Morgunblaðið - 05.11.1957, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.11.1957, Qupperneq 3
Þriðjudagur 5. nóverriber 1957 MORCTJlSBl 4ÐIÐ 3 Ungverjar búið við lýðræðisstjóm Rætt viðFaludi um ástandið íUng verjalandi ogpersónleg kynni hans af Kadar I 1000 ár hafa þriggja mánaða MBL. hitti ungverska ritstjór- ann George Faludi að máli sem snöggvast í gær og rabb- aði við hann um Ungverja- land. Hann hafði lítinn tíma, að dvöl hans hér á landi er stutt og margt að gera. — Hann fer til Kaupmanna- hafnar í dag. 4 dagar Þegar Faludi kom inn á rit- stjórnarskrifstofurnar, barst inflúenzan í tal og varpaði hann fram þeirri spurningu, hvernig stæði á því, að hún bærist hing- að til íslands. Við sögðum, að það væru sennilega flugvélarn- ar, já eða skipin. Þetta færi eins og eldur í sinu um allan heim. — En þið eruð svo hamingju- samir að vera fjarri öllum lönd- um, sagði hann þá: — Við Ung- verjar öfundum alla þá sem eiga heima á eyjum úti í hafi, eins og ykkur íslendinga, Breta og íra. Þá fáið þið að vera í friði, a. m. k. enn sem komið er, fyrir áleitni annarra. Við Ungverjar erum í hjarta Evrópu og höfum því aldrei fengið að vera í friði. Á ég að segja yður eitt: I þúsund ár höfum við búið við lýðræðis- stjórn í þrjá mánuði. 1 fyrra haust bjuggum við við lýðræði 1 fjóra daga, eins og þér munið. — Já, alveg rétt. Og svo fór hann að rifja upp söguna og lagði áherzlu á Tyrki: — Þeir komu fyrst 1381, en biðu færis þangað til síðar. Þeir sátu um landið og gerðu fólkið ótta- slegið. Allir spurðu: — Hví koma þeir ekki og gera út af við okkur? En þeir komu ekki. Þeir héldu uppi taugastríði gegn þjóð- inni þangað til 1526. Þá var ótt- inn kominn inn í merg og bein á þjóðinni. Þá komu þeir og fóru ekki aftur fyrr en eftir hálfa aðra öld, eða rúmlega það. Ja, það er að segja, þeir voru reknir. Tyrk- irnir, heldur Faludi áfram, voru betri en Rússar vegna þess að það /ar hægt að múta þeim. Svo reyndu þeir ekki að knýja okk- ur að taka Múhameðstrú, létu Okkur halda kristninni. Þeir létu sér nægja að fyrirlíta okkur. En það er ekki hið versta. Rússar fyrirlíta okkur, en hitt er verra, að þeir reyna að troða upp á okkur skoðunum sínum, þeir reyna að setja sinn stimpil á allt það, sem kallað er ungverskt. Að því leyti eru þeir verri en Tyrk- irnir, já, miklu verri. — Það má sannarlega segja, að á ýmsu hafi gengið í landi yðar. — Já. Draumur ungversku þjóðarinnar hefur alltaf verið sá, að kúgararnir færú án þess að aðrir kæmu í staðinn. En það hafa alltaf einhverjir komið í staðinn. Nú síðast Rússar. Við fórum að tala um ástand- ið í Ungverjalandi og sagði Falúdi, að nú væri landinu stjórn- að af ríkisstjórn, sem væri ein- stök í sinni röð að því leyti, að enginn stendur á bak við hana. Jú, látum okkur nú sjá, bætti hann við, þetta er ekki alveg rétt hjá mér. Hún hefur yfir 100 þús. rússneska hermenn á bak við sig. — En segið mér, hvernig var ástandið í landinu fyrir bylting- una? — Á ég að fara að lýsa því. Það voru þúsundir manna í fang- elsum, bæði andkommúnistar og kommúnistar. Andkommúnistar fyrir það eitt að þekkja einhvern á Vesturlöndum, kommúnistar fyrir það að vera Ungverjar. Nú, Kadar var í fangelsi, enda var hann þjóðlegur kommúnisti, átti sínar hugsjónir bundnar við þessa stefnu. Hinir einu, sem nutu einhverra réttinda, voru kommúnistar með rússneskan borgárarétt og menn, sem höfðu gifzt rússneskum konum. Þræla- tökin náðu ekki sízt