Morgunblaðið - 05.11.1957, Page 2

Morgunblaðið - 05.11.1957, Page 2
2 MOnnvnnT jnrp Þriðjudagur 5. nóvember 1957 mm........ ... ........ .. . . Höfnin á Sauðárkróki. Ljósm. vig. Aðkomubálar á hausl- vertíð á Sauðárkróki NU í haust eru 5 aðkomubátar, sem stunda útræði frá Sauðár- króki. Eru þeir frá 20 til 90 tonn af stærð. Veiða þeir í þorska- og ýsunet. 3 þessara báta eru frá Reykjavík, 1 frá Húsavík og 1 frá Eskifirði. í sumar stunduðu 4 aðkomubátar handfæraveiðar frá Sauðárkróki. Allur er fiskurinn veiddur í ís og leggja bátarnir upp hjá Fiskiveri h.f. Fiskiver h.f. endurbætt Fiskvinnslustöðin „Fiskiver“ h.f. var á síðastliðnu sumri mjög endurbætt og fullkomnað, m.a. voru sett í hana færibandakerfi svo og ísvél, er framleiðir skelís. Er vél þessi fengin hjá „Héðni“ í Reykjavik og hefir líkað mjög vel. Sæmilegur afli Fiskiver h.f. tók til starfa eftir nokkurt uppihald nú í sumar i júnímánuði og er það nú sam- eign fyrri eigenda hraðfrysti- stöðvarinnar og bæjarins. Fram- kvæmdastjóri er Páll Þórðarson. Aðstaða öll við hið nýendurbætta fiskiver er mjög góð og þægilegt fyrir bátana að athafna sig þar. Bátar þeir, sem gerðir eru út frá Króknum stunda veiðarnar á Sagafirði og úti fyrir honum. Hef ir afli verið nokkuð góður nú í haust og upp á síðkastið lögðu — Sputnik II. Frh. af bls. 1. verndunarfélaga hefur lýst því yfir, að engin mótmæli verði sendi Ráðstjórninni á þessu stigi málsins og beðið verði átektar þar til ljóst verður hvort hund- urinn kemst aftur til jarðar. Mál- gagn tékkneska kommúnista- fiokksins sagði í dag, að hundur- inn lifði kóngalífi í gervihnettin- um í samanburði við verkamenn í ýmsum borgum á Vesturlönd- um. í viðtali, er fréttamaður út- varpsins í Montreal átti við fréttastjóra enskra fréttasend- inga Moskvuútvarpsins í dag, sagði Rússinn, að Rússar hefðu nú á prjónunum að senda rakettu til tunglsins — mjög bráðlega. Brezkur vísindamaður og Nob- elsverðlaunahafi lét svo um mælt arinnar- í dag, að raketta yrði send til tunglsins innan skamms og við mundum fá myndir af þeim hluta tunglsins, sem frá jörðu snýr, innan tveggja ára. — ★ — Á Vesturlöndum er mikið rætt um Sputnik II. Eisenhower Bandaríkjaforseti hefur rætt við sérfræðinga sína um mál þetta og Kefauver hefur krafizt að þing verði kallað saman til þess að ræða málið og sérstakar ráð- stafanir verði gerðar til þess að flýía framkvæmdum Bandaríkja- manna á þessu iviði. bátarnir upp samanlagt um 20 tonn af fiski á dag. Þetta hefir aukið vinnuna í bænum og hafa alllir nóg að starfa þar nyðra. Gamalt haustútræði Útræði var fyrr á árum tals- vert mikið stundað frá Sauðár- króki að haustinu. Var þá gert út á opnum bátum og stunduðu þeir jafnan róðra fram um ára- mót. Siðan lagðist þetta nið- ur. — Nú se jafnvel búizt við að bátunum kunni að fjölga, sem koma til Sauðárkróks til úrræðis á haustvertíð. Munu útgerðarmenn víða um land fylgjast með því með athygli hvernig útgerð þeirra báta, sem þegar eru nyðra, gengur. Eru þetta gleðitíðindi, sem vonandi er að haldast megi til mikillar hag- sældar fyrir bæjarfélagið. vig. ísafoldarprenl- smiðja gefur út dansk-íslenzka orðabók UM þessar mundir er að koma út hjá ísafoldarprentsmiðju dönsk- íslenzk orðabók. Er hér um að ræða endurskoðaða og breytta út- gáfu á orðabók Freysteins Gunn- arssonar. Hefur hann og þeir Ágúst Sigurðsson og Ole Widding séð um hina nýju útgáfu. í formála bókarinnar, er þeir rita segir, að mikið hafi verið fellt burtu af úreltum orðum og mikið bætt við af nýjum. Þá hafi og ýmsum skýringum verið bætt við, svo sem um sjaldgæf orð, skáldleg orð, óvandað mál, úrelt orð o, s, frv. Eru slíkar skýr- ingar sýndar með auðskildum skammstöfunum. Hvert uppsláttarorð i bókinni er nú prentað fullum stöfum. Lengir það hana nokkuð og gerir hana gleggri og auðveldari í notk un. — Zhukov Framh. af bls. 1 Hafi Zhukov hafnað þessu eindregið. Hins vegar segir í fréttinni, að Krúsjeff hafi ekki sýnt Zhukov neina miskunn þeg- ar til atkvæðagreiðslunnar kom og séu endalok máls þessa tal- andi tákn þess, að stalinistarnir standi nú sterkari að vígi en andstalinistarnir, en hins vegar sé sá munur harla lítill. SEINUSTU FRÉTTIR: Rússneskur vísindamaður skýrði frá þvi í kvöld, að nýr orkugjafi hefði verið notaður í flugskeytið, sem bar Sputnik n út í geiminn. 