Morgunblaðið - 05.11.1957, Side 1
20 síður
44. áreangur.
251. tbl. — Þriðjudagur 5. nóvember 1957
Prentsmiðja Morgunblaðsins-
Forseti Neðri deildar farinn til Rússlands
Rússar skjóta öðrum gerfi-
hnetti — hundur inncnhorös
i ONDON OG MOSKVA, 4. nóvember. — Laust fyrir kl. 6 á sunnu-’f’
.iagsmorguninn var skýrt frá því í Moskvu, að Rússar hefðu
-kotið öðrum gervihnetti út í geiminn — og í nýja gervihnettin-
um, Sputnik II., væri hundur. Gervihnöttur þessi er mun stærri
en hinn fyrri og segir í Moskvufréttum, að hann sé 508,3 kg að
þyngd. Gengur hann umhverfis jörðu á 1 klst. 42 mín. í mun
meiri fjarlægð en sá fyrri og talið er, að mesta fjarlægð hans frá
jörðu sé um 1400 km.
Fyrir réttu ári beitti Einar Olgeirsson forsetavaldi í
neðri deild til að hindra umræður um Ungverjalands-
málin. Nú er þessi forseti neðri deildar lagður af stað
austur til Moskvu til að sitja þar afmælishátíð böðla
ungversku þjóðarinnar.
Það hefur sem vænta má vakið
mikla athygli, að lifandi veru hef
ur nú verið skotið út í geiminn
til langdvalar þar. Þó vekur það
meiri athygli hversu hnöttur
þessi er stór, því að rakettan,
sem flutt hefur hnöttinn, hlýtur
að hafa verið stærri en allar aðr-
ar sem áður hefur verið skotið.
Engar staðfestar fregnir hafa
borizt um stærð rakettunnar, en
ýmsar getgátur eru á lofti um
þyngd hennar — og vilja vísinda-
menn halda því fram, að hún hafi
verið allt að 500 lestir að þyngd.
V estur-þýzkur vísindamaður hef-
ur þó sagt, að hún hafi ef til
vill verið 1000 lestir..
— ★ —
Hundurinn í gervimánanum
hefst við í sérstöku hylki og segja
rússneskir vísindamenn, að séð
hafi verið fyrir nægilegu súrefni
og fæðu til langs tíma. Fæðan
Kommúnistar segja fall Zhukovs sönn-
un á ágœti alþýðulýðrœðisins
LONDON, 4. nóv. — Enn hef-
ur engin tilkynning verið gef-
in út um það hvaða örlög bíða
Zhukovs, fyrrum landvarna-
málaráðherra Ráðstjórnar-
innar. Honum hefur, sem
kunnugt er, verið vikið úr öll-
um embættum — sakaður um
svik við flokkinn og að hafa
reynt að koma á persónu-
dýrkun á sjálfum sér.
Málgagn tékkneska kommún-
istaflokksins, Rude Pravo, sagui í
dag, að brottvikning Zhukovs
væri ljós sönnun á ágæti alþýðu-
lýðræðisins og þess vegna tækju
tékkneskir verkamenn fréttinni
með næmum skilningi. Sagði
blaðið, að skipa mætti Zhukov í
flokk með flokksfjendunum
Molotov, Malenkov og félögum
þeirra, sem hlutu makleg mála-
gjöid í júní sl.
Málgagn franskra sósíalista
sagði í dag, að foringjarnir í
Kreml reyndu nú að velta á-
byrgðinni af fjölmörgum mistök-
um yfir á Zhukov.
★
Af þessu er ljóst, að kommún-
istar um alian heim munu taka
fregninni um fall Zhukovs með
fögnuði og hreyfa engum and-
mælum. Hins vegar er nú beðið
NEW YORK, 4. nóvember. —
Fulltrúi Rússa á fundi stjórn-
máianefndar SÞ, lýsti því yfir í
dag, að Rússar gætu ekki tekið
þátt í störfum afvopnunarnefnd-
ar SÞ eins og hún væri nú skip
uð. Ekki mundu þeir heldur taka
þátt í störfum undirnefndarinnar.
PRAG, 4. nóv. — Zapotocky, for-
»eti Tékkóslóvakíu, var fluttur í
sjúkrahús í dag. Ekki hefur ver-
ið skýrt frá því hvað þjáir Zapo-
tocky, sem nú er 72 ára gamall.
eftir því hverjnm „hæfileikum og
kunnáttu" Zhukov er nú talinn
búa yfir, því að Krúsjeff hefur
sem kunnugt er lýst því yfir, að
hann muni hljóta embætti í sam-
ræmi við „hæfileika og kunn-
áttu“.