upp í ráð- herrastólana. Ef maður hitti ein- hvern ráðherrann að máli, þá. sat hann í sínum stól, eins og lög gera ráð fyrir, en í næsta George Faludi herbergi var annar maður, sem gat fylgzt með öllum viðræðum og var hinn raunverulegi stjórn- ari. Það var rússneskur embætt- ismaður. Svona var Ungverja- landi stjórnað og er enn. Já, það er víst áreiðanlega ekki betra. Þessi rússneski embættismaður heyrir allt og sér, sem fram fer hjá ráðherranum, en þó er ekki hægt að sjá hann. — í öllu ætl- uðu Rússar að móta okkur eftir sinni mynd. Þér hafið heyrt um skólana. Ef læknastúdent féll á anatómíu, fékk hann læknisrétt- mdi, svo framarlega sem hann var góður kommúnisti. En ef hann féll í rússnesku, fékk hann ekki læknispróf. Tyrkir höfðu vit á því að ganga ekki svona langt. Ef ungur stúdent sagði, að honum fyndist ungverskt skáld betra en Pushkin, þá var hann rekinn úr skóla. Hvað mundu stúdentarnir hér gera, ef þeir væru kallaðir fasistar og ómenni fyrir það eitt, að segja, að Gunn- ar Gunnarsson væri betra skáld en Gorki? Það er ekki svo að skilja, að þeir hafi neitt á móti Gorki, en smekkur manna er misjafn eins og, þér vitið. Nú er ég að tala um Vesturlönd, þetta á auðvitað ekki við um Rússland. — Þér hafið sjálfur verið í fangelsi? — Já, 1 fjögur ár. — Og hvernig var það? — Ef þér hafið lesið „Hús dauðans" eftir Dostojevskí, þá munið þér kannske eftir þeim hörmulegu lýsingum, sem þar eru. En má ég segja eitt: Það er ekkert samanborið við fangelsi kommúnista. Ekkert? Jú, það er paradís. Er þetta ekki nóg? — Jú. —• I fangelsi kommúnista er maður dauður. Eini munurinn er sá, að undir venjulegum kring- umstæðum er andlát manns til- kynnt í blöðum og útvarpi. — Eftir dauða Stalíns var mér sleppt fyrir orð Imre Nagy. Hann var kommúnisti, en hann var góður kommúnisti. — Eru þeir til? —Kannske ekki. Og þó. Upp úr 1949 var farið að hengja kommúnista. Ég held það hafi verið vegna þess að þeir voru , góðir“ kommúnistar, þeir voru Ungverjar. Þér vitið, að Kadar var lengi í fangelsi kommúnista. — Já. — Svo slepptu þeir honum. Ég hitti hann á götu þremur dög- um eftir að hann kom úr fang- elsinu. Ég spurði hann, hvað hann ætlaði að gera. Hann svar- aði því til, að hann ætlaði helzt að fara í verksmiðju. — Ég vil ekki sjá svínið hann Rakosi, sagði hann með áherzlu og fyrirlitn- ingarsvip. Fimm dögum síðar fór hann á fund Rakosis og bað hann ásjár. Þetta er sálfræðilegt atriði. Hann hafði verið á toppnum, gat ekki hugsað sér að verða aftur , eins og annað fólk“. Hann vildi komast aftur á toppinn, jafnvel þótt hann yrði að grátbiðja VEGNA minnkandi atvinnu í Hafnarfirði boðaði verkamanna- félagið Hlíf til fundar um at- vinnumál sl. sunnudag og bauð bæjarráðsrnönnum og útgerðar- ráðsmönnum á fundinn. Fundurinn var fjölsóttur og mættu fulltrúar Sjálfstæðisflokks ins og Sósíalistaflokksins í bæj- arráði og útgerðarráði á fundin- um, en enginn mætti frá Alþýðu- flokknum. Sýndu fulltrúar þess flokks samtökum verkamanna í Hafnarfirði mikla óvirðingu með slíkri framkomu. Af hverju Al- þýðuflokksmennirnir mættu ekki á fundinum, er ekki ljóst, en ekki munu þeir allir hafa verið for- fallaðir, og er því helzt álitið að þeir hafi ekki þorað að mæta. Formaður útgerðarráðs er al- þingismaðurinn og bankastjór- inn, Emil Jónsson, en hann hefir ekki talið ástæðu til að halda fund í útgerðarráði síðan frysti- húsið tók til starfa, þó að vinna í því hafi verið mjög stopul