Morgunblaðið - 05.11.1957, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.11.1957, Qupperneq 10
10 MORGVlSBl IfílÐ Þriðjudagur 5. nðvember 1957 Cítg.: H.t. Arvakur. Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson Aðairnstjórar: Vaityr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Augiýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 30.00 á mánuði ínnaniands. I lausasölu kr 1.50 eintakið. ISLENZKA ÞJOÐIN OG ALÞINGI Ó VIRT Teiltnarinn Davíð Low túlkar þannig ástandið á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Krúsjeff, klæddur Arababúningi, heldur fyrir munn lítils Sýrlendings og hrópar til Tyrkjanna og banda- rískra bandamanna þeirra: „ og þar að auki held ég alls ekki, að þið Tyrkirnir séu hrein- ræktaðir Arabar eins og við“. Stökkbretti Sovétríkjarma meðal Arabaþjóða r ICJPPIfAFI ’ninnar áhrifaríku an átakanlegu ræðu sinnar á fundi Frjálsrar menningar sl. sunnudag, þakkaði ungverska skáldið Faludi íslendingum þá samúð, er þeir hefðu sýnt Ung- verjum. Vera kann, að í þessum orðum hafi gætt nokkurar hæ- versku hins gestkomandi ferða- langs. Þó er það ekki víst. Þegar hörmungarnar steðja að, þá eru menn enn næmari en ella fyrir því, er að þeim snýr. Þá taka þeir alls hugar fegnir öllu því, er vitni ber um einlæga samúð, jafn- framt því, sem tvíveðrungsháttur og óheilindi einmitt þá baka mönnum varanlega óvirðingu. Enginn efi er á því, að yfir- gnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar finnur einlæglega til með ungversku þjóðinni í þeim raunum, er hún nú þarf að þola. Atburðirnir í Ungverjalandi hafa einnig sannfært meginþorra Is- lendinga um, að meðal yfirdrottn aranna í Rússlandi ráða ekki — nú orðið a. m. k., hvað sem áður var — fagrar hugsjónir, heldur grímulaus valdhyggja. ★ Einmitt af þessum orsökum þótti flestum, er til hefur spurzt, sér skömm gerð, þegar fréttist að félagsmálaráðherrann væri horfinn úr landi einmitt nú til að fara pílagrímsgöngu austur til Moskvu. Með þessu þótti flestum sér nóg boðið. Svo reyndist þó ekki. 1 Þjóðviljanum sl. sunnudag er með miklu yfirlæti sagt frá því, að þrjár íslenzkar sendinefndir taki þátt í „byltingarhátíðinni": Miðstjórn Sósíalistaflokksins sendi 2 fulltrúa, Alþýðusamband íslands sendi 3 fulltrúa og MÍR sendi 3 fulltrúa. í sjálfu sér er e. t. v. ekki orð á gerandi, þótt Sósíalistaflokkurinn og MÍR sendi fulltrúa á þessa hátíð. Hvort tveggja þessi samtök eru greinar af meið alþjóðasamtaka kommúnista. Meðlimir þeirra eru því einungis að leita heim til sinna föðurhúsa, þegar þeir halda til Moskvu. Öðru máli gegnir með Alþýðu- samband Islands. Þau samtök eru islenzk að uppruna. Það er því fullkomin misbeiting á þeim að gera þau, að þjónustustöð yfir- ráðaáforma hins alþjóðlega kommúnisma. En samtökin hafa nú um skeið fallið í ræningja- hendur. Hér á landi er sem betúr fer félaga- og skoðanafrelsi, hver má og ferðast um landið og úr landi eftir því, sem honum sjálf- um líkar. Úr því, að réttir aðilar innan Alþýðusambandsins hafa ákveðið að senda fulltrúa þess- ara erinda til Moskvu, er það mál, sem meðlimir verkalýðsfé- laganna munu gera upp í sínum hópi og taka ákvarðanir um, þeg- ar þar að kemur eftir því sem þeim þykir hæfa. ★ En meðal fulltrúa þessara þriggja félagasamtaka eru 2 menn, sem ekki verður litið á sem einkafulltrúa neinna sér- stakra samtaka í landinu, heldur íslenzku þjóðarinnar í heild. Það eru þeir Hannibal Valdimarsson og Einar Olgeirsson. Fram hjá því verður ekki komizt, að Hanni bal Valdimarsson er félagsmála- ráðherra og Einar Olgeirsson for- seti neðri deildar Alþingis. Á meðan þeir gegna þessum trún- aðarstöðum, eru þeir fyrst og fremst við þær kenndir. Það þarf enginn að láta sér annað til hugar koma en því verði mjög hampað á