Almennt er gizkað á það, að
Zhukov verði gerður að skóla-
stjóra einhvers herskóla í fjar-
Iægu héraði.
Enda þótt Zhukov og örlög
hans hafi að miklu horfið í skugg
ánn fyrir Sputnik II., hefur mikið
verið rætt um það hvaða afleið-
ingar fall Zhukovs kunni að hafa
á valdabaráttuna í Kreml. Frétta-
ritarar í Belgrad hafa það eftir
júgóslavneskum kommúnistafor-
ingjum, að sigur Krúsjeffs yfir
Zhukov við atkvæðagreiðsluna í
miðstjórninni hafi verið mjög
naumur. Hafa fréttaritarar það og
eftir þessum júgóslavnesku heim
ildum, að átökin milli stalinista
og andstalinista í miðstjórn
kommúnistaflokksins fari nú æ
harðnandi. Stalinistar hafi að
undanförnu þjarmað mjög að
Zhukov og á elleftu stundu hafi
Krúsjeff reynt að bjarga þýí litla
af heiðri Zhukovs sem bjargað
varð með því að bjóða honum
málamiðlun þess efnis, að hann
héldi virðingarstöðum en léti
hins vegar af að móta stjórn-
málalega stefnu innan herstjórn-
Framh. á bls. 2
er í formi mjög caloríuríks vökva.
Er nákvæmlega fylgzt með allri
hegðun hundsins, því að í hnett-
inum eru tvær sendistöðvar, sem
senda út ýmsar upplýsingar um
geiminn og líkamlega líðan
hundsins. Hundavinir um allan
heim risu upp til handa og fóta
er fréttin barst út og mótmæltu
eindregið því tiltæki Rússa að
nota skynlausar skepnur við slík-
ar tilraunir. Rússar hafa svarað
því til, að nauðsynlegt sé að fá
skorið úr um áhrif geimferða á
lifandi verur áður en menn verða
sendir í slíka för. Margir Rússar
hefðu hins vegar boðizt til þess
að fara með Sputnik II., en sá
kostur hefði verið tekinn að nota
hund. í næsta hnetti verða síðan
hafðir apar og nagdýr, segja
Rússar.
— ★ —
Hins vegar hafa þeir skýrt frá
þvi, að gerð verði tilraun til þess
að ná hundinum aftur til jarðar.
Enn sé hann við eðlilega heilsu
og skorti ekkert. Reynt verði að
i.á hundinum aftur á þann hátt,
að hylkinu, sem hann er í, verði
skotið út úr hnettinum, þegar
hann er næst jörðu (um 500 míl-
ur) — og síðan svífi það til
jarðar í fallhlíf. Þetta muni ekki
hafa nein áhrif á gang hnattar-
ins og muni hann halda áfram á
braut sinni óhindraður eftir það.
— ★ —
Forseti alþjóðasamtaka dýra-
Framh. á bls. 2
Meirihlufi þings hefur
heitið Gaillard stuðningi
PARIS, 4. nóvember. — Gaillard,
sem nú gerir tilraun til stjórnar-
myundunar í Frakklandi, kvaðst
í dag vera þess fullviss, að þing-
ið mundi veita honum og stjórn
hans traust.
Gaillard er úr hópi róttækra og
var hann fjármálaráðherra í síð-
ustu stjórn. Hann er ungur að
árum, aðeins 37 ára — og á
morgun, þegar hann leitar trausts
þingsins, er 38. afmælisdagurinn
hans. Ef honum gengur allt að
óskum verður hann yngsti for-
sætisráðherra, sem setið hefur í
Frakklandi síðan Napoleon var
fyrsti konsúll þrítugur að aldri.
★
í dag hefur Gaillard rætt við
leiðtoga allra þeirra flokka, er
hann hyggst biðja um stuðning.
Segir hann ráðherralistann verða
fullgerðann fyrir miðnætti og ætl
ar hann að mynda stjórnina með
stuðningi mjög margra flokka —
allt frá óháðum til sósíalista. —
Mollet hefur hafnað tilboði um
Hin andlega áþján var óbæriteg
sagð' útlagaskáldió Falúdi á Ung-
verjalandsfundinum í fyrradag
FÉLAGIÐ FRJÁLS MENNING efndi til fundar í Gamla Bíói í
fyrradag til að minnast ársafmælis ungversku byltingarinnar.