og togari Bæjarútgerðarinnar sigli með afla úr landi óverkaðan Þykir Emil betra að ráða málum Þ J ÓÐLEIKHÚ SST J ÓRI, Guðl. Rósinkranz, boðaði fréttamenn á sinn fund í gær, í tlefni þess, að um næstu helgi heimsækir Weis- baden-óperan í Þýzkalandi Þjóð- leikhúsið og heldur hér fjórar sýningar á óperunni „Cosi fan tutte“ eftir Mozart. Þar voru og staddir aðalhljómsveitarstjóri ó- perunnar Arthur Apelt og sendi- herra Þjóðverja hér, Hans-Ric- hard Hirscfeldt. Arthur Apelt kom hingað til landsins í fyrra- kvöld, til þess að æfa með hljóm sveitinni. Hefjast sýningar i dag. Óperustjórinn, dr. F. Schramm, kemur á fimmtudaginn hingað til landsins og með honum söngv- arar óperunnar og annað aðstoð- arfólk. Einsöngvararnir eru allir vel þekktir söngvarar í heima- landi sínu. Þeir eru, Marranne Dorka, sem fer með hlutverk Fiordilegi, Lois Tomann, er fer með hlutverk Dorabella, Heinz Friedrich, er fer með hlutverk Rakosi um aðstoð. En þessir menn hafa glatað allri trú. Þess vegna eru þeir ennþá hættulegri en áður. Síðar neyddu Rússar Kadar að mynda kvislingaráðu- neyti. Þeir sögðu við hann: Ann- 'að hvort verður þú forsætisráð- herra eða við skjótum þig. — Svo að þið getið kannske fyrirgefið honum? — Nei, ef hann hefði verið góður Ungverji, hefði ha'nn neit- að með köldu blóði. Það gerðu margir aðrir. Og Rússar hafa ekki þorað að skjóta þá alla. — Þér vitið það kannske, að í Kad- arstjórninni voru aðeins sex ráð- herrar fram í febrúar s. 1. Rússar fengu ekki fleiri til að taka skít- verkið að sér. Það er athyglis- vert. Þessir menn eru algjörlega fylgislausir. Á ég að segja yður eitt dæmi um það? Ég fór til Parísar í vor og talaði þaðan við tengdamóður mína í síma. Ég spurði hann, hvernig hún hefði það. Hún svaraði strax: — Hvernig á ég að hafa það öðru- vísi en slæmt innan um þessa morðingja og svín? Ég þaggaði niðri í henni og sagði henni að vara sig. Þetta væri hættulegt, eftirlitsmaður stjórnarinnar hlustaði á öll símtöl. En þá heyrð ist rödd hans gripa fram í og segja: — Gerir ekkert til, ég er alveg á sama máli og frúin. — Svona er nú komið fyrir Kadar- stjórninni. Án rússnesku skrið- drekanna væri hún ekki til. Bæjarútgerðarinnar sem mest einn ásamt Axel Kristjánssyni og þarf þvi ekki að vænta allt of mikils skilnings á málefnum verkafólks. Annai framkvæmdastjóri Bæj- arútgerðarinnar er kommúnist- inn, Illugi Guðmundsson, og verð ur ekki séð að hans hlutur sé betri í málum þessum, nema þá, að hann hafi það til afsökunar, ao hann skorti dug til að stand- ast ofríki hinna. Á Hlífar-fundinum voru at- vinnumálin rædd, og hafði for- maður Hlífar, Hermann Guð- mundsson, framsögu. Meðal ann- arra tóku til máls Helgi S. Guð- mundsson bæjarráðsmaður og Stefán Jónsson útgerðarráðsmað- ur. Töldu þeir brýna nauðsyn á að efla atvinnulífið í bænum sem mest, og vinna bæri að því að hið nýja frystihús Bæjarútgerðarinn- ar gæti haldið uppi sem stöðug- astri vinnu. Á fundinum voru samþykktar þrjár tillögur frá stjórn Hlífar. — P. Gulielmo liðsforingja, Reinhold Bartel, er fer með hlutverk Des- pina og Peter Lagger, er fer með hlutverk Don Alfonso. Þjóðleik- húskórinn syngur einnig í óper- unni og hefur dr. Urbancii æft hann. Ákveðið er að sýna óperuna fjórum sinnum alls. Verður fyrsta sýningin á laugardaginn kemur og verður það hátíðarsýn- inng. Önnur sýning verður á sunnudaginn, þriðja á þriðjudag- inn og sú fjórða á miðvikudaginn. Sala aðgöngumiða