Morgunblaðið - 05.11.1957, Page 13
Þriðjudagur 5. nóvem'ber 1957
MORr.rVRT 4Ð1Ð
Kvöld við Nílaisíki
Sr. Sigurður Einarsson:
í landi leyndardóma og minja
Önnur grein frá Egyptalandi
Kairo
ÞAÐ er komið kvöld þegar við
komum til Kairo, löngu orðið
dimmt, en myrkrið er hlýtt og
gælir við vangann, eins og júní-
blær á íslandi, þegar vel viðrar.
En í hinu skamma rökkri austur-
landakvöldsins höfum við ekið
fram hjá djúpum, breiðum síkj-
um, aðfærsluskurðum hins dýr-
mæta Nílarvatns, yfir síþyrstar
ekrur. Síkin eru brydduð pálm-
um, sem speglast í stafalygnu
vatninu. Og þarna sitja hin þol-
inmóðu börn hinnar bleiku leiru
á bökkum Nílar, eins og fyrir
þúsundum ára — hve mörgum
veit enginn. Kannske var það á
svona kvöldi sem tigin mær fann
Móses litla í örkinni sinni, svo-
lítinn kjökrandi smælingja, sem
^tti eftir að leiða Guðs fólk út
úr þrælahúsinu.
Meginhluti Kairo stendur aust-
an Nílar. Hún fellur þarna í
tveim aðalkvíslum og á milli
þeirra er eyjan Geshíra, sem nú
er orðin útborg frá Kairo. Aust
arikvíslin flytur meginelfuna, og
voldug brú yfir, vestur-kvíslin
minni og handan við hana út
borg, fátækleg, skítug og óþrifa-
leg. Við brunum yfir báðar
kvíslar, beint inn í ljósadýrð
Kairoborgar, sem er marglit, ný-
tízkuleg og yfirlætisfull. Nemum
staðar á stóru, glæsilegu torgi:
Luna Park Hotel. Komin í áfanga
og gott var það.
Það er aðeins tími til að þvo af
sér eyðimerkurrykið. Svo er
kvöldverður. Maturinn í sjálfu
sér ekki ógirnilegur, en alltof
kryddaður, og löðrandi í olíu.
Manni fannst mikið um það þá
og klígjaði við. En var þó smá-
munir einir hjá því, sem við feng
Aim síðar að kynnast í löndum
Araba. Arabaþorpin lykta langar
leiðir af þræsnu kryddi og sér-
kennilegum óþef, sem ég gizka
á að sé sambland af sóðaskap og
einhverju, sem á sínum tíma var
samsull af einhverju kryddi en
er nú að þrána í sólinni á sorp-
dyngjunum. Og hvað á að drekka
með þessu? Ekki vatn, því að það
er sennilega »okkurn veginn á-
móta hollt og blásýra. Og ekki
drekka vín, hafði minn góði vin-
ur Jónas Svéinsson sagt við mig
rétt áður en ég fór. Og ekki
drekka öl, hafði dr. Agneta Kald-
an sagt við mig, um leið og ég
kvaddi hana, — að minnsta kosti
ekki í Egyptalandi. Nú voru góð
ráð dýr, því olían glitrar og löðr
ar á kássunni, og ógleðin á
næstu grösum. Eg leysi vandánn
með gamalli stærðfræðiformúlu,
j kyrrð. Þetta er ævintýraheimur,
sem ég lærði í Flensborg fyrir °gjgjæthugann^reika^reyn^að
sína til þess að mæla sínu þögula
töframáli yfir aðvífandi ferða-
lang og athugulum vísindamanni.
Ég hef hvergi verið þar staddur,
sem mér hefur fundizt ég svo
kominn í nánd við máttuga töfra,
eins og í egypzka safninu. Og
furðulega snilli og hagleik. Og
óforgengilega kristallaða feg-
urð. Ég veit ekki, hvað af þessu
orkaði sterkast á mig. En það var
þarna allt.
Glæsilegasti hluti safnsins eru
munirnir úr gröf Tut-Ank-Amm-
ons, heil veröld hágleiks og feg-
urðar, offjár í gulli, silfri og
smellti, nytjamunir og skraut, á-
höld, listaverk, sængur, vagnar,
stólar, hásæti, borðbúnaður,
ilmbaukar, töfraþing, líkneskjur
heillar hirðar í emba'Uisbúning-
um, guðalíkneski, hvar endar
það ef upp skyldi telja? Maður
stendur steini lostinn, bergnum-
inn yfir þessum firnum, sem lögð
hafa verið í haug með einum
unglingi, sem aðeins örfá ár hef
ur setið í veldisstóli Egyptalands
aftur í grárri fyrnsku. Ég legg
ekki í að gera nokkra tilraun til
að lýsa því nú, geri það kannske
síðar við anriað tækifæri, ef ég
kenni mig til þess nokkurn mann.
