Morgunblaðið - 20.11.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.11.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. nóv. 1957 MORCrNBT 4ÐÍÐ 9 Fjðitefli í Stykkis- hóimi STYKKISHÓLMI, 16. nóv. — í gær kom hingað Birgir Sigurðs- son skákmeistari frá Reykjavík í heimsókn til taflfélagsins hér. Tefldí hann í samkomuhúsinu fjöltefli í gærkveldi á 24 borðum. Viðureigninni lauk þannig, að hann vann 21 skák, tapaði einni en tvær voru jafntefli. — Árni I tir ryðfríu stáli Hindrar að sjóði upp úr pottinum Reynið suðuvarann strax í dag Verð kr. 10.00 Heigi Magnússen § Co- Hafnarstræti 19 Nýtt! SuBuvari Jörgen I. Hansen Minningarorð Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. VÉR göngum um götur bæjarins, mætum góðum vinum og heilsum þeim. Mörgum höfum vér heils- að, en marga höfum vér einnig kvatt. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Vinirnir ber- ast burt með timans straumi. Nýlega hefir einn af hinum nýtu borgurum þessa bæjar kvatt þennan heim. Jörgen Hansen, skrifstofustjóri, andaðist 30. f.m. nýorðinn sjötugur. Hann var tryggur vinur vina sinna, og þess vegna er hans sárt saknað. En minningin geymist um hinn hátt prúða mann, sem lifði þannig og starfaði, að honum fylgdi hress- andi blær hins drenglundaða dag fars. í>að var bjart yfir öðlings- manni, sem fór ekki krókaleiðir, en gekk beina braut að settu marki, stefnufastur, þéttur á velli og þéttur í lund. Jörgen I. Hansen verður minnisstæður þeim, er þekktu hann. Orðum hans og athöfn mátti treysta, því að hverflyndi samrýmdist ekki festu hans og djörfung, einurð og karlmennsku þori. Snemma ævinnar heilsaði hann vonum og áformum, er bentu á nytsamt og farsælt ævistarf. Jörgen Hansen fæddist í Hafn- arfirði 17. sept. 1887, var faðir hans ættaður úr Danmörku, en Henrietta móðir Jörgens var dóttir Linnets kaupmanns. Ég sagði: Jörgen heilsaði von- um og áformum. En hvar? í Dan- F Arangwr af heimsókn Amers ? MOSKVA' 16. nóvember — í dag birtist grein í Izvestia þar sem rætt er um Egyptaland og nefnist greinin: Egyptaland er á hlutleys isbraut. Segir í greininni, að Vest urveldin hafi ekki gert neitt lát á árásum sínum á Egyptaland á efnahagslegum sviðum síðan hern aðarárásin misheppnaðist í fyrra. En þetta hefur ekki dugað, segir blaðið, því að verzlun Egypta hefur aldrei gengið betur en ein- mitt nú — og nú í fyrsta sinn hefur verzlunarjöfnuður orðið j verulega hagstæður. Þá segir blaðið, að egypzka stjórnin hafi nú stigið skref, sem miða að því að efla og styrkja sjálfstæði lands ins. mörku. Þar stundaði hann það nám, er síðar lagði grundvöll að heillaríku starfi. Hann dvaldi við nám erlendis, en hugurinn leitaði hingað heim, hjá honum bjó hin ríka þrá, að hér mætti hann dáð drýgja. Vér þekkjum þessi orð: „Á ættjörð minni nýt ég fyrst mín sjálfs“.‘ Hér heima heilsaði hann með gleði margvíslegum trúnaðarstöríum. Um alllangt skeið var hann skrifstofustjóri útgerðarfélagsins „ísland“, og fékkst við ýmis verzlunar- og skrifstofustörf, en um mörg ár ! fram til síðustu ævistunda starf- 1 andi í Happdrætti Háskólans, alls staðar starfinu trúr og vand- anum vaxinn. Jörgen Hansen taldi sér það ! ljúft að Ijá góðu málefni fylgi, og því fór hann aldrei í felur með sannfæringu sína. Það máttu all- ir vita um skoðanir hans á mál- um þjóðarinnar. Með árvekni gekk hann að störfum og fylgdi af alhug því máli, er hann taldi hið rétta og sanna, hiklaust, en hávaðalaust. Manngæði voru í fylgd með einbeittum kjarki. Það sannaðist hér sem oftar, að „rétta stefnu siglir aðeins sá, sem hið góða mestu ræður hjá“. Störf sín rækti Jörgen með alúð og skyldurækni, réttur mað- ur á réttum stað. En um leið fagn aði hann þeirri heill að eiga sól- skinsblettinn, hið fagra heimili, þar sem hann hélt hátíð með konu sinni og börnum. Heillarík- ur var afmælisdagur hans 17. sept. 1911, því að þá var einnig brúðkaupsdagur hans og elsku- legrar konu hans frú Ingu Skúla dóttur. Hafa þau í rúm 46 ár fagnað indælu heimilislífi. Oft hafa verið vinafundir og fögur vinakynni á heimili þeirra hjóna. Börnin þejrra, dæturnar fjórar, synirnir tveir, tengdabörn og barnabörn geyma í þakklátum huga minningar frá því heimili, sem var umvafið birtu kærleik- ans. Jörgen Hansen gleymist ekki vinum og nágrönnum. Þeir muna göfugmenni, hinn trúa, atorku- sama mann, er var stöðugur í því, sem göfugt er. í öllu vildi hann heill samferðamanna sinna og bar þá heitu ósk í hjarta, að hagur Reykