðsins varð birti Þjóðviljinn í forystugrein þetta eftir kommún- istablaðinu Mjölni á Siglufirði: „Komið hefur verið á verð- lagseftirliti með þeim árangri, að flestar helztu nauðsynjar almenn ings hafa haldizt óbreyttar í verði, enda hefur vísitala sára lítið breytzt í tíð núverandi stjórnar". Víst er það óheppilegt, að ein- mitt sama daginn og svo óum- deilanleg nauðsynjavara eins og brauð hækkaði skyldi Þjóðvilj- inn hampa þessari fjarstæðu úr Mjölni. En þó er hér engan veg- inn um tilviljun að ræða, því að stöðugar verðhækkanir hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Þær hafa raunar að nokkru verið fald- ar með niðurgrciðslum úr ríkis- sjóði. En nú bætast við nokkur hundruð milljóna í nýjum skött- um á almenning, m. a. til að standa undir niðurgreiðslunum. Aðrar hækkanir lenda umsvifa laust á almenningi. í þessu sama laugardagsblaði Þjóðviljans seg- ir t.d.: „Það konj Póstinum á óvart, þegar hann keypti sér „einn kók“ einn daginn í vikunni, að kókið hafði hækkað í verði, hann hafði ekki séð neina tilkynningu eða auglýsingu í blöðunum um það, að útsöluverð gosdrykkja ætti að hækka. Og nú vil ég beina eftir- farandi spurningum til verðlags- yfirvaldanna: Hvers vegna er ekki tilkynnt opinberlega um slík ar verðhækkanir? Og á hvaða forsendum byggist verðhækkunin á gosdrykkjunum? Mér finnst að það megi ekki minna vera en fólk fái að fylgjast með þessum málum----------“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.