Morgunblaðið - 24.10.1957, Side 2
2
MORnrnvnr 4ðið
Flmmtudpgur 24. okt. 1957
Oþurrkalán verði gefin eftir
Páll Zóphóníaison lelur sveifasfjórnir hafa
brugðizf hlufverki sínu
í GÆR kom til fyrri umræðu
í sameinuðu þingi tillaga
þeirra Ingólfs Jónssonar og
Sigurðar Ó. Ólafssonar, um að
gefin verði eftir að fullu lán
að upphæð 10% milljón kr.
vegna óþurrka á Suður- og
Suðvesturlanái 1955 og enn-
fremur allt að 3 millj. kr. lán
vegna harðinda og óþurrka á
Austur- og Norðausturlandi
1949—1950.
Bjargráðasjóði afhent lánin
Ingólfur Jónsson mælti fyrir
tillögunni. Kvað hann svipaða
tillögu, er sömu menn fluttu í
fyrra, ekki hafa fengið stuðning
stjórnarflokkanna. Hún hefði pó
borið þann árangur, að nokkur
hluti af hallærislánum til bænda
á Auslurlandi var gefinn eftir og
að stjórnin aflaði sér heimildar
til að mega afhenda bjargráða-
sjóði þær skuldakröfur, sem fjall
að er um í tillögunni, er nú ligg-
ur f.vrir.
Hinn 26. apríl i vor ritaði fjár-
málaráðuneytið bjargráðasjóði
um málið, afhenti honum kröfurn
ar, en setti um leið viss skil-
yrði. Skyldi þeim lántakendum,
er þess óska, veittar ívilnanir um
greiðslu vaxta og afborgana, svo
sem með því að lækka eða fella
niður vexti, lengja lánstímann
eða gefa lánin eftir að einhverju
eða öllu leyti, ef sjóðsstjórnin
telur þess þörf að fengnu áliti
hlutaðeigandi sveitarstjórnar.
Með þessu bréfi er gengið til
móts við þau sjónarmið, er flutn-
ingsmenn þingsályktunartillög-
unnar hafa í málinu. Hins vegar
eru farnar miklar krókaleiðir og
stjórn bjargráðasjóðs fengið ill-
leysanlegt verkefni.
Skuldabréfin eru bjargráða-
sjóði lítilsvirði, því að vafalaust
munu sveitastjórnir mæla með
eftirgjöfum lánanna. Aðferðin,
sem beita á, er þó mjög hvimleið,
og þarf hennar vegna að fara
fram vandasamt mat á aðstæð-
um, er leitt getur til misræmis og
leiðinda manna á milli.
Hafa sveitastjórnir brugðizt
skyidum sínum?
Páii Zóphóniasson kvaðst telja,
að lánsfé þetta gæti komið bjarg
ráðasjóði að góðu gagni og að
í hópi lántakenda væru margir
ríkir bændur.
Ingólfur Jónsson benti Páli á,
að lánin voru á sínum tíma ekki
veitt öðrum en þeim, er sveita-
stjórnir töldu, að þyrftu þeirra
með. Kvaðst hann ekki vilja
Á FUNDI sameinaðs þings í gær
var rætt um þingsályktunartil-
lögu um brunavarnir (sjá Mbl.
18/10).
Flutningsmaður, Benedikt
Gröndal, minnti á, að tíð bruna-
tjón á atvinnutækjum á síðustu
árum hefðu vakið ugg lands-
manna. Á árinu 1956 hefðu trygg-
ingarfélög greitt um 17 millj.
kr. í brunabætur, en á pessu
ári hefðu orðið 4 stórbrunar og
væru bætur vegna þeirra einna
10—12 millj. kr.
Ræðumaður taldi víða vei sóð
fyrir slökkviútbúnaði hér á landi,
en ráðstafanir til að koma í veg
fyrir, að eldur kæmi upp væru
hins vegar skemmra á veg komn-
ar.
í tilefni af fyrrispurn frá Páli
Zóphóniassyni upplýsti flutnings-
maður loks, að til væri í Hafnar-
firði stofnun, kostuð af Bruna-
bótafélaginu, er hefði eftirlit með
drótta því að sveitastjórnunum,
að þær hefðu mælt með lánum
til auðugra manna, sem reyndar
myndu vart finnanlegir á þess-
um svæðum.
Páll Zóphóníasson stóð upp á
nýjan leik og kvað Ingólf Jóns-
son hér tala gegn betri vitund —
myndi hann vita, að ýmsar sveita
stjórnir í nágrenni við hann
hefðu farið eftir öðrum sjónar-
miðum en hann talaði um, er þær
gerðu tillögur um lánveitingar.
Ingólfur Jónsson tók enn til
máls og mótmælti harðlega að-
dróttunum Páls í garð sinn og
sveitastjórnanna. Kvaðst hann
ekki þekkja til annars, en sveita-
stjórnir hefðu haft þau sjónarmið
að leiðarljósi, er hann hafði áður
lýst.
Bjarni Benediktsson benti á, að
þau ummæli Páls Zóphóníasson-
ar, að Ingólfur Jónsson hefði tal-
að gegn betri vitund væru óþing-
leg og ætti forseti að víta þau.
Spurði ræðumaður forseta, Emil
Jónsson, hvort hann hefði aðra
skoðun á því, hvers konar orð-
bragð það væri, er Páll viðhafði.
Fékkst forseti ekki til að svara,
þótt eftir væri gengið.
Macmillan liitti
Eisenhower í gær-
kvöldi
WASHINGTON 23. október. —
Macmillan er kominn til Was-
hington til viðræðna við Eisen-
hower forseta. Á flugvellinum
tók Dulles utanríkisráðherra á
móti Macmilla* og sagði Dulles
við það tækifæri, að viðræður
næstu daga væru ekki einungis
miðaðar við það að verða Bret-
landi og Bandaríkjunum heilla-
drjúgar — heldur öllum hinum
frjálsa heimi. Macmillan sagði,
ag markmið Breta og Bandaríkj-
anna væri að vernda frelsið í
heiminum.
Áttu þeir Macmillan og Dulles
langar viðræður síðdegis í dag_
og fund þeirra sat einnig brezkí
utanríkisráðherrann Selwyn
Lloyd, en hann fór með Elíabetu
drottningu vestur um haf á dögun
um og beið Macmillans á flugvell
inum. Mun hann taka þátt i við-
ræðunum. f kvöld munu þeir allir
hitta Eisenhower að máli.
ALEXANDRlA, 23. október. —
í Morgun varð árekstur á Siíez-
flóa. Annað skipið, 9 þús. lesta,
sökk og fórust tvelr af 90 manna
áhöfn.
þessum málum, en starf hennar
væri nær eingöngu fólgið í eftir-
liti með slökkvitækjum.
Bjarni Benediktsson tók til
máls og kvað það skoðun sína, að
hér væri mikilsverðu máli
hreyft, er skylt væri að veita at-
hygli. Þótt talað væri um, að vá-
tryggingafélög bættu brunatjón,
væri það sjaldan svo, að fullar
bætur fengjust, ■— sízt fyrir þau
óþægindi, sem af brunum leiddu.
Ennfremur væru afleiðingar tíðra
bruna, þær að iðgjöld væru ó-
eðlilega há og loks stafaði lífi
og heilsu fólks mikíl hætta af
vanrækslu á sviði eldvarna.
Bjarni kvaðst hafa heyrt, að
nokkur vandkvæði hefðu verið á
því að undanförnu að fá nauð-
synlegan vökva á slökkvitæki, en
brýn nauðsyn bæri til að útbún-
aður sem þessi væri jafnan í
góðu lagi. Skoraði ræðumaður
því á viðkomandi yfirvöld að sjá
til þess, að úr yrði hætt.
Slysið á
Borgartúni
VIÐ áframhaldandi rannsókn á
dauðaslysinu á Borgartúni á
þriðjudagsmorguninn, hefur það
m.a. komið fram að þeir strætis-
vagnastjórar sem óku um Borgar-
túnið um líkt leyti og vagninn
sem maðurinn varð fyrir, telja
sig ekki hafa séð hann. í blaðinu
í gær misritaðist breidd Borgar-
túns. Var gatan sögð 40 m breið,
en átti að standa 7—8 m, p.e.a.s.
malbikaða svæðið. Götuljósin
voru biluð þennan morgun. Mæl-
ingar rannsóknarlögreglunnar
leiddu I ljós að hemlaförin eftir
bílinn voru ekki ýkjalöng, en
götulögreglan hafði mælt þau
16 m.
Frá Alþingi
Fundur var í gær í sameinuðu
Alþingi.
í upphafi fundar vottuðu þing-
menn Ungverjum virðingu sína
og samúð í tilefni af ársafmæli
byltingarinnar. Síðan var gengið
til dagskrár og rætt um eina fyrir
spurn og 2 þingsályktunartillög-
ur. Er frá þessu sagt annars stað-
ar í blaðinu.
Fram voru lögð 8 ný þingskjöl,
þ.á.m. frumvarp um veltuútsvör
flutt af Bimi Ólafssyni og tillaga
um endurskoðun laga um bygg-
ingarsamvinnufélög flutt af Magn
úsi Jónssyni og Jóhanni Hafstein.
Fyrirspurnir eru komnar fram
um togarakaup frá Sigurði
Bjarnasyni, um lántöku til hafn-
argerða frá Magnúsi Jónssyni og
um framkvæmd tillagna íslenzk-
skandínavisku samgöngumála-
nefndarinnar frá Magnúsi Jóns-
syni. Þingskjalanna verður getið
í blaðinu á næstunni.
Bærinn kaupir
Höfða
BÆJARRÁB samþykkti á fundi
sínum á þriðjudaginn að kaupa
húsið Höfða ásamt lóð þess.
Höfði er sem kunnugt er timbur-
hús það sem stendur niðri við
sjóinn í Höfðavík, fyrir neðan
Borgartún, skammt frá skrifstof’U
byggingunni við Borgartún 7.
Bærinn kaupir húsið því beint
í gegnum það verður lögð strand-
gata, Sætúnið er það verður fram
lengt. Þá hefur sem kunnugt er
fundizt heitt vatn beggja vegna
húslóðarinnar og hugsazt getur
að leitað verði innan lóðarinnar
eftir heitu vatni.
„Vinnum aldrei
með kommún-
istum44
LONDON 23. október. — Tals-
maður brezka verkamannaflokks
ins skýrði svo frá í dag, að flokk-
nrinn hafnaði algerlega till. Krú-
sjeffs um viðræður flokkanna um
ástandið fyrir botni Miðjarðar-
hafsins. Sagði hann, að flokkur-
inn hefði alltaf tekið það skýrt
tram, að samvinna við kommún
ista kæmi aldrei til greina. Auk
þess gæti flokkurinn sem stjórn-
arandstöðuflokkur ekki átt við
ræður við stjórnir erlendra ríkja
um málefni, sem varðar sam
skipti Bretlands á alþjóðavett-
vangi við ríkisstjórnir annarra
landa. Enda þótt bréf Krúsjeffs
sé sent í nafni kommúnistaflokks
ins þá megi telja það komið frá
stjóminni.
í svari, sem jafnaðarmanna-
flokkurinn í V Þýzkalandi hefur
sent Krúsjeff vegna sams konar
bréfs, er Krúsjeff hvattur til þess
að standa við hlið annarra þeirra,
er vilji draga úr spennunni í lönd
unum fyrir botni Miðjarðarhafs-
ins.
