Morgunblaðið - 18.10.1957, Blaðsíða 6
6
MORCUISBT. AÐIÐ
Fostudagur 18. október 1957
ÁGREININGUR UM
FRÍVERZLUNARKERFIÐ
Hér sést nokkur hluti bækistöðvar Olíufélagsins h.f. á Oddeyrartanga. Eru þessar byggingar eign
Olíufélagsins eða KEA? Vel eru þær að minnsta kosti merktar Esso, — fyrirtækinu sem hvergi
finnst á útsvarsskrá Akureyrar. (Ljósm. vig.)
AKUREYRARBREF
Er Kaupfélag Eyfirðinga
algerlega útsvarsfrítt ?
ÁÐHERRAFUNDUR innan
Efnahagssamvinnustofn-
unar Evrópu, er tekur til
meðferðar tillögur og áætlanir í
sambandi við hið svonefnda frí-
verzlunarsvæði, hófst í París í
fyrradag. Að vísu stendur svo
á að stjórnarkrepi^ er í Frakk-
landi og Þjóðverjar hafaennekki
komið nýrri stjórn á laggirnar en
þrátt fyrir þetta verður fundur-
inn haldinn, enda hafði honum
áður verið frestað. Ekki er þó
búizt við að komizt verði til botns
í þeim vandamálum, sem blasa
við í sambandi við stofnun frí-
verzlunarsvæðisins, á þessum
fundi og búizt er við að hann
standi stutt. Vafalaust verða
margir slíkir fundir haldnir áð-
ur en samkomulag næst um þetta
mikla og flókna mál.
Innan Efnahagssamvinnustofn-
unarinnar höfðu starfað sérfræð-
inganefndir, sem upprunalega
áttu að hafa komið sér saman um
grundvöll að stofnun fríverzlun-
arsvæðisins fyrir hinn 1. júlí, en
það mátti ekki takast og var því
fundinum frestað þar til nú. Þrátt
fyrir þennan frest virðast sérfræð
inganefndirnar ekki hafa komizt
mikið lengra en þær voru komn-
ar, þegar fresturinn var ákveð-
inn. Ennþá er mjög gagnger á-
greiningur milli Englands á ann-
an bóginn og landanna á megin-
landinu á hinn bóginn varðandi
ýmis mál og þá sérstaklega um
stöðu landbúnaðarins innan hins
fyrirhugaða verzlunarkerfis. Með
al landanna á meginlandi Evrópu
hefur verið talað, að Bretar
mundu nú vera tilleiðanlegri en
áður til þess að slaka á fyrri
sjónarmiðum varðandi landbún-
aðinn. Þau 6 lönd á meginland-
inu, sem standa að sameiginlega
markaðinum og nokkur önnur
lönd. sem hugsa til þátttöku í
fríverzlunarsvæðinu, svo sem
Danmörk, krefjast þess, að land-
búnaðarvörur verði felldar undir
fríverzlunarkerfið en Bretar
hafa verið á þeirri skoðun að
landbúnaðarvörum ættj aigjörl.
að halda fyrir utan fríverzlunari
svæðið. Spurningin er svo sú, hve
langt Bretar geta teygt sig. Inn-
an brezka samveldisins hafa
komið fram mjög sterkar raddir
gegn þátttöku Breta í fríverzlun-
arsvæði Evrópu og enskir land-
búnaðarmenn hafa einnig verið
mjög andvígir brezkri þátttöku.
Brezkur iðnaður hefur einnig
verið andvígur víðtækri þátttöku
í fríverzlunarkerfinu.
★
Bretar komu á sínum tíma
fram með uppástungu í stórum
dráttum um það, hvernig frí-
verzlunarkerfinu skyldi fyrir-
komið og var þar eindregið gert
ráð fyrir því að landbúnaðar-
vörur.féllu ekki undir þetta kerfi.
Nú er talið að öll hin löndin
muni krefjast þess að Bretar taki
þessar uppástungur sínar aftur
og komi fram með nýjar og
breyttar tillögur, sem geri frí-
verzlunarkerfið miklu víðtækara
en Bretar höfðu lagt til, þannig
að það nálgist meira en áður
þær áætlanir, sem þegar hafa
verið samþykktar af Vestur-
Evrópulöndunum varðandi hinn
sameiginlega markað. Það eru
Frakkar, sem standa fremstir
með þessar kröfur. Þeir vilja að
hlutverk fríverzlunarsvæðisins
verði miklu víðtækara en Bretar
hafa gert ráð fyrir. Þar skuli
fara fram víðtæk dreifing á
fjármagni og vinnukrafti, þar
skuli koma upp sameiginlegum
stofnunum til hjálpar einstokurn
EGGEKI ÍXAESSEN og
GÍISTAV A. SVEINSSON
Iiæ: taréuarlögnienn.
