Morgunblaðið - 24.10.1957, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. okt. 1057
RDagbók
í dag er 297. dagur ársing.
Fim—tudagur 24. aktóber.
Veturnætur.
Árdegisflæði kl. 6,43.
Síðdegisflæði kl. 19,00.
Slysavarðstofa Key'javíkur í
Heilsuverndarstöðinni er opin all
aa sólarhringinn. Læknavörður
L.R. (fyrir vitjanir) er á sama
stað frá kl 18—8. Sími 15030.
ISæturvörður er í Laugavegs-
apóteki, sími 24047. Ennfr. eru
Holtsapótek, Apótek Austur-
bæjar og Vesturbæjarapótek op-
in daglega til kl. 8, nema á laug-
ardögum til kl. 4. Þrjú síðasttalin
apótek eru opin á sunnudögum
miili kl. 1 og 4.
Carðs-apólek, Hólmgarði 34, er
opið daglega kl. 9—20 nema á
laugardögum 9—16 og á sunnu-
dögum 13—16. Sími 34006.
Kópavogs-apótek, Álfhðlsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20 nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl. 13—16. — Sími 23100.
Hafnarfjarðar-apótek er opið
alla virka daga kl. 9—21. Laug-
ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helga
daga kl. 13—16 og 19—21.
Keflavskur-apótek er 0[. ið alla
virka daga frá kl. 9—19, laugar-
daga frá kl 9—16 og helga daga
frá kl. 13—16.
Hafnarfjörður: — Næturlæknir
er Eiríkur Björnsson, sími o0235.
Akureyri: — Næturvörður er í
Akureyrar-apóteki, sími 1032. Næt
urlæknir er Bjarni Rafnar.
I.O.O.F. 5 = 13810248*4 = 9. 0.
0 Helgafell 595710257 — IV/V
— 2.
□ MÍM R 595710247 == 2
S^JBruðkaup
S.l. þriðjudag voru gefin saman
í hjónaband af séra Garðari Svav
arssyni, ungfrú Ólöf Erla Jóns-
dóttir, Seljavegi 21, og Baldur
Bjarnarson, vélvirki, Nökkvavogi
36. — Heimili þeirra verður að
Hagamel 20.
|Hjónaefni
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Sigrún Gísladóttir,
Melhól, Meðallandi og Sveinn Páll
Gunnarsson, Flögu, Skaftártungu.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína Alda Jóhanssen, Bakka-
gerði 2 og Jón Einarsson, Eyjum,
Breiðdal.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Auður Sæmundsdótt-
ir, Akurgerði 21 og Óskar Sigurðs
son, Hofsvallagötu 21.
Skipin
Eimskipafélag Islands h.f.: —
Dettifoss fór frá Gautaborg 19. þ.
m. til Leningrad, Kotka og Hels-
ingfors. Fjallfoss fór frá Ham-
borg 20. þ.m., væntanlegur í dag
til Reykjavíkur. Goðafoss fer frá
Reykjavík í kvöld til Bildudals, —
Flateyrar, ísafjarðar og þaðan til
N->rður- og Austurlandsins. Gull-
foss fer frá Kaupmannahöfn 26.
þ.m. til Leith og Reykjavíkur. Lag
arfoss fór frá Rvík í gærkveldi, til
Vestmannaeyja, Reyðarfjarðar, —
Fáskrúðsfjarðar, Akureyrar, Vest
fjarða-og Breiðaf jarðahafna. —
Reykjafoss er í Reykjavík. Trölla
foss fór frá Reykjavík 19. þ. m. til
New York. Tungufoss fór frá Ham
borg 23. þ.m., til Reykjavikur.
^gjFlugvélar
Flugfélag í»lands h.f.: — MiHÍ-
Sveinspróf í rafvélavirkjun
Sveinspróf í rafvélavirkjun verða haldin í nóvem-
ber n.k. Umsóknir ásamt skilríkjum og prófgjaldi
kr. 600.00 sendist til Magnúsar Hannessonar, raf-
vélaverkstæðinu Volti, Reykjavík fyrir 1. nóvem-
ber. Nauðsynlegt er að endurnýja eldri umsóknir.
Prófnefndin.
