Morgunblaðið - 19.10.1957, Side 8

Morgunblaðið - 19.10.1957, Side 8
MOnCVl\fíT4Ð1Ð Laugardagur 19. okt. 1957 Utg.: H.í. Arvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigfú3 Jónsson. AOalritstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími J.3045 Augiysingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 22430. Askriítargjaid kr 30.00 á mánuði mnanlands. I lausasölu kr. 1.50 emtakið. UTAN UR HEIMI HVOR SAGÐI ÓSATT, EYSTEINN EÐA HANNIBAL? TRÚI því hver, sem trúa vill, að ástæðan til þess, að ríkisstjórnin hefur nú engar tillögur um það að gera „hvernig leysa skuli þann vanda, sem við blasir í efnahagsmálum landsins, þ.á.m. hvernig mæta skuli þeim mikla halla, sem er á fjárlagafrumvarpinu", eins og í greinargerð þess segir, sé sú, sem þar er tilfærð: „Ríkisstjórn- in hefur ekkert tækifæri haft til þess að ráðgast við stuðnings- flokka sína á Alþingi um fjár- lagafrumvarpið né viðhorfið í efnahagsmálunum.----------“ Flestir aðrir hefðu vitað, að hægt er að kalla þiugmennina saman með dagsfyrirvara. En svo reyndum ferðagörpum sem ráð- herrunum hugkvæmdist ekki það úrræði til að ná sambandi við stuðningsflokka sína. Ef ríkisstjornin vill gera sig broslega með því. að bera slikar afsaksnir fyrir sig, þá hún um það. Hitt hefur hún þó a.m.k. ekki enn fært fram, að sjálfum hafi ráðherrunum reynzt ómögulegt að hittast til samráðs. ★ En því fer fjarri að samfundir ráðherranna hafi leitt til sameig- inlegrar ályktunar. Við fyrstu um ræðu fjárlaganna héldu þeir Eý- steinn Jónsson og Hannibal Valdi marsson fram gerólíkum kenning um, bæði um það, hvert hið raun- verulega ástand væri og hverjar orsakir hefðu leitt til þess, að svo væri komið, sem hvor um sig hélt íram. Hannibal Valdimarsson héli því blákalt fram, að þrátt fyrir nokkra bráðabirgðaörðugleika vegna „verkfallsævintýris íhalds- ins“ væri í rauninni allt i stak asta lagi. Tekjuáætlanir fjármála ráðherra í sambandi við fjárlögin væru einfaldlega rangar og sagð- ist Hannibal „bíða þess rólegur" að „reynslan skeri úr um það“. Ennfremur sagði hann: „Eitthvað hefur stjórnarandstaðan líka ver- ið að breiða út fagnaðarfrétt um það, að útflutningssjóður væri kominn í þrot. En þetta er á mikl um misskilningi byggt“. Þetta sagði Hannibal nokkrum stundar- fjórðungum eftir að Eysteinn hafði tekið til orða á þessa leið: „Afleiðing þess,-------verður fyrirsjáanlega sú, að greiðsluhalli verður á ríkisbúskapnum og greiðsluhalli hjá útflutningssjóði, sem standa ber framleiðslunni skil á því, sem of mikið er af henni krafið. Er því enn fram- undan stórfelldur vandi í efna- hags- og framleiðslumálum lands- ins, sem verður að mæta með raunsæi og festu, eí vel á að íara“. Með þessu ítrekaði fjármála- ráðherra það er hann hafði sagt á fundi 1. október og síðan látið birta í Tímanum. Sama dag flutti Gylfi Þ. Gíslason einnig þennan boðskap, sem Alþýðubiaðið dró svo saman í fjögurra dálka fyrir- sögn: „Vandamálið nú er ekki þörfin fyrir auknar uppbætur til útvegsins, heldur öflun fjár til að greiða núverandi bætur". ★ Eysteinn lagði ríka áherzlu á, að örðugleikarnir nú stöfuðu m.a. af aflabrögðunum í ár. Þessu til skýringar sagði Eysteinn: „Betur sést, hvað hér hefur gerzt, ef athugaður er annars vegar fjöldí þeirra skipa, sem haldið hefur verið út til veiðanna og úthaldsdagar þeirra og hins vegar aflaverðmætið á þessu ári og undanfarið.