Þórshanui við Templarasund.
aívinnugreinum og einnig skuli
komið á samræmi í fjármála-
stefnu hinna einstöku landa.
Ennfremur vilja Frakkar að tek-
in verði upp náin samvinna í
tollamálum, sem nálgist mjög
það sem gert hefur verið ráð
fyrir varðandi sameiginlega mark
aðinn. í fáum orðum sagt, Frakk-
ar krefjast þess að fríverzlunar-
kerfið verði mun viðtækara og
hafi miklu meira hlutverki að
gegna en áður og fái þar með
þetta kerfi miklu meira sjálf-
stætt vald gagnvart hinum ein-
stöku þjóðum, en gert er ráð fyr-
ir í tillögum Breta, sem þótt hafa
noklcuð lausar í sér.
★
Þegar. Frakkar fyrst komu
fram með þessar kröfur sínar, var
óvíst, hvernig hin löndin myndu
taka undir þær. Sérstaklega þótti
óvíst um afstöðu Vestur-Þýzka-
lands, vegna þess að Vestur-Þjóð-
verjar hafa hingað til lagt rr.jög
mikla áherzlu á að ná samstarfi
við Englendinga í þessum efnum
og hafa jafnvel verið tilleiðanleg-
ir til að fórna þar miklu i von
um, að með tímanum verði hægt
að ná miklu nánari samvinnu við
Breta og samveldislöndin, heldur
en von er til nú. En nú er talið,
að Frakkland hafi komið á sam-
komuiagi milli þjóðanna á meg-
inlandinu um að gera þær kröf-
ur á hendur Bretum um breyt-
ingu á tillögum þeirra, sem vikið
er að hér á undan.
Það er búizt við að á fundinum
verði allharðir árekstrar milli
Breta og hinna annarra Evrópu-
landa, sem standa að tilraunum
til að koma á fríverzlunarkerfi í
Evrópu. Svo virðist því, sem
Bretar eigi nú aðeins um tvennt
að velja, annaðhvort að gefa
verulega eftir og breyta afstöðu
sinni gagngert, ellegar þá að
eiga það á hættu að áætlanirnar
um fríverzlunarsvæðið í Evrópu
fari gersamlega út um þúfur. Það
sýnir sig síðan á fundinum, hvort
þessir aðilar geta mætzt á ein-
hvern hátt á miðjum vegí, þann-
ig að báðir slaki nokkuð til. En
það, sem mestu máli skiptir og
það, sem ljóst virðist vera nú, er
að fríverzlunarkerfið, eins og
Bretar hugsa sér það með tak-
mörkuðu hlutverki og mjög tak-
mörkuðu valdi, muni ekki verða
stofnað, heldur muni koma upp
nú annað og miklu víðtækara
fríverzlunarkerfi en áður hafði
verið gert ráð fyrir og hefur það
hina mestu þýðingu.
-----srJHÖ---
oflv j x Oofl 9
Ertu öreygur?
LLTAF heyrir maður eitthvað
nýtt. Um daginn hitti ég á
förnum vegi gamlan kunningja,
sem er örvhendur — og meira en
það, hann er örvfættur líka. Þeg-
ar við vorum báðir ungir og frísk
ir áttum við mikið saman að
sælda, en þó vildi slettast upp á
vinskapinn eir.s og gengur Kom
þá stundum til átaka og af og til
brugðu báðir fyrir sig betri
fætinum í bókstaflegri tne1 kingu.
Þá varð maður að nafa gætur á
vinstri fæti mótstöðumannsins ef
hjá spörkum átti að komast.
Þessi gamli kunningi sagði svo
frá, að strákurinn sinn væri ný-
byrjaður í smábarnaskóla Hinn
nýi nemandi er 'líka örvhendur,
og af því tilefni hefur verið at-
hugað, hvort hann sé örveygur
ÞAU mál sem ber hvað hæst í
íslenzkum stjórnmálum i dag eru
skattamálin. Aðför félagsmála-
ráðherra að forustumönnum
Reykjavíkur er hvarvetna um-
ræðuefni manna á meðal jafnvel
úti um hinar dreifðu byggðir
landsins.
