Morgunblaðið - 20.11.1957, Síða 3
Miðvikudagur 20. nóv. 1957
MORCUIVBI AÐItí
3
Sanngjarnt er að ríkið
greiði laun fastra kenn-
ara við einkaskóla
Verður drykkjumanna-
hæli að Kolviðarhóli ?
STAKSIEIMAH
Frumvarp Bjarna
BJARNI BENEDIKTSSON flylur
frumvarp um að lii't'vla lögunum
frá 1946 um fræðslu barna. 1 53.
gr. laganna eru ákvæði un einka>
skóla, sem flutningsmaður leggur
til að breytist á þann veg, að heim-
ilt verði að greiða laun fastra
kennara við þessa skóla ur ríkis-
sjóði.
Sú grein laganna, sem hér um
ræðir, skal skv. tillögu Bjarna
hljóða á þessa leið (leturbreyt-
ingar sýna ný ákvæði):
Heimilt er fræðslumálastjórn,
að fengnum meðmælum blutaðeig
andi fræðsluráðs, að löggilda
bainaskóla, sem kostaðir eru af
einstökum mönnum eða stofnun-
um, ef þeir starfa samkvæmt
reglugerð, er hún samþykkir,
enda hlíti slíkir skólar sama eftir-
liti og sömu reglum og aðrir barna
skólar. Kennarar við skóla þessa
verða að fullnægja öllum settum
skilyrðum um rétt til kennslu í
barnaskólum. Fyrir börn, sem
þessa einkaskóla sækja, þarf ekki
undanþágu samkvæmt 5. gr., en
forstöðumaður skal í byrjun hvers
skólaárs senda hlutaðeigandi skóla
nefnd skrá yfir skólabörnin og til-
kynna henni allar breytingar, jafn
óðum og þær verða.
Heimilt er að grciða laun faslra
kennara við skóla þessa r r ríkis- i
sjóði, enua verði þeir þá ráðnir |
og launaðir eftir sömu reglum og •
kennarar barnaskóla. A? öðru
leyti ber ríkissjóður engan kostn-
að af þessu skólahaldi.
(Síðasta málsgrein kemur í stað
orðanna: „Ekki eiga einkaskólar
kröfu til scyrks af almannafé",
sem eru í núgildandi logum)'.
Flutningsmaður leggur til, að
þessi breyting taki gildi 1. jan.
1958.
Einkaskólar fái meðmæli
fræðsluráðs
í greinargerð segir flutnings-
maður:
Frv. þetta hefur nú verið flutt
á tveimur þingum, og fylgdi því
í fyrra sinnið svohljóðandi grg. af
hálfu menntamálaráðuneytisins:
„1 frumvarpi þessu eru tvær
breytingar frá núgildandi lögum,
þ.e.: 1) gert er ráð fyrir því, að
til stofnunar einkaskóla þurfi með
mæli hlutaðeigandi fræðsluráðs,
og 2) fastir kennarar við skóla
þessa fái greidd laun úr ríkis-
sjóði eftir sömu reglum og kenn-
arar annarra barnaskóla.
Um fyrra atriðið skal tekið
fram, að réttmætt virðist, að ekki
sé löggiltur einkasKÓli án með-
mæla eða samþykkis fræðsluráðs,
en fræðsluráð á að hafa umsjón
með skólaþörf fræðsluhéraðsins.
Ríkissjóður greiði lauu
fastra kennara
Um síðara atriðið skal þetta
sagt:
1. Landakotsskólinn í Beykja-
vík cg aðrir hliðstæðir barnaskól-
ar — þ.e. St. Jósefsskólinn í Hafn
arfirði og Aðventistaskólarnir í
Reykjavík og Vestmannaeyjum —
hafa ekki fengið styrk úr’ ríkis-
sjóði, hvorki vegna stofnkostnað-
ar né rekstrar. Ákvæði 53. gr. nú-
gildandi laga um fræðslu barna
eru hliðstæð ákvæðum 17. gr.
fræðslulaga frá 1926 og 19. gr.
fræðslulaga frá 1936. Lessi á-
kvæði voru sett til þess að tryggja
réttindi barna þeirra, er slíka
skóla sóttu. Um leið styrkist að-
staða þessara skóla í skólakerfi
landsins. Hins vegar mun ekki
hafa þótt ástæða til þess að ýta
undir stofnun einkaskóla með því
aí veita þeim styrk af almanna-
fé.