hefst í dag og verða miðarnir skammtaðir, þannig að enginn fær að kaupa fleiri en fjóra miða í einu. Wiesbaden óperan mun dvelj- ast hér í eina viku. Hefur sendi- ráðið þýzka í Reykjavík veitt mikla aðstoð við að koma því í kring, að af heimsókn þessari gæti orðið, sagði Þjóðleikhús- stjóri. Þorði Emil Jónsson ekki nð verjo gerðir sínor og Axeis Krístjóns- sonnr á Hlífor-fnndi? Weisbaden-óperan sýnir óperuna „Cosi fan tutte” í Þjóðleikhúsinu næsfkomandi laugardag SIAKSIEINAR Nokkrar staðreyndi” um landbúnaðarmál Um það verður naumast deilt með rökum að uppbygging og framfarir i íslenzkum landbúnaði eiga einkum rætur sínar að rekja til fjögra ráðstafana: Setningar jarðræktarlaganna árið 1923, nýrrar og réttlátari verðlagning- ar á landbúnaðarafurðum haust- ið 1942, vélvæðingar landbúnað- arins og eflingar lánastofnana hans á árunum 1944—1947 og sexmannanefndar laganna árið 1943. Atlvugum síðan, hvaða stjórn- málaflokkar hafa einkum komið við sögu þessara ráðstafana. Jarðræktarlögin voru sett und- ir forystu Sjálfstæðismanna árið 1923. Með þeim var grundvöllur- inn lagður að nýrri sókn í rækt- unarmálum og alhliða framför- um í sveitum. Verðlagning landbúnaðarafurða haustið 1942 var framkvæmd af Ingólfi Jónssyni, sem þá hafði nýtekið við formennsku í kjöt- verðlagsnefnd af Páli Zóphónías- syni. Með hinni nýju verðlagn- ingu fengu bændur leiðréttingu á margra ára ranglæti. Vélvæðing landbúnaðarins var framkvæmd af nýsköpunarstjórn inni undir forystu Péturs heit- ins Magnússonar. Með henni tók íslenzkur landbúnaður fyrir al- vöru tæknina í þjónustu sína. Með sexmannanefndar sam- komulaginu og lögfestingu þess árið 1943 var það í fyrsta skipti viðurkennt, að bændum bæri tekjur í samræmi við tekjur annarra þjóðfélagsstétta. Löggjöf þessi var sett í beinu áframhaldi af verðlagsráðstöfunum Ingólfs Jónssonar árið 1942. Minnimáttarkennd Tímamanna Það er vegna þess að Tíma- menn þekkja þessar staðreynd- ir, sem þeir halda uppi stöð- ugum rógi um Sjálf.éæðis- menn fyrir andstöðu við hagsmunamál bænda. Þeir vita að það er raunar þýðing- arlaust, að halda því að bænd- um, að Sjáflstæðisflokkurinn sé þeirra versti óvinur. Mikill meiri- hluti bændastéttarinnar gerir sér það ljóst, að það er rétt, sem formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á bændaráðstefnu ungra Sjálfstæðismanna um daginn „að enginn flokkur hefur reynst bændum jafn giftudrjúgur í starfi og SjáIfstæðisflokkurinn“. Tímamenn ganga hins vegar með ólæknandi minnimáttar- kennd gagnvart Sjálfstæðisflokkn um vegna forysíu hans i land- búnaðarmálum. í slæmum félagsskap Það er líka annað, sem veldur ' Tímamönnum angri um þessar mundir. Núverandi samstarfs- flokkar Framsóknar njóta hvorki trausts né álits út um sveitír landsins. Sveitafólkið man and- stöðu kratanna við mörg af hagsmunamálum þess, og þá ekki hvað sízt réttláta verðlagningu afurða þess. Ofbeldisstefna komm únista á líka fáa formælendur í sveitum landsins. í hópi forystumanna Sjálf- stæðisflokksins eru hins vegar margir menn, sem bændur treysta og vita að hafa bæði vit á málum þeirra og vilja og getu til þess að hrinda þeim í fram- kvæmd. Menn eins og Jón á Akri, Pétur Ottesen, Jón á Reyni- stað, Árni G. Eylands, Guðmund- ur skólastjóri á Ilvanneyri, Ingólfur Jónsson, svo nokkrir séu nefndir, njóta trausts og vinsælda í sveitum landsins langt út yfir flokksraðir Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.