Morgunblaðið - 05.11.1957, Síða 11

Morgunblaðið - 05.11.1957, Síða 11
Þriðjudagur 5. nóvernber 1957 MOKC.T'iym 4ÐIÐ 11 Hvað verður um Island? Ræba Kristjáns Albertssonar á Ung verjalands-samkomu Frjálsrar menn- ingar s.l. sunnudag Frá fundinum í Gamla bíói. Annaðhvort munu Ungverjar aftur verða húsbœndur á eigin heimiii eða vér missum vort Ávarp Gunnars Gunnarssonar á Ungverjalandsfundinum EINMITT þessa dagana er ár lið- ið síðan rússneskar hersveitir hófust handa um að berja niður þá ofureðlilegu tilraun göfugrar hetjuþjóðar, að bæta stjórnskip- an lands síns með friðsamlegum hætti. Ungverjar, langhrjáðir, fengu ekki lengur unað erlendri undirokun, vildu heldur lífið láta, og* gerðu, alltof margir, og gera enn. Spillingin var orðin óbærileg heiðvirðum mönnum. Tilbúnar sakargiftir, játningar, sem engan stað áttu sér í nein- um veruleika, þrælkun eða sneypudauði vofði yfir hverjum einum, sem ekki afklæddist sál og persónuleika, endurreisn æru aftur á móti undir hælinn lögð, enda vart fullnægjandi nema þar sem sýndarmennska hefur út- rýmt öllum eðlilegum hvötum og tilfinningum. Það, sem fyrir umbótamönnunum ungversku vakti, var þó engan veginn að afnema skipulag kommúnismans, enda voru þeir flestir hverjir — að minnsta kosti enn sem komið var — blindaðir af hugsjónahjali því, sem samsærið mesta í heimi felur sig að baki. Að fenginni reynslu af rússneskri forsjá og setuliði vildu þeir hins vegar fyr- ir hvern mun fá að ráða réttar- fari og framkvæmdum félags- mála innan eigin landamæra. Það var allt og sumt. Rússar og fylgi- fiskar þeirra í lýðfrjálsum lönd- um láta sem sér blöskri ekki slíkar kröfur utan járntjaldsins, handbendi þeirra munu vart eiga sinn líka sem þjóðernissinnar, þegar þeím býður svo við að horfa eða hafa fyrirmæli um. Heima fyrir eru Rússar aftur á móti allra þjóða hörundsárastir í þessum efnum, og þarna var komið við kvikuna. Það, sem Ungverja þjáði aðal- lega, var herseta Rússa, harð- rétti það, er þeir urðu við að una ekki aðeins efnalega, heldur og á sviði anda og menningar, og fádæma áfskiptasemi um hluti, sem hver þjóð, vönd að virðingu sinni, hlýtur að vilja vera einráð um. Ungverjar æsktu ekki annars en að fá með góðu móti okinu af sér létt; velsæmi og heiðri þjóðarinnar hafði verið traðkað það lengi, að óhjákvæmi- legt virtist að endurheimta fyrsta lífsskilyrði mannkynsins, sem er sjálfsvirðing. Kröfur af því tagi litu Rússar á sem hótfyndni og kölluðu þó annað verra; hina hóflegu tilraun til sjálfbjargar létust þeir líta á sem grunsam- lega og ærið grómtekna upp- reist, og snerust öfugir við svo mjög, að jafnvel eigin hermenn suma hryllti við þeim aðförum. Skömm sú og fyrirlitning, er sú viðureign bakaði þeim, mun eiga sér langan aldur og það að mak- leikum. Mannsæmandi framferði mundi hins vegar hafa styrkt þá og kommúnismann meira en grobbinn hnefi og gervitungl á lofti — enda þótt hundur sé inni- falinn. Þeim láðist að sjá leikinn á borði: að tryggja sér Ungverja og aðra hjálendinga, og um leið styrkja vestræna attaniossa ó- hugnanlega með smávægis und- anláti, sem hefði verið þeim hættulaust. Því miður var ávinn- ingur vestursins af