SKEMMDUM
VERJIÐ TEINIIMUR VDAR
og ldtið
ekki
holui myndast
Farið reglulega til tannlæknis og spyrjið hann um
Nýtt „SUPER" AMM-I-DENT
með hinu undraverða FLUORIDE
landaflug: Hrímfaxi er væntanleg
ur til Reykjavíkur kl. 17,10 í dag
frá Hamborg, Kaupmannahöfn og
Osló. Flugvélin fer '! Glasgow og
Kaupmannahafnar kl. 09,00. Inn-
anlandsflug: 1 dag e. áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir),
Bíldudals, Egilsstaða, ísafjarðar,
Kópaskers, Patreksfjarðar og Vest
mannaeyja. — Á morgun er áætl-
að fljúga til ' kureyrar, Fagurhóls
mýrar, Hólmavíkur, Hornafjarð-
ar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklaust
urs og Vestmannaeyja.
Loflleiðir h.f.: — Saga er vænt
anleg kl. 19,30 í kvöld frá Ham-
borg, Kaupmannahöfn og Osló. —
Flugvélin heldur áfram kl. 21,00
áleiðis til New York.
FHAheit&samskot
Cistiskýli drykkjumania, afh.
Mbl. — Frá Sv. Bj. kr. 25,00; Ó
M 30,00; ÞJJ 30,00; E K 25,00;
•i E 30,00; B Á 25,00.
H Félagsstörf
Félag héraðsdómara. — Aðal-
fundur félagsins hefst í dag kl. 2
síðdegis, í Tjamarkaffi. Fundur-
inn stendur yfir í 2—3 daga.
Kienfélag Lágafellssóknar. —
Handavinnukvöld félagsins verður
í kvöld, fimmtudag, í Hlégarði.
Kvenfélag Langholtssóknar held
ur fund í ur.gmennafélagshúsinu
við Holtaveg n.k. föstud. kl. 20,30.
Ymislegt
Námsflokkur verður starfrækt-
ur í vetur, í lífsspeki danska spek
ingsins Martinusar. Up: lýsingar
gefur Vignir Andrésson, kennari,
Egilsgötu 22.
Kvenfélag Laugarnessóknar —
minnir félagskonur á bazarinn,
laugardaginn 2. nóvember.
Gistiskýli drykkjuinanna. Fl’am
kvæmdanefnd Stórstúku Islands
hefur samþykkt að leggja fram kr.
5000,00 til skýlisins.
1 Bandaríkjadollar..— 16,32
1 Kanadadollar .... — 16,86
100 danskar kr........—236,30
100 norskar kr........— 228,50
100 sænskar kr........—315,50
100 finnsk mörk .... — 5,10
1000 franskir frankar .. — 38,86
100 belgiskir frankar.. — 32,90
100 svissn. frankar .. — 376,00
100 Gyllini ..............— 431,10
100 tékkneskar kr. .. — 226,67
100 vestur-þýzk mörk — 391,30
1000 Lírur ...............— 26,02
hvað kostar undir bréfin?
InnanDæjar ...... 1,50
Út á land........ 1,75
Evrópa — Flugpóstur:
Danmörk ......... 2,55
Noregur ......... 2,55
Svíþjóð ......... 2,55
Finniand ........ 3,00
Þýzkaland ....... 3,00
Bretland ........ 2,45
Frakkland ....... 3,00
írland .......... 2,65
Spánn ........... 3,25
Ítalía ........... 3,25
Luxemburg ....... 3,00
Malta ............ 3,25
Holland........... 3,00
Pólland .......... 3,25
Portúgal ......... 3,50
Rúmenía .......... 3,25
Sviss ............ 3,00
Tyrkland ......... 3,50
Vatikan......... 3,25
Rússland ......... 3,25
Belgía ........... 3,00
Búlgaria ......... 3,25
Júgóslavía ....... 3,25
Tékkóslóvakía .... 3,00
Albanía .......... 3,25
Bandaríkin — Flugpóstur:
1— 5 gr. 2,45
5—10 gr. 3,15
10—15 gr. 3,85
15—20 gl. 4,55
Kanada — Flugpóstur:
1— 5 gr.
5—10 gr
10—15 gr.
15—20 gr.