15 ára drengar bíður bama andir dráttarvél Vélin volt út i Eyjafjarbará Síðastliðinn laugardag vildi það hörmulega slys til að 15 ára drengur varð undir traktor, sem valt fram af bakka Eyjafjarðarár skammt frá eyðibýlinu Kaup angsbakka framan við Akureyri. Er talið, að drengurinn, Helgi Jónsson, hafi samstundis beðið bana. Nánari tildrög slyssins eru þau, að laust eftir klukkan 12 á há- degi fóru þeir saman Helgi og Kristinn Ólafsson, maður um tví- tugt, til þess að annast gegning- ar á Kaupangsbakka, en hann er nytjaður frá Kaupangi, en þar áttu þeir félagar báðir heima. — Héldu þeir sem leið liggur fram bakkann austan til austustu kvísl Eyjafjarðarár, en þar er eina færa leiðin að húsunum á Kaup- angsbakka. Að loknum gegning- um héldu þeir síðan heim á leið og ók Helgi traktornum, sem er af Fordsen Major gerð. Kristinn sat í tengivagni, sem var aftan í traktornum, Er nokkuð kom út á bakkann, en þar liggur slóð fram tæpt, skall á þá hríðarél, svo dimmt að þeir hurfu sjónum Árna Ás- bjarnarsonar bónda í Kaupangi, en hann fylgdist með þeim félög- um að heiman. Jafnfaílinn snjór var á jörðu og mun Helgi hafa misst sjónar af slóðinni í élinu, enda mjög blindað til jarðarinn- ar. Henti þá slysið. Valt traktor- inn fram af bakkanum og kast- aðist Kristinn langar leiðir út á ísi lagða ána, en Helgi var und- ir hægri hjólhlíf með háls og handlegg og er gert ráð fyrir að hann hafi strax beðið bana. — Traktorinn er mjög þungur, áin grunn og ísinn nokkuð þykkur. Skammt norðvestur af slysstaðn- um var Björn Halldórsson bóndi á Knarrabergi að gegningum í fjárhúsum sínum, sem standa á svonefndrí Staðareyju. Hljóp Kristinn þegar til hans að leita hjálpar og brá hann við og fór á jeppa sínum heim að Kaupangi og sótti frekari mannhjálp. Áttu fjórir menn full erfitt með að ná Helga heitnum undan vélinni. Helgi Jónsson var sem fyrr segir, á 16. ári og ættaður frá Fróðhúsum í BorgarfirðL Hafði hann undanfarin sumur dvalizt fyrir norðan, hjá systur sinni, en hún er gift Stefáni Árnasyni, sem Þá herma fréttir frá London, að stjórnmálasérfræðingar séu nú almennt þeirrar skoðunar, að skipun Rokossovskis í herforingja embætti í Kákasus hafi verið eins konar útlegðardómur. Rokoss- ovski hafi verið mikilsmetinn marskálkur og aðstoðarlandvarna málaráðherra Ráðstjórnarinnar og skipunin i herforingjaembætt- ið sé mikil lækkun í tign. Al- mennt er talið, að Rokossovski hafi verið andvígur aðförinni að Zhukov. býr með, föður sinum í Kaup- angi. —vig. Ágæt safa HAFNARFIRÐI. — Tveir íslenzk ir togarar seldu afla sinn erlendis í gær: Egill Skallagrímsson í Hull, 162 lestir fyrir 13,860 £, og Röð- ull í Cuxhaven 230 lestir fyrir 133,760 mörk. Er þetta þriðja söluferð Röð- uls til Þýzkalands síðan hann hóf siglingar þangað í haust. Hefir hann selt mjög vel í öllum ferð- unum t.d. náði hann metsölu í hinni fyrstu, þegar hann seldi fyrir 168,526 mörk. Hefir Röðull selt fyrir samtals 421 þús. mörk í þessum þremur söluferðum. — Annar hafnfirzkur togari, Júní, mun selja afla sinn á erlendum markaði í þessari viku. Stöðug ótíð hefur mjög hamlað veiðum togaranna undanfarið, og sömu sögu er að segja hvað bát- anna snertir. — G.E. Pilnik fefðir fjölfefli HERMAN Pilnik teflir fjöltefli í kvöld kl. 8 í Þórskaffi á vegum Taflfélags Reykjavíkur. Stór- meistarinn teflir við allt að 50 manns. Menn eru beðnir að hafa með sér töfl. Þetta er sennilega síðasta tækifærið til að tefla við Pilnik að sinni, því að hann hyggst fara utan