Morgunblaðið - 18.10.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.10.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 18. október 1957 moRcrnvnf 4ðið 9 ísafjarðarflugvöllur brátt byggðu N/ flugstöðvarbygging reist á Reykja- vikurflugvelli og ratsjá tekin i notkun BLAÐAMAÐUR Mbl. átti nýlega viðtal við Gunnar Sifiurðsosn, varaíormann Flugráðs. Innti hann Gunnar eftir fréttum af því hvaða framkvæmdir hefðu helzt verið fierðar i flugmálum í sum- ar á vegum Fiugmáiastjórnarinn- ar. ★ Eitt höfuðmálið á því sviði, er að mjög aðkallandi er nú að leysa flugvallarþörf ísafjarðar og reyndar Vestfjarðanna allra. Hef ir að undanförnu farið fram ítar- leg rannsókn á því hvar hentug- ast væri að byggja ísafjarðar- flugvöll. Koma þar tveir stað- ir til greina, annaðhvort Bol- ungarvík, sem er um 14 km. frá ísafirði eða Skipeyri í Skutils- firði, rétt við kaupstaðinn. Á báðum stöðunum eru aðstæður erfiðar og aðflug ekki nema úr einni átt í Skutilsfirði, en sjúkra- flugvellir eru þó bæði þar og í Bolungarvík. Nú er unnið að endanlegri athugun áður en stað- setning verður ákveðin. En það þarf að byggja flugveili víðar á Vestfjörðum, m.a. á Þingeyri i Dýrafirði, á Patreksfirði og end- urbæta Hólmavíkurflugvöllinn. Víða unnið að flugvallagerð Hvað er um flugvallagerð ann- ars staðar á landinu að segja? — í sumar var Akureyrarflug- völlur lengdur um 150 metra, í 1550 metra. Þar er nú einnig unn- ið að smíði flugturns og síðar flugstöðvarhúss og verður hann fokheldur nú í haust, en vænt- anlega tekinn í notkun á næsta ári. í fyrra var byrjað á flugvall- argerð við Húsavík og gerður 400 metra völlur 30 m breiður i Aðaldalshrauni. í sumar var hann stækkaður í 1000 metra og gerður 50 metra breiður. Douglas vélar geta nú sezt á vellinum og mun Flugfélagið fara reynslu- flug einhvern þessara daga. í Vestmannaeyjum hefir verið haldið áfram endurbótum á flug- vellinum og lengingu hans. Hefir verið sprengt úr Sæfelli austan megin við völlinn og hann lengd- ur um 150 metra. Er hann nú 1200 metrár, en áformað er að endanleg lengd vallarins verði 1300 metrar. Framkvæmdir hófust í júní í sumar, við Norðfjarðarflugvöll en honum hefir verið valinn staður á Leirunni, þ.e. fyrir botni Norðfjarðar. Var þá hafizt handa um að dæla sandi í völlinn með sanddaelu og er búizt við að það taki tvö næstu sumur, Ráðgert er að völlurinn verði 1200 metrar að lengd og 50 á breidd. Er ráð- gert að hann kosti 2,8 millj. kr. Þá er og í athugun flugvall- argerð á Siglufirði en það er sá staður auk Vestfjarðanna sem enn verður að notast við sjó- flugvélar. Gunnar Sigurðsson Ratsjá kemur á Reykjavíkurflugvöll — Aðrar framkvæmdir? — Það er æskilegt, að 1—2 varaflugvellir séu fyrir hendi, sem hinar nýju Viscount flugvél- ar geta notazt við. Til þess hefir verið nauðsynlegt að gera vissar endurbætur á flugbrautunum til þess að forðast það að möl og sandur drægist inn í hreyfla vél- anna við flugtak og lendingu. Seft hafa þvi verið flugbrautar- járn í þessu skyni á flugvöllinn á Akureyri og einnig er fyrirhugað að setja slík járn á norðurenda legt slitlag sett á báða þessa velli úr malbiki eða steinsteypu. Þá er í byggingu ratsjárhús á flugvellinum hér í Reykjavík. Nýlega hafa tvö fullkomin rat- sjártæki verið keypt hingað til lands. Verður annað sett upp hér í Reykjavík en hér hefir ekkert ratsjártæki verið til þessa, en hitt fer til Akureyrar. Ratsjáin sem verið héfir á Akureyri verð- ur síðan sett upp í nýju flug- stöðvarbygginguna á Egilsstöð- um þegar hún verður fullgerð. Ný flugstöð í Reykjavík — Fleiri byggingarframkvæmd