Morgunblaðið - 18.10.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.1957, Blaðsíða 15
Föstudagur ÍB. októfoer 1957 MORGVISBL 4Ðlb 15 — Gagnfræðanám Framh. af bls. 11 •itt til að fága háttu unglinga sinna, brestur oft mikið á, að það sé gert nógu ýtarlega, og kerfisbundin kennsla í þessari grein er sjálfsögð. Undir þessum kennslulið mætti t.d. taka þér- ingarnar til meðferðar, en marg- ir bera nú þunga áhyggju út af því, að sú góða list sé að líða undir lok og brenglast á herfi- legasta hátt. Þessi kennslugrein, umgengishættir, er vinsæl hjá flestum nemendum, ekki sizt þeim, sem komnir eru á þann ald ur, sem venjulegur er í 4. bekk. — ÍÞKÓTTIR - Verklegar gretaar £g mun ekki hætta mér út & þann hála is að fara að ræða hér, hvaða verklegar kennslugreinar væri þarflegast og mögulegt að kenna í gagnfræðadeildum, Saumar ýmiss konar, matreiðsla og smiðar munu nú vera algeng- ustu greinarnar, sums staðar undirstöðutriði í meðferð biívéla, og þyrfti svo að vera alls stað ar. Fjölmargar aðrar verklegar greinar væru efalaust æskilegar, en víða brestur skólana bæði fé og húsnæði til mjög fjölbreyttr- ar verkkennslu. Ekki hefur heldur verið rann- sakað til fulls hvaða kennslu greinar verklegar væri mögulegt að taka upp í sambandi við helztu atvinnugreinar á hverjum stað t.d. sjávarútveginn í útgerðar bæjum. En full þörf væri á því, að skólarnir fengu aðstöðu til þess að vekja áhuga nemenda sinna á helztu atvinnuvegum átt haga sinna og fæðingarbæja kenna þeim undirstöðuatriðin og gefa þeim beinlínis kost á að taka þátt í vinnunni á staðnum nndir tilsögn og leiðbetaingu verkfróðra manna á þessu sviði. Víst er um það, að ekki veitti sjávarútvegi vorum af því, að uppvaxandi æska vildi rétta hon um örvandi hönd, en svo virðist sem hugur ungra manna standi nú til flestra atvinnuvega fremur en sjávarútvegs. Gildi og virðtag gagnfræðanámsins Ég hefi gerzt hér svo fjölorður um gildi gagnfræðanáms og gagnfræðaprófs, að nauðsynlegt virðist, að þetta námsstig haldi sinni fornu virðingu, og það verður ekki með öðrum hætti bet ur gert en að kappkosta að nám- tð verði sem nytsamlegast og eft- irsóknarverðast í augum góðra nemenda, sem ná vilja góðri undirbúningsmenntun og hyggja ekki á sérnám eða langskólanám. Skal það þó tekið fram i því sambandi, að gagnfræðanám er nauðsynlegur undirbúntagur að ýmsum greinum séraáms. Það er nauðsynlegt að benda glögglega á það, að ungltagapróf og mið- skólapróf eru ekki lokapróf gagn fræðaskólanna, heldur gagnfræða prófið. Það skiptir miklu máll, að nemendur með gott gagnf ræða próf gangi fyrir þeim, sem ekkl hafa lokið gagnfræðaskólanámi við ýmsar stöðuveitingar, og skólunum ber þar af leiðandi skylda til að gera sér far um að undirbúa gagnfræðtaga þann- ig, að þeir séu sem eftirsóttastir starfsmenn til ýmlssar optaberr- ar þjónustu, skrifstofu- og versl- unarstarfa, póst- og sámaþjónustu O. s. frv. Htas vegar verður að varast of mikla sérhæfingu í þessu námi. Fyrst og fremst á gagnfræðanám- Ið að vera almennur nndirbún- tagur undir lífið og venjuleg störf í þjóðfélaginu. Hinura ungu verður að tanræta, að menntun ina á ekki að meta til pentaga, heldur þess þroska og andlegrar víðsýnl, sem hverjum siðuðum manni er nauðsynleg til þess að losna undan þrældómsoki van- þekkingartanar og fáfræðinnar. öllum verður að skiljast gildi hinna fornu spádómsorða: „Sann- leikurinn mun gera yður frjálsa", Ragnar Jóhannesson. BRÉF sent íþrótfasíðunni Vel heppnuð för KR til Helsingör Íþróttasíðunni hefir bórizt eft- irfarandi bréf frá Helsingör: EINS OG FLESTIR sjálfsagt vita heimsóttu handknattleiksflokkar KR Helsingör fyrir stuttu. Þetta var í fyrsta sinn, sem Helsingör IF átti að taka á móti íslenzkum gestum og að sjálfsögðu vorum við mjög eftirvæntingarfullir. Spurningin var, hvort íslenzk æska stæði danskri jafnfætis í- þróttalega séð og hvort islenzka handknattieiksfólkið myndi kunna við sig á þeim dönsku heimilum, sem því var ætlað að dveljast á, meðan á heimsókninni stæði. Meðan á heimsókn KR-inganna stóð, sáum við strax frá byrjun að allt myndi fara vel. ísienzka handknattleiksfólkið, sérstak- lega kvenfólkið, vann strax hylli okkar manna, vináttubönd voru tengd, vinátta, sem ekki tekur tillit til hinnar miklu fjarlægðar milli landanna. Við erum þess fullvissir, að fjöldi meðlima Hel- singör IF fer til Islands næsta vor. Við vorum mjög undrandi yfir getu KR-inga í handknattleik. — Þekking okkar á islenzkum hand knattleik var ekki mikil, þar sem ísland hefur ekki tekið mikinn þátt í handknattleik á alþjóða- vettvangi, en við glöddumst yfir því, að KR-ingarnir lögðu sama skilning í leikinn og við. Að vísu tókst KR-ingunum ekki að sigra okkur í þetta skipti, en við erum þess fullvissir, að þeir og þjálf- ari þeirra, Frímann Gunnlaugs- son, hafa lært það mikið í för sinni, að við getum reiknað með harðri keppni, þegar Helsingör- liðin koma til Reykjavíkur næsta sumar. Eftir heimsókn KR til Helsingör sigruðu þeir 2. deild- arlið auðveldlega og það sýnir styrk þeirra. Við reiknum með góðri frammistöðu íslendinga í heimsmeistarakeppninni í vetur, þó að það hói þeim að þurfa að leika í stærri sal, en þeir eru van ir. Nú er nokkur tími liðinn síðan KR kvaddi okkur hér, en sam- vinna sú, sem nú er byrjuð milli landa okkar hefir fengið svo góð an byr, að vonandi kveðjumst við ekki oftar öðru vísi en með orðunum „hittumst heil aftur“. Hér I Helsingör minnumst við oft skemmtilegra samverustunda með vinum okkar frá Sögueyj- unni, og heimilin, sem hýstu í- þróttafólkið vilja gjarnan fá svo góða gesti aftur; og betri með- mæli getur þetta unga íþrótta- fólk ekki fengið í þessum bæ. Ég lýk foréfi mínu með því að þakka fyrir heimsóknina og vona að við hittumst heil í maí 1958 í Reykjavík. Per Krogh. — Akureyrarbréf Framh. af bls. 6 kvæmt niðurjöfnunarskrá greið- ir það af eigin rekstri harla lítið, eða nær ekkert. Búast má við að Olíufélagið hf. beri um 100 til 150 þús. króna útsvar, en það greiðir á Húsa- vík um 40 þúsund og þvi ekki óeðlilegt að það sé um þrisvar sinnum hærra hér eða meira sök- um þess hve sölusvæðiðerstærra. Greiði svo Tóbakseinkasalan og Viðtækjaverzlunin í sameiningu fast að 200 þúsundum, en Kaup- félagið sjálft útsvarsfrítt. Það má benda á að félagið hefir milli 20 og 30 verzlanir í bænum, auk iðnrekstrar, rekstrar gistihúss og frystihúss og margs fleira. Er þá furða að öllu þessu at- huguðu þótt skattborgarar Akur- eyrar hafi eitthvað út á þetta að setja og óánægjuraddir heyrist út af jafnhróplegu ranglæti sem þessu? — vig. Fyrirlestur HAROLD ATKIN, verkalýðs- málafulltrúi brezka sendiráðsins í Helsinki, sem jafnframt starf- ar að þeim málum hjá brezku sendiráðunum í Noregi og hér á landi, flytur fyrirlestur í Tjarn- arbíói á laugardaginn kemur og talar um verklýðsfélög í nútíma þjóðfélagi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, en þýddur á íslenzku. Að honum loknum verður sýnd kvikmynd, sem nefnist: Brezkt verkalýðsfélag. Hefst fyrirlestur' inn kl. 2 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Félagslíf DACSKBÍ fjrrir bandaríska þjálfarann I körfuknattleik, hr. John S. Nor- lander. — Tímabilið: 14.—20. október 1957 — Föstudagur 18./19. kl. 4,45—6,00 Æfing hjá Iþróttafélag Stúdenta, Háskóiinn; kl. 6,50—8,30 Æfing hjá I.R., Hálogalandi; kl. 9,15— 10,30 Fyrirlestur og kvikmynda- sýning, Laugaveg 13, 5. hæð. Laugardagur 19./10. Ki. 3,30— 5,10 Æfing hjá GOSA, Háloga- landi; kl. 6,17—7,00 Æfing hjá Körfuknattl.fél. GOSA, Melask. kl. 7,15—9,00 Æfing hjá ÁR MANN í Iþróttah. J. Þorsteins. Sunnudagur 20./10. Kl. 10,50— 11,40 Æfing hjá GOSA að Há- logalandi; kl. 1,20—21,10 Æfing hjá ÁRMANN að Hálogalandi kl. 2,40—4,20 Æfing hjá K.R. K.R.-húsinu; kl. 4,35—5,30 Æfing hjá I.R. að Hálogalandi. H afnarfjörður Unglinga eða eldri mann vantar til að bera blaðið út í hálfan vesturbæinn. — Hátt kaup. Talið strax við afgreiðsluna Strandgötu 29. JPtOfgttltfelstMft Telpa getur fengið vinnu við sendiferðir á skrifstofu vorri. JHorgunfrlafeifr (Bókhald ~ Sími 2-24-80) Beztu þakkir til allra ættingja, vina, félaga og einstakl- inga, sem sýndu mér margskonar sóma á 60 ára afmæli minu 8. þ.m. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guðlaug Narfadóttir. Hjartans þakkir til allra sem heiðruðu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum þann 13. þ.m. á 60 ára af- mæli mínu. Herdís Sigurðardóttir Smyrilsveg 26. Hjartanlega þakka ég öllum, fjær og nær, sem með gjöfum og hlýum kveðjum glöddu mig á áttatíu ára af- mæli mínu þann 9. þ.m.. Guð blessi ykkur ölL Sigurlaug Krlstjánsdóttlr, frá Örlygsstöðum. Innileg þökk til allra kvenna og karla fyrir bækur eg blóm, handtök og heiUaskeyti í tilefni afmælis mins 24- f.m. Sér í lagi vil ég þakka samverkamönnum minum tollvörðunum, ágætar óskir og afmælisgjöf. Reykjavík, 11. október Har. S. Norðdahl. Minar innilegustu þakkir færi ég öllum ættingjum og vinum, sem glöddu mig með gjöfum, heimsóknum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 12. þ. m. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur ölL Hafliði Ólafsson, frá Keflavík. íbúð tíl söln miililiðalaust. íbúðin er á hitaveitusvæði á bezta stað í bænum, 3 herb. og eldhús, ásamt geymslum í kjallara. Uppl. í síma 24651 eftir klukkan 6. Atvinna Tveir bifvélavirkjar, eða menn vanir bílaviðgerð- um geta fengið atvinnu strax. Uppl. á Skoda-verkstæðinu við Kringlumýrarveg, simi 3-28-81. Röskur sendisveinn óskast nú þegar. Vinnutími frá 9—6. JltagtiiiMtiMfc Stúlka Dugleg stúlka, óskast til afgreiðslustarfa. — UppL um menntun og fyrri stikf sendist blaðinu merkt: „Sérverzlun — Miðbær 3034“. Innilega þökkum við öllum, sem auðsýndu okkur sam- úð við andlát og jarðarför GÍSLA MAGNÚSSONAR Grænuhlíð, Ólafsvik. — Fyrir hönd aðstandenda. Anna Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.