þeim mis- gripum þeirra því ógnverði keypt ur, að ekki er hægt að segja af heilum huga: sem betur fer. En vitanlega varð ekki hjá því kom- ist, að hræðsla Rússa, grimmd og sviksemi breyttu áhuga göfugra fyrri samherja í upp- reisn; að bænarskránni sundur- traðkaðri hófst bylting, sem þeir kaldhuga skírðu gor og blóði svo rækilega, að hin hryllilega minning um hermdarverk þeirra án frambærilegra raka, mun end- ast til efsta dags heimssögunnar, og þá um leið heiftarvörn og hetjufórn þjóðar, sem á sér fáa sína líka. ★ Dýru verði var sá sigur keypt- ur, sigur hvoru tveggja, Rússa þó aðeins í gæsalöppum. Það er hörmulegra, en orð ná yfir, til þess að vita, að með vorri litlu þjóð skuli vera til og meira að segja sitja á ráðastólum og sækja heiðarlegar alþjóðasamkundur af íslendinga hálfu menn, sem af- saka ef ekki verja ofstopa vopn- aðra kúgara gegn afvæddri þjóð og grimmdaraðgerðir af því tagi, að slíks munu fá dæmi jafnveí austan tjalds. Hvers konar lýður erum vér eiginlega að verða. Hólmverjar? Er það hagnaðurinn af óförurn annarra, stríðsgróðinn, er leitt hafi af sér óáran anda og sálar'' Hvað finnst mönnum um þá staðreynd, íð hægt skuli vera með rökum að tortryggja heil- indi íslendinga, bar sem þeir mæta sem frjáls og af engum til knúinn aðili að varnarsamtökum vestrænna þjóða? Eigum vér þá afsökun Harðar, að vér séum blindir? Aum væri sú. Eða er það marðareðlið, sem sé í þann veginn að verða ofan á? Hver mundi hafa trúað því, að svika- hrappurinn ætti fyrir sér að verða átrúnaðargoð vort ef ekki vernd- ardýrlingur. Raunar veit ég að svo er ekki; um blinduna aftur á móti þori ég ekki að fullyrða. En það er áreiðanlega tími til kominn fyrir þjóðina að athuga sinn gang. Lyngormur austrænna gervihugsjóna hefur átt hér góða daga. Víðast hvar annars staðar þykir hann aflóga kvikindi; hér mun hann enn metinn á við meðal gullkálf. fslendingar mættu vel leiða sér fyrir sjónir afleið- ingar ungversku umbótatilraun- anna, sem urðu þær, að með að- stoð vikaliðugra heimamanna er enn þann dag í dag verið að murka úr mönnum lífið austur þar, og eru þó flúnir úr landi snögtum fleiri Ungverjar en til eru íslendingar, en tala her- leiddra mun vera um það bil tvö- föld íbúatala eyjar vorrar. ÞAÐ á við um frelsi þjóðanna, eins og heilsu mannanna, að eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Okkur finnst sjálf- sagt, að eins og við megum draga lífsandann, svo megum við og hugsa og tala án þess að þurfa að óttast fangelsanir og refsing- ar. Okkur finnst sjálfsagt að hver þjóð eigi rétt á að skipa málum sínum að frjálsum vilja borgar- anna, án þess að erlent vald sker- ist í leikinn með herafla, og kúgi hana til þess að hlýðnast boði sínu og banni. En sá tími er enn ekki kom- inn að litlar þjóðir eigi ekki á hættu slíkt ofbeldi af hálfu mátt- armeiri ríkja. Hin stóru heims- veldi hafa löngum þótzt nauð- beygð til íhlutunar og yfirgangs, til þess að tryggja öryggi sitt eða hagsmuni þegna sinna. Þó er sá munur frá því sem var, að áður var yfirgangur við litlar þjóðir framinn samkvæmt rétti hins sterkara — en þau öfl, sem nú ógna friði og frelsi, bera auk þess fyrir sig