Morgunblaðið - 18.10.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1957, Blaðsíða 2
2 MORCVISBI 4ÐIÐ Föstudagur 18. október 1M7 Bæjarstjórn skorar á ríkis- stjórnina að leysa gufuborinn f f f f • haldi þegar ur Vanskilaskuldir rikisins v/ð bæjar- sjóð nema 23 milljónum króna Ræða borgarsfjóra á bæjarsfjórnarfundi í gær ALLLANGAR og fróðlegar umræður urðu á bæjarstjórn- arfundi í gær út af gufubor þeim, er kominn er til lands- ius og er sameign rflds og bæjar. Eins og kunnugt er af fyrri blaðaskrifum, sam- þykkti bæjarstjórn fyrir nokkru síðan tillögu þess efnis, að skora á ríkisstjórn og Alþingi að fella niður eða lækka verulega aðflutnings- gjöld og tolla af jarðbornum. Ríkisstjómin svaraði þessari ályktun bæjarstjórnar neit- andi og birti jafnframt bréf sitt í áróðursskyni í blöðum stjórnarflokkanna. Þórður Bjömsson, bæjarfull- trúi Framsóknarmanna, reis upp á bæjarstjómarfundi í gær og bar fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn sætti sig við þessi málalok möglunarlaust og ákvæði að greiða þegar hluta Reykjavíkurbæjar aí aðflutnings gjöldunum. Ræffa borgarstjóra Borgarstjóri tók nú til máls og hélt ýtarlega ræðu um aðdrag- andann að því að gufubor þessi hefur verið keyptur til landsins. Það er upphaf þessa máls frá bæjarins hendi, sagði borgarstjóri, að hitaveitunefnd Reykjavíkurbæjar var kosin haustið 1954 og skyldi hún gera rannsóknir og tillögur varðandi nýtingu hitaorku. Þessi nefnd lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum, að athuga möguleika á orkugjafa vegna Hitaveitu Reykjavíkur í Krýsuvík og lagðt nefndin til að reynt yrði að fá stórvirkan gufubor á leigu eða til kaups. Fyrri leiðin var talin seskilegri þó dýr væri og var leit- að tilboða erlendis frá, bæði um kaup og leigu á slíkum bor. Rétt um sömu mundir var jarðborana- deild rikisins, sem er undir stjórn raforkumálastjóra, að und- irbúa kaup á jarðbor og hófust nú umræður milli raforkumála- stjóra og fulltrúa bæjarins. Kom öllum aðilum saman um það í þessum umræðum, að ekki væri rétt að ríki og bær væru hvort í sínu lagi að kaupa eða leigja svo dýrt tæki, heldur skyldu þess ir aðilar hafa samvinnu þar um. Yarð hið bezta samkomulag milli þessara aðila um tilbúning máls- ms, og varð niðurstaðan sú að stofnað var saraeignarfyrirtæki ríkis og bæjar um kaup og rekst- ur á stórvirkum gufubor og var samningur um pað gerður hinn 18. október 1956. Skyldi og ríki og bær kaupa jarðborinn í sam- einingu og leggja fram fé að jöfnu. Kosin var fjögurra manna stjórn, 2 frá ríki og 2 frá bæjar- félaginu. Var nú hafizt handa að kaupa borinn til landsins og hef- ur alla tíð verið hið bezta sam- starf milli allra aðila. Þegar farið var að reikna hvert kostnaðar- verð hans væri, kom í ljós, eins og vænta mátti, að mjög hafði það hækkað frá í fyrra og hafði stofnkostnaður hækkað á aðra milljón, en talsvert af því var vegna hinnar svonefndu „jóla- gjafar", sem samþykkt var um áramótin. Þegar í ljós kom hve stórkostlegar fúlgumar voru, sem giæiða átti af þessu tæki í tolla og aðflutningsgjöld, var tal ið sjálfsagt að fara fram á lækk- un þessara gjaida og var það ekki gert eingöngu