Mörgum verður á að álykta,
að sá úlfaþytur, sem gerður er
út af þessu máli í Reykjavík og
hin tilefnislausa árás á bæjaryf-
irvöldin þar sé gerð í þeim til-
gangi að skyggja á þá óánægju
sem ríkir meðal alþjóðar vegna
hinna síauknu skattbyrða, sem
lagðar eru á þjóðina, og reyna
að telja fólki trú um, að aðrir
séu valdir að óréttlætinu, sem
ríkir í þessum málum, heldur
en þeir, sem lagt hafa byrðarnar
á þjóðina og eru því bölvaldarn-
ir. Svo og kann þetta að vera
gert í þeim tilgangi að yfirgnæfa
þær mörgu óánægjuraddi/, sem
hvaðanæva að heyrast vegna
ranglátrar skattalöggjafar.
Skattamálin hitamál á Akureyri
Hér á Akureyri hafa skatta-
málin jaínan verið mikið hitamál
og landlægt deiluefni. Er það
að vonum, þar sem fé til opin-
berra framkvæmda bæjarfélags-
íns er tekið af störfum og rekstri
einstaklinga og fyrirtækja í bæn-
um, en langstærsta fyrirtækið og
það, sem hefur víðfeðmasta starf
semi nýtur verulegra skattfríð-
líka. Örveyg börn sjá betur með ,
vinstra auga en hægra, og sfleið-
ingarnar eru þær, að þau geta átt
í nokkrum erfiðleikum við lestr-
arnám. Hættir þeim til að reyna
að lesa línurnar skakkt og öfugt
frá hægri tíl vinstri, skrifa
? í staðinn fyr S, 3 í staðinn
fyrir E, snúa með óðrum orðum
ýmsu við!
Kunningi minn sagði, að hvorki
hann né sonurinn /æru örveygir,
þó að þeir væru örvhendir. Ég
spurði hann, hvernig það væri
sannpróíað, og kvað hann það
einfalt mál. Pappírsljlað er tekið
og gert á það ferhyrnt gat, svona
5 em á hvern veg. Síðan er horft
á einhvern fastan blett gegnum
gatið, fyrst með báðum augum.
Þá er augunum lokað, en aðeins
öðru í einu. Fasti hluturinn virð-
ist hreyfast í annað hvort skiptið.
Ef hann hreyfist, þegar horft er
á hann með vinstra auganu, er
það veikara og maður rétteygur.
sé hægra augað veikara er maður
örveygur.
inda. Afleiðingar þessa verða auð
vitað auknar álögur á allan þorra
almennings. Aðstaða Akureyr-
inga í skattamálum mun ekki
sambærileg við neitt annað bæj-
arfélag á landinu, vegna þess hve
hlutur samvinnuhreyfingarinnar
ei stór í athafnalífi brejarins.
Með þessu er á engan hátt ver-
íð að veitast að forustumönnum
samvinnufyrirtækjanna hér eða
gera tilraun til þess að ófrægja
starfsemi þeirra. Vissulega er
það mikið ánægjuefni að hér eru
starfrækt blómleg og stór fyrir-
tæki, sem veita fjölda manna at-
vinnu og auðga þjóðarbúið. Hins
vegar er ranglæti það, sem ríkir
vegna úreltra skattalaga lítt þol-
andi fyrir skattborgara staðarins.
Af þessum sökum munu óvíða
á landinu háværari kröfur um
það, að samvinnufélög sitji við
sama borð og önnur félög og ein-
staklingar með tilliti til skatta,
en hér á Akureyri.
Brot auk fríðinda.
Hins vegar eru þess dæmi að
auk fríðindanna, sem samvinnu-
félögin njóta sé reynt að fara í
kringum skattalög, eða að
minnsta kosti anda þeirra, til
þess enn að bæta ofan á fyrra
ranglæti. Hér er um að ræða
Olíufélagið hf. (Esso) , sem er
eins og nafnið_þpr með sér, hluta-
félag, en finnst þó hvergi á nið-
urjöfnunarskrá bæjarins. Stafar
IFYRRADAG var sagt frá því
í Morgunblaðinu, að „Sam-
vinnunefnd banka og sparisjóða"
hefur nýlega gefið út lítið rit um
tékka og notkun þeirra. Ritið
geta menn fengið ókeypis í öllum
peningastofnunum og ættu sem
flestir að færa sér það í nyt.