2. Ef börn þuu, sem nú
sækja áðurgrcinda einkaskóla,
færu öll í barnaskóla hlutaðeig
andi staða, mundi víðast þurfa
að fjölga föstum kennuruni við
barnaskólana þar í hlutfalli við
Bened’iktssonar
nemendafjöldann, sem við bætt
ist. Og ríkissjóður greiðir mest
an hluta af launum fastra kenn
ara. Einkaskólar, sem annast
hliðstæða fræðslu og aðrir
barnaskólar, létta því undir
með sveitarfélögum og ríkis-
sjóði um skólaliúsnæði og
skólarekstur. Vitanlegt er, að
einkaskólar eiga nú í erfiðleik
um með að lialdr áfram starf-
semi sinni vegna dýrlíðar o. fl.
jÞað virðisf því sanngirnismál,
að komið sé til móts við þessa
skóla þannig, að liciniild verði
veitt til þess að greiða Iaun
fastra kennara úr ríkissjóði
eftir sömu reglum o,r gilda um
aðra barnaskóla. Um ráðningu
þeirra gildi þá hliðstæð ákvæði
og um ráðningu kennara við
einkaskóla þá, er greinir í 54.
gr. núgildandi laga um íræðslu
lia ru;i“.
Afgreiðsla málsins á undan-
förnum þingum
Þessi g-reinargerð stendur enn
óhögguð, en frv. var fellt á fyrra
þinginu, r.ð því er virðist vegna
ótta þingmanna um, að um of
yrði ýtt undir einkaskóla, ef frv.
næði fram að ganga.
Slíkt er þó fullkominn misskiln
ingur. Margs konar aukakostnað-
ur mundi þrátt fyrir samþykkt
þessa frv. lenda á þeim, er einka-
skólum halda uppi. Engin hætta
er því á, að skólakerfið mundi
rofna af þessum sökum eða einka-
skólar verða um of algengir. Hitt
mundi leiða til meiri fábreytni og
ekki verða neinum til góðs, ef
einkaskólarnir legðust alveg nið-
ur vegna fjárskorts.
1 fyrra fékkst meiri hluti
menntamálanefndar neðri deildar
ekki til ao afgreiða frv. Minni
hlutinn, Ragnhildur Helgadóttir
O'i- Kjartan J. Jóhannsson, gaf því
undir þinglok, hinn 22. maí 1957,
út svohljóðandi sérálit:
„Frv. hefur oft komið til um-
ræðu í nefndinni, og minni hlut-
inn hefur gert ítrekaðar, en árang
urslausar tilraunir til að fá sam
komulag vió meiri hl. um afgr.
málsins. Við undirrituð gefum því
út sérnefndarálit, þar eð við telj-
um, að lögfesting frv. verði skóla-
málum á Islandi til mikils gagns,
og leggjum eindregið til, að það
verði samþykkt“.
Vonandi bendir sú staðreynd, að
vinstri flokkarnir snerust þó ekki
beint á móti málinu á síðasta
þingi eins og á því næsta þar á
undan, til þess, að þeir séu nú að
átta sig á því, að hér er um þjóð-
nytjamál að ræða. Frv. er því enn
flutt í trausti þess, að það fái nú
greíðan framgang.
FORRÁÐAMEMN hælisins Bláa
bandsins liér í Rvík hafa sent
bæjarráði bréf varðandi möguleika
á því að hælið fái yfirráð yfir
Kolviðarhóli moá það fyrir aug-
um að reka þar hæli fyrir
drykkj us j úklinga.
