Morgunblaðið - 24.10.1957, Síða 8
Fimmtudagur 24. okt. 1957
MOBGVTSBl 4Ð1Ð
Mttfrfafrft
Cftg.: H.t Arvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðaii'itstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Oia, sími 33045
Auglýsingar: Arnj Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og algreiðsla: Aðaistræti 6 Sími 22480
Askriftargjald kr 30.00 á mánuði mnaniands.
t lausasölu kr 1.50 eintakið.
DAGUR SAMEINUDU ÞJÓÐANNA
IDAG, hinn 24. október,
er minningardagur hinna
Sameinuðu þjóða. Þann
dag minnast hundruð milljóna
ihanna þessara víðtækustu al-
þjóðasamtaka, sem sagan grein-
ir. —
Að stofnun samtakanna stóð
51 þjóð. Síðan stofnskrá þeirra
var undirrituð í San Francisco
eru liðin 12 ár. Nú eru þjóðir
hinna Sameinuðu þjóða orðnar
81. Þeim hefur þannig fjölgað
um 30 á rúmum áratug. Tak-
markið er auðvitað að allar þjóð-
ir heims fái upptöku í samtökin.
Að bjarga komandi
kynslóðum
1 upphafi stofnskrárinnar seg-
ir á þessa leið:
„Vér hinar Sameinuðu þjóðir,
staðráðnar í að bjarga komandi
kynslóðum undan hörmungum
ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri
hefur leitt ósegjanlegar þjánipg-
ar yfir mannkynið------“
Þeir, sem undirrituðu stofn-
skrána fyrir hönd þjóða sinna
hétu því ennfremur „að sýna um-
burðarlyndi og lifa saman í
friði, svo sem góðum nágrönn-
um sæmir, að sameina mátt vorn
til að varðveita heimsfrið og ör-
yggi, og að tryggja með sam-
þykki grundvallarreglna og skipu
lagsstofnun, að vopnavaldi skuli
ekki beitt, nema í þágu sameigin-
legra hagsmuna-------“
Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna
er vissulega byggð á háleitum
hugsfónum, sem túlkaðar eru
með fögrum orðum í greinum
hennar. Bak við þau lá áreiðan-
lega einlægur vilji þjóðanna til
þess að útrýma hörmungum
styrjalda og mannvíga. En alþjóð
leg samtök til verndar friði og
frelsi hafa áður verið sett á lagg-
irnar. Engu að síður hefur villi-
dýrsæði styrjaldanna hafizt að
nýju og valdið hyldjúpu böli og
ógæfu.
Merkilegur árangur
Sem betur fer sýna þó stað-
reyndirnar að merkilegur árang-
ur hefur þegar náðst af starfi
Sameinuðu þjóðanna. Þær sner-
ust til varnar gegn ofbeldisárás
kommúnista á Suður-Kóreu og
hrundu henni. Þær stöðvuðu
styrjöldina um Súez á sl. ári og
sendu alþjóðlegar iöggæzlusveit-
ir til þess að halda þar uppi friði
og reglu. Hinar ýmsu stofnanir
þeirra hafa unnið stórkostleg af-
rek á sviði heilbrigðis- og menn-
ingarmála, ekki sízt í þágu frum-
stæðra þjóða.
Allt þetta ber vissulega að
meta og þakka, enda þótt marg-
ir hafi orðið fyrir vonbrigðum
af þessum víðtæku alþjóðlegu
samtökum. En ofbeldishneigðin
og eigingírnin eru svo ríkur þátt-
ur í mannlegu eðli að varla er
við því að búast, að mannkynið
geti á skömmum tíma byggt upp
samtök, sem fær séu um að halda
þessum hvötum í skefjum. Stefn-
an hefur verið mörkuð og allir
frelsisunnandi menn verða að
styðja Sameinuðu þjóðirnar og
gera þær að stöðugt virkara og
áhrifameira tæki til þess að
vernda heimsfiiðinn og standa
vörð um hamingju einstaklinga
og þjóða. Stærsta verkefnið, sem
nú blasir við er að efla fram-
kvæmdavald samtakanna, koma
upp öflugu alþjóðlegu gæzluliði,
sem fært sé um að halda hvers
konar árásar- og ofbeldisöflum í
skefjum.
SKIPULAGSMÁLIN OG VARÐAR-
FUNDURINN
I1ITT erfiðasta viðfangsefn-
I ið í sambandi við stjórn
bæjarfélags,, sem er í
jafnhröðum vexti og Reykjavík,
er ákvörðun skipulags slíks bæj-
ar. Það er sjaldnast unnt að sjá
fyrir hvaða breytingar kunna
að verða, hvaða ný viðhorf kunna
að koma fram og hvaða kröfur
framtíðin kann að gera. Þetta á
alveg sérstaklega við um Reykja-
vík, sem hefur vaxið meira á
stuttum tíma, en nokkurn hefði
órað fyrir.
Skipulagsmálin fela í sér hin
margvíslegustu verkefni og sjón-
armið, eins og kom fram á Varð-
arfundinum í fyrrakvöld. Á veg-
um félagsins hafði starfað nefnd,
sem lagði fram sérstakar tillög-
ur í skipulagsmálunum, sem birt-
ar eru á öðrum stað í blaðinu í
dag, eins og fundurinn gekk frá
þeim.
Þar eru t. d. tekin til með-
ferðar þau þrengsli, sem menn
telja að nú séu í hinum gamla
miðbæ, og bent á, að skapa verði
þessum kjarna bæjarins mögu-
leika til útþenslu í framtíðinni,
þar sem nú er flugvöllurinn, en
flugþjónustunni verði séð fyrir
fullkomnum bækistöðvum ann-
ars staðar. Hér er um mjög stórt
og vandasamt mál að ræða, sem
leysa þarf, að beztu manna yfir-
sýn. Þá gera tillögurnar ráð fyrir
UTAN UR HEIMI
Söngvarinn, sem hefur aldrei lœrt að
syngja og hefur ekkert vit á söng
,SPUTNIK‘ þeirra Bretanna, eins
og Tommy Steel er kallaður, er
eins árs um þessar mundir. Það
er sem sé liðið eitt ár síðan hann
„fór á loft“, en i rauninni er
Tommy 20 ára gamall. En aldur
„Sputnika" er talinn frá og með
deginum sem þau hafa komizt á
loft —- og það hefir vakið mikla
undrun þeirra, sem venjulega
skrúfa fyrir sjónvarpstækið, þeg-
ar Tommy Steel þenur sig þar
eins og hann ætti lífið að leysa,
að hann skuli hafa haldizt svo
ár hefur hann sungið og leikið á
guarinn sinn viðstöðulaust í út-
varp og á samkomum og viðtök-
urnar hafa alltaf verið hinar
sömu: Unglingarnir ráða sér vart
fyrir hrifningu og þess eru rnörg
dæmi, að liðið hafi yfir ungar
stúlkur, sem Tommy töfraði á
þennan dularfulla hátt.
Eldfíaugin Bevan
Tommy er frá East End, fátækra
hverfi Lundúnaborgar. Hann tal-
þeim möguleika, að eigendum
húsa í nýjum hverfum verði gef-
inn kostur á fullgerðum götum,
innan tiltekins tíma, gegn
greiðslu í hlutfalli við þá verð-
mætisaukningu á húseignum,
sem verður við slíkar fram-
kvæmdir. Hér er um leið að ræða
til að fullkomna gatnakerfið
fljótar en unnt hefir verið und-
anfarið, með hliðsjón af hinum
öra vexti byggðarinnar.
Þetta eru aðeins dæmi um til-
lögur Varðarfundarins. Sjálf-
stæðismenn hafa vakandi áhuga
á þessum málum. Hér er um mikil
tæknileg og fjárhagsleg vanda-
mál að ræða, sem varða aTla
bæjarbúa, beint og óbeint.
Vörður hefur nú haldið tvo
fundi um framtíð Reykjavíkur.