2,55
3,35
4,15
4.95
'v*' <.< , «
Læknar fjarverandi
Bjarni Jónsson, óákveðið. Stg
Stefán Bjömsson.
Garðar Guðjónsson, óákveðið
— Stg.: Jón Hj. Gunnlaugsson,
Hverfisgötu 50.
Hjalti Þórarinsson, óákveðið
Stg.: Alma Þórarinsson.
• Gengið •
Gullverð ísl. krónu:
100 gullkr. = 738,95 pappírskr.
Sölugengi
1 Sterlingspund .... kr. 45,70
Myndin er tekin af Kristjáni Davíðssyni í Sýningarsalnum.
Sýning Kristjáns Davíðssonar
KRISTJÁN DAVÍÐSSON er
löngu þjóðþekktur listamaður,
sem jafnan hefur verið nokkuð
umdeildur meðal almennings, en
hefur að sama skapi hlotið við-
urkenningu þeirra starfsbræðra
sinna, sem ekki hafa látið blind-
ast af hleypidómum.
Nokkuð langt er liðið síðan
Kristján Davíðsson hélt sína
seinustu sýningu, en samt hefur
hann ekki verið með öllu hulinn
listamaður. Hanh hefur oftsinnis
tekið þátt í samsýningum og verk
hans vakið verðskuldaða eftir-
tekt. Það er skemmtilegt að
heimsækja sýningu þá, sem nú
’ stendur yfir í Sýningarsalnum í
! Alþýðuhúsinu, en þar er Kristján
Unglinga
vantar til blaðburðar við
Hofteig
og
Kleppsveg
BJorðnnblaíiib
Sími 2-24-80
FERDINAIMD
Konudagur
Davíðsson kynntur á nokkurn
annan hátt en áður. Það hafa
orðið miklar breytingar í list
hans, og ef til vill meiri en hann
sjálfur gerir sér ljóst. Samt er
auðkennandi fyrir þessi nýju
verk Kristjáns það sama og var
aðalkostur hinna eldri, þ. e. a. s.
hin næma og sterka litsjón mál-
arans, sem honum tekst að not-
færa á mjög fjölbreyttan hátt.
Ég skal viðurkenna það hér, að
persónulega finnst mér eins og
eitthvað vanti í verk eftir
Kristján Davíðsson, þegar hin
sterku andlit og hin einkenni-
lega teikning mannslíkamans er
horfin. Þar hafði hann náð tök-
um á myndgerð, sem ég veit ekki
til, að nokkur annar íslendingur
hafi tíðkað á undan honum. Marg-
ir af kunnustu listamönnum
þjóðarinnar eru til í útgáfum
Kristjáns, og mætti þar nefna
margt ágætt listaverk, en er
óþarft hér.
Þessi sýning er fjölbreytt að
efni og vel fyrir komið. Eins og
að ofan segir, hefur Kristján los-
að sig við andlitin í verkum sín-
um og byggir nú eingöngu á litn-
um sjálfum og hreyfingum innan
myndaflatarins. Verk hans eru
unnin á óþvingaðan hátt, og
margur leikmaður mun án efa á-
líta, að hér sé um tilviljanir að
ræða, en ekki hugsuð listaverk.
En það er rangt. Kristján gerir
mikið fyrir myndir sínar og marg
vinnur sumt, þar til hann hefur
náð þeim árangri, er hann ætlast
til. Myndir hans vaxa frá hugar-
fóstri í áþreifanlegan hlut, án
þess að missa listrænt gildi. Það
er ánægjulegt að sjá, hver þróun
Kristjáns er í myndlist. Hann er
einn af okkar beztu hæfileika-
mönnum á því sviði, og þótt við
séum ef til vill ekki alveg sam-
mála um listformið, eins og
stendur, rýrir það á engan hátt
þann árangur, er kemur í ljós á
þessari sýningu hans.
Að síðustu verður að geta þess,
að nokkuð misjöfn verk eru á sýn
ingunni, en heildarsvipur hennar
er ágætur og fjörlegur með af-
brigðum. Hér eru skrítnir hlutir
á ferð, en engu að síður ágæt
listaverk, sem eiga erindi til okk-
ar allra.
Valtýr Pétursson.