Nú hugga ég mig aðeins við það,
að sennilega sé blessunin hún
Rannveig, búin að taka af mér
ómakið með sínum ágætu erind-
um í útvarpinu í fyrravetur. Eða
geri það þá næsta vetur.
fjörutíu árum: Tveir mínusar
gera plús. Sjáum til! Brjóta tvö
læknisráð og útkoman verður já-
kvæð. Skyldi það ekki geta stað-
izt? Svo ég bið um glas af góðu
víni og sterkan bjór. Og ekki ber
á öðru. Ég lýk mínum kvöld-
skatti eins og hetja og verður
gott af. Það er talsvert mikið af
flugum og þær hjálpa mér tals-
vert til. Svo að þegar líður á
máltíðina segi ég við grannkonu
mína ungfrú Ellinor: Ég vona
að þær séu náttúrlegar, þessar.
Það er öllu óhætt, svarar hún,
ég sé þær líka. Hún hefur aðeins
drukkið sódavatn, og borðar eins
og hún hafi alla ævi lifað á olíu.
Sigling á Níl
Við erum náttúrlega öll úr-
vinda af þreytu, en það er ekk-
ert fýsilegt að setjast að í glóð-
heitum setustofum hótelsins, og
ennþá ófýsilegra að fara að sofa.
Þetta er fyrsta kvöldið okkar
í Kairo, á tindrandi stjörnu-
himni blikar fullt tungl og það
er í okkur sumum einhver ævin-
týragalsi. Við ákveðum að fara
í siglingu á Níl og því er fljótlega
ráðið. Okkur er fylgt niður að
fljótinu og við leigjum okkur
fleytu fornlega að gerð, há-
mastraða með rásegli. Við röð-
um okkur í bátinn og ferjumað-
ur ýtir frá landi. Hann hefur
kattlipran strák sér til hjálpar
og brátt er seglið uppi. Og nú
kemur það í ljós að þessi forn-
lega fleyta er yndislegur farkost-
ur, sviflétt og mjúk eins og fjöð-
ur líður yfir vatnið eins og í
dansi og lætur á augabragði að
hverri bendingu stjórnandans.
Það er augljóst, að gerð fleytunn
ar og búnaður eru byggð á
margra alda kunnáttu á högum
og staðháttum. Hér á hún heima,
þetta er hennar vatn. Það er
þægileg gola, ofurlítið ísvöl, því
að nú stendur hann utan af sjón-
um, og leggur bátinn svo að segl-
ið líður eins og hallur vængur yf-
ir vatnsborðinu. Okkur líður und
ursamlega vel. Við byrjum á því
að syngja nokkur lög. Til austur-
heims vil ég halda, og þar fram
eftir götunum. En söngurinn
hljóðnar fljótlega. Stundum er
°f yndisleg til þess að trufla
hana með misróma söng. Ferju-
maður siglir alltaf liðugan snið-
vind, sneiðir yfir elfuna slag eft-
ir slag og vendir svo liðlega, að
það er eins og okkur sé sveiflað
í rólu. Umhverfis okkur blikar
tindrandi ljósadýrð Kairo-borg-
ar ,en úti á elfunni er dásamleg
seiða fram í vitund minni líf horf
inna alda undir þessum himni
við þessa myrku elfu. En er of
þreyttur til þess, sekk mér í
augnablikið, læt það lykja um
mig. Og hrekk upp við það, að
ferjumaður leggur að þrepum.
Umsaminn leigutími er liðinn.
Og rétt fyrir ofan okkur eru næt-
urklúbbar og skemmtihverfi
borgarinnar. Iðandi mannhaf, ys,
hávaði, glaumur.
Einn dunandi dans.
Við slangrum inn á einn
skemmtistaðinn/ Það er mikill í-
burður, mikið skraut og geigvæn-
legur hávaði. Skemmtiatriðin
eru öll fólgin í dansi, sólódansi
eða flokka. Músikin er austræn,
villt, tryllt og æsandi, en með öm
urlegum blæ af því hráasta og
ónáttúrulegasta (perversasta)
sem heyrist í amerískum jazzi.