Þar hafa komið fram margar nýj-
ar raddir sem sýna, að um mál
þessi er hugsað af áhuga og vilja j
til að gera bæjarfélaginu gagn. j
Reykjavíkurbær hefur, undir j
stjórn Sjálfstæðismanna, gert
stór átök og unnið mikil afrek.
Á nýjum. tæknilegum sviðum svo
sem í sambandi við stórvirkjan-
ir Sogsins og hitaveitunnar, hef-
ur Reykjavík rutt brautina.
Þannig mun líka verða haldið t
áfram, meðan Sjálfstæðismenn
hafa stjórn bæjarins í sínum
höndum.
20 ára cockney — þjónn á hverjum fingri.
lengi á lofti. Er þá bent á það, að
„Sputnik“ þeirra Bandaríkja-
manna, Presley, hafi dalað miklu
fyr og eyðzt, eins og það er kall-
að — öllum söngelskum til ó-
blandinnar gleði.
Enginn venjulegur
Sputnik
En hvað um það, Tommy Steel
hefur nú verið á lofti í eitt ár og
vinsældir hans fara sízt dvín-
andi. Það má og sjá á pyngju
hans, að hann nýtur vinsælda,
því að á þessu eina ári hefur
hann unnið sér inn sem svarar
hátt á þriðju milljón ísl. króna.
Og heíur allt hans starfslið —
umboðsmenn, auglýsingamenn,
hugsuður, hljómlistarmenn og
aðrir fengið sinn skerf. í heilt
ar cockney og hefur i rauninni
aldrei lært að leika á gítar. En
hvers vegna skyldi hann hafa á-
hyggjur út af því? Hann er fædd
ur stjarna — fæddist á þrem mín-
útum — fyrir einu ári.
Sagan er sú, að mjög vinsæll
sjónvarpsmaður féllst á að fyrir
þrábeiðni umboðsmanna að leyfa
Tommy, sem þá hét Hicks,' en
ekki Steel, að spreyta sig, „en
aðeins í þrjár mínútur". Og
Tommy kom og söng í sjónvarp-
inu og daginn eftir bárust hon-
um 700 bréf, þar sem honum var
spáð miklum frama. Umboðs-
mennirnir néru saman höndun-
um — og eins og Tommy sagði
síðar, þá eru þeir mjög ánægðir
með árangurinn, ef 20 manns
láta svo lítið að grípa pennann og
hripa nokkrar línur. Nú hefur
Tommy þrjár stúlkur til þess að
annast bréfamóttöku og skrifa
ViMip'atkráin
VIÐSKIPTASKRÁ þessa árs
er nýlega komin út. Þetta er 20.
árgangur hennar.
Margvíslegar upplýsingar er að
finna í bókinni. Þar eru skráð um
7500 nöfn fyrirtækja, einstakl-
inga og félaga í Reykjavík og
46 kaupstöðum og kauptúnum ut
an Reykjavíkur og fylgja hverju
nafni upplýsingar um atvinnu-
rekstur, stjórnir félaga og til-
gang. Þá eru sex uppdrættir í bók
inni, stórir uppdrættir af Reykja
vík, Kópavogi og Akureyri í 4
litum með áteiknuðum götunöfn-
um, opinberum byggingum o. fl.,
loftmynd af Akranesi, uppdrátt-
ur af Hafnarfirði, íslandskort og
vitakort.
Fasteignamat fyrir Reykjavík,
Akureyri og Hafnarfjörð er þar
einnig, svo og skipastóll íslands
þar sem skráð eru öll skip 12 rúm
lestir og stærri, og greint frá efni
við, smíðaári, stærð, vélartegund,
vélarstærð og eigendum.
Meginkafli bókarinnar er Varn
ings- og starfsskrá. Þar eru nöfn
allra verzlana, fyrirtækja og ein-
staklinga raðað eftir starfs- og
vöruflokkum í stafrófsröð. Flest
öilum starfs- og vöruheitum
fylgja þýðingar á dönsku, ensku
og þýzku, og aftan til í bókinni
er lykill að þessum útlendu heit-
um til þess að útlendingar geti
notfært sér bókina.