Bætl um brunovurnir ú Alþingi
Fréttir i stuttu máli
BUENOS Aires, 23. október. —
Eðlilegt horf er nú að komast á
allt líf í Argentínu eftir að skor-
izt hefur í odda með ríkisstjórn-
iimi og iðnaðar- og verkamönn-
um. Mikil verkföll hafa verið að
undanförnu, en í dag hurfu nær
allir til vinnu að undanteknum
iðnaðarmönnum í mörgum verk-
smiðjum. Hermenn aka þó enn
strætisvögnum — og hefur ör-'
yggislögreglan verið efld eftir að
ráðizt var á hermann, sem ók
strætisvagni í borginni, og
honum veitt banaskár.
BEIRUT 23. október. — Arabíska
fréttastofan skýrir svo frá, að
talsmaður sýrlenzka utanríkis-
ráðuneytisins hafi sagt í kvöld,
að hermenn hefðu handtekið tvo
tyrkneska tóbakssmyglara fjórar
mílur frá tyrknesku landamær-
unum. Var þar hópur smyglara
á ferð, skutu þeir á sýrlenzku
hermenninga og köstuðu hand-
sprengjum, en hæfðu ekki. Þeir,
sem af komust, voru fimm tals-
ins.
STOKKHÓLMI, 23. október. —
Að undanförnu hefur dálítið bor
ið á því, að sænskar stáliðnaðar-
verksmiðjur hafi átt í erfiðleik-
um með að selja framleiðslu sína
á erlendan markað vegna vax-
andi skorts á erlendum gjald-
miðli hjá ýmsum þjóðum.
STOKKHÓLMI, 23. október. —
Um þessar mundir situr sænski
viðskiptamálaráðherrann á fund
um með fulltrúum norsku stjórn-
arinnar og ræðir fyrirhugaðan
sameiginlegan markað Norður-
landa. Er aðallega rætt um þær
vörur, sem undanskildar verða
markaðinum.
WASHINGTON 23. október. —
Brownell, dómsmálaráðh. Banda-
ríkjanna, afhenti Eisenhower for
seta í dag lausnarbeiðni sína.
ANKARA, 23. október. — 1
kvöld kom til f jöldafunda í
Ankara. Hrópuðu menn ýmis
slagorð gegn stjórn landsins. Lög-
regla tvístraði mannfjöldanum.
ISTANBUL, 23. okt. — Orðrómur
hefur komizt á kreik um það, að
póstbátur, sem hvarf á Bosporus-
sundi í fyrra mánuði, hafi flutt
í pósti mikilvæg bandarísk leynd-
arskjöl. Hafi Rússar stolið
skjölunum. Talsmaður banda-
ríska sendiráðsins í Istanbul
skýrði svo frá í dag, að saga þessi
væri uppspuni frá rótum. Leynd-
arskjöl væru ekki send með
venjlegum póstbáti.
CAPE CANAVERAL 23. október.
í dag fór fram í tilraunastöð
bandaríska sjóhersins í Florída
tilraun með flugskeyti af Van-
guard gerð, en Bandaríkjamenn
ætla að nota það til þess að flytja
gervihnött sinn út fyrir gufuhvolf
jarðar, eða 500 km út fyrir jör»u.
Heppnaðist tilraunin vel.
WASHINGTON 23. október. —
Bandaríski vamarmálaráðherr
ann skýrði frá því í dag, að hluti
af Atlantshafsflotanum hefði nú
verið búinn kjarnorku djúp-
sprengjum. Kvað hann það góða
tryggingu gegn ógmun þeirri, er
Vesturlöndum væri af hinum
mikla kafbátaflota Rússa.
Viscount ferst
í írlandi
BELFAST 23. október. — Vis-
countflugvél frá brezka flugfé-
laginu BEA fórst í lendingu í Bel
fast í kvöld, og með henni sjö
manns, fimm manna áhöfn og
tveir farþegar, starfsmaður flug-
félagsins og kona hans.. Flugvél-
in var að koma frá London og
átti að fara aukaferð fullskip-
uð farþegum frá Belfast til Lon-
don í kvöld. Farþegarnir biðu á
flugvellinum eftir flugvélinni og
sáu þegar hún fórst.