Sem kunnugt er, hefur Kolvið-
arhóll verið í eyði um árabil, og
liggur húsið þar undir skemmd-
um, en það er sjálft traustlega
hyggt.
Rafmagn er ekkert á Kolviðar-
hóli þó háspennulínan milli Sogs
og Reykjavíkur liggi þar um tún-
ið. Forráðamenn Bláa bandsins
munu líka telja það undirstöðu
þess, að þar geti farið fram
ÓLAFUR Björnsson flytur eftir-
farandi þingsályktunartillögu:
Alþingi ályktar að skipa
þriggja manna nefnd, kosna af
sameinuðu Alþingi, er undirbúi
ráðstafanir til þess, að hér verði
komið á sérstökum ferðamanna-
gjaldeyri. Skal að því stefnt, að
nefndin hafi tillögur sínar tilbún-
ar í tæka tíð, til þess að málið
geti fengið afgreiðslu á Alþingi
því, er nú situr.
í greinargerð segir flutnings-
maður:
Tillögu samhljóða þessari flutti
ég á síðasta þingi, og fylgdi henni
þá svo hljóðandi greinargerð:
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að kjör þau, sem erlendum
ferðamönnum, er koma hingað
til lands, eru búin með því að
skylda þá til þess að selja gjald-
eyri sinn í íslenzkum bönkum á
skráðu gengi, eru þeim mjög ó-
hagstæð. Mun láta nærri ,áð kaup
máttur gjaldmiðils nágranna-
landa okkar rýrni um helming,
ef honum er breytt í íslenzkan
gjaldmiðil á skráðu gengi. Af-
leiðing þessa verður sú, að þorri
VESTMANNAEYJUM, 19. nóv.
— Svo sem kunnugt er af frétt-
um, lét bæjarstjórn kaupstaðar-
ins gera víðtæka leit eftir vatni
með jarðborunum á sl. sumri. Var
leit þessi undir umsjá jarðbor-
ana x-íkisins og stóð yfir í 4 mán-
| uði eða þar um bil.
rekstur hælis, að rafmagn verði
þangað leitt, enda myndu fleiri
aðilar þá njóta rafleiðslunnar, svo
sem skíðaskálarnir í næsta ná-
grenni.
Fari svo að Bláa bandið hefji
rekstur hælis á Kolviðarhóli, mun
verða farið eftir norskri fyrir-
mynd í þeim efnum- Þeir sem
brautskráðir yrðu af hælinu hér
í Reykjavík, myndu dveljast á
Kolviðarhólshælinu í eitt ár, til
þess að reyna að fá fullan bata,
þar kæmi ekki skemmri hælisdvöl
til greina.
Kolviðarhóll er mjög vel í.sveit
settur til slíks rekstrar, eftir að
rafmagn er þangað komið.
erlendra ferðamanna, er til lands
ins kemur, sér sig tilneyddan til
þess að selja gjaldeyri sinni á
svörtum markaði. Eru slík við-
skipti þjóðinni til mikils vansa
og álitshnekkis.
Tillaga sú, er hér liggur fyrir,
felur það í sér, að gerðar verði
þegar ráðstafanir til þess að bæta
úr þessu. Þótt komið væri hér
á ferðamannagjaldeyri, væri slíkt
miðað við núverandi aðstæður,
ekki skref í áttina til gengislækk-
unar. Aðeins lítill hluti gjaldeyr-
isverzlunarinnar fer nú fram á
skráðu gengi, þannig að auðvelt
er að selja þann gjaldeyri, er inn
kemur á vegum erlendra ferða-
manna, til einhverra þeirra nota,
að ekki mundi hafa í för með sér
frekari verðhækkanir en þegar
hlýtur óhjákvæmilega að leiða af
þeim ráðstöfunum, er nýverið
hafa verið gerðar í efnahagsmál-
um. Að öðru leyti verður það
hlutverk nefndar þeirrar, er hér
er lagt til að skipuð verði, að gera
um það tillögur, hversu þessu
verði haganlegast fyrir komið.