-------Kemur þá í ljós, að ef miðað er við fjölda skipa og úthaldsdaga á veirar- vertíð annars vegar 1955 og hins vegar síðastliðinn vetur, að afla- verðmæti nú á vertíðinni, er raun verulega um 29% minna en 1955 miðað við framlagið til veiðanna. Og ef við tökum á sama hátt meðaltal áranna 1954 til 1956 og berum saman við vertíðina í vet- ur, þá kemur í ljós að aflinn I vetur er um 22% minm að magni en meðalafli þessara ára miðað við úthaldsdaga og bátafjölda. Ef við svo lítum á síldveiðrnar, þá kemur í Ijós að í mmar stunduðu 233 skip að meðallagi 47 daga, en í fyrra t.d. 187 í 37 daga að meðaltali. Það eru því um 60% fleiri úthaídsdagar á sumarsíldveiðunum nú en í fyrra en heildarverð aflans.sem fékkst í sumar er lægra en í fyrra. Hér við bætist að togaraafli hefur verið mun minni, það sem af er árinu, en í fyrra. Af þessu sjáum við betur en ella, hvernig framleiðsluverð- mætið miðað við tilkostnaðinn er stórkostlega miklu minna en verið hefur undanfarin ár“. 1 þessari skýrslugerð gengur Eysteinn Jónsson fram hjá þ'ú, að þrátt fyrir allt, er, eins og Magnús Jónsson sýndj fram á í sinni ágætu ræðu, útflutning- ur á þessu áii til ágústloka, 613,1 milljón, á sama tíma í fyrra var hann ekki nema 602,2 millj. og á sama tíma 1955 aðeins 498,8 millj. Þótt tölur Eysteins Jóns- sonar reynist réttar, sem hér skal enginn dómur á lagður, þá skýra þær því ekki nema að litlu leyti fjárhagsvandræði ríkissjóðs. Hins vegar hljóta þær að vekja mjög alvarlegan ugg um afkomu út- gerðarinnar og þeirra, er hafa lífsframfæri sitt af henni. Því fremur sem Eysteinn Jónsson segir á öðrum stað i ræðunni: „Ég treysti mér ekki til að dæma um, hvort hér var um aflabrest að 'æða, sem telja megi einstakan í sinni röð“. Þessum orðum til viðbótar kem ur yfirlýsing sjálfs sjávarútvegs- málaráðherrans um það. að gjald eyriserfiðleikar okkar stafi ekki af „neinu óvæntu atviki eða óhöppum“. Ef ummæli Eysteins og Lúð- víks eru rétt er ástandið í efna- hagsmálum okkar mun alvar- legra en ráðherrarnir hingað til hafa látið í ljós. Þau vandræði ríkissjóðs, sem ráðherrarnir hafa gert grein fyr- ir, jafnvel þótt Eysteini og Gylfa sé trúað en ekki Hannibal, eru þá aðeins smáræði miðað við þann voða sem steðjar að vegna afkomu útgerðar og sjómanna. f uppreisninni í fyrra sýndu Ungverjar í verki uvaða hug þeir báru til Rússa. En „verndarar smá- þjóðanna", eins og Rússar hafa nefnt sig, sýndu einnig í hverju „vernd“ þeirra var fólgin. Mynd- in er tekin í uppreisninni í fyrra, er ungverskir ættjarðarvinir höfðu fellt styttuna af Stalin. — Rússar reyna að fá Ungverja til jbess að gleyma — en þjóðin hefur engu gleymt Nær ár er nú liðið síðan ung- verska þjóðin gerði hina sögu- frægu uppreisn gegn drottnur- um lands sins. Fréttaritari bandaríska vikuritsins . Timc, sem þá fylgdist með átökunum milli Ungverja og rússneska hersins, brá sér á dögunum austur til Budapest til þess að kanna fornar slóðir og kynn- ast lífinu í Búdapest í dag. Hann hefur ritað stutta grein um heimsókn sína í Timc — og birtist greinin hér i laus- legri þýðingu. Á Szena torginu sjást nú lítil merki bardaganna í fyrra. Gömul kona stendur nú og selur kjúkl- inga úr tágakörfu við hornið — þar sem bardaginn var einna harðastur. Á yfirborðinu virðist allt í eðlilegu horfi. Gras og blóm hafa nú sprottið umhverfis tréð, sem öryggislögreglumaður- inn hékk í. í görðum og á torg- um sjást nú ekki lengur ummerki grafanna, sem teknar voru frelsis hermönnum. Rússar vilja að þjóðin gleymi Rússar hafa lagt allt kapp á að fjarlægja og fela öll merki átakanna og „lífga“ landið upp. Árangurinn er sá, að Ungverjar búa nú við beztu lífsafkomu, sem þekkist austan járntjalds — og ferðamenn segja, að lífið sé nú skárra í Búdapest en í sjálfri Moskvu. Matvæli eru frekar ódýr og