Morgunblaðið - 22.10.1957, Side 3

Morgunblaðið - 22.10.1957, Side 3
Þrið.i'udagur 22. o'któber 1957 MORCVP/BTAÐIÐ 3 REYKJAVÍK NESKAUPSTAÐUR HAFNARFJÖR©OR AKRANES Hvoð hefur sjómaB ur í útsvar? Nýjung ú sviði framleiðslu gúmmíbúta kynnt hér ú landi 1» A Ð er fróðlegt að gera samanburð á útsvörunum í Reykjavík annars vegar og útsvörunum í þeim kaupstöðum hins vegar þar sem „flokkar hinna vinnandi stétta“ hafa meirihluta. Sjómaður, sem á konu og 3 börn og hefur 60 þús. kr. skattskyldar tekjur, fær í útsvar: /10/1 tfl ■ • i Reykjavík, undir stjórn Sjálfstæðis- Ki. manna, 5590 kr. í ríki kommúnista í Neskaupstað, í ríki Alþýðuflokks og kommúnista í J 1 UU Kr* Hafnarfirði, 5970 kr. í ríki Framsóknar, krata og kommúnista á Akranesi. Hannibal Valdimarsson, útsvarsmálaráðherra, sagði: „Það dugir ekki að stappa, við verðum að arga“ út af útsvör- unum í Reykjavík! En hvað mega þeir þá segja, sem búa við útsvör, sem Framsókn, kratar og kommúnistar leggja á? Smíðaði vörubíl upp úr gömlum her-strœtisvagni 1 SUMAR, var sem oftar haldið uppboð á notuðum bílum frá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli, keypti Hinrik Ragnarsson vörubílstjóri, Skipasundi 9, hér í bæ, ógangfæran strætisvagn, 45 manna. — Ég sá að gera mátti úr bíln- um góðan vörubíl, sagði Hinrik er tíðindamaður blaðsins hitti hann í gærdag suður hjá Tjarn- arbrú, en vörubíllinn sem Hinrik ók þar í virtist vera af nýjustu gerð G.M.C. eða Chevrolet vöru- bíla. Var hér kominn bíll sá er Hinrik smíðaði upp úr strætis- vagninum. — Ég keypti strætisvagninn í júnímánuði. Flutti hann heim til mín í Skipasund, og tók þegar að rífa af honum yfirbygginguna, taka úr honum vélina og sitthvað fleira. Síðan hef ég eytt öllum frí- stundum mínum í að smíða og breyta bílnum. Ég keypti húsið, húddið og brettin, endurnýjaði alveg vélina og setti í hann tví- skipt drif, vökvalyftur undir vöru pall og sitt hvað fleira. Ég verð að segja það eins og það er að ég tel bílinn nú vera jafngóðan og nýjan bíl. Það eina sem mig vantar til þess að vörubíllinn sé í alla staði hinn fullkomnasti er krani. Eins og bíllinn er nú tel ég hann vera 100.000 króna virði, sagði Hinrik, en nýr bíll kostar um 145.000 kr. Þó ég hafi sjálfur unnið við að endurnýja bílinn, þá hef ég not- ið ýmis konar aðstoðar vina minna og kunningja og vildi ég nota tækifærið til þess að þakka þeim, um leið og ég bendi sam- starfsmönnunum mínum á þessa leið til þess að endurnýja vöru- bíla sína. Ég hefi verið vörubil- stjóri í 15 ár og fengið á þessum tíma einu sinni leyfi fyrir nýjum bíl, var það gamli Chevroletinn minn, sem ég seldi á dögunum og dugað hefur mér prýðisvel, sagði Hinrik að lokum. Friðjón Skarphéðins- son skipaður í Evrópuráðið EVRÓPURÁÐIÐ er nýkomið saman í Strasbourg, og stendur nú yfir seinna fundartímabil þessa árs. Fundina sitja af ís- lands hálfu þau Jóhann Þ. Jósefs- son og Rannveig Þorsteinsdóttir. Er Rannveig varamaður Her- manns Jónassonar. Friðjón Skarp héðinsson alþingismaður liefur nýlega verið skipaður fulitrúi í ráðinu í stað Stefáns Jóhanns Stefánssonar sendiráðherra, en hann mun ekki fara til Stras- bourg að þessu sinni. Fulltrúar íslands í Evrópuráð- inu hafa að undanförnu verið til- nefndir af utanríkisráðuneytinu, og gildir skipun þeirra fyrir eitt ár í senn. Sendiherra íslands hjá ráðinu er Pétur Eggerz. Ný gerð gúmmíbjörgunarbáta sem hlotið hefur mikla viöurkenningu FRÉTTAMÖNNUM var í gær boðið að skoða nýjan gúmmí- björgunarbát sem R.F.D. Co. í Bretlandi hefur framleitt. Um- boðsfirmað hér á landi fyrir þessa björgunarbáta er Ólafur Gíslason & Co. h.f. Á vegum þess fyrirtækis er nú hingað kom- inn fulltrúi hins brezka félags, Mr. Scott og kynnti Ólafur Gisla- son hann fyrir fréttamönnum. Síðan lýsti Mr. Scott bátnum sem er síðasta nýjung á sviði slíkra björgunarbáta. sekúndur. Undanfarna daga hafa sýningar verið haldnar á báti þéssum til þess að kynna skips- höfnum meðferð slíkra báta og hafa allir viðstaddir verið sam- dóma um ágæti hans. R.F.D. Co. Ltd. var stofnað í upphafi annars tugs þessarar ald- ar. Fyrirtækið hefur jafnan haft forystu um allt það er björgun mannslífa varðar á sjó og hefur í því sambandi t.d. fengið viðurkenningu brezkra stjórnar- valda fyrir gerð sína á uppblásn- um gúmmíbátum. Léttir í meðförum Bátur sá er hér um ræðir er gerður fyrir 