Morgunblaðið - 24.10.1957, Síða 11

Morgunblaðið - 24.10.1957, Síða 11
Fimmtudagur 24. okt. 1957 MORGUWBLAÐIÐ 11 Dagbjartur Bjarnason fyrrv. stýrimaður 50 ára DAGBJARTUR frændi minn og góður samferðamaður, er fædd- ur á Stokkseyri 24. okt. 1907. Foreldrar hans Jóhanna Hró- bjartsdóttir bónda frá Grafar- bakka í Hrunamannahreppi, Hannessonar á s. st. Torfasonar á Gamlahrauni og Bjarni fyrr- verandi óðalsbóndi á Stokkseyri og formaður í Þorlákshöfn, Gríms sonar ríka hreppsstjóra og bónda í Óseyrarnesi og formanns í Þor- lákshöfn. Jóhanna móðir Dag- bjartar er við sæmilega heilsu og er enn ung í anda. Hún býr nú með sonum sínum tveim á Reyni- mel 28 en Bjarni faðir hans and- aðist 1944. Eins og sjá.má af framansögðu er Dagbjartur í báðar ættir af góðu fólki, sem sýnt hefur dugn- að í búskap, sjómennsku og verzlun. Faðir hans og forfeður voru miklir og aflasælir sjósókn- arar í hinni kunnu verstöð Þor- lákshöfn. Það var því að vonum, að Dagbjartur byrjaði snemma að fara á sjó, eða um fermingar- aldur. Eins og venja var margra ungra manna fyrir austan fjall, byrjaði hann á opnum skipum og hertist hann þar við marga raun, eins og fleiri, fór hann síðan á mótorbáta og botnvörpunga. Um 20 ára skeið var hann á verzlun- arskipum, alian tímann á skip- um ríkissjóðs í innan- og utan- landssiglingum, eða frá 1932— 1952. Hann útskrifaðist af Sjó- mannaskólanum í Reykjavík með verzlunarskipaprófi 1939. Fórum við upp úr því að hafa náið sam- band, því þá gjörðist hann stýri- maður á skipum Ríkisútgerðar- innar. Hann sigldi sem þriðji annar og fyrsti stýrimaður og lengst af tímanum með mér á m.s. Esju og m.s. Heklu. Eins og hann á kyn til, var hann góður og öruggur sjómaður, hann var hinn mesti garpur og vel að sér um alla hluti, er að sjómennsku lýtur. Eins og áður er sagt þá voru forfeður hans, hin- ir mestu garpar um sjósókn og aflasælir menn, og er því að vonum, að honum kippir í kyn- ið. Hann er og vinfastur, ætt- rækinn og fastur fyrir, hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum. Er hann drengur hinn bezti, væri vel að sem flestir hefðu þá kosti til að bera. Hann hefur vit og vilja til þess að glíma við fleiri vanda, en sjómennskuna. Hann er einnig þannig gerður, að hann sættir sig eigi við að standa Jeppi til sölu Bifreiðin J-12, árgerð 1954, er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Bifreiðin verður til sýnis í dag og á morgun milli kl. 1—3 e.h. við verkstæði flugmála- stjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli (Turnerhverfi) Tilboðum sé skilað í skrifstofu mína í síðasta lagi mánudaginn 28. þ.m. Flugvallarstjórinn, Keflavíkurflugvelli. Bösk unglingsstúlka óskast til innheimtu- og aðstoðarstarfa í skrifstofu vorri. Umsækjendur mæti til viðtals á Vesturgötu 10 milli kl. 3—5 í dag og á morgun, (Uppl. ekki veittar í síma). 