Ég hef ekkert vit á dansi, en duld
ist ekki að þarna voru nokkur at-
riði, sem framkvæmd voru af dá
samlegri fimi og þokka. Annars
var þarna heldur óyndislegt og
má vera, að við, sem vorum ó-
kunnug, höfum verið óheppin í
vali. En eitt er víst, að veiting-
arnar voru miklu dýrari, en svo,
að okkur hentaði löng dvöl á
þessum stað. Og þetta var svo
nauðalíkt því, sem sjá má í
hverri stórborg. Ég varð guðs-
feginn þegar almennt samkvæði
varð um það að fara. Þetta voru
fyrstu kynnin af Kairó, — borg
hinna geigvænlegu andstæðna
örbirgðar og óhófs, þar sem ekk-
ert virðist vera öllum sameigin-
legt, nema hatrið á vestrænum
Moskan mikla
Vitanlega skoðuðum við kon-
ungshöllina, þetta volduga hall-
arbákn, sem síðast hýsti hinn
dapureyga munaðarsegg Farouk,
en er nú opinbert safn. Efalaust
er hún merkileg frá ýmsu sjón-
armiði, en á mig orkaði hún þann
ig með öllu sínu fáranlega
skrauti og íburði, að mér lá við
ógleði. Versalahallirnar eru eins
og viðfeldnir dalakofar í sam-
anburði við hana, og næst þegar
ég kem þar gæti mér einmitt dott
ið í hug að raula dalakofavísur
Davíðs á þeim stað, svo sem eins
og til að undirstrika fyrir mér,
hvað ástmeyjar Frakkakonunga
hafa mátt iáta sér nægja í sam-
anburði við frú Nariman. En rétt
við hliðina á höliirini er undur-
samleg Moska, sem forfeður Far-
ouks hafa reisa látið — guðshús
í íslömskum sið. — Við fáum
13
rosabullur úr basti á fæturna
áður eft oss leyfist inn að ganga,
því að svo hátt standa Múham-
eðstrúarmenn í andlegri menn-
ingu, að engum leyfist að troða
á heilagan stað á skítugum skóm.
Moskan er dýrlegt musteri,
hringlaga og byggt upp í háa mið
hvelfingu, súlnaraðir úi bláleit-
um marmara, þykkar ábreiður á
gólfi sem svæfa allt skóhljóð —
og gluggaskreytingum þannig
háttað að hún er full af daufu,
bláu ljósi. Leiðsögumaður fylgir
okkur og skýrir það sem fyrir .
augu ber. Hann talar ekki ýkja
hátt, en ég heyri það um leið og
hann lýkur hverri setningu, að
mál hans líður um loftsvalir
musterisins í dvínandi hvísli, unz
það deyr út. Það er ótrúlega á-
hrifamikið og fagurt, fegursti
hljóðburður, sem ég hef heyrt í
nokkru húsi — og meira til. Feg-
urri hljóðburður en í sjálfum
Hljóðaklettum. — Þegar við er-
um í þann veginn að ganga út úr
musterinu, fer ég að talá um
þennan dásamlega hljóðburð viö
leiðsögumanninn. Hann gengst
þó dálítið upp við það. Ég segi
honum að ég sé kominn alla leið
utan frá íslandi úti við himin-
jaðar til þess að heyra þennan dá-
samlega hljóðburð og bið hann
af hrein-fræðilegum ástæðum að
leyfa mér að gera eina tilraun
með því að syngja hér inni eina
setningu á mínu móðurmáli. Það
kostar dálítið þóf —- og hálfa
krónu enska. Svo tóna ég þessi
orð við laglínu úr gömlum gre-
goriönskum kóral:
Friður drottins vors Jesú
Krists — sé með yður öllum.
Og hvelfingarnar tóna þegar
ég er þagnaður — vors Jesú
Krists sé með yður öllum — með
yður öllum — yður öllum — öll-
um.
Þetta er eina kristna þjónustu-
gjörð, sem til þessa dags hefur
farið fram í Moskunni miklu. Og
það var íslenzk tunga og guðs
vernd, sem því hlífði, að ég slapp
lífs frá þessu ævintýri. Því mann
tetrið skildi ekki, að hér hafði ég
flutt omælandi orð. En mér þyk-
ir gaman að minnast þess, að frið
arkveðja Jesú hefur þó einu
sinni hljómað á þessum stað, og
nlÍíS ri'X n f . 1 X -___
hljómað á íslenzkri tungu.