vegna Reykja víkurbæjar, heldur vegna allra þeirra, sem síðar þurfa á þessum bor að halda. Það verður að hafa I huga, sagði borgarstjóri, að greiðsla fyrir notkun borsins hlýtur að miðast að verulegu leyti við það, hve stofnkostnaður hans verður hár og því lægri sem hann verður, því viðráðanlegri verða greiðslurnar. En aðflutn- ingsgjöldin eru hins vegar mikill liður í stofnkostnaðinum, þannig að lækkun þess liðs myndi hafa í för með sér minni gjöld fyrir þá, sem nota vilja borinn, hvar sem þeir eru á landinu. Bæjar- ráði Reykjavíkur þótti sjálfsagt að fara fram á eftirgjöf eða lækkun á aðflutningsgjöldum og féllst bæjarstjórnin á það með því að samþykkja með samhljóða atkvæðum að beina þeirri áskor- un til ríkisstjórnar og Alþingis, að lækka þessi gjöld. Eftirgjöf algengt fyrirbrigffi Það vakti hina mestu furðu, þegar bréf ríkisstjórnarinnar barst þess efnis, að algerlega var neitað um eins eyris eftirgjöf. í bréfinu er staðhæft að allir aðr- ir aðilar verði að greiða slík gjöld af innílutningi tækja en í því sambandi er rétt að benda á að fjöldi aðila fær eftirgjafir á slíkum gjöldum og í lögum eru beinlínis tilteknir heilir flokkar af tækjum, sem heimilt sé að undanþiggja gjöldum að nokkru eða öllu og hefur það verið gert um vélar, sem hafa verulega þýð- ingu fyrir framleiðslu lands- manna til lands og sjávar. Borg- arstjóri kvað það furðulegt, að ríkisstjórnin hefði notað þetta tækifæri til aðdróttana í garð Reykjavíkurbæjar um „greiðslu- drátt“ og „tafir“, sem Reykja- víkurbær hefði valdið, því að slíkt er gersamlega tilefnislaust, sagði borgarstjóri. Það var og í hæsta máta óviðurkvæmilegt að ríkisstjórnin skyldi senda blöðunum þetta áróðursbréf áður en tækifæri var til að birta efni þess fyrir bæjarráði og bæjar- stjóm. í bréfi ríkisstjórnarinnar er tekið fram að ef Reykjavíkur- bær ekki greiði aðflutningsgjöld- in möglunarlaust, þá bjóðist ríkið til þess að taka eitt að sér að kaupa borinn og hafa rekstur hans með höndum. Máliff fyrir Alþiagi Ég tel svsur ríkisstjóraarinnar ósæmilegt, sagffi borgarstjórl. En endanlega er ekki úr því skorið, hveraig þetta mál fer, því þaff er á valdi Alþingis aff ákveffa um eftirgjöf á þeim gjöldum, sem hér er um aff ræða. Lýsti borgarstjóri því yfir að hann mundi næstu daga leggja þetta mál fyrir Ai- þingi. Ekkl stendur á greiffslum Reykjavíkurbæjar Borgarstjóri tók sérstaklega til meðferðar þær aðdróttanir, sem fólust í bréfi ríkisstjórnarinnar um að staðið hefði á Reykjavík- urbæ um greiðslur. Borg- arstjórinn sagðist hafa í höndum bréf um það að ríkis- sjóður hefði fyrst greitt hinn 5. október sinn hluta af innkaups- verði borsins. Kvaðst borgarstjóri hafa beðið raforkumálastjóra um sundurliðun á stofnkostnaði og greinargerð fyrir því, hvað væri áfallið til greiðslu og hefði það bréf fyrst borizt í fyrradag. En fyrr hefði ekki verið unnt, af bæjarins hálfu, að gera upp hluta bæjarins af verðinu. Erlendur kostnaður hefur numið 6 miilj. kr., þar af var erlent lán 4,8 millj. en afgangurinn 1,2 millj. skiptist að jöfnu milli ríkis og bæjar og sinn hluta greiddi Reykjavíkurbær um leið og rík- ið. Áfallinn kostnaður, fyrir