Orsök slyssins var sú, að lág-
skýjað var mjög og mikil jign-
ing — og skyggni slæmt. Lend-
ingu var stjórnað úr flugturnin-
um í Belfast. Flugvélin kom nið-
ur úr skýjaþykkninu í beinni
stefnu á flugbrautina, en nam
við jörðu alllangt frá brautarend
anum — og fórst með þeim afleið
ingum, sem fyrr greinir.
Flugvélin var ein af nýjustu
vélum BEA, af gerðinni Viscount
800, en þær geta flutt 57 farþega.
Talsmaður félagsins sagði í kvöld
að þetta væri fyrsta slysið, sem
orðið hefði á slíkri flugvél.
WASHINGTON 23. október. —
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins bar í dag til baka
þá fregn, er birtist í frönsku
blaði, að kommúnistum hefði tek
izt að ræna mikiivægum skjölum
frá Henderson, er hann fór um
löndin fyrir botni Miðjarðarhafs
til þess að kynna Eisenhower-
kenninguna. Henderson hafi
engin mikilvæg skjöl haft með-
ferðis.
— Búdapest
Frh. af bls. 1.
myrkrið féll á í kvöld stóðu lög-
reglumcnn enn inn á milli leið-
anna með vélbyssur til taks.
O—#—O
Rússneskir hermenn sáust lítið
í borginni, en þeir voru f jölmenn-
ir utan við borgina. 1 stað þess
voru hengdar upp myndir af
rússneskum hermönnum á götum
og gatnamótum og áttu þær að
minna borgarbúa á hinn frelsandi
mátt þeirra.
Þá hefur ungverski kommún-
istaflokkurinn gefið út yfirlýs-
ingu þar sem segir, að enn sé
fjöldi Ungverja, sem ekki viti
sannleikann um uppreisnina í
fyrra.
STRASSBORG, 23. okt. — A
fundi Evrópuráðsins í dag var
þess minnzt með hátíðlegri at-
höfn að eitt ár var liðið frá upp-
reisninni í Ungverjalandi. Stóðu
fundarmenn á fætur og nokkurra
minútna þögn var gerð í virðing-
arskyni við þá mörgu, er létu
lífið í viðureigninni við Rauða
herinn.
NEW YORK 23. okt. — Á fundi
allsherjarþingsins um afvopnun-
armálin í dag, sagði fulltrúi Kan-
ada, að stórveldin yrðu að hefj-
ast handa um fyrstu skrefin til
afvopnunar. Á því ylti líf og
framtíð mannkynsins. Sakaði
hann Rússa um óheilindi við und
angengnar afvopnunarviðræður.
Sammála um, að kommúnistar eigi
ekki að sitia í stjórn
HELSINGFORS, 23. okt. —
Allir finnsku stjórnmálaflokk
arnir hafa gert grein fyrir af
stöðu sinni til stjórnarmynd
unar. Eru þeir allir sammála
um það, að náuðsyn beri til
þess að stjórnin verði mynduð
á sem breiðustum grundvelli,
en samt án þátttöku kommún-
ista. Jafnaðarmenn eru þeirr-
| ar skoðunar, að fela beri Tann
!er formanni þeirra að mynda
stjórn. íhaldsflokkurinn er
einnig þeiirar skoðunar. Ekki
er enn vitað hvern Kekkonen
forseti hyggst biðja að mynda
stjórn — eða hvenær, en al-
mennt er talið að Tanner verði
fyrir valinu.
Tanner
Seinustu fréttlr:
HELSINGFORS 23. október. —
Seint í kvöld fór Finnlandsfor-
seti þess á leit við Tannei, for-
mann jafnaðarmannaflokksins,
að hann gerði tilraun til stjórnar-
myndunar.