Morgunblaðið - 05.11.1957, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.11.1957, Qupperneq 6
« MORCUNBT 4Ð1Ð Þriðjudagur 5. nóvember 1957 ,,SPUTNIK" OG NORÐUR- AT LANTSHAFSBANDALAGID •j-lUNDUR þexrra Eisenhow- ers og Macmillans í Was- -1 hington virðist boða ný tíðindi í sambandi við stefnu þjóða Norður-Atlantshafsbanda- lagsins og samvinnu þeirra inn- byrðis. — Macmillan sagði eftir fundinn: „Niðurstaðan á fundi okkar forsetans felur í sér að hver einstök þjóð hlýtur að láta sín sérstöku sjónarmið í varnar- málunum víkja fyrir nauðsyn heildarinnar." Þessi ummæli hafa ekki sízt þýðingu í sambandi við hermál Breta sjálfra. A síðasta ári kunngerðu Bretar, að í upp- siglingu væru stórfelldar breyt- ingar á hermál um landsins en þessar breyting ar miðuðust fyrst og fremst við þörf og fjár hagsgetu Breta sjálfra en ekki við þá „nauð- syn heildarinn- ar“, sem Mac- millan leggur nú áherzlu á. Það liggur í augum uppi að Mac- millan hefði ekki boðað, að Bret- ar væru fúsir til að laga sín her- mál fremur eftir „nauðsyn heild- arinnar“ heldur en einkasjónar- miðum Breta sjálfra, ef hann hefði ekki haft í höndum skýrt loforð Eisenhowers um að Banda ríkjamenn mundu gera hið sama. Þess hefur orðið vart eftir Súez deiluna, að Bandaríkjamenn virt- ust hafa tapað trausti á Norður- Atlantshafsbandaiagið frá því, sem áður var. Háværar raddir heyrðust í Bandaríkjunum um, að Bandaríkin yrðu þá bezt sett, ef þau miðuðu varnir sínar frem- ur við landið sjálft en eina eða aðra bandamenn lengst úti í heimi. Gömul innilokunarstefna skaut upp höfðinu. Aftur heyrð- ist rætt um hið „ameríska virki“, sem þyrfti að treysta. Það vakti mikla athygli, þegar ábyrgir að- ilar i Bandaríkjunum fóru allt í einu að ræða þann möguleika, að komið gæti til stærri eða minni kjarnorkustyrjaldar, hér og þar í veröldinni. sem væru þess eðlis, að Bandaríkin mundu ekki beita kjarnorkuvopnum sínum, heldur yrðu þessar styrjaldir útkljáðar á annan hátt. Þó þetta væri frem- ur þokukennt vakti slíkt tal þá grunsemdir og ótta á Vesturlönd- um um, að Bandaríkin væru að sleppa úr höndum sér því forystu hlutverki í hermálum Vestur- landa, sem þau hafa haft síðan styrjöldinni lauk. En eftir fund Eisenhowers og Macmillans sýnist svo sem Banda rikin séu fallin frá öllum hug- leiðingum í þessar áttir, á sama hátt og Bretar virðast nú sætta sig við að laga sín hermál eftir „nauðsyn heildarhmar" í stað þess að miða þau eingöngu við eigin þarfir og getu. Bandaríkin sýnast nú vera horfin aftur til hinnar fyrri stefnu, þar sem Norður-Atlantshafsbandalagið er það hellubjarg, sem byggt er á í hinum sameiginlegu varnarmál- um Vesturlanda. Þar af leiðir aftur að Bandaríkin mundu gripc. til kjarnorkuvopna sinna í hvert sinn, sem árásarófrið bæri að höndum. Orsökin til þessara sinna skipta er vafalaust sú staðreynd, að Rússar hafa komist fram úr Vesturlöndum í flugskeytatækni, eins og útsending Spútniks var talin bera vott um. Þegar þeir Eisenhower og Macmillan rædd- ust við var einnig vitað að von væri á enn meiri tíðindum frá Rússum á þessu sviði, eins og nú er komið á daginn. En ef Spútnik og það annað, sem í kjölfar hans fylgir, yrði til að þjappa Vestur- löndum fastar saman, er þar um að ræða afleiðingu, sem Vestur- landabúar mega fagna. Menn bíða nú fullir eftirvæntingar, hvað verða muni á ráðherrafundi NATO í desember. Vitaskuld er alltof snemmt að slá nokkru föstu um hvað muni gerast þar, en vonir stada til að á þeim fundi verði ekki látið sitja við fögur orð og yfirlýsingar, heldur