Morgunblaðið - 15.10.1957, Page 8
8
MORCVNBt AÐIÐ
J>riðjudagur 15. október 1957
Heimsókn í Volvo-verksmiðjurnar
Fyrsti bíllinn framleiddur
fyrir 30 árum
eftir Guðm. Þór Pálss.
AÐFARANÓTT 14. apríl 1927
kom fyrsti Volvo-bílinn af renni-
bandinu, eftir miklar og erfiðar
fæðingarhríðir, opinn bíll „á stór-
um og fallegum tréhjólum" —
Já enn þann dag í dag er margt
fólk starfandi hjá Volvo-verk-
smiðjunum í Gautaborg, sem
vann að þessum fyrsta bíl 1927. —
Á þessu ári var haldið upp á 30
ára afmæli.
vegar að af landinu og þar urðu
þeir að heild.
Tilheyrði SKF
Árið 1934 var hlutabréfum
Volvo sleppt lausum í Kauphöll-
ina. Hlutaféð jókst úr 4 milljón-
um í 13 milljónir króna. Áður
hafði Volvo verið eign SKF en
nú varð fyrirtækið eign sænsku
þjóðarinnar.
var framleiðsla þeirra hafin
vegna þess að sala fólksbílsins
fór eftir árstíðum, og eitthvert
verkefni þurfti að vera fyrir
hendi fyrir starfsfólkið. En í raun
inni urðu það vörubílarnir og
nokkrum árum seinna langferða-
bílarnir sem urðu Volvo happa-
drýgstir og færðu þeim mestan
hagnaðinn. Árið 1939 var íram-
leiðslan 9000 bílar, 5000 vörubíl-
ar og 4000 fólksbílar. Þá var flutt
út 35% vörubílanna, en sama og
ekkert af fólksbílum. 15% efnis-
ins var erlent.
Stríðið hafði mikil áhrif
Svo kom styrjöldin og ástandið
Úr einum af stærstu vinnusölum Volvo-veikomiðjanna
Erfiðleikar í byrjun
Byrjunarerfiðleikarnir voru
miklir. Fyrst og fremst var það
að athuga, hvernig framleiða
ætti sænskan bil svo ódýrt, að
hægt væri að bjóða hinum ame-
rísku fyrirtækjum byrginn, sem
þegar voru búin að vinna mikla
markaði í Svíþjóð. Fjöldafram-
leiðsla var eina lausnin. Með
hinn takmarkaða sænska markað
fyrir augum, að minnsta kosti
fyrstu árin, var þetta ef til vill
framkvæmanlegt frá sænsku
sjónarmiði en ekki frá amerísku.
Þá var spurningin hvort sænsku
launin, sem þá voru mun lægri
en í Ameríku, gætu vegið upp á
móti þessu.
f öllu þessu myrkri gægðist
fram einstaka ljósgeisli. Mögu-
leikarnir voru reyndar miklir til
að byrja framleiðslu sænsks bíls.
Sænska stálið var heimsþekkt
fyrir gæði. Mörg sænsk iðnfyrir-
tæki voru þá víða þekkt í heim-
inum, og nöfn sem ASEA, SKF og
HUSQVARNA voru á marga
vörum. En þótt sænska stálið
væri gott voru vegirnir slæmir
að sama skapi, sérstaklega í sam
anburði við vegina í Ameríku.
Amerísku bílarnir, sem seldust
mest í Svíþjóð voru því gerðir
fyrir rennislétta steinsteypta
vegi og mikinn hraða, en ekki
fyrir hina holóttu sænsku vegi.
Þessir ljósgeislar lýstu upp
brautir hinna dugmiklu og kjark
góðu brautryðjepda. Framleiðsla
var hafin.
Tæknin var þegar á þeim árum
á háu stigi í Svíþjóð svo ekki voru
nein vandræði með verkfræðinga. I
Nokkrir höfðu unnið erlendis hjá j
þekktum bílaverksmiðjum t.d.
Ford-verksmiðjunum og fengið
mikla og góða reynslu þar. Mer.n
þessir urðu Volvo ómetanlegir í
uppbyggmgu fyrirtækisins. Enn-
fremur voru aðrir sendir út fyrir
landamæri til þess að kynna sér
ýmislegt á sviði framleiðslunnar.
Ólík iðnfyrirtæki voru ráðin til
þess að annast framleiðslu hinna
einstöku hluta bílsins. Samsetn-
ingarverksmiðjan var síðan stað-
sett í Gautaborg. Þangað komu
allir þessir einstöku hlutir víðs
Erifðleikar í framleiðslu
Samningarnir við hin einstöku
iðnfyrirtæki, sem önnuðust fram
leiðslu hinna ýmsu hluta, voru
oft erfiðir. Verðinu varð að halda
niðri. Oft var þetta áhættusamt.
Nefni ég hér eitt dæmi. Árið
1933 var teikning tilbúin af topp-
ventilvél, sem nota átti í vöru-
bifreiðir. Sveifarásinn í vél þess-
ari var nýjung á heimsmarkað-
inum að því leyti, að ásinn átti
að vera heill. Amerískar verk-
smiðjur höfðu haft samsettan ás.