ut- an tolla og aðflutningsgjöld nem- ur 800 þús. kr. Þar er um að ræða farmgjöld, vátryggingu og bankakostnað og þar af hefur Reykjavíkurbær borgað 490 þús. eða meira en helming af þess- um áfallna kostnaði. Það er því ástæðulaust, þegar ríkisstjórnin dróttar þvi að Reykjavíkurbæ, að hann sé í nokkrum vanskil- um út af þessum greiðslum, því það er ljóst, að Reykjavikurbær hefur staðið að öllu leyti í skil- um með greiðslur að öðru leyti en hvað aðflutningsgjöldunum viðvíkur, en af bæjarins hálfu er vitanlega ekki ástæða til að greiða þau gjöld fyrr en endan- lega er séð hvaða undirtektir það mál fær frá Alþingi. Vanskilaskuldir ríkissjóffs Borgarstjóri kvað það koma úr hörðustu átt, þegar ríkisstjórnin væri að bregða Reykjavíkurbæ um vanskil, því að nú stæði svo á, að ríkissjóður skuldaði Reykja vík rúmar 23 millj. kr., sem eru vanskilaskuldir ríkissjóðs vegna stofnkostnaðar barnaskóla, vegna rekstrar ýmissa skólastofnana, vegna heilsuverndarstöðvar og bæjarspitala, vegna Laugar- dalssvæðisins og margra fleiri atriða. Oft hafa vanskil rikissjóðs við Reykjavíkurbæ verið mikil, sagði borgarstjóri, en aldrei þó keyrt svo um þvert bak, eins og nú i ár. Það hefur lengi gengið illa hjá Reykjavík- urbæ að fá greiðslur frá ríkinu en aldrei eins illa og nú. Og á sama tima, sem ríkissjóður stend- ur í öffrum eins vanskilum og þessum, þá er ríkisstjómin aff skrifa bréf til Reykjavíkurbæjar um vanskil af hans hálfu á að- flutningsgjöldum %f gufuborn- um. Borgarstóri ítrekaði að lokum að hann teldi rétt að leitað yrði eftir vilja Alþingis í þessu máli í samræmi við það, 3em áður væri ákveðið með samhljóða at- kvæðum í bæjarstjóm, endá væri fjöldi fordæma um það að gefin væru eftir aðflutningsgjöld af tækjum, sem keypt væru til landsins. Bæjarfulltrúi Framsóknar- manna stóð nú upp og reyndi að bera blak af fjármálaráðherra sérstaklega í þessu sambandi, en tókst það að vonum heldur ó- fimlega. Loks kom fulltrúinn fram með tillögu þess efnis, eins og áður er getið, að Reykjavíkur- bær tæki svar ríkisstjórnarinnar gott og gilt. Borgarstjóri tók aftur til máls og kvað Reykjavíkurbæ ekki standa i vegi fyrir að taka borinn í notkun, heldur væri það ríkis- stjórnin, sem hefði hann í haldi og það væri hún, sem væri að tefja framkvæmd þessa nauð- synjamáls með stífni og ein- strengingshætti. Það ætti að vera hægt að fá samkomulag um fljóta afgreiðslu þessa máls á þingi, enda væru dæmi þess að miklu stærri mál væru afgreidd á örstuttum tíma. Borgar8tjóri kvaðst vera samþykkur þeim hluta tillögu Þórðar Björnssonar, sem fól í sér að nauðsynlegt væri að taka borinn í notkun, en bar fram breytingartillögu við siðari hluta tillögunnar, þess efnis að skorað væri á ríkisstjómina að leysa borina þegar í stað úr haldi. „Ríkissjóður verffur að passa upp á tekjur sínar“ Guffmundur Vigfússon tók nú til máls og sagði að sér hefði ekki fundizt það óeðlilegt, að bærinn óskaði eftir eftirgjöf eða niður- færslu á aðflutningsgjöldunum, en úr því að ríkisstjórnin hefði nú svarað svona eins og hún gerði, sem bæri út af fyrir sig að harma, þá væri það orðinn hlut- ur og þýddi ekki um það að sak- ast. Ríkisstjórnin