tákni sá fundur að nýju lífi verði blásið í þessi þýðingarmestu samtök Vesturlanda. Það er enginn vafi að ýmsar raddir munu mæla á móti þeirri niðurstöðu, sem Macmillan lýsti, eftir fundinn með Eisenhower. Brezkir herfræðingar og stjórn- málamenn vilja án efa halda fast Tillögur minnihlutans á bæjarstjórnarfundi áróðurstillögur Kæra sig ekki um að jbær séu athugaðar af bæjarstjórn og bæjarstofnunum Á síðasta bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn var, komu fundarsköp bæjarstórnar nokk uð til umræður. Tilefni þess var það, að minnihlutafiokk- arnir hentu inn á fundinn til- lögum, sem sýniiegt kosninga- bragð var að, og var ætlunin, eins og á daginn kom, að nota þær til áróðurs í blöðum. Sum- ar þessar tillögur fólu í sér stórkostleg fjárútlát og voru í sjálfu sér mjög mikil ákvörð- un, ef tekin hefði verið á ein- um og sama fundi og án allrar athugunar. í þessu sambandi má minna á, að einn af bæjar- fulltrúum kommúnista, kom fram með tillögu um stórkost- leg togarakaup Reykjavíkur- bæjar. Fram kom tillaga um að vísa þessu máli til útgerðar ráðs en flutningsmaður tillög- unnar á einnig sæti í því ráði en þar hafði hann alls ekki borið upp þetta mál. Dr. Sigurður Sigurðsson, bæj- við endurskipan hermálanna á | arfulltrúi stóð upp á fundinum og benti á að í fundarsköpun bæj- arstjórnar væri ákveðið um, að bæjarfulltrúar skyldu senda borgarstjóra tillögur, sem þeir hyggðust bera fram á bæjar- stjórnarfundi, 4 dögum áður, þannig að þær gætu þá orðið teknar fyrir sem sérstakur liður á dagskrá næsta bæjarstjórnar- fundar. Sagði dr. Sigurður að slík vinnubrögð hlytu að vera talin bæjarstjórninni til vansæmdar, að taka fyrir mjög þýðingarmikil mál, svo sem togarakaup í stór- um stíl og afgreiða slíkt á ein- um fundi án allrar athugunar í bæjarstjórn eða hjá viökomandi stofnunum bæjarins. Slík af- greiðsla af hálfu bæjarstjórnar í þýðingarmiklum málum, væru auðvitað ekki til þess fallin að vekja traust bæjarbúa á bæjar- stjórninni í heild. Taldi dr. Sig- urður, að þeir sem hefðu þýðing- armiklar tillögur að flytja, ættu Macmillan Aukin þægindi fyrr þá sem liafa GERVITENNUR Þægileg leið til að koma í veg fyrir lausa gervigóma er að nota Dentnfix, sem er bætt tegund af dufti til að dreifa á gómana, þannig að þeir sitja betur í munni. Efnið er sýrulaust og orsakar ekkert óbragð eða límkennd, en kemur í veg fyrir andremmu. Kaupið Dentofix í dag. Einkaumboð: Remedia h.f., Reykjavfk. Kristján Cuðlaugssor hæstc.réttarlögmaðúr. Skrifstofutími ki 10—12 og 1—5. Austurstræti 1. — Sími 13400. þann hátt, sem fyrirhugað var og óttast að skuldbindingar Breta innan NATO muni tefja fyrir þeirri kjarn- orkuhervæð- ingu landsins, sem þeir stefndu að. Enn fremur óttast þessir sömu menn, að ekk- ert verði nú úr því að Bretar geti kaliað mikið af Evrópuhe.r sínum heim, en það var eitt af megin- atriðum í hinni nýju hermála- stefnu Breta. Loks er í Bretlandi ótti um nýjar skuldbindingar á hernaðarsviði yrðu landinu fjár- hagslega um megn. í Bandaríkjunum hafa heyrst raddir um, að hættulegt sé að Bandaríkjamenn láti bandamönn- um sínum í té upplýsingar um kjarnorkumál, þar sem það sé hið sama og að Rússar fái þessar upp- lýsingar í hendur, skv. fyrri reynslu um njósnir Rússa. Til eru einnig Bretar, sem kæra sig ekki um neinar upplýsingar að vestan handa þjóðum NATO og telja að þær gætu orðið til þess að Þjóð- verjar tækju forystuna í kjarn- orkumálum í Evrópu. Þá eru menn heldur ekki á eiriu máli um hvort bandalhgsþjóðirn- ar í