Þessi útgáfa er þáttur í starfsemi,
sem miðar að því að kynna al-
menningi starfshætti banka og
sparisjóða, örva viðskiptin 'úð
þá og efla þar með sparnaðinn.
Sitthvað hefur áður verið gert
í þessu skyni, t.d. má nefna kerfið,
sem sett hefur verið upp til að
auka sparifjársófnun skólabarna,
barnadeildina í Útvegsbankanum
og upplýsingaborðið í Landsbank
anum. Peningastofnanir ættu að
auka kynningarstarfið, því að
margir þekkja lítt tii þeirrar
þjónustu, sem þær veita og eru
bálfhræddir við að koma þar inn
tyrir dy-!
þetta af þvi, að allur rekstur
þessa hlutafélags er látinn heyra
undir Kaupfélag Eyfirðinga og
framkvæmdur sem deildarstarf-
semi innan þess. Verður Olíufé-
lagið hf. því ekki beinn skatt-
greiðandi hér í bænum, heldur er
útsvar þess innifalið í útsvari
KEA og því greitt eftir samvinnu
lögunum, en ekki samkvæmt
þeim lögum, er önnur hlutafélög
verða að hlíta.
Ekki framkvæmt svo annars
staffar.
Það, sem þó vekur enn meiri
furðu er, að þetta er áðeins gert
hér á Akureyri. Aftur á móti er
þetta ekki gert á Húsavík, Siglu-
firði og víðar, þar sem þó eru
bæði starfrækt kaupfélög og úti-
bú frá þessu stóra olíusölufyrir-
tæki. Á Húsavík eru td. lagðar 40
þúsundir króna á rekstur Olíu-
félagsins hf.
Hér á Akureyri er starfsemi fé-
lagsins hins vegar stórum meiri
en þar, bæði sökum þess, hve
sölusvæðið er stærra og þar sem
félagið hefir á hendi sölu á olíu
til allra togaranna í bænum. Hér
greiðir Olíuverzlun íslands
34400 kr. útsvar og Skeljungur
rúm 20 þúsund, en hafa þó að-
eins brot af aliri olíusölu á staðn-
um. Það má því telja fullvíst, að
Esso yrði að greiða hér stórum
hærra útsvar en þessi félög bæði
og eru því auðsæ rangindin, sem
viðhöfð eru með því, að fella
rekstur þessa félags undir sam-
vinnurekstur.
Það mál, er hér um ræðir,
, verður ekki kennt götugri skatta
löggjöf, heldur er hér um að
ræða sök hjá forustumönn-
um Olíufélagsins hf. og Kaupfé-
lags Eyfirðinga fyrir að snið-
ganga anda og tilgang löggjafar-
innar.
Einnig Tóbakseinkasala og
Vifftækjaverzlun.
Og það eru fleiri fyrirtæki, sem
greiða útsvar sitt í gegnum Kaup
félag Eyfirðinga. Tóbakseinka-
salan og Viðtækjaverzlun ríkis-
ins hafa bæði falið Kaupfélaginu
umboð sitt hér á Akureyri. Hins
vegar hefur Áfengisverzlun rík-
isins hér sjálfstætt útbú og greið
ir hér til Akureyrarkaupstaðar
250—300 þúsund krónur á ári.
Á fjárlögum eru brúttótekjur
Áfengisverzlunarinnar áætlaðar
97 milljónir, en Tóbakseinkasöl-
unnar 67,2 milljónir. Vitað er að
sölusvæði umbjóðenda Tóbaks-
einkasölunnar hér mun vera
ámóta og Áfengisverzlunarinnar
og er því ekki óeðlilegt að álykta
að væri Tóbakseinkasalan hér
sjálfstæður útsvarsgreiðandi
myndi hún verða að greiða sem
svaraði upphæð 1/3 lægri en
Áfengisverzlunin greiðir hér. __
Mundi þetta nema 160—200 þús-
undum króna árlega i útsvar.
Kaupfélagiff útsvarsfrítt?
Séu nú öll þessi útsvarsmál
Kaupfélagsins dregin saman í eitt
er auðsætt að af 350 þúsund kr.
útsvari, sem það ber hér, sam-
Framh. á bls. 15.
ur
stirifar
daglega iifinu j
Bankanir eru engin
völundarhús