byltingar- hátíðinni í Moskvu, að þar séu komnir félagsmálaráðherra ís- lands og forseti neðri deildar Alþingis íslendinga. Á þann veg verður látið líta svo út sem elzta þjóðþing ver- aldar leggi blessun sína yfir vald- hafana í Moskvu og framferði þeirra, þ. á. m. blóðbaðið í Ung- verjalandi. Þetta er og ekki í fyrsta skipti, sem Einar Olgeirsson misnotar stöðu sína á svipaðan veg. I dag, hinn 5. nóvember, er einmitt ár Jiðið frá því, að hann beitti for- setavaldi sínu í neðri deild, til að varna Ólafi Thors máls, er hann ætlaði að minnast hinna hrylli- legu atburða, sem þá höfðu dag- inn áður gerzt í Ungverjalandi. Það atferli Einars, að hlaupast nú úr forsetastóli neðri deildar til hátíðahaldanna í Moskvu hinn 7 nóvember nk., er í beinu fram- haldi þess, er hann gerði 5. nóv. í fyrra. En hér tjáir ekki að kenna Einari Olgeirssyni einum um eða fárast um yfir „ósvifinni fram- komu stjórnar ASÍ“ vegna píla- grímsgöngu Hannibals og fylgdar sveina hans, eins og Alþýðublað- ið gerir sl. sunnudag. Hannibal j Valdimarsson og Einar Olgeirs- son eru í stöðum sínum á ábyrgð meirihluta Alþingis. Innbyrðis getur hver stjórnarflokkanna kennt hinum um það, er illa fer úr hendi. Út á við komast þeir ekki hjá sameiginlegri ábyrgð. Allra sízt að því leyti, sem snýr gegn erlendum þjóðum. Gegn umheiminum kemur Hannibal Valdimarsson fram sem íélagsmálaráðherra íslenzka ríkis ins og Einar Olgeirsson sem for- seti neðri deildar Alþingis ís- lendinga. Erlendis tjáir lítt að skjóta sér á bak við það, að það sé aðeins örlítill hluti íslenzku þjóðarinnar, sem þessir menn raunverulega séu fulltrúar fyrir. Því miður er þjóðin öll gerð óbyrg fyrir framferði þeirra. Stjórnarflokkarnir geta og ekki afsakað sig með því, að þess ar síðustu tiltektir komi þeim á | óvart. Lengi hefur verið á allra vitorði að Hannibal Valdimars- son væri vís til alls, er þjónað gæti hans eigin hégómagirnd. Um Einar Olgeirsson hefur heldur aldrei verið um að villast, að bann sýnir hinum alþjóðlega kommúnisma skilyrðislausa holl- ustu. Báðir þessir menn hafa því nú gert það eitt, sem af þeim var að vænta. Orðaskvaldur hinna stjórnar- flokkanna, þessum mönnum til átellis, afsakar þá sjálfa minna en ekki neitt, á meðan þeir láta það viðgangast, að tvímenningarnir sitji í þeim trúnaðarstöðum, sem þeir nú gegna. Al- þingismenn stjórnarflokkanna bera hver um sig og allir i sameiningu ábyrgðina á þeirri óvirðingu, sem Alþingi og íslenzku þjóðinni er gerð með pílagrímsgöngu Einars Olgeirs- sonar og Hannibals Valdimars- sonar austur til Moskvu. EKKI VERÐUR betur séð en öllu lofti hafi nú verið hleypt úr þeim styrjaldarloftbelg, sem Sovétríkin sendu upp yfir landa- mærum Sýrlands og Tyrklands. Reyndust Sýrlendingar fúsir til að draga saman seglin, ef Tyrkir gerðu slíkt hið sama, og Allsherj arþingið komst að þeirri niður- stöðu, að hvorki væri staður né stund til afskipta SÞ, Reyndar er ekki gott að segja, hversu lengi verður hlé á, en líklegt, að það verði nokkuð, þar sem Sovétrík- in hafa í bili náð höfuðmarkmiði sínu, góðu ítaki fyrir botni Mið- jarðarhafsins með undirritun samnings um fjárhagsaðstoð við Sýrland. Sovézka lánið hrekkur ekki langt Samningur þessi hljóðar upp á rúmlega 1650 millj. ísl. kr., sem eiga að greiðast upp á 12 árum, og er þetta miklu lægri upphæð en gert var ráð fyrir. Talið er, að Sýrlendingar hafi gert sér von ir um allt að helmingi hærri fjár hæð. Sennilega mun sovézka lán ið ekki einu sinni nægja til að byggja stóru Eufratstífluna, sem gerðar hafa verið áætlanir um að reisa, svo að ekkert yrði þá af- gangs til að leggja járnbrautar- teina frá hafnarborginni Latakía til borgarinnar Qamishli, sem væri hernaðarlega mikilvæg framkvæmd,' eða til að stækka höfnina í Latakíu. Sovétríkin hafa