Evrópu ættu nú þegar að fá kjarnorkuvopn til umráða. Sú lausn þess máls hefur verið rædd, að þjóðirnar fái slík skotvopn en skotfærin sjólf verði undir lás og loku, þar til Bandaríkjamönn- um þóknist að afhenda lykilinn. Með þessa tillögu eru margir óánægðir. Það er glöggt að mörg verk- efni bíða fundarins í desember, enda er augljóst að tilgangurinn með því að sjálfir forustumenn þjóðanna mæti þar, er sá að tryggja sem bezt, að fundurinn nái tilgangi sínum. Margir gera sér vonir um, að miklu nánara hernaðarsamstarf milli Vestur- landa verði tekið upp, en áð- ur var og í kjölfar þess hljóti að fylgja náin samtök á sviði við- skipa og fjármála. Þeir bjartsýnu segja: Spútnik er að sameina Evrópu! í þessu er ef til vill nokk ur sannleikskjarni, þó vafalaust verði sú sameining ekki eins snögg og rússneska rakettuskotið, sem nú hefur sett nýtt rót á heimsmálin. að láta sér umhugað, að þær gætu orðið sem bezt útbúnar og ættu þeir því að hafa ákvæði fundar- skapa bæjarstjórnarinnar í huga og tilkynna tillögur sínar fyrir- fram. Ut af þessu hefur Tíminn verið að gera tilraun til útúrsnúninga og reynir hann að koma því inn hjá lesendunum að fundarsköp bæjarstjórnarinnar séu eitthvað fyrirbrigði, sem borgarstjóri beri sérstaklega ábyrgð á. Ennfremur reynir blaðið, að koma því inn að einhver ágreiningur hafi ver- til annars vegar milli dr. Sigurðir Sigurðssonar og borgarstjórans hins vegar en slíkt er með öllu tilhæfulaust, enda bendir blaðið ekki á í hverju sá ágreiningur ætti raunverulega að hafa falizt. Mergurinn málsins er aðeins sá, að minnihlutaflokkarnir sem bera fram slíkar kosninga tillögur, kæra sig ekkert um að þeir fái neina sérstaka at- hugun í bæjarstjórn. Tillög- urnar eru alls ekki bornar fram í því skyni, heldur ein- ungis til þess að fá efni i stór- ar og nýjar blaöayfirskriftir, Þess vegna kæra þessir full- trúar sig ekkert um að fylgja ákvæðum fundarskapanna um undirbúning slíkra tillagna og um ræður um þær á bæjarstjórnar- fundi. Tillögurnar eru alls ekki hugsaðar alvarlega af flutnings- mönnunum, og þar af leiðandi kæra þeir sig ekkert um að þær séu einnig teknar alvarlega til meðferðar þar sem hér er að- eins um áróðurstillögu að ræða. Það er einnig svo, að minnihluta- flokkarnir túlka það á þann veg í blöðum sínum, að ef tillögur eins og um togarakaup er vísað til útgerðarráðs, þá þýði það sama og að tillagan sé skilyrðislaust felld. í blöðunum á eftir er svo sagt, að ,,íhaldið“ hafi drepið þessa og þessa tillögu, þó ekki sé um annað að ræða en að vísa henni til viðkomandi stofnunar bæjarins til umsagnar, eins og sjálfsagt er. Allar þessar tillögur og með ferð þeirra af hálfu minni- hlutaflokkanna er ekkert annað en kosningaáróður og verða því að skoðast í þvi ljósi. Athugasemd vegna bíaðavibtals BERLJÓT Haraldsdóttir og ég fórum að búa í Svartagili 1942, og hef ég unnið út frá heimili mínu á ýmsum stöðum, t.d. á ICeflavíkurflugvelli um 3—4 ára skeið, síðan var ég til sjós á ýms- um stöðum, bæði á þorsk- og síld veiðum, þetta gekk upp og niður eins og gerist, en oft þénaði ég allvel, og stundum miður vel. Sumarið 1956 var ég á síldveið- um við norðurland og gekk það mjög illa, og hef ég ekki fengið uppgert þar enn. Sl. vetur var ég á þorskveiðum í Sandgerði og var fiskirí mjög lélegt, en ég gat samt sent heim 4000,00 krónur. Sl. sumar slitum við hjónin samvistum og tók ég þá til mín tvo drengi 10 ára, og eina telpu var ákveðið að ég tæki. Eldri stúlkurnar mínar ráða sjálfar hvar þær vilja vera, en þær hafa