hugsjónir um rétt- læti og bræðralag, svo furðulegt sem slíkt kann að þykja. Þess vegna veitist þeim auð- velt að eignast fimmtu herdeild- ir innan landamæra þeirra þjóða, sem þau hyggjast að undiroka — eignast auðsveipa bandamenn sem eru þess albúnir að ynna af hendi nauðsynlega undangraftr- ar-starfsemi, koma málum síns eigin lands í óefni, spilla vin- fengi við þær þjóðir, sem ætt- jörð þeirra er mest stoð í, rugla dómgreind landa sinna á þá hættu, sem að steðjar. Sorgar- saga Ungverjalands er oss Islend- ingum áminning um að vera á varðbergi gegn umboðsmönnum Svo sem áður var að vikið: Það er huggun í því þó nokkur, enda eina huggunin, að eigi mannsæm- andi lifnaðarhættir sér yfirleitt nokkra framtíð á þessum hnetti síaukinnar gervimennsku, mun hlutur ungversku þjóðarinnar verða ósmár. Fyrir því er séð með fórnarlund og hugdirfsku, sem lengi mun í minnum höfð. Risinn æðraðist, er hann sá dverg inn ganga fram gegn skriðdrek- anum með stein í hendi einan vopna. Ofurmennið austræna er ekki ósigrandi, og hann veit það bezt sjálfur. Að vísu bar hann „sigur“ af þeim hólmi, þó aðeins í bráð. Raunverulega fékk hann þá þegar það steinhögg í enni, er ríða mun honum að fullu. Eftir viðureignina á vegum Ungverjalands og á götum Búda- pestborgar þekkja menn Rúss- ann svo og „kommúnismann", er þeir svo kalla. Jafnvel jábræður þeirra vestra hér urðu að láta sauðargæruna og skarta úlfsham- inum einvörðungu. Raunar vill svo hlálega til, að þeir sumir hverjir virðast sneyptir yfir þeirri búningsbót. Hvað ber til? Hreinræktaður úlfur er þó ólíkt snöfurlegri tegund ferfætlinga en snarmeinuð geldrolla í tvenn- um reifum að minnsta kosti. Félagið Frjáls menning taldi það skyldu sína, að gera sitt til að minna menn hér á atburði þá, er gerðust í Ungverjalandi fyrir ári síðan; atburði, sem ekki er séð fyrir endann á, hvorki á þeim vettvangi né öðrum víðáttumeiri: atburði, sem mjög hafa styrkt með vestrænum þjóðum viljann til varnar og eru í þann veginn að sameina Evrópu; atburði, sem ekki getur hjá farið að leiði af sér, þótt síðar verði, frelsi Ung- verjalands og sjálfdæmi í eigin málefnum. Við vorum svo hepp- in, að útlagaskáldið George Faludi gat komið því við að skreppa hingað af því tilefni, maður sem stóð í fremstu röð ungverskra frelsissinna, maður með fjögurra ára þrælkunar- vinnu í kommúnískum fangabúð- um að baki, auk annarrar reynslu líkri, auk pyndinga, sem fæst- um þeim, er nú munu hafa þann heiður og þá ánægju að heyra hann segja frá, mundi henta. Það er hollt að leiða sér fyrir sjónir, að um framtíð Ungverjalands og vora er ekki nema tvennt til: annað hvort mun sú fræga þjóð aftur verða húsbóndi á eigin heimili, eða vér missum vort, verðum öll með tölu ofbeldinu að bráð sem fyrirlitleg hand- bendi, hrjáðir vesalingar innan eigin landamæra eða herleidd til verri staða og kjara. Um fram- tíð þeirra, sem lifa, er ekki nema þetta tvennt til. Það er íslending- um hollt að leiða sér fyrir sjónir, en hver maður mun í því efni sem öðru haga breytni sinni svo sem hann er drengur til. Gunnar Gunnarsson. þess valds, sem sízt er til þess líklegt að hlífa frelsi nokkurrar þjóðar, sem