mikinn áhuga á þessum mannvirkjum, og hefir því verið gizkað á, að lánið eigi aðeins að hrökkva fyrir byrjunarfram- kvæmdum. Liðsinni í neyð — stjórn- málaleg eftirköst Sannleikurinn er sá, að i aug- um Arabanna veita Rússar þeim liðsinni í neyð, og Arabaríkin vara sig ekki á, hversu viðtæk stjórnmálaleg eftirköst fjárhags- aðstoð frá Rússum kann að hafa. Lán það, sem Rússar hafa nú veitt Sýrlendingum, hefir áreið- anlega mælzt mjög vel fyrir með al hinna fátæku Arabaþjóða. Tak ist leiðtogum Sovétríkjanna einn ig að telja Arabaþjóðunum trú um, að Ráðstjórnin hafi bjargað þeim frá árásarstyrjöld af hálfu Bandarikjamanna og Tyrkja, hafa þeir óneitanlega unnið mik- inn sigur í áróðri sinum. Araba- I þjóðirnar eru mjög frumstæðar . og hafa enga möguleika á að sjá í gegnum lygina né til að skilja, að Ráðstjórnin hefir fyrst búið til stríðshættuna og siðan bjargað , vesalings Aröbunum frá henni. ^ Þess er ekki að vænta, að langt verði að bíða nýrra áróðursað- gerða af hálfu Rússa gegn Banda- ríkjunum og Tyrklandi, undir eins og hægt er að samræma slíkt áætlunum þeirra. Sovétrík- in hafa orðið sér úti um nothæft stökkbretti meðal Arabaþjóð- anna, og vafalítið munu þeir ekki draga á langinn að nota sér það. Verður Jórdanía fyrir valinu? Einræðisríki vilja helzt geta náð völdum og áhrifum með frið samlegu ofbeldi, þ.e. án styrj- aldar. Þeir hafa nú náð tangar- haldi á Sýrlandi og geta nokk- urn veginn gert ráð fyrir stuðn- ingi Nassers við að grafa undan mótstöðuafli þeirra Arabaríkja, sem veikust eru fyrir. Ekki er ósennilegt, að þeir telji garðinn vera lægstan í Jórdaníu. Þar eiga Sovétríkin bandamenn, sem bíða eftir tilefni til að ráða niðurlögum hins unga konungs, Husseins, og þar að auki ganga sögur manna á milli um, að Sýr- lendingar hafi í hyggju að færa út yfirráðasvæði sitt á kostnað þessa fátæka lands. Ennfremur munu leiðtogar Sovétríkjanna ekki hika við að æsa Arabaríkin gegn ísrael, sem Arabarnir telja svarinn óvin sinn. En ekki má gleyma því, að nokkur hluti Araba er sér með- vitandi um þá hættu, sem aukin ítök Sovétríkjanna þeirra í með- al, hefir í för með sér, þó að Sovétríkin hafi í fyrstu atrennu dulbúið sig sem boðberi friðar- ins. Þessi sovézka friðarsókn með al Arabaþjóðanna kann að leiða af sér enn fleiri óvænta atburði, einkum ef veldi Krúsjeffs, sem er forvígismaður sóknarinnar, hefir vaxið eftir uppgjörið við Zhukov. Ásakanir Sjepilovs eggjuðu Krúsjeff? Því hefir verið haldið fram, að ein ástæðan fyrir brottvikningu Sjepilovs úr utanríkisráðherra- embættinu hafi verið sú, að hann réðst að Krúsjeff fyrir slælega sókn gegn stefnu Bandaríkjanna í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafs. Ætli Krúsjeff sér því nú að sýna, að hann geti skarað fram úr Sjepilov. Eins og menn munu minnast var það Sjepilov, sem hóf flutning sovézkra vopna til Egyptalands í september 1955 og markaði þannig ákveðnari stefnu Sovétríkjanna. Krúsjeff getur stært sig af því, að til þessa hefir stefna hans ver- ið árangursrikari en Sjepilovs. En sagan er ekki nema hálfsögð. Sovétríkin eiga sína mótstöðu- menn bæði í hinu nýja samstarfi Breta og Bandaríkjamanna fyrir Miðjarðarhafsbotni og meðal all- margra áhrifaríkra Arabaleið- toga, sem fylgjast með sókn Sovétríkjanna í Sýrlandi og Egyptalandi með ugg og kvíða. Þar er fremstur í flokki Saud konungur, sem fékk tilboð sitt um málamiðlun milli Sýrlend- inga og Tyrkja, endursent hið bráðasta samkvæmt skipun frá Moskvu. Stærsti fiskibær meginlandsins í Bremerhaven í Þýzkalandi eru 109 stórir togarar og 80 smærri fiskiskip. í fyrra öfluðu togararnir 265.000 lesta af fiski. í Reykjavík eru togararnir 16, en meðalafli þeirra er um helm- ingi meiri á skip.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.