unnið fyrir sér und- anfarið ár. Mun ég flytja heim að Svarta- gili í vor og hjálpa föður mínum til þess að byggja upp á ný. og þá munu börnin mín koma saman aftur, og allt þetta sem nú hefur skeð verður eins og slæmur draumur. Þess skal getið, að Berg ljót hefur setið í óskiptu búi og. haft tekjur af því, annars hef ég sent henni þá peninga, sem ég hef haft handbæra sl. sumar eða nær 3 þús. kr. Einstök atriði úr einkalífi okkar, vil ég Bergljótar vegna, ekki gera að opinberu blaðamáli. Viðvíkjandi bjargarleysi og allsleysi á sl. vetri er það að segja að það er nú einu sinni svo. þegar vegir teppast til lengdar, þá vill ýmislegt vanta og slíkt hefur hent víðar en í Svartagili. Um sambúð okkar er það að öðru leyti að segja að það hefur á ýmsu gengið og ekki veldur einn þega tveir deila. Sigurd Evje Markússon, Svartagili. sbrifar úr daglega lifsnu ] I Enn um happdrætti FYRRADAG voru talin upp hér í dálkunum happdrætti þau, sem nú standa yfir. Velvak- andi hefur reynt að afla sér upp- lýsinga um reglur þær, sem um happdrætti gilda, og virðist hon- um, að fullkomin ástæcfa sé til að almenníngur viti á þeim skil. Til eru lög frá 1926, sem heita fullu nafni: „Lög um happdrætti (lotterí) og hlutaveltur (tomból- ur.)“ Þetta eru stutt lög og segir þar: „Happdrætti, hverrar tegundar sem er, má ekki hafa nema með leyfi dómsmálaráðuneytisins, og ekki hlutaveltur, nema með leyfi lögreglustjóra. — Peningahapp- drætti eða önnur þvílík happa- spil má ekki setja á stofn án laga- heimildar. Síðan koma ákvæði er banna sölu útlendra „happaspila" og loks refsiákvæði. Sérstök ákvæði eru í öðrum lögum um happdrætti háskólans, DAS og SÍBS. Hlutverk dómsmálaráðuneytisins LEYFI til að hafa happdrætti eru ekki torfengin. Dóms- málaráðuneytið mun yfirleitt veita umbeðin leyfi til hvers konar félagssamtaka, sem á ein- hvern hátt verða talin vinna að menningar og mannúðarmálum. Ráðuneytið gengur eftir því, að tiltekið sé, hvenær draga skuli, og það hefur eftirlit með því, að vinningar séu hæfilegur hluti af andvirði útgefinna iniða. Er þá miðað við, að hlutfallið þar á milli sé a. m. k. 1 : 6. Loks er Vel- vakanda tjáð, að ráðuneytið setji það skilyrði, að þess sé getið á miðunum, hvar leita megi upp- lýsinga varðandi happdrættið, t.d. um það, hvort dregið hafi verið á þeim degi, er til stóð í upphafi, hvaða númer hafi hlotið vinning o. s. frv. Drætti má ekki fresta nema með leyfi dómsmálaráðuneytis- ins. Opinber embættismaður, fó- geti, annast dráttinn. Engar regl- ur eru til um það, að aðeins skuli dregið úr seldum miðum og um opinbera endurskoðun á fjár- uppgjöri happdrætta er ekki að ræða. Næturlæknar MAÐUR hér í Reykjavík snéri sér til Velvakanda á laugar- daginn og bað hann að koma á framfæri umkvörtun út af skipu- lagi læknaþjónustunnar á kvöldin og næturnar. Sagðist hann hafa hringt á slysavarðstofuna kl. 7 eitt kvöldið í síðustu viku og beðið um lækni, en ekki fengið hann heim til sín, fyrr en kl. hálf tvö um nóttina. Velvakandi átti tal við slysa- 'varðstofuna og spurðist fyrir um málið. Var honum sagt, að venju- lega væri 1 læknir á hverri vakt, en þær eru 2 á hverri nóttu, önn- ur til miðnættis, en hin frá mið- nætti til morguns. Nú um helgina var fjölgað og voru 3 á kvöld- vöktunum á laguradag og sunnu- dag — og væntanlega einnig í gærkvöldi. Þá þótti manninum ástæða til að lyfjabúðirnar tækju nokkurt tillit til inflúenzufaraldursins og hefðu opið meira en venjulega á kvöldin og um nætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.