verður auð- vitað að gæta að sinum tekju- stófnum, sagði Guðmundur. Hann taldi að tillaga á Alþingi yrði aðeins til þess að hleypa enn meiri stífni í málið. Ekkl síffur hagsmunir ríkis en bæjar Petrina Jakobson tók til máls og sagði að mikill skaði væri skeð ur ef ekki væri hægt að leysa úr þessu máli. Hér yrði að athuga að tollar hefðu mjög mikið hækk að og bréf ríkisstjómarinnar hefði borið vott um viljaleysi og væri ekki hægt að skella sök á Reykjavíkurbæ i því sambandi. Það væri ekki síður hagur fyrir ríkisstjórnina að fá samvinnu um þetta mál, heldur en fyrir bæ- inn. Petrína kvað sér vera kunn- ugt um að verkfræðingar færu nú bráðum að bíða vegna sam- setningar borsins og væri tjón ef þeir gætu ekki farið að vinna starf sitt. Bar hún því fram við- aukatillögu þess efnis, að ríkis- stórnin sæi sér fært að losa ein- staka hluta af bornum úr haldi, svo hægt væri að setja hann sam- an. Björgvin Frederlksen tók til máls og sagði að ljóst væri, hvaða hlutverk bæjarfulltrúi Fram- sóknar léki í þessu méli. Hefði hann unnið því hið mesta ógagn, því sýnilegt væri að undan hans rifjum væri runnið, hvernig kom ið væri. Væri ljóst að hér talaði ekki bæjarfulltrúi heldurfyrstog fremst umboðsmaður ríkisstjórn- arinnar. Nefndi B.F. dæmi um það, að algengt væri að aðflutn- ingsgjöld af nauðsynlegum tækj- um væru gefin eftir eða lækkuð. Kvað hann furðanlegt stórlæti af ríkisstjórninni, að bjóðast nú til að taka að sér ein kaup og rekst- ur þessa dýra bors, þegar komið væri í ljós, að stórkostlegur rekstrarhalli væri á búakap rik- isins og alltaf vantaði meira og meira fé. Treystist ekki til aff vera á móti Alfreff Gíslason tók nú til máls og kvaff sjálfsagt aff vikja þessu máli til Alþingis eins og bæjarstjóm hefði áður verið bú- in að samþykkja. Var nú gengiff til atkvæðagreiðslu og samþykkt svohljóðandi tillaga: „Að gefnu tilefni lýsir bæjar- stjóm því yfir að hún leggur megináherzlu á að hinn nýi jarð- bor bæjar og ríkis, sem fyrir nokkru kom til landsins og liggur í geymslu, verði þegar tekinn i notkun og skorar á ríkisstjómina að leysa borinn úr haldi þegar 1 stað eða að minnsta kosti af- henda hluta af járðbornum nú þegar, svo hægt verði að halda áfram undirbúningi og vinnu við samsetningu borsins á meðan samkomulagsumleitanir fara fram um innflutnings- og tolla- greiðslur af bornum**. Ekki treystust þeir Þórður Björnsson og Guðmundur Vig- fússon til þess að greiða atkvæði á móti þessari tillögu heldur sátu þeir báðir hjá. Annars var tillag- an samþykkt með samhljóða at- kvæðum. — Blekkingar Frh. af bls. 1. sem nú vildu gera það, ættu þá að segja skilmerkilega frá, að það væri meining þeirra — en ekki að blekkja alþjóð með því að telja til sparifjármyndunar inn- lög, sem væru allt annars eðlis. Ingólfur Jónsson: Aukning inn stæðna á sparisjóðsreikningum sýnir verðmætaaukninguna í þjóðfélaginu. Hlaupareiknings- viðskiptin eru annars eðlis, og þar hafa innstæður að undan- förnu hækkað vegna þess, að verzlunarfyrirtæki hafa ekki fengið gjaldeyri til vörukaupa, vörubirgðir þeirra hafa minnkað og ónotað rekstrarfé veríð lagt inn á hlaupareikninga. Hagfræð- ingar telja