Tómas Guðmundsson skáld setti fundinn, en gaf síðan Gunnari
Gunnarssyni rithöfundi orðið. Hann minntist hetjubaráttu Ungverja
og þeirra lærdóma, sem af sögu þeirra verður dregnir. Gísli Magnús-
son píanóleikari lék ungversk lög að ræðu Gunnars lokinni, en
síðan tók ungverska útlagaskáldið George Falúdi til máls. Var hon-
um fagnað ákaft af hinum fjölmenna fundi er hann gekk fram á
sviðið, sem skreytt var með blómum og þjóðfánum Ungverja og
íslendinga. Ræða hans um ungversku byltinguna var myndrík og
áhrifamikil, enda tóku fundarmenn með langvarandi lófataki undir
orð Kristjáns Albertssonar til Falúdi, er hann þakkaði honum fyrir
ræðuna og hvatti fundarmenn til draga af henni rétta lærdóma.
„Við ætlum að ráðist á
útvarpsstöðina“
Hér verður aðeins getið nokk-
urra atriða úr hinni snjöllu ræðu
hins ungverska skálds. Falúdi
sagði m.a.:
Hinn 23. október í fyrrahaust
verska rithöfundasambandsins
um 30 km utan við Búdapest.
Klukkan var farin að ganga 11.
Þá hringdi síminn. Það var spurt
eftir mér frá Búdapest. Konan
mín var í símanum. Hún er blíð-
lynd kona, sem venjulega getur
var ég staddur í sumarsetri ung- I ekki einu sinni þolað flugna
pappír í herberginu hjá sér. Nú
sagðist hún vera stödd í miðbæn-
um í Búdapest með móður minni,
Framh. á bls 2
ráðherrasæti, en talið er, að hinn
aldni leiðtogi kaþóiska miðflokks
ins, Robert Schuman, sem er 72
ára, skipi embætti utanríkisráð-
herra. Sennilega munu allt að
30 menn eiga sæti í stjórninni.
Allt er enn á huldu um það
hvort Gaillard mun sjálfur taka
að sér fjármálaráðherraenibættið,
en víst er, að stefna hans í fjár-
málunum mun verða ákveðin og
skýlaus. Hann miðar að því að
ríkisbáknið dragi saman seglin
og nýir skattar verði lagðir á
þjóðina fyrir árslok, auk þess sem
hann mun leita mikilla erlendra
lána. Stjórnarkreppan hefur nú
staðið í 35 daga og virðast leið-
togar sumra flokka vera farnir
að örvænta.
Níu flokkar íafa þegar heitið
Gaillard stuðningi sínum, en
þingsæti þessara flokka eru sam-
tals 395 af 595 sætum. Ætti Gaill-
ard því að hljóta traust þingsins
að öliu óbreyttu.
SEINUSTU FRÉTTIR:
Laust fyrir miðnætti skýrði
Gaillard fréttamönnum svo frá,
að hann hefði lokið við að semja
ráðherralista sinn. Ekki verður
listinn birtur fyrr enn á morg-
un, en allt þykir benda til þess
að Pineau skipi þar enn sæti
utanríkisráðherra.
Krúsjeff rœðir við ,,hvítu
sauðina" i Kreml
Svörtu sauðirnir" fá oð horfa á
MOSKVA, 4. nóvember. — For-
ystumenn deilda kommúnista-
flokksins í hinum ýmsu löndum
safnast saman í Moskvu þessa
dagana til þess að taka þátt í 40
ára byltingarafmælinu 7. nóvem-
ber. Talið er fullvíst að Krúsjeff
muni reyna að nota tækifærið til
þess að efna til ráðstefnu með
hinum erlendu kommúnistum til
þess að treysta böndin milli
flokksdeildanna áður en forsæt-
isráðherrar NATO-landanna
koma saman í París.
Fullvíst er, að „svörtu sauð-
irnir“ fá að taka þátt i hátíða-
höldunum og muitu þeir Molotov,
Kaganovits og Shepilov vera
væntanlegir til Moskvu fyrir af-
mælið. Hins vegar hefur ekkert
heyrzt um Malenkov — og óvíst
er talið að Zhukov taki þátt í
hátíðahöldunum.