Morgunblaðið - 18.10.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1957, Blaðsíða 8
9 MORGTJWBT 4Ð1Ð Föstudagur 18. október 1957 Ctg.: H.í. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson UTAN IIR HEIMI Aðairitstjórar: Valtyr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Ur ýmsum áttum FJARMALAFORUSTA FYRSTU umræðu um fjár- lagafrumvarpið fyrir ár ið 1958 er nú lokið. — Þjóðinni hefur gefizt tækifæri til ]?ess að kynnast ástandi og. horf- um í efnahagsmálum sínum. Og útlitið í þeim málum er ekki glæsilegt. Stórfelldur greiðslu- halli er á ríkisbúskapnum og fjármálaráðherrann og stuðnings- flokkar hans eygja engin ný úr- ræði til þess að bæta úr honum og koma ríkisbúskapnum og at- vinnuvegunum á heilbrigðan grundvöll. Magnús Jónsson, sem talaði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í þessum umræðum, vakti at- hygli á þeirri kenningu Eysteins Jónssonar að fjármál og efna- hagsmál séu í raun og veru sitt hvað. Hlutverk fjármálaráðherr- ans eigi nánast ekki að vera ann- að en „passa pottinn" og útvega í ríkissjóðinn ægiiegt fé. Hins vegar beri að halda beinum TÍkisframlögum til útflutnings- framleiðslunnar utan við fjárlög, Og á sérstökum reikningi, sem talinn sé ríkissjóði óviðkomandi. Algert stefnuleysi og ráðbrot Magnús Jónsson komst síðan að orði á þessa leið: „Þessi kenning og framkvæmd hennar er auðvitað fjarri öllu ^ lagi. Yfirleitt mun litið svo á með öðrum lýðræðisþjóðum, að fjárlög túlki heildarstefnu ríkis- ins á hverjum tíma, bæði skatt- heimta, fjárfesting og fleira hef- ur veigamikil áhrif á efnahags- þróunina. Það er því ekki hægt að leggja á háa skatta og telja sér alveg óviðkomandi áhrif þeirra á atvinnulífið. Með öðrum þjoðum er því fjárlagafrumvarps beðið með óþreyju, því bar er jafnan að finna stefnu þá í fjármálum ogi •fnahagsmálum, sem ætlunin er að fylgja. Ég hygg ekki ofmælt •ð aldrei hafi verið lagt fyrir Alþingi íslendinga fjárlaga- frumvarp, sem er mótað af jafn •lgeru stefnuleysi og ráðþrotum •g þetta annað fjárlagafrumvarp vinstri stjómarinnar“. I>essi ummæli fulltrúa stjórn- •randstöðunnar í útvarpsumræð- unum í fyrrakvöld eiga vissulega við fyllst rök að styðjast. Fjár- málaráðherrann kastar fjárlaga- frumvarpinu inn í þingið með 91 millj. kr. greiðsluhalla og lýsir því jafnframt yfir í greinargerð þess að ríkisstjórnin hafi ekki haft tækifæri til þess „að róðg- ast við stuðningsflokka sína á Alþingi um íjórlagafrumvarpið né viðhorfið í efnahagsmálunum, eins og það er nú, .eftir reynsl- una á þessu ári“. Þegar svo kemur til sjálfrar umræðunnar um fjárlaga- írumvarpið getur fjármála- ráðherrann ekki bent á eitt einasta nýtt úrræði til þess að ieysa þann vanda, sem hann og vinstri stjórnin hafa stefnt efnahagsmálum þjóð- arinnar í. Hvað er orðið af „úttektinni“^ Hjá því getur vissulega ekki farið að þjóðin spyrji, hvað hafi orðið af „úttektinni“, sem for- sætisráðherrann lofaði á þjóðar- búinu, þegar vinstri stjórnin tók við völdum. Þegar fyrsta fjár- lagafrumvarp stjórnarinnar var lagt fram, hafði henni ekki gef- izt tóm til þess að vinna úr álits gerðum og skýrslum efnahags málasérfræðinga sinna. Og fyrsta þingi hennar lauk þann- ig að hvorki þing né þjóð fékk að sjá hina mikiu „úttekt". Það eina sem gerðist var að stór- felldir nýir skattar og tollar voru lagðir á almenning. Þinginu lauk og „úttektin“ var áfram hinn „óttalegi leyndar- dómur". En einn af hreinskiln- ustu stuðningsmönnum vinstri stjórnarinnar, Áki Jakobsson, hikaði ekki við að lýsa yfir þeirri skoðun sinni að „sú stór- fellda skattheimta, sem hér er lögfest, mun valda truflunum, sem munu leiða til stöðnunar í atvinnu- og viðskiptalífi þjóðar- innar.