Volvo sneri sér þá til nokkurra
amerískra fyrirtækja með fyrir-
spurnir hvort möguleiki væri
á smíði þessara ása eftir teikn-
ingu þeirra. Það sýndi sig hins
vegar að fyrirtæki þessi treystu
sér ekki til þess að framkvæma
það. Þá sneri Volvo sér til sænsks
fyrirtækis í Bofors, sem að vísu
treysti sér til þess en verðið
myndi verða óviðráðanlegt, ef
ekki yrði pantað meira en 5—6
þúsund, sem hafði það í för með
sér að þennan mótor varð að
framleiða í nokkur ár, og þó mót
orinn yrði endurbættur á ýmsan
hátt yrði sveifarásinn að haldast
óbreyttur. Geta má þess hér, að
þessi mótor hélzt í aðalatrið-
um óbreyttur svo og sveifarás-
inn í það langan tíma, að eftir
stríðið var þessi mótor framleidd
ur enn i nokkur ár.
breyttist óskaplega. Bílar hættu
að seljast og þeir sem meAan
áhugann höfðu komu nú með alls
konar afsakanir. Vissulega varð
árið 1939 metár í sölu, en þó seld-
ist minna en gert var ráð fyrir.
Orsökin til þessarar söluminnk-
unar var að nokkru leyti benzín-
skömmtun og að nokkru leyti
skortur á hjólbörðum. Ráðandi
menn hjá Volvo voru samt að
nokkru leyti viðbúnir þessu. í
mörg ár höfðu menn unnið að
því að geta knúið bíla með gasi
og nú byrjaði framleiðsla slíkra
bíla. Volvo-verksmiðjurnar voru
ekki einar um hituna, en voru
hins vegar svolítið á undan hin-
um. Framleiðslan er einföld og
margir fylgdu þess vegna á eftir.
Volvo framleiddi þess vegna ekki
meira en 13000 stykki. Eftir
fyrsta áfallið byrjaði salan smám
saman aftur og var sænski her-
inn þá aðalviðskiptavinurinn. En
nú komu aftur tvö vandamá’ sem
þurfti að yfirvinna. í fyrsta lagi
að byrja framleiðslu í Svíþjóð
á hlutum þeim sem áður voru
keyptir erlendis frá. I öðru lagi
að fá næg verkefni handa hinum
mörgu verksmiðjum. Það leystist
hins vegar af einskærri heppni
með því að tekizt hafði að fá mik-
Söluerfiðleikar
Bílakaupmenn höfðu vissulega
áhuga á sænska bílnum,, en að
hætta peningum í það að reyna
að selja hann vildu þeir ekki.
Sem betur fer voru aðrir sem
vissu mmna um bíla yfirleitt, en
voru hins vegar djarfari. Kaup-
maður í Vármland, hermaður í
Vástergötland og bankastjóri í
Smáland höfðu hugrekki til þess
að leggja út í það mikla ævin-
týri að kaupa bílinn. Nokkrir
sölumenn fengust að vísu í Stokk
hólmi og Gautaborg. Eftir því
sem árin liðu og bíllinn fékk
betra orð á sig gekk betur og
betur að fá sölumenn í landinu.
Vörubílarnir koma tii sögunnar
Á öðru ári hóf Volvo fram- j
leiðslu vörubílanna. Upprunalega,
inn vélakost til verksmiðjunnar
áður en höfnin í Petsamo lokað-
ist. í sambandi við gúmmískort-
inn hafði Volvo byrjað fram-
leiðslu á traktorum, sem ekki
þurftu dekk, en sú framleiðslu-
aukning sem herinn hafði í för
með sér olli því að framleiðsla
þessara traktora hófst ekki að
fullu fyrr en eftir stríðið. Stríðið
hafði þegar á allt var litið aðeins
haft gott í för með sér fyrir
Volvo. Erlend bifreiðafyrirtæki
höfðu á meðan á stríðinu stóð
ekki haft nokkurn tíma til þess
að sinna framtíðaráætlunum í
framleiðslu, vegna anna í fram-
leiðslu stríðstækja. Volvo hafði
hins vegar notað tímann til und-
irbúnings, svo fyrirtækið stóð
ekki uppi með tómar hendur eft-
ir stríðið. Unnið hafði verið að
litlum fólksbíl og nýjum diesel-
mótor. Á tveimur síðustu árum
stríðsins höfðu Opel bílarnir
þýzku byrjað að vinna markaði
í Svíþjóð og sýnt var að þeir
myndu ná miklum vinsældum
ekki sízt vegna þess að vegirnir
voru nú orðnir sæmilegir.
Fólksbíllinn náði gífurlegum
vínsældum
En litli sænski bíllinn, sem
kallaðist PV 444 náði geysivin-
sældum og vakti óskipta athygli
á bílasýningunni í Stokkhólmi
1944. Vinsældirnar má sjá af því
einu að enn 1957 er þessi vagn
framleiddur að mestu óbreyttur.
Að bíllinn skyldi ná slíkum vin-
sældum þorðu forráðamenn
Volvo ekki að láta sig dreyma
um áður. Því síður að hann
myndi vinna mikla markaði í
bílalandinu Ameríku og ná þar
miklum vinsældum. Eigi síður
merkilegur varð dieselmóiu-inn.
Til voru tvær teikningar, önnur
gerðin gekk mjög hljóðlega, en
hin var sparsamari en hins vegar
heldur hljóðmeiri. Fyrri gerðin
varð fyrir valinu, en hin tekin til
betri athugunar og endtjrbóta á
hljóðdeyfingu. Nú er svo komið
að 70% af vörubílunum eru með
þessum mótor og allir fólks-
flutningavagnarnir.
Skortur á stáli
Árin eftir stríð urðu að sumu
leyti erfið fyrir Volvo. Skortur
á stáli var mjög mikill um leið
og eftirspurn eftir bílum jókst.
Þetta hafði í för með sér að fram
leiðsla litla fólksbílsins komst
ekki í framkvæmd að neinu veru
legu leyti fyrr en 1947, og jafn-
vel þá í litlum mæli.
f Svíþjóð hafa hin góðu lífs-
skilyrði haft þær afleiðingar á
fólksflutningamarkaðinum, sem
enginn þorði að láta sig dreyma
um. Þegar Volvo byrjaði starf-
semi sína var einn bíll á 55 íbúa.
f lok 1954 var einn bíll á 11 íbúa.
Svíþjóð er þriðja mesta bílaland
heimsins á eftir USA og Cgnada.
Volvo í dag
f Gautaborg eru allar tegundir
Volvo-bíla teiknaðar og þar er
genginn sá langi vegur milli
teikniborðs og tilbúinnar fram-
leiðslu. Eins og áður er getið eru
allir hlutir í bílanna framleiddir
á ólíkum stöðum í landinu. Mörg
þessara iðnfyrirtækja hafa unnið
með Volvo frá byrjun. Þessir
hlutir streyma síðan til Gauta-
borgar jneð alls konar flutninga-
tækjum. Þar ganga þeir gegnum
sérstaka eftirlitsdeild, þar sem
fram fara alls konar mælingar, —
allt verður að vera nákvæmt.
Eftir að teikningin hefir verið
samþykkt er gert líkan af bíln-
um í minnkaðri mynd. Þegar bíll
inn hefir verið samþykktur í
höfuðatriðum er gert líkan í fullri
stærð. Það er gert úr tré en allar
ytri línur úr leir, sem gerir betur
mögulegt að mynda útlínurnar.
Bíllinn er ryðfrír
Þegar hús bílsins kemur til
Gautaborgar á járnbrautarvögn-
um er það athugað mjög vel.
Meðal annars hvort það hefir
laskazt á leiðinni. Húsið er síðan
allt fínslípað eftir að hreinsuð
hefur verið af ryðvarnarolían
sem var á því á leiðinni. Síðan
fer húsið inn í 65 metra langa
fosfatvél, þar sem það gengur í
gegnum margs konar böð. Meðal
annars er húsinu dýft upp að
miðju í ryðvarnarvökva.
Á renniböndum
Það eru nokkrar milljónir
handtaka sem framkvæma verð-
ur við rennibandið. Allt er jafn
mikilvægt. Arne Niklasson verð-
ur að ljúka við að setja í rúðurn-
ar á tilsettum tíma og Yngve
Karlsson verður að vera tilbúinn
að setja húsið ofan á fram og
afturöxulinn á þriðju hverri mín
útu. Hver og einn hefir sínu starfi
að gegna og hver og einn verður
að framkvæma það á tilsettum
tíma. Annars verður að stöðva
bandið, dagsframleiðslan minnk-
ar og það sést á launaumslögun-
um hjá þeim 310 er við renni-
bandið vinna. Þeir vinna að
nokkru leyti í akkorði.
Allt þetta virðist manni óskilj-
anlegt þegar inn í verksmiðjuna
kemur. En þegar maður hefir lit-
ið í kringum um sig sér maður
sér til mikillar undrunar að menn
irnir geta fengið sér kaffi án
þess að bandið sé stöðvað. Hang-
andi í rennibandi koma svo hlut-
ir þeir er í bílinn eiga að setjast.
Renniband þetta nálgast smám
saman gólfið þar sem mennirnir
taka við hlutunum og festa á
bílinn með skrúflyklum sem
knúðir eru lofti.
Samsetning vörubíla og
áætlunarbíla
Þegar komið er inn í þá deild
verksmiðjunnar, þar sem settir
eru saman vörubílar og áætlun-
arbílar gengur allt vissulega hæg
ar, en allt er stærra. Þarna eru í
samsetningu margar gerðir bíla,
herbílar áætlunarbílar, vörubílar
af ýmsum stærðum. Unnið er við
grindurnar á hvolfi til að byrja
með til hægðarauka við að koma
á fjöðrum og öxlum. Síðan er
grindinni snúið við, með því að
Nýjasta Volvo-bifreiðin