Alls voru boraðar sex holur á
ýmsum stöðum á Heimaey frá 11
metra djúpum niður í 100 metra.
Árangurinn varð sáralítill og það
svo, að talið er að ekki sé hægt
að ná í neyzluvatn L þennan hátt.
1 öllum holunum var vatnið salt
blandað, mismunandi mikið að
vísu, en þó það mikið að það var
ekki talið hæft til neyzlu.
Eina lausnin
Eins og nú er komið málum er
því eina lausnin talin að auka að-
rennslisæðar vatnsbólsins undir
| Hlíðarbrekkum og telja jarðfræð
í ingar að með því móti megi auka
, svo vatnsmagn þar, að nægja
j muni fiskiðnaðinum og höfninni í
bráð. Bæjarstjórnin hefur svo í
athugun hvað frekar megi gera í
. þessu mikilsverða máli.
— Bj. GuSm.
Kveikt í mann-
lausu hási
SLÖKKVILIÐIÐ var í gærkvöldi
klukkan 5 kallað inn í Blesu-
gróf. Þegar þangað var komið,
var búið að slökkva eldinn. Hafði
‘ verið kveikt í mannlausu húsi,
sem stendur við B-götu. Er þetta
í annað skipti, sem slökkviliðið
er kallað að þessu húsi, en það
er allt brotið og bramlað. í þetta
skipti eins og hið fyrra, hafði ber-
sýnilega verið kveikt í húsinu.
JÓNAS HALLGRIMSSON
En islandsk nasjonaldikter
For Aftenpostcn av lektor FINNBOGI GUDMUNDSSON
S disse dager feires 1 Island dik.
teren Jónas Hallgrímssons 150-flr*
jublleum. Selvom nok de fœrreste,
nlle kalle ham den storste lsland*
ske dlkter 1 dette pdsrum. vtl alle
anerkjenne ham som dcn mest
•ympatiske lyríker 1 nyere Lslandsk
I litteratur — og den som uten sam*
menllgnlng har hatt etorst lnn*
flytelse.
Jeg vU 1 det folgcnde forsdke &*
gl nocn glimt av dikteren Jónaa
Hallgrlmsson og bana betydnlng 1
|den nasjonale relsning 1 Island.
fon) en uten innlednlng 6ettcr
tfr et avsnitt fra et brev, sðq}
ret tll en av Slna VCO* 1tld har wt'«« 4ikteren sper
/
m
. Jónas Hallgrlmsson.
I folket:
«Hvar er þin foa:
fovte til at han dode fft dager
svnere.
Men selvom Jónas Hallgrimsson
Ikke fikk avslut&et sln Islands-
beskrivelse, hadde han i slne dikt
gibt den beskrivelse av Island, som
er mer livskraftlg enn det planlagte
vcrk noensinne kunne ha blitt.
6lne mange fedrelandsdikt ser han
Island bli et nytt, et skjonnere og
bedre land, om lkke 1 samtiden, sá
I hvert fall engang 1 fremtiden:
•Veit þ& enginn. a8 eyjan hvita
é sér enn vor. ef fólkifi þorir
Cufii afi treysta, hlckki hrista.
hlyða réttu, gófis að bifia.
Fagur er dalur og fyllist skógi,
og írj&lslr menn, þegar aldlr renna^
skaldifi hnigur — og marglr 1 mq]
mcfi honum búa. cnj
Þannig mmntist „Aftenposten", stærsta blaðið í Noregi, 150
ára afmælis Jónasar Hallgrímssonar. Finnbogi Guðmundsson
lektor ritaði þar langa grein um skáldið og verk þess.