“ Nýtt þing er komið saman og nýtt fjárlagafrumvarp hefur lit- ið dagsins ljós. Ennþá fréttist ekkert af „úttektinni“. 1 stað hennar er þjóðinni sýnt framan í gífurlegan greiðsluhalla á fjár- lagafrumvarpi. Og réttlæting hins algera stefnuleysis og ráð- þrota fjármálaráðherrans og stjórnarinnar er su ein að vinstri stjórnin hafi „ekkert tækifæri haft til þess að ráðgast við stuðn- ingsflokka sína.“ Hefur önnur eins gjaldþrota- yfirlýsing nokkurn tímann ver- ið gefin af nokkurri ríkisstjórn? Eymd Eysteins Jónssonar Það vakti allmikla athygli, að í útvarpsræðu sinni lagði Ey- steinn Jónsson hvað, mesta áherzlu á að sanna það, að eig- inlega réði fjármálaráðherrann og ráðuneyti hans sáralitlu um svip fjárlaga og þróun efnahags- mála I landinu! Það væru „út- gjaldaráðuneytin“ sem eyddu ósköpum af peningum, sem vesalings fjármálaráðherrann yrði síðan að innheimta. Fjár- málastjómin væri því raunveru- lega í höndum þeirra ráðuneyta, sem eyddu ríkistekjunum, félags- málaráðuneytisins, menntamála- ráðuneytisins, raforkumálaráðu- neytisins o. s. frv. Svona hyldjúp er eymd Ey steins Jónssonar nú orðin. Ilann, sem hefur viljað telja þjóðinni trú um að hann væri hinn „sterki maður", er mót- aði fjármálastefnu þjóðarinn- ar af ábyrgðartilfinningu og festu, er nú að reyna að draga upp mynd af sjálfum sér sem áhrifalausri undirtyllu, er hafi það hlutverk eitt að „passa pottinn", öngia saman pen- ingum sem öli önnur ráðú- neyti hafi svo forystu um að eyða og sóa! Hvað er þá orðið af allri fjár- málasnilli þessa höfuðspámanns Framsóknarflokksins á efnahags- málasviðinu? 107 embættisverk hún á höndum lista yfir 107 mót- tökur, heimsóknir og annað slíkt, sem átti að eiga sér stað á þessum fáu dögum. Blaðafull- trúi drottningar hefur verið all- lengi vestra til þess að und- irbúa heimsóknina og kanna fyrir drottningu alla þá erfiðleika, sem hún átti við að etja i sambandi við heimsóknina. Gefin hefur ver. ið út dagskrá fyrir hvern dag og var atriðunum svo þétt skipað, að drottning hefur varla haft meira en svo tíma til þess að skipta um föt á milli. Elísabet er sjötta drottningin, sem gistir í Hvíta húsinu í Was- hington. Á undan henni hafa gist þar Wilhelmina Hollandsdrottn- ing, Júlíana dóttir hennar, Frede- rika Grikklandsdrottning, móðir Elísabetar drottningar og Soréya Persadrottmng 6649 Edsel fyrsta daginn EDSEL, nýja bifreiðin, sem Ford vericsmiðjurnar sendu á markað- inn i fyrsta skipti í haust, hefur selzt mjög vel í Bandaríkjunum. Fyrsta daginn, sem bifreiðin var á markaðinum seldust 6649 í öll- um Bandaríkjunum. Talið er, að hátt á þriðju milljón Bandaríkja- manna hafi komið til bifreiðasal- anna til þess að skoða nýju bif- reiðina þennan sama dag. Dagleg framleiðsla verksmiðjanna er nú 1000 Edsel-bifreiðir. Góðar horfur á bifreiða- markaðinnm Bndarískir bifreiðaframleiðend ur seldu