Aþenu, 22. okt. 1957
Sigurður Einarsson.
menningarþjóðum.
Egypzka safnið
Egypzka safnið í Kairo er senni
lega sá staður í veröldinni, þar
sem saman er kominn mestur
fróðleikur um sögu og menningu
Forn-Egypta, list þeirra, trúar-
brögð og lífsháttu. Safninu er
fyrir komið í nýrri smekklegri
byggingu í hjarta borgarinnar, og
mjög skemmtilega fyrir komið.
Enda er safnið eitt af hinum
mörgu skautum sem draga fólk
tugum þúsunda saman til Egypta
lands, og margir þeir, sem
dvelja í Kairó vikum og mánuð-
um saman og eyða til þess stórfé,
að geta gert þar rannsóknir sín-
ar og athuganir.
En egypzka safnið er einnig
staður dulinna magna og mikilla
leyndardóma. Rögn og regin eld-
fornra trúarbragða og máttugra
vísinda hafa setzt þar á stalla
Hlíf rœðir
togaraút-
gerð og bœj-
armál
VERKAMANNAFELAGIÐ Hlíf í
Hafnarfirði hélt s.l. sunnudag
fund um atvinnumálin í bænum.
Á fund þennan hafði verið boðið
bæjarráði Hafnarfjarðar og út-
gerðarráði bæjarútgerðar Hafnar
fjarðar.
Á fundinum sem var mjög fjöl-
mennur tóku til máls auk félags-
manna fulltrúar úr bæjarráði og
útgerðarráði, umræður voru fjör-
ugar og að þeim loknum voru
einróma samþykktar eftirfarandi
tillögur er stjórn félagsins bar
fram:
„í tilefni þess ástands sem
skapazt hefur vegna reksturs-
stöðvunar frystihúsanna, sem af-
leiðing siglinga togaranna með
afla sinn á erlenda markaði og
aflaleysis síldveiðibáta, sam-
þykkir fundurinn að ítreka
áskorun félagsfundar Hlífar 30.
sept. s.l. til ríkisstjórnarinnar um
að hún banni siglingar togaranna
með afla sinn á erlenda markaði
eða a.m.k. svifti þá togara dag-
peningum, sem sigla.
Þá skoraði fundurinn á ríkis-
stjórnina að taka þá togara eign-
arnámi, er útgerðarmenn stöðva
Jafnframt beinir fundurinn
þeirri ákveðnu kröfu til Bæjar-
útgerðar Hafnarfjarðar, að hún
láti ekki togara sigla með afla
sinn.“
„I öðru lagi var samþ. svohljóð
andi ályktun: Fundurinn lýtur
svo á að aðalundirstöðuatriði
aukningar athafnalífs í Hafnar-
firði sé það, að til sé fullkominn
höfn og fullnægjandi hafnarmann
virki.
Þar sem svo er ástatt í hafnar-
málum bæjarins, þrátt fyrir mik-
ið átak fyrri ára um byggingu
hafnar mannvirkja, að hafnar-
garðar eru ekki fullnægjandi,
bryggjur gamlar og úr sér gengn-
ar, skortur á viðleguplássum og
núverandi hafnarmannvirki ófær
að taka á móti frekari aukningu
skipastólsins, þá skorar fundur-
inn á bæjarstjórn, að taka hafnar
málin til rækilegrar meðferðar
og hefjast þegar handa um nauð-
synlegar úrbætur.**
„Fundurinn fagnaði fyrirhug-
uðum framkvæmdum um hvera-
virkjun í Krýsuvík.
Vænti fundurinn þess, að ekki
verði þess langt að bíða, að hita-
veita verði lögð til Hafnarfjarð-
ar og byggð saltvinnslustöð í
Krýsuvík.
Skorað var á bæjarstjórn og
þingmenn kjördæmisins að vera
vel á verði um hagsmuni Hafnar-
fjarðar og sjá um að þeir verði
ekki fyrir borð bornir í viðleitni
Reykjavíkurbæjar að fá afnot af
hverasvæðinu í Krýsuvík, eða í
meðferð Alþingis á lagafrum-
í stað þess að gera þá út fyrir I varpi um réttindi á nýtingu hvera
innlendan markað. 1 hita.“