'tjbsksoíiki®^ Aðalfundur Fiskifélagsdeildar Reykjavíkur verður haldinn í Fiskifélagshúsinu Höfn, Ingólfsstræti fimmtudag- inn 7. nóvember kl. 9 síðdegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosnir 4 fulltrúar á fiskiþing og jafnmargir til vara. Stjórnin. Hjúkrunarkvennaskóli Islands Eiríksgötu 34, tilkynnir: Símanúmer skólans eru: 1-81-12 og 2-30-65 Viðtalssími skólastjóra er þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 18—19 og eftir samkomulagi. lengi í stað og því hefur hann nú yfirgefið sjómennskuna fyrir nokkrum árum og er nú meðeig- andi og meðstjórnandi í verzlun og öðrum fyrirtækjum bræðra sinna, þeirra Gríms pípulagninga meistara, Haralds bygginga- meistara og Hróbjarts stórkaup- manns. Allir eru þeir bræður miklir athafnamenn og þau syst- kyni. Það er eftirsjá að mönnum eins og Dagbjarti, úr sjómannastétt- inni, en það er sem betur fer fleiri þörf verk að vinna í voru þjóðfélagi og hvar sem hann fer mun hann verða vel hlutgeng- ur, ef hann heldur heilsu og kröftum. Mér er sannarlega ljúft að minnast hans við þessi tímamót í ævi hans. Ég þekki hann bezt sem víking á sjó, sem öruggan og skemmtilegan félaga og nú hefir hann lifað hálfa öld og á eftir mörg ár ennþá, og mörg og stór verkefni eru framundan, áhugi hans og atorka mun gefa honum byr undir báða vængi. Dagbjartur er giftur Aðalheiði Tryggvadóttur, hinni ágætustu konu. Þau hjón eiga þrjá sonu, elzti sonur þeirra er nú verzlun- arstjóri á Þingeyri við Dýrafjörð, hann er útskrifaður frá Verzlun- arskóla fslands og verzlunarskóla í London, ber hann nafn Bjarna afa síns, hinir tveir synir þeirra hjóna eru enn á unga aldri og enn í skóla. Ég árna frænda mínum og vini Dagbjarti og heimili hans, allra' heilla við þessi tímamót, vona ég að hans megi lengi við njóta, að heilsa hans og atgjörvi megi haldast svo að honum takist í félagi við bræður sína, að ljúka mörgum þörfum verkum við upp- byggingu og þjóðnýt störf. Með beztu kveðjum. Ásg. Sigurðsson. Útboð Tilb. óskast í að steypa kjallara blindraheimilis í Reykjavík. Teikninga og útboðslýsinga má vitja í skrifstofu félagsins kl. 1—5 e.h., gegn 200 kr. skila- tryggingu. BLINDRAFÉLAGIÐ, Grundarstíg 11, sími 16035. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 36., 38. og 41. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1957, á hluta í Lækjargötu 8, eign Júlíusar Evert, fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykja- vík, Einars B. Guðmundssonar hrl., og bæjargjald- kerans í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 28. október 1957 kl. 3,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík- Glæsileg 4ra herb. íbúð fokheld, á jarðhæð í Hálogalandshverfinu er til sölu. Ibúðin er ca. 130 ferm. að flatarmáli með sér inngangi og sér hitastiliingu. íbúðin selst á mjög hagstæðu verði, ef samið er strax. Sparisjóðslán til 10 ára að upphæð 65 þúsund kr. fylgir. Þetta er einstakt tækifæri. Sala og samningar Laugaveg 29 — Sími 16916 Sölumaður: Þórhallur Björnsson, heimasími 15843. sá bezti, sem framleiddur hefir verið, miðað við verð. 1 hann eru aðeins notuð beztu fáanleg efni . . . gull, ryðfrítt stál, beztu gæði og ennfremur frábært plastefni. Þessum efnum er svo breytt, af málmsérfræðingum, efnafræðing- um og verkfræðingum í frægasta penna heims . . . Parker „51“. Veljið Parker, sem vinargjöf tii vildarvina. Til þess að ná sem beztnm áraagrt við skriftir, notið Parker Quiak í Parker 61 penna. Verð: Parker ”51“ með gullhettu- kr. 580. — Sett; kr. 846. — — Parker ”51“ með iustraloy nettu: kr. 496.00. — Sett: kr. 680 Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavík Viðgerðxr annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustig 5, Rvík *-«*«

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.