rúmlega sex milljónir bifreiða af 1957 árgerðinni. Fjár- málasérfræðingar á þvi sviði spá nú, að salan á árgerðinni 1958 Á Kadar að hverfa bak við tjöldin? Fregnir frá Budapest herma, að fullvíst sé talið, að Janos Kadar muni láta af forsætisrað- herraembætti fyrir árslok. Hug- myndin sé, að annar kommúnisti, ekki síður undirgefinn Rússum en Kadar er, taki við. Hins vegar er ætlað, að sá maður verði val- inn úr hópi þeirra, sem ekki komu eins mikið opinberiega fram og Kadar gerði. er upp- reisn ungversku þjóðarinnar var brotin á bak aftur fyrir ári síðan. Meðal þeirra, sem lík'.egastir eru taldir til þess að takd við, eru Keynt að breiða yfir óhæfu- verkin tveir fyrrum nánir vinir Imre Nagy. Fullvíst er talið, að Kadar j haldi fyrri völdum og áhrifum enda þótt hann verði að nafninu til látinn víkja úr æðstu valda- stöðu — vegna óvinsælda hans. Greiða sjálfir hhndaskattínn Ekkert er nýtt undir sólinni: I Bandaríkjunum hefur verið stofnað trygg-ingarfélag fyrir hunda. Markmiðið er. að hundar, sem missa húsbændur sína. standi ekki uppi slyppir einstæð- ingar og verði að fara á verðgang. Tryggðir húsbóndalausir hundar geta hins vegar borgað hunda- skattinn og greitt allan fram- færslukostnað. Allt er þegar þrennt er Narriman, fyrrum irottning Farouks áður Egyptaiandskon- ungs, mun innan skamms ganga í hjónaband i þriðia sinn. Eftir að hún fékk skilnað frá Farouk Narriman bíður — og van« að el Nakib þyggi pundin var hún gefin Adham el Nakib, en sambúð þeirra stóð ekki lengi. Narriman hljópst að heiman, en Nakib vildi ekki gefa skilnaðinn eftir. Nú hefur nýjasíi unnusti Narriman heitið Nakib 10,000 Libanensltum pundum, ef hann vilji skilja við hana að lögum. Ef Nakib vill þiggja féð mun Narriman verða gefin manni i hið þriðja sinn. AUtaf dettur Disney eitthvað nýtt í liug Ný tegund kvikmyndar, circlor ama, verður innan skamms sýnd í Bandaríkjunum. Á þessi kv.'k- myndagerð engan sinn líka, þvl að sýningarsalurinn verður bring myndaður — og á sýningartajald- ið að ná yfir allan veg salarins — sem sagt: t hring Áhorfendur Disney er nú 56 ár% og enn í fullu fjöri verða að star.da til þess að go^.% fylgzt vel með öllu því, sem mynd in sýnir — því að þannig er auð- veldara fyrir þá að snúa sér við. Það er banctaríki kvikmynda- frömuðurinn Wait Disney, sem á hugmyndina að þessan nýjung. Ekki orkar tvímælis, að mikill stærðarmunur er á þessum bifreiðum. Vörubifreiðin T 100 Berliet er ein stærsta sinnar tegundar og 2 CV Vespa, sem stendur á vörupailinum, er með minnstu fólksbifreiðum. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 22480 Asknftargjald kr 30.00 á mánuði mnanlands. t lausasölu kr. 1.50 eintakið. UPPGEFIN OG ÚRRÆÐALAUS Heimsókn Elísabetar er engin skemmtiför Heimsókn Elísabetar Englands- drottningar er sú erfiðasta ferð, sem hún hefur farið. Þegar hún steig upp í flugvélina i London á leið sinni vestur um haf, hafði nemi ekki minna en 6,2 milljón- um. Breytingarnar i nýju árgerð- inni miðað við þá fyrrj er aðal- lega fólgir. i útliti. Nýju bifreið- irnar eru að meðaltali 5% dýr- ari í útsölu en 1957 árangurinn var, en þess ber þó að gæta, að meðalbifreiðaverðið féll niður um 6% frá nóvember 1956 til ágúst- mánaðar þessa árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.