10 skipbrotsmenn, en fleiri stærðir eru framleidd- ar hjá hinu brezka fyrirtæki sem er leiðandi fyrirtæki í Bretlandi í framleiðslu gúmmíbjörgunar- báta. Báturinn er léttur og hag- kvæmur í meðförum og öruggur' í miklum sjóum. Framleiðsla slíkra báta er byggð á miklum og nákvæmum rannsóknum og tilraunum R.F.D. fyrirtækisins. Báturinn er með tvöföldum botni og tvöföldu tjaldi. Honum fylgir mjög fullkominn útbún- aður, svo sem vistir, lyfjakassi, viðgerðartæki, árar, ljós og allt sem skipbrotsmönnum má að gagni koma. Bátnum er fleygt í sjóinn £ öllum umbúðum, sem fer þó lítið fyrir. Hann blæst sjálf- krafa upp og tekur það um 15 íslendingar taka forystuna um notkun gúmmíbáta fslendingar hafa tekið foryst- una um notkun gúmmíbjörgun- arbáta á fiskiskipum og er því ekki nema eðlilegt að síðustu nýj- ungar á þessu sviði séu fyrst kynntar hér á landi, enda hafa gúmmíbátarnir þegar sannað nota gildi sitt þegar allar aðrar björg- unaraðferðir hafa brugðizt. R.F.D. Co. og umboðsmenn þeirra hérlendis Ólafur Gíslason & Co. h.f. eru nú í þann veginn að setja upp fullkomna viðgerð- arstöð fyrir bátana hérlendis í samvinnu við Óla Bárdal sem hefur að undanförnu dvalizt í Englandi á vegum R.F.D. og kynnt sér ýtarlega allt það er bátunum* viðkemur. Tjaldið á gúmmíbátnum er mjög sterkt og þolir vel að stokkið sé á það úr mikilli bæð. Myndin sýnir skipverja á Lagarfossi reyna „tjaldið“, og það stóðst prófið. Ljósm. Sv. Sæm.) STAKSTEINAR Ósammála um ástandið Tíminn segir á sunnudaginn, að Eysteinn Jónsson hafi í fjárlaga- ræðu sinni gefið þjóðinni „stór- fróðlegt yfirlit um þjóðarbú- skapinn“. Það er að vísu eng- in ástæða til að guma af því, þó að í fjárhagsræðunni hafi verið fróðleik að finna, því að hver skyldi vera fær um að miðla hon- um í þessum efnum, ef ekki fjár- málaráðherrann? Hver einasti fjármálaráðherra, sem setið hef- ur í stjórn, hefur gefið slíkt jrf- irlit og var ræða Eysteins sízt af öllu greinarbetri en almenqt hefur gerzt hjá fjármálaráðherr- um á liðnum tíma. í þessu sam- bandi er svo rétt að athuga, að fullkomið ósamræmi var milli Hannibals Valdimarssonar ann- ars vegar og Eysteins Jónssonar hins vegar um ástand þjóðarbú- skaparins. Það sem þeir sögðu um „staðreyndir efnahagslífsins“ stangaðist á í mikilvægum atrið- um, eins og þegar hefur verið bent á. Hvor þeirra hafði rétt fyrir sér, gera samstarfsflokkarnir væntanlega upp á milli sín, þeg- ar þeir fara að ræða um það, hvernig beri að jafna hallann á fjárlögum Eysteins. Engin óhönn“ Eysteinn Jónsson gafst upp við að jafna hallann á fjárlagafrum- varpinu og gerði í hinni „stór- fróðlegu ræðu sinni“ enga til- raun til að koma með tilögur þar að lútandi, heldur vísaði hann því máli til samstarfsflokkanna. Um þetta segir Tíminn á sunnu- dag: „Sú starfsaðferð, sem ríkis- stjórnin viðhafði, er auðvitað sú eina, sem til mála kemur. Ef óvæntir erfiðleikar steðja að, er varða allan þjóðarbúskapinn, er það hlutverk þings og stjórnar að greiða fram úr vandanum og marka þá stefnu, sem fylgt skal. Það verkefni liggur nú fyrir Al- þingi“. Hér talar Tíminn um „óvænta erfiðleika", en á það má benda, að ráðherrann, Lúðvík Jósefsson, viðþafi þau ummæli fyrir stutlu síðan, að þeir erfiðleikar, sem nú steðjuðu að, stafi ekki af „neinu óvæntu atviki eða óhöppum“. Þetta er líka alveg rétt hjá Lúð- vík, vandræðin stafa af rangri stefnu í fjármálum og atvinnu- málum, enda hafa núverandi stjórnarflokkar alveg svikið fyrsta og stærsta loforðið fyrir kosningarnar í fyrra, sem var að koma til leiðar því, sem þeir köll uðu „alhliða viðreisn efnahags- lífsins“. I stað þess hefur efna- hagslífið versnað „ahliða“, eins og hver maður, sem sjá vill, hefur nú fyrir augum. Biðraðir við dvr framfaranna í loforðaskránni miklu, sem Hræðslubandalagið gaf út 19. apríl í fyrra, var því lofað, að eftir kosningar skyldi hafin „al- hliða viðreisn efnahagslífsins og þróttmikil framfarabarátta" Það er eins og „þrótturinn" i þess ari framfarabaráttu hafi eittlivað dofnað, því nú tilfærir Tíminn, hvað eftir annað, eftir Eysteini Jónssyni það, sem hann á að hafa sagt í fjárlagaræðunni, að „menn þurfa að læra að ganga skaplega um dyr framfaranna“. Sennilega hefur ráðherrann haft I biðraðir í huga, enda eru þær nú orðnar algengari en áður var.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.