Loks er í bókinni ritgerð á
ensku um landafræði, sögu og
efnahagsmál fslands: Iceland: A
Geographicall Political and
Economic Survey.
svör. Daglega fær hann fulla póst
poka af bréfum, sem flest eru
auðkennd með rauðu þrykki af
vörum sendanda, því að nær und
antekningarlaust eru þau frá
stúlkum. Já, og umboðsmennirn-
ir settust á ráðstefnu til þess. að
ráða ráðum sínum. Einn þeirra,
Ian Bevan er öðrum snjallari og
segja má, að hann sé eldflaugin,
er flutti þennan Sputnik upp í há
loftin, því að það er ekki hvað
minnst Bevan að þakka, að
Tommy hefur eignazt tæpar 3
millj. kr., auk hundruð þúsunda
aðdáenda á einu og sama árinu
Bevan „sér um sína“
En hver veitir leyfi til fram-
leiðslu T. S. (Tommy Steel)
buxna, T.S. sápu, T.S. vasaklúta
— hver undirbýr T.S. kvikmynd-
ir, skipuleggur T. S. hljómleika
og hljómleikaferðir, velur T.S.
sjónvarpsefni, sér um T. S. hljóm
plötuupptökur og útgáfu þeirra,
hefur upp á T. S. tónskáldum,
hefur umsjón með samningu ævi
sögu T.S. og útgáfu T. S. póst-
korta?
Auðvitað er það Ian Bevan, sem
sér um þetta allt — og meira til.
Hann veit hvað hann vill’
en ekki meir
Það er Bevan, sem Tommy
Steel á mest að þakka, að hann
er ekki í dag aðeins strákur í
East End eins og hann var fyrir
einu ári — heldur „Tommy
Steel“. Og Tommy Steel er á-
nægður. Hann hefur getað veitt
sér sitt að hverju, keypt bifreið
fyrir sig og nýja íbúð fyrir for-
eldra sína. Og hann hefur lært
að ferðast að hætti frægra
manna. Hann fer til Riviera, oft-
ast undir dulnefni — og lætur
lítið á sér bera, því að blaða-
menn eru á hverju strái. Og allr-
ar þessarar auðlegðar nýtur hann
vegna þess að hann syngur og
spilar, en hefur þó aldrei lært að
lesa nótur né syngja — og hann
veit yfirleitt ekkert um hljóm-
list. Hann getur ekki gert neina
grein fyrir því af hverju hann
syngur svona en ekki öðru vísi
eða hvernig hann fer að því að
syngja á þennan sérstæða hátt.
Hins vegar getur hann sagt hvað
hann vill og vill ekki — og hann
er ekkert feiminn við það, því
að hann hefur þjónustufólk á
hverjum fingri.
2 shillinga og 6 pence
Að öðru leyti lifir hann eins og
óbcatinn almúgamaður, sparar
við sig í mat og drykk og segist
aldrei hafa efni á neinu. Þegar
fréttamenn spyrja hann spjörun-
um úr segir hann þeim að kaupa
ævisögu hans, sem nýlega er kom
ir út — og hann lætur ekki hjá
líða að geta þess, að bókin kosti
ekki nema 2 shillinga og 6 pence.
Eilífðar-Sputnik
Nú er Tommy Steel á leið til
S-Ameríku og Ástralíu. Þar ætl-
ar hann að syngja og spila eins
og annars staðar, en þegar maður
spurði hann að því á dögunum,
hvort hann gerði sér nokkra
grein fyrir því hve lengi hann
mundi njóta vinsælda, sagðist
Tommy vona, að hann yrði ekki
„fallinn" áður en hann kæmist í
utanförina. Unga fólkið heldur
því hins vegar fram, að hann
sé einhver eilífðar-Sputnik, sem
aldrei muni falla. En falla ekki
allir Sputnink-ar fyrr eða síðar
— jafnvel Tommy Steel?