virðast næg. Verzlanir eru fullar af rússneskum kæiiskáp- um og dönskum búsáhöldum. Stál verksmiðjurnar á Csepel eyjunni, sem löskuðust mjög í átökunum, hafa verið endurbyggðar og starfa nú af fullum krafti. í raun inni má segja, að uppbyggingin í Ungverjalandi hafi verið meiri á þessu eina ári, sem liðið er frá uppreisninni, en hún heíur verið öll undanfarin tíu árin áður. Rússar eru vel á verði Járnbrautarlestirnar fara nú eftir áætlunum, næturklúbbar hafa verið opnaðir á ný og smá- börnin skokka nú eftir steinlögð- um bökkum Dónár. Og einmitt nú er krökt af austurrískum og þýzkum veiðimönnum. sem greiða mikið fyrir fá að iðka iþrótt sína í skógunum. En við flugvöllinn er fjöldinn allur af ungverskum hermönnum — og þeir eru ekki þeir einu, sem eru á verði umhverfis borg- ina. Rússarnir eru þar enn. Inn- rásarskriðdrekar þeirra og vel vopnaðir hermenn standa samt ekki lengur vörð á götum og gatnamótum — og við brýrnar. Þeir halda sig í búðum sínum í Budahæðum skammt frá banda- ríska sendiráðinu í Pest. Á göt- um borgarinnar sjást einungis fáir þeirra. Fjöldahandtökur En borgarbúar ganga þess samt ekki duldir, að Rússar eru enn í Búdapest því að handtökunum hefur ekki iinnt. Talið er, að um 100 þús. manns hafi verið hand- teknir síðan í nóvember s.l. Ferða maðurinn sér strax, að gamlir vinir eru horfnir — og það er óskynsamlegt að spyrjast fyrir um þá nema þá að fyllstu var- kárni sé gætt. Öll mótstaða brotin á bak aftur Verkamannaráðin, einu lýðræð islegu samtökin, sem starfað hafa í Ungverjalandi síðan kommún- istar tóku stjórnina í sínar hend- ur, hafa nú verið leyst upp. Að- ferðin var einföld: Leiðtogarnir voru handteknir og tryggir komm únistar settir í þeirra stað. Þegar tryggt var, að kommúmstar hefðu á þennan hátt náð meirihluta í ráðunum lögðu þeir til að ráðin yrðu leyst upp og síðan var geng- ið til atkvæðagreiðslu, sem fór auðvitað alls staðar á einn veg. Kadar stendur stuggur af Mindszenty Tvöfalda hurðin á biskupssetri Mindszentys kardinála er nú rambyggilega lokuð — og hlerar hafa verið settir fyrir gluggana — þar sem kertaljósin loguðu sv® skært, í fyírsta sinn í mörg ár, á allra-heilagra-messu. Mindszenty leitaði hælis í bandaríska sendi- ráðinu — og þar dvelst hann enn. Ungverska þjóðin lítur á hann sem tákn sitt. Stjórnin vildi ekk- ert fremur en að hann hyrfi úr landi. Nöpru háði er farið um ung- versku leppstjórnina. „Hefur þú heyrt, að í nýja ungverska al- manakinu eru aðeins ellufu mán- uðir?“ — spyr Ungverjí landa sinn. „Já“ — svarar hinn „Kadar hefur fellt október niður“. Að undanförnu hefur Kadar látið handtaka mikinn fjölda fólks til þess að reyna að koma í veg fyrir að til óeirða komi hinn 23. október á eins árs afmæli ungversku uppreisnarinnar. Reisugildi í Ólafsfirði ÓLAFSFIRÐI, 17. okt. — í gær var lokið við að reisa félagsheim ilið hér í Ólafsfirði og blóktu fánar við hún í öllum hornum hússins. Að byggingu þessari hefur ver ið óslitið unnið frá miðjum júní í sumar. Hafa félögin er að fé- lagsheimilinu standa stutt hana með fjárframlögum og gjafa- vinnu. Þess utan hafa fjölmargir einstaklingar, félög og starfshóp- ar gefið vinnu við smíði hússins. Geta má þess að í sl. viku gáfu nemendur miðskólans vinnu í tvo daga, sömuleiðis Rotaryfélagar í einn dag ásamt skrifstofu- og verzlunarfólki í bænum. Unnu þar af sama kappi ungir sem gamlir, konur sem karlar, em- bættismenn og forstjórar og þótti vinnunni miða mjög vel. Að smíði félagsheimilisins standa, bæjarsjóður og 11 félags samtök í bænum. — JÁ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.