ekki, að hér sé um verðmætaaukningu að ræða, og þeir, sem reynt hafa að undan- förnu að leita til bankanna um lán, vita, að þar er ekki fé fyrir hendi, sem hægt er að lána út. Ólafur Björasson: Eg varð undr andi, er Hannibal Valdimarsson las upp tölur sínar um sparifjár- aukninguna. Enn meira undrað- ist ég, er viðskiptamálaráðherra vitnaði í skýrslur Landsbankans, hinum nýstárlegu kenningum til stuðnings. Ég hef ekki orðið var við annað en Landsbankinn geri í skýrslum sínum glöggan mun á velti- og spariinnlánum, enda um óskyld atriði að ræða. Það er rétt, sem sagt hefur verið, að veltiinnlánin eru þannig til kom- in, að fyrirtæki leggja þar inn fé til bráðabirgða, og stendur það oft í sambandi við gjaldeyris- örðugleika. Lúffvík Jósefsson: Landsbank- inn gefur upp á sama hátt og Hannibal, og kallar það heildar- innlán. Ingólfur Jónsson: Það er til- gangslaust fyrir ríkisstjómina að ætla sér að blekkja þjóðina um ástandið í efnahagsmálunum. — Birgðir af erlendum vörum eru nú minni en í fyrra, andvirði þeirra kemur fram í auknum veltiinnlánum. Og það er ekki til nóg sparifé til að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum. j Það veit ríkisstjórnin raunveru- lega bezt sjálf, og þar er að leita skýringarinnar á hinni sífelldu leit hennar að lánum úti um all- an heim. Við þessa frásögn skal því einu bætt, að í nýútkomnum Fjármála tíðindum, sem gefin eru út af hagfræðideild Landsbankans, er á kápu línurit yfir bæði veltiinn- lán og sparifjárinnlán en ekkl um þau samanlögð. I ritinu eru sérstakar töflur um hvor lánin fyrir sig, og þau eru aðeins lögð saman að þv£ er sparisjóðina varð ar — en ekki bankana. — Camus Framhald af bls. 1. menntamönnum og stúdentum kveðjur mínar, segir skáldið al- varlega. Auðvitað er ég imdr- andi, bætir hann við. Ef ég hefði átt að velja Nóbelsverðlaunahöf- und í ár, hefði ég greitt Andra Malraux atkvæði mitt. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Nafn mitt hefur verið nefnt í sambandi við Nóbelsverðlaun undanfarin ár, einnig nú í haust, en ég hef aldrei tekið það alvarlega. Og hann bætir við: Frelsið er tak- mark mitt á öld, sem ógnar öll- um með þrældómi. Síðan sneri skáldið sér að stjórnmálum: Ég geri mér það fullkomlega ljóst, að þess verður vænzt af mér, að ég taki afstöðu í Alsírmálum, þar eð ég er fædd- ur þar i landi. En ég er list.a- maður. Aðeins frelsið í víðustu merkingu er takmark mitt. Þegar skáldið var að því spurt. hvort það mundi sjálft veita verð laununum viðtöku í Stokkhólmi, svaraði það því játandi. — Ég hef aldrei verið 1 Svíþjóð, sagði hann, já, ég hef aldrei komið til Norðurlanda. Síðan var hann að því spurður, hvað hann hefði lært af blaða- mennskunni. Hann svaraði: Tja, ætli hún hafi ekki kennt mér að skrifa ákveðinn stíl og skilmerki- legan. Næsta spurning var: Hvað hefur hjálpað yður mest til að ná þessum árangri í bókmenntun- um? Svarið: íþróttir, leikhús og stríðið. Einn hinn fyrsti, sem óskaði Camus til hamingju, var Coty Frakklandsforseti. öll frönsku blöðin fagna því ákaft, að Nóbelj verðlaunin skuli hafa hafnað ena einu sinni I Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.