innan tíðar. Sigldi upp í Engey FYRIR helgi leitaði hafnar hér í Reykjavík Grimsbytogarinn Lin- con City, vegna radarbilunnar o. fL, sem ekki tók mikinn tíma að lagfæra. Hélt togarinn úr höfn- inni á sunnudagsmorguninn. Þá vildi svo slysalega til að togar- anum var silgt beint upp í Engey, nær því um miðja eyjuna. Hálf- fallinn sjór var. Hér í Reykjavík lá brezkt eftirlitsskip M.M.S. Hound.Fór það til aðstoðar við hinn strandaða togara og gekk greiðlega að ná honum á flot og er myndin tekin af eftirlitsskip- inu á leið inn i höfnina með Lincon City í eftirdragi. Uppi í slipp í gær kom í ljós að eitt af fjórum blöðum skrúfunnar var brotið og hin höfðu laskazt. Hér verður sett ný skrúfa á skipið. Með öllu er ókunnugt um hvað olli strandinu. - Ungverjaland Framh. af bls. 1 71 árs gamalli konu. „Við ætl- um að ráðast á útvarpsstöðina", sagði hún eins og gamall her- maður væri að gefa venjulega til- kynningu um gang hernaðarað- gerða. Þannig eru byltingar, þær gera ekki boð á undan sér frem- ur en jarðskjálftar, en taka hugi fólksins fangna. Orsakir byltingarinnar voru margar: þjóðarmetnaður Ung- verja var særður, skýr loforð um að Rússar myndu láta daglegt líf borgaranna afskiptalaust, höfðu verið svikin, kúgun og ógnir höfðu borið daglegt brauð. Hin andlega áþján var orðin óbæri- leg, helgi fjölskyldulífsins hafði verið rofin, börnin voru rugluð og hrjáð vegna átaka milli heim- ilanna og hinna kommúnistisku skóla. Dagarnir liðu við erfiða vinnu, bið fyrir utan verzlanir og skyldusetu á pólitískum fund- trm. Lífskjörin voru svo bág, að allir urðu að stela á vinnustöð- um til að geta dregið fram lífið. Fjrrir mánaðarlaun iðnverka- manns fengust ekki nema 2 kg af kaffi og hann þurfti að vinna í 3 mánuði tyrir fötum. Þegar byltingin brauzt út breyttist andrúmsloftið, bræðra- þel ríkti og enginn snerti vörurn- ar í brotnum búðargluggum eða peningana í hinum fjölmörgu samskotabaukum, er stóðu eftir- litslausir á götunum. f ungversku uppreisninni barð- ist verkalýður og æska landsins sem einn maður. Uppreisnin var ekki hafin gegn rússnesku þjóðinni, hún hefur samúð með Ungverjum. Hún var ekki hafin gegn ungverska hern- um, sem var á bandi byltingar- mannanna. Hún var ekki einu sinni hafin gegn ungverskum kommúnistum í heild, því að langflestir þeirra voru í flokki byltingarmanna. En hún var haf- in gegn erlendri áþján og al- ræði eins flokks. Og takmarkið var lýðræði, sjálfstæði þjóðar- innar, réttur smábænda og smá- atvinnurekenda og afnám alræð- is ríkisins í iðnaði. Eftir byltinguna hafa 30.000 Ungverjar verið fluttir úr landi, um 200.000 flúið land vegna hennar og a.m.k. 3.000 hafa verið hengdir eða teknir af lífi á ann- an hátt síð3n henni lauk. Þeir, sem eru frjálsir, meta frelsið ekki til fulls, en þeir, sem hafa misst frelsi, vilja hætta líf- inu í baráttunni fyrir frelsi þjóð- ar sinnar. — Þær þjóðir, sem nú eru frjálsar geta lært af Ungverjum hvers virði frelsið er og hvaða gildrur og fagurgala ber að varast, ef menn vilja varð- veita það. Átl þú miðn no. 15166? FIATBÍLLINN, sem Knattspyrnu samband fslands hafði í happ- drætti sínu, er nú orðinn eign þess, sem hefir í höndum miða nr. 15166. Eigandinn ætti að ganga á fund Björgvins Schram, formanns sambandsins — hann getur þá farið akandi heim, HMS Hunt og Lincon City Ljósm. Mbl. Atgreiðslu kjörbréfs frestað TVEIR kommúnistaþingmenn úr Reykjavík, Einar Olgeirsson og Hannibal Valdimarsson, eru farn ir í austurveg, og munu hafa all- langa útivist. Hafa þeir óskað þess, að varamenn taki sæti þeirra. Varamenn mega ekki sitja á þingi skemur en 2 vikur. Vara- menn þeir, sem hér er um að ræða, eru Eðvarð Sigurðsson og Adda Bára Sigfúsdóttir. Eðvarð hefur áður setið á þingi í for- föllum, en kjörbréf Öddu Báru var lagt fram í gær. Frestað I var að taka afstöðu til málsins þar til í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.