það á alls kostar við. En erum við íslendingar þá í hættu? Eru unnar fyrir gíg allar tilraunir til að telja okkur trú um, að djúpir íslandsálar, land- vættir og fölskvalaust hjarta séu þjóð vorri nægileg vörn gegn hvers konar hættu af hálfu út- lendrar ásælni? Fjarlægðir fara stöðugt minnk- andi, og tækni til stórvirkra og langdrægra árása fullkomnast óðfluga, og svo að segja með hverjum degi. Einn morgun fyr- ir skemmstu vaknaði heimurinn \rið þau tíðindi, að gervitungli hafði verið skotið á loft upp. Nýr hnöttur hafði af mannavöldum hafið rás sína í himingeimnum, — að vísu mun minni en hinir sem fyrir voru, en okkur hefur strax verið lofað öðrum stærri, og jafnvel bráðlegri landgöngu á gamla tunglinu. Hvar verða þá á næstu áratugum takmörkin fyrir tækni hinna máttarmeiri ríkja til þess að teygja hramm- inn út yfir jörðina, og skella klónum yfir minni þjóðir, eins og rándýr yfir bráð? Hvað verð- ur um ísland? Hvað getum við annað gert en að treysta á sam- tök hins frjálsa heims til ein- huga varnar? Við erum minnsta þjóð heims- ins, og búum í miklu stærra landi en svo, að við höfum nokkru sinni getað til þess hugsað, að verja það gegn árás af eigin rammleik — hvað þá nú, þegar engin þjóð getur framar talist örugg nema í varnarbandalagi við mörg önnur ríki, stór og smá. ísland hefur leitað öryggis í einu slíku bandalagi. Hvort varnar- samtök vestrænna þjóða eiga eft- ir að verða okkur til bjargar getum við ekki vitað. Engum get- ur dulizt, að það er ekki lengur óhugsandi að íslendingar eigi eft- ir að verða ófrjáls þjóð að nýju, eða líða undir lok sem sérstök þjóð. En eitt getum við viljað. Við getum forðast að eiga sjálf- ir sök á glötun olckar, með því að hafa látið ginnast af þeim öflum, sem okkur stafar hætta af, og með því að hafa peynst ótryggur eða svikull aðili í banda lagi hins frjálsa heims. Við getum reynt að skilja það sem er að gerast, og það sem við biasir umhverfis í heiminum. Það sem við blasir nú er harðari og örlagaríkari barátta um frelsi mannsins en nokkurntima hefur háð verið. Víglína þexrrar bar- áttu liggur ósýnileg um heim allan, gegnum hjörtu mannanna — líka þeirra sem við hittum í daglegu lífi hér á íslandi. Barátt- an stendur milli þess heims, sem vill að maðurinn njóti alls þess frelsis í hugsun og framkvæmd, sem framast er hægt að trúa hon- um fyrir, — og hinna, sem vilja þröngva að frelsi einstaklinga og þjóða eins og frekast eru tök á. Gleymum aldrei, íslendingar, hvernig hefur verið farið með Ungverjaland. Það getiur komið sú tíð, að tekist hafi að gera ís- land viðskila við varnarbanda- lag frjálsra þjóða, og að þeim þyki lítii eftirsjá að þessu fá- menna eylandi, — bæði vegna þróunar í hernaðartækni, og eins af öðrum ástæðum. Það getur komið sú tíð, að við eigum allt undir sjálfum okkur um varnir iandsins. Það getur komið sú tíð, að við eigum allt undir því, að hafa ekki látið ánetjast þeim öfl- uin, sem þjóna því valdi sem sendi skriðdreka sína fyrir einu ári inn á göt.urnar í Búdapest. Gleymum því aldrei, Islending- ar, hvernig farið var og farið er enn með hina ungversktu þjóð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.