Ferðamannagjalde yrír
Tillaga Ólafs Björnssonar
Vatnsbonmir í Vestmanna-
eyjom bóru lítinn órongnr
Auka þarf aðrennsli vatnsbólsins undir
Hlíðarbrekkum
Loforðið um viðreisnina
Þegar Hræðslubandalagsflokk-
arnir lögðu fram stefnuskrá sína
fyrir kosningarnar í fyrra, var
lofað „alhliða viðreisn efnahags-
lífsins“. Aðferðin átti að vera
sú, að fram skyldi fara
„úttekt þjóðarbúsins". Sú út-
tekt skyldi framkvæmd af sér-
fróðum mönnum og vera gerð í
augsýn þjóðarinnar, „fyrir opn-
um tjöldum“, eins og það var
kallað. Að úttektinni lokinni
skyldi svo viðreisnin koma. Þá
skyldi „brotið blað í efnahags-
málunum“. — Það þarf ekki
að rif ja upp það sem á eftir kom.
Erlendir sérfræðingar voru fengn
ir til að framkvæma „úttektina",
en hún var aldrei birt, heldur
læst niður af því hún snerti SÍS
og aðra nánustu stjórnarhags-
nmini illa. Styrkjafenið hefur
dýpkað, skattar og álögur á al-
menning aldrei verið hærrL
Efnahagsleg viðreisn hefur aldrei
sýnst fjarri en einmitt nú.
Loforðið um útilokun
S j álf stæðisf lokksins
Svo var öðru heitið. Það var að
öll áhrif Sjálfstæðismanna á
stjórn landsins skyldu gersam-
lega útilokuð. Þetta heit er hið
eina, sem efnt hefur verið. Af
hálfu stjórnarflokkanna var úti-
lokun Sjálfstæðisflokksins bein-
línis taiin skilyrði þess, að
„viðreisnin“ gæti tekizt. Því var
þannig fyrirfram lýst yfir að vilji
og tillögur Sjálfstæðismanna
skyldi hafðar að engu í öllum
málum og sérstaklega þó þeim
sem mest varða. Þannig hefur
þetta líka orðið. Áhrif Sjálfstæðis
manna á stjórnarstefnuna hafa
verið gersamlega útilokuð síðan
vinstri stjórnin settist að völdum.
Það hljómar því í meira lagi
hjáróma svo ekki sé meira sagt,
þegar blöð ríkisstjórnarinnar eru
af og til að lýsa eftir tiilögum
Sjálfstæðismanna um hvernig
Ieysa skuli vandamálin. Tíminn
á sunnudag biður enn á ný um
úrræði Sjálfstæðismanna. Eftir
að búið er að lýsa því yfir marg-
sinnis að ekkert tillit skuli tekið
til vilja Sjálfstæðisflokksins er
beðið um tillögur hans!! Eða ætl-
ar stjórnarliðið nú að svíkja
EINA loforðið, sem þeir hafa hald
ið, sem er alger útilokun Sjálf-
stæðismanna „frá öllum áhrifum
á stjórn landsins“, eins og það
var svo hraustlega orðað fyrir
rösku ári síðan?
Andvarp Þjóðviljans.
í Þjóðviljannm í gær er svo
samskonar andvarp og í Tíman-
um á sunnudaginn. Þar biður
Þjóðviljinn í feitletraðri grein
um, að Sjálfstæðismenn leggi nú
fram sérstakar tillögur til lausn-
ar á efnahagsvandamálunum.
Það var þó Þjóðviljinn, sem
einna skorinorðast kvað upp úr
um það með Tímanum, bæði fyr-
ir og eftir kosningar og raunar
oft síðan, að útiloka bæri ger-
samlega áhrif Sjálfstæðismanna
á stjórn landsins. Til þeirra
skyldi ekkert tillit tekið, enda
væri það undirstaða þess að tak-
ast mætti að laga efnahagsástand-
ið í Iandinu! En nú virðist vera
komið annað hljóð í strokkinn
og Þjóðviljinn notar nú feitt let-
ur til þess að auglýsa eftir sér-
stökum tillögum Sjálfstæðis-
manna til úrræða í þeim efraim,
þar sem stjórnarliðið sýnist ráða-
laust.