ir á Reykjavíkurflugvelli? — Já. Aðkallandi er að reisa hér flugstöðvarbyggingu. í ár munu fleiri farþegar fara um Reykjavíkurflugvöll, en Kefla- víkurflugvöll, eða um 100.000 manns, og sést af því hve nauð synin er rík á nýrri byggingu. Teikningu að flugstöðvarbygg ingu hefir Gísli Halldórsson arki- tekt gert og vonandi geta fram kvæmdir hafizt í náinni framtíð. — En sjúkraflugvellir? — Þeir hafa nokkrir verið gerðir í sumar víðs vegar um land. Þeir Haukur Claessen fram- kvæmdastjóri flugvalla utan Reykjavíkur og Björn Pálsson flugmaður hafa haft umsjá með gerð þeirra. Meðal annars hefir verið byggt skýli fyrir sjúkra- flugvél á Akureyrarflugvelli. ★ Þannig fórust Gunnari Sig- urðssyni orð um helztu fram- kvæmdir sem unnar hafa verið í flugmálunum í sumar, en eins og Gísli Sveinsson, kirkjuráðsmaður: KirkjuráðHinnaríslenzku þjóðkirkju 25 ára flugvallarins á Egilsstöðum. En | sjá má þá eru enn stærri áform flugmálastjórnin telur nauðsyn- sem bíða úrlausnar í náinni fram- legt að í framtíðinni verði varan- ! tíð. Nýi barnaskólinn á Húsa- vík liggur undir skemmdum Gjaldeyrir hefir ekki fengizt fyrir gleri i gluggana sem legið hefir á hatnar- bakkanum í Reykjavík síðan í ágúst SAMKVÆMT upplýsingum frá bæjarstjóranum á Húsa- vík, Páli I»ór Kristinssyni, liggur við tugþúsunda króna skemmdum í hinni nýju bygg ingu Barnaskólans á Húsavík sökum þess, að gjaldeyrisyfir- völdin hafa ekki afgreitt gjald eyri fyrir gleri í glugga skól- ans. Nauðsynleg gjaldeyris- og innflutningsleyfi voru feng in í vetur og glerið kom hing- að til Iands með fyrstu skips- ferð eftir að farmannaverk- fallinu lauk í ágúst í sumar. Hörð gj agnrvni f rá kunnum bandarískum vísindamanni WASHINGTON — Hinn heims- reka hvern bandarískan vísinda- írægi vísindamaður, dr. Harold skörung á fætur öðrum úr emb Urey, sem héfur fengið Nobels- ætti. Jafnframt, heldur Urey á- verðlaunin, hefur látið þau orð fram, hafði hið frjálsa framtak falla, að Bandaríkjamenn geti ekki sízt kennt MacCarthyisman- tun um það, að Rússar hafa nú tekið forystuna í geimvísindum. Einnig geti Bandaríkjamenn sótt stjórn sina til ábyrgðar fyrir þessa þróun málanna. Sannleik- urinn sé sá, að vanmat Banda- ríkjanna á vísindagetu Ráðstjórn- armanna hafi aukið sofandahátt á sama tíma og ofstækismönnum það í för með sér, að ofmargir kokkar voru látnir eyðileggja matinn. Hann segir ennfremur, að Bandaríkjamönnum sé nær að láta af sjálfsánægjunni og ofsóknunum og hætta þeim leiða ávana að hugsa aðeins í pening- um. — Annar vísindamaður hef- ur sagt í þessu sambandi: Við fengum 100 milljónir dollara, en MacCarthyismans hafi tekizt að ' hefðum átt að fá Vi miljarð. Síðan hefur glerið í barna- skólagluggana legið á hafnar- bakkanum í Reykjavík, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæjar- stjórnarinnar, skólanefndarinnar, alþingismanns Suður-Þingeyjar- sýslu og innflytjandans hér í Reykjavík, hefur gjaldeyrir ekki fengizt til þess að leysa glerið út allt til þessa. Nýr barnaskóli hefur verið I byggingu á Húsavík að undan- förnu. Lokið er við bygginguna að utanverðu, nær lokið við að ein- angra veggi og stendur aðeins á hinu tvöfalda gleri, sem pantað var frá Belgíu í fyrra. Ef norðanhríð kæmi myndu verða skemmdir í skólahúsinu, sem næmu tugþúsundum króna, segir bæjarstjórinn, og það er mikið happ að á Húsavík skuli hafa verið slík einmunatíð, að enn hefur glerleysið ekki komið að sök. Skólanefndin hafði í huga að kaupa gler til bráðabirgða i glugga skólans og loka þeim þannig meðan oeðið væri eftir að glerið fengist af hafnarbakk- anum í Reykjavík, en við það var hætt í haust sökum þess að þá kváðust gjaldeyrisyfirvöldin bráðlega mundu veita gjaldeyri. Hefði bráðabirgðaglerið einnig kostað 20—30.000 kr. En það hef- ur brugðizt til þessa og svörin sem bæjaryfirvöld og skólanefnd Húsavíkur hafa fengið hjá gjald- eyrisyfirvöldunum eru þau að enginn gjaldeyrir sé til, jafnvel j þótt svo mikil verðmæti séu í I húfi, sem hér er um að ræða. KIRKJURÁB Ilinnar íslenzku þjóðkirkju var stofnsett með lög- um nr. 61, 6. júlí 1931. Eftir tilskilinn undirbúning samkvæmt lögunum og útgefinni reglugerð var fyrsti fundur Kirkjuráðsins haldinn 11. októ- ber 1932 og hefir ráðið þannig starfað í aldarfjórðung. Ný lög voru samþykkt og stað- fest á þessu ári nr. 43, 3. júní 1957, um Itirkjuþing og Kirkju- ráð íslenzku þjóðkirkjunnar, og hin eldri þar með úr gildi felld, en verksvið ráðsins fært að miklu leyti undir Kirkjuþingið, eins og nánar verður gétið. Um kirkjuráðsmenn var með lögunum ákveðið, að þeir sky’iu vera 5: „biskup landsins, 2 guð- fræðingar, kosnir af sóknarprest- um þjóðkirkjunnai og kennurum guðfræðideildar háskólans, til 5 ára í senn, og 2 fulltrúar kosnir af héraðsfundum til sa’ma tima“. Biskup skyldi vera sjálfkjörinn forseti Kirkjuráðsins, en það kjósa sér varaforseta, og annist þeir fundarstjórn. Verkefnj Kirkjuráðsins var: „Að vinna að eílingu íslenzkrar kristni og styðja að trúar- og menningarahrifum þjóðkirkjunn- ar“ með ýmsum hætti. Og ráð- gjafaratl væði og tillögurétt hafði það um margvísleg kirkjumál, en samþykataratkvæði um ýmis „innri“ mái kirkjunnar, svo sem kirkjulegar athafmr ó.fl., ef prestastefna einnig sampykkti; loks nokkurt ráðstöfunarvald yfir tillögðum fjármunum, þó undir úrskurði dóms- og kirKjumála- ráðuneytis ef með þyrfti. — Skylt var að kalla saman fund. einu sinni á ári, ársfund eða áðaifund, en aukafundi ella eftir þörfum. Breyttist þetta brátt í meðförum á þá lund, að fundir urðu fleiri á ári hverju, án aukafundarnafns. Eigi var kirkjuráðsmönnum ætl- uð ein þóknun fyrir störf sín. Yfirlit um fundarhöld Kirkju- ráðs þennan liðna aldarfjórðung, samkv. gerðabók ráðsins, verð- ur þannig. Alls hafa verið haidn- ir 117 fundir, sem verður til jafn aðar 4—5 fundir á ári, en komu í reyndinni næsta misiafnt á árin, flestir urðu þeir fyrstu árin eða hæsta tala 11 (1932 síðan 9 1933 og 7 1934), en einu sinni eftir það 10 (1939), þá úr því hæst 5 á ári og þaðan af færri en meira magn mála þá afgert á einum fundi. Fundirnir dreifðust árlega á alla mánuðina, nfema júní og júlí —- Þá voru engir fundir haldn ir. ^ Á þessu tímabih hafa verið 3 aðalforsetar Kirkjuráðs (sjálf- kjörnir), biskuparnir Jón Helga- son frá byrjun 1932 og til og með 1938, Sigurgeir Sigurðsson 1939— 1953 og Ásmundur Guðmur.dsson 1954 og síðan. Varaforsetar (kjörnir) Sigurður P. Sívertsen, Ásmundur Guðmundsson og Gísli Sveinsson. En kirkjuráðsmenn hafa þessir verið í heild, misjafn- lega langan tima. Af hálfu kenni- valdsins þeii Sigurður P. Síverts- sen, Þorstemn Briem. Ásmundur Guðmundsson, Þorgrímur V. Sig- urðsson og Jón Þorvarðsson. Af hálfu leikmanna þeir Matthías Þórðarson, Ólafur B. Björnsson, Gísli Sveinsson, Viihjálmur Þór og Gizur Bergsteinsson. En síðast frá og með 1954, hafa þessir skip- að Kirkjuráð saman: Ásmundur Guðmundsson biskup (aðalfor- seti), Gísli Sveinsson fv. sendi- herra (varaforseti), Þorgrímur V. Sigurðsson sóknarprestur, Gizur Bergsteinsson hæstaréttardóm- ari og Jón Þorvarðsson sóknar- prestur. Núverandi ri+ari Kirkiu- ráðs (ráðinn) er séra Sveinn Vik- ingur Þott, eins og áður segir, Kirkjuráð þetta sé „afnumið" með nýjum tögum má gera ráð fyrir, að téðir kirkjuráðsmenn gegni störfum sem áður, þar til lögin um Kirkuþing og Kirkju- ráð koma tii framkvæmda. Áminnzt lög frá 1957 greina, hvernig kjósa skal til hins nýj« Kirkjuþings, en það tilnefnir síð- an fulltrúa i (hið nýja) Kirkjo- ráð, sem áður var kjörið sérstak- lega af tilgreindum aðilum. Skulw nú skipa Kirkjuráð 5 menn, ein* og áður, biskup landsins og 4 menn samkvæmt kjöri Kirkju- þingsins, 2 þeirra (a.m.k.) guð- fræðingar, og jafnmargir vara- menn, en kjörtímabil Kirkjuráð* manna er hið sama og Kirkju- þingsmanna, 6 ár. Biskup er for- - seti Kirkjuþings og Kirkjuráðs. Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju hefir öll árin haft með höndum, rætt og gert ályktanir um hin margvíslegustu málefni, varðandi kristni og kirkju lands- ins, og önnur þeim skyld, og hafa mörg þeirra komtð til fram- kvæmda, beinlínis eða óbeinlínn í löggjöf þjóðarinnar og þjóð- félagsathöfnum, fyrir atbeina hlutaðeigandi stjórnarvalda og fleiri aðila. Þegar á fyrstu fund- um ráðsins voru teVcin til með- ferðar t.d. eftirtalin mál: 1. Kirkj an og æskan. — 2. Kirkjan og líknarmálin. — 3. Útgáfa bóka og blaða. — 4. Fjáröflun til kirkju- legrar starfsemi. — 5. Fjölgun presta í Reykjavík og prestaKÖll þar. — 6. Helgisiðabókin. — 7. Sálmabókarmálið — 8. Notkun kirkna, — 9 Fermingin ( aldurs- takmark). — 10. Ferðaprestar. — 11. Störf presta (skyrsiur). — 12. Hvíldardagshelgin. — 13. Lög- gilding námsbóka í kristnum fræðum. — 14. Skálholtsstaður. Eins og má sjá af þessari skrá, hafa öll þessi mál komið til meiri eða minni framkvæmda síðan og á liðnum árum, enda hafa margir lagt þar hönd á plóginn, með ein um eða öðrum hætti og útkoman borið þess menjar. Og sum þess- ara mála lágu áfram fyrir Kirkju ráðinu um fleiri ára bil, unz við- unandi afgreiðslu hlutu á réttum stöðum. Ennfremur og á sömu lund kom til aðgerða hjá ráðinu fjöldi annarra mála, á mismun- andi tímum og árum saman, má þar til nefna styrktarmál, til efl- ingar kristnih'fj landsmanrta; al- mennir kirkjuíundir; útvarps- síarfsemi á kirkjulegum grund- velli (útvarpsguðsþjónustur m. m.); kristindómsfræðsla i skól- um; frjáls kristileg starfsemi; af- skipti af Hóladómkirkju, bygging Þjóðkirkjuhúss (fyrir kirkjulega starfsemi í ýmsum greinum); sam starf við kirkjufélög íslendinga í Vesturheimi; kjör presta og em- bættiskjör; skipun prestakalla; ráðstöfun fjár úr prestakallasjóði; prestsseturhús og jarðir; kirkju- söngur og ráðning söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar; álitsgerðir um löggjafarfrumv. varðandi presta, kirkjur og söfnuði öll árin; utan- farir kirkjumanna; sunnudags- skóla; löggjöf um Kirkjuþing; prentun Biblíunnar á íslandi, O.ÍL o.fl. Drepið hafði verið á skipun hins nýja Kirkjuráðs, en það tekur ekki við nema nokkrum af verk- efnum hins fyrra ráðs, eins og á var minnzt; annað hverfur undir sjálft Kirkjuþin gið. sem hefir ráðgjafar- og tillögurétt, svo og samþykktaratkvæði með líkum hætti og gamla Kirkjuráðið. En væntan’ega tekst að auka vald þingsins með tíð og tíma. Nýja ráðið skal og „vera biskupi til aðstogar og fulltingis rm að koma fram þeim málum er Kirkjuþing hefir samþykkt". Það getur einn- ig af sjálfsdáðum lagt þau mál fyrir Kirkjoþing, er það lystir hverju sinni, enda er kirkjuráðs- mönnum heimilt að sæKja Kirkju þing, þótt eigi séu þeir kirkju- þingsmenn. Kirkjuráðið hefir og sams konar ráðstöfunarrétt yfir ýmsum fjármunum til kirkju- legra þarfa (svo sem prestakalla- sjóði) sem hið eldra kirKjuráð o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.