Morgunblaðið - 15.10.1957, Qupperneq 19
.Þriðjuífegur 15. október 1957
MO RGUMÍLAfílÐ
U
40 þúsurtd
skobuðu Ijósmyndasýningu
Afmælisháííð Heimis
HINNI merku ljósmyndasýningu
„Fjölskyldu þjóðanna“ lauk
seinni hluta sunnudagsins. Þrátt
fyrir geysilega aðsókn að henni
var ekki hægt að framlengja
hana nema um einn dag, vegna
þess að kennsla hófst á mánudag-
inn í kennslustofunum sem hún
var í.
Ljósmyndasýningin sló öll met
I aðsókn. Þegar henni lauk höfðu
alls 40,866 sýningargestir komið
á hana. Er ekki vafi á því, að
ef hún hefði getað verið lengur
Vegir í V.-
Skaftafellssýslu
JÓN KJARTANSSON, þingmað-
ur Vestur-Skaftfellinga, hefur
lagt fram í efri deild tillögu, sem
lýtur að breytingum á vegalög-
um. Fjallar tillagan um lagningu
Péturseyjarvegar og Meðallands-
vegar, svo og um vegarstæði
Holtsvegar. Leggur flutnings-
maður til, að hann liggi af Suð-
urlandsvegi austan við Eldhraun
um Skaftarbrún vestri að Holti,
inn Holtsdal, um Skaftárdal að
Búlandi í Skaftártungu.
Brunaffón
í Kópavogi
Á SUNNUÐAG síðdegis varð
allmikið tjón að Kópavogsbraut
32, er eldur kom upp í húsinu.
Olli hann mestum spjöllum í ris-
hæð þess, en tjón varð einnig
annars staðar af reyk og vatni.
Slökkvilið er ekkert í Kópavogi,
en Reykjavíkurliðið sinnir bruna
köllum þaðan úr kaupstaðnum.
Fór það á vettvang á sunnudag-
inn og barðist við eldinn rúma
klukkustund, áður en hann varð
að fullu slökktur.
AKRANESI, 14. okt. — Tveir
reknetjabátar lögðu héðan úr
höfn um helgina. Annar sneri
við, en hin lagði net, en fékk að-
eins fáeinar síldar í þau. — O.
Félagslíf
Handknattleiksdeild KR
Æfing í kvöld. Piltar II. og III.
flokkur kl. 8,30; stúlkur 9,20. —
Piltar, meistara og I. flokkur kl.
10,10. Áríðandi æfing. Mætið vel.
hér hefði aðsóknin haldið áfram.
Á sýningunni voru rúmlega 500
ljósmyndir víðsvegar að úr heim-
inum, sem sýndu atvik úr lífi
fólks af öllum kynþáttum.
Fyrsfu söluferðir
til Bretlands
NÚ eru fyrstu togararnir að
leggja að staf í söiuferð til Bret-
land. Það eru þeir Jörundur sem
mun selja afla sinn í Bretlandi
á fimmtudag og Karlsefni á
föstudag.
Það er nú ljóst að siglingar tog-
ara á erlenda markaði verða í
haust miklu minni en áður. í
september var veitt heimild til
að selja 10 togarafarma í Vestur-
Þýzkalandi. Jafnvel sú heimild
var ekki fullnotuð, því að aðeins
7 ferðir voru farnar.
Veitt hefur verið heimild til að
fara 17 söluferðir til útlanda í
október-mánuði og má velja um
hvort siglt er til Þýzkalands eða
Bretlands.
— Svíjb/oð
Frh. af bls. 1.
flokksins, sem jafnframt er
innanríkisráðherra í núver-
andi stjórn, lýsti því yfir í
dag fyrir hönd flokks sins, að
ef jafnaðarmenn gerðu alvöru
úr því að bera fram frumvarp
um lögfestan ellilífeyri, muni
hann og hans flokksmenn slíta
stjórnarsamstarfinu.
Ef svo færi sem Hedlund boð-
ar þýddi það væntanlega, að jafn
aðarmenn mynduðu minnihluta-
stjórn. Sú stjórn myndi þá leggja
fram frumvarpið og þegar það
yrði fellt myndi hún rjúfa þing
og efna til nýrra kosninga, lík-
lega í janúar. Virðist nú sem
flokkarnir nema jafnaðarmenn,
séu farnir að reikna með kosn-
ingum í vetur.
SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld
minntist Heimir, félag ungra
Sjálfstæðismanna í Keflavík 10
ára afmælis félagsins með sam-
komu í ungmennafélagshúsinu.
Var hátíð þessi vel sótt og hin
ánægj ulegasta.
Formaður félagsins, Kristján
Guðlaugsson, setti samkomuna
með ávarpi, en Sigurður 'Stein-
dórsson kynnti síðan dagskrár-
atriði.
Ræður fluttu formaður Sjálf-
stæðisfiokksins Ólafur Thors,
alþm., og Eyjólfur K. Jónsson,
lögfræðingur, sem flutti kveðju
frá stjðrn Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna. Var ræðumönnum
mjög vel fagnað.
Guðmundur Jónsson, óperu-
söngvari, söng nokkur lög við
undirleik Fritz Weisshappel og
Karl Guðmundsson, leikari
skemmti með gamanvísum ogj
eftirhermum. Að lokum var stig- J
inn dans.
— Truflanir
Frh. af bls. 1.
hvorki meira né minna en 60
rússneskar trufiunarstöðvar.
Á morgnana eru þær miklu
færri, oft um 20 talsins.
Rússnesku truflunarstöðvarnar
taka yfir mjög breitt svæði á
bylgjubandinu, miklu breiðara
en venjulegar útvarpsstöðvar
Þær nota ekki kallmerki og senda
út á bylgjulengdum, sem Rússar
hafa ekki leyfi til að nota skv.
alþjóðasamkomulaginu um
bylgjulengdir.
Tekizt hefur að miða sumar
stöðvarnar og staðsetja þær ná-
kvæmlega og hafa Rússum þá
verið send mótmæli vegna starf-
rækslu þeirra, en slíkum athuga-
semdum hafa þeir ekki svarað.
Mun þetta mál verða tekið upp
á alþjóða bylgjulengdarráðstefn-
unni ,sem haldin verður í júlí
1959.
Volvoeigendur
Áformað er að efna til félagssamtaka þeirra er eiga
Volvo-fólksbifreiðar. Ákveðið hefur verið að boða
til stofnfundar á Café Höll, uppi, þriðjudaginn
15. október kl. 8,30 síðdegis.
Undirbúningsnefndin
— Sljórnin.
Sunddeild K.R.
Sundæfingar eru í Sundhöllinni
í kvöld kl. 7, fyrir börn og 7,30
fyrir fullorðna. Helga Haraldsdótt
ir hefur verið ráðin þjálfari í vet
ur. — Stjórnin.
Skrifstofustúlka
vön vélritu nóskas tum þriggja vikna skeið. —
Uppl. í síma 15363 eftir hádegi.
Knattspyrnufélagið Þróttur
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í skálanum við Ægissíðu,
sunnudaginn 20. október kl. 2,00.
1. Venjuleg aðalfundarstörf. —
2. Önnur mál. — Stjórnin.
Aðalfundur sunddeildar K.R.
verður haldinn þriðjud. 29. okt.
k.. 8,45 e.h. í Félagsheimilinu. —
Fundarefni: Venjuleg aðalfundar
Störf. — Stjórnin.
Mínar innilegustu þakkir færi ég eigendum Klæðav.
j Álafoss hf., samstarfsfólki minu, skyldmennum og svo
i mörgum öðrum, fyrir mjög rausnarlegar gjafir, kveðjur
og margvíslega vinsemd og hjáip auðsýnda mér á 60 ára
afmæli mínu.
Jakobína Jóhannesdóttir,
Álafossi.
Kaup-Sala
3 notaðar amerískar
Linoíype setjaravélar
model 8, tvær 2-magasin, ein 3-
magasin, með steypumótum og
mótastykkjum ásamt rafmótor
fyrir víxlstraum, Engilkap bræslu
pottur ásamt nýju Polytype létt-
málms-magasini, til sölu með
sanngjörnu verði, sé samið strax.
Svar merkt: K. 21, sendist Wolffs
Box, Köbenhavn K.
S<nimkoivtur
K. F. U. K. — Ad.
Fundur í kvöld kl. 8,30. Bjarni
Eyjólfsson, ritstjóri talar. — Allt
kvenfólk hjartanlega velkomið.
Alúðar þakkir til allra, er sendu mér skeyti, blóm og
gjafir á sjötugsafmælinu og veitt hafa mér gestrisni og
einlægan vinarhug í sumar.
Aftur einlægar þakkir til allra nær og fjær.
Jón Ólafsson (Stál.)
Mínar beztu þakkir sendi ég ykkur öllum vinum og
vandamönnum fjær og nær, sem heimsóttu mig á sjötugs
afmæli mínu 10. október og á annan hátt glöddu mig með
gjöfum, skeytum og hlýju handtaki og gerðu mér daginn
ógleymanlegan.
Guð verndi ykkur öU.
Björg H. Bjarnadóttir.
Þakka hjartanlega auðsýnda vinsemd á sextugsafmæli
mínu.
Franziska Sigurjónsdóttir.
Alúðar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig mcð
heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á sjötugsafmæli
mínu 25. september síðastliðinn.
Soffía Jósafatsdóttir.
Öllum þeim, sem með heimsókn, dýrum og merkum
gjöfum, heillaskeytum og öðrum vinahótum færðu birtu
og yl inn í sál mína og inn á heimili mitt 7. október sl.,
sendi ég hér með mitt innilegasta þakklæti og vinar
kveðju.
Ég bið algóðan guð að standa vörð um velferð ykltar og
launa ykkur, þegar mest á ríður.
Lifið öll heiL
10. október 1957.
Hannes Guðbrandsson,
Hækingsdal, Kjós.
Móðir mín
JÓHANNA INGIMUNDARDÓTTIB
frá Tannanesi, andaðist í Landsspítalanum aðfaranótt 12.
þ. mán.
Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna
Fanney Guðmundsdóttir.
ODDNÝ JÓNSDÓTTIR,
Borgarnesi,
verður jarðsungin miðvikudaginn 16. október.
Húskveðja hefst kl. 13,30.
Vandamenn.
Útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu
INGVELDAR ERASMUSDÓTTUR
frá Krossanesi, fer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 16. þ. m. klukkan 1,30 e. h.
Auðun Jóhannesson,
Páll Guðmundsson, Jóna Ólafsdéttir,
Guðni Guðmundsson, Sigrún Oddgeirsdóttir
og barnabörn.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför föður okkar
EINARS JÓNSSONAR
Njálsgötu 69
Fyrir hönd okkar systkinanna
Sigurður Einarsson.
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem auð-
sýndu samúð og veittu margvíslega hjálp við andlát og
jaarðarför frænku okkar
GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR
frá Ölvisholtshjáleigu í Holtum.
Guð blessi ykkur og launi ríkulega.
Fyrir hönd ættingja.
Margrét Árnadóttir,
Laugaveg 99..
Þökkum innilega öllum, sem auðsýndu okkur samúð
við andlát og jarðarför móður okkar
MARGRÉTAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
frá Mjóafirði, sem lézt að heimili sínu Þórsmörk, Nes-
kaupstað, þ. 24. september.
Matthildur G. J. Jónsdóttir,
og fjölskylda,
Þórarinn Jónsson, Borgþór M. Jónsson.
Þökkum innilega fyrir auðsýnda vináttu og samúð við
fráfall og útför
SIGRÍÐAR KORNELÍUSDÓTTUR
Óskar Sigurðsson,
Jóhanna Óskarsdóttir,
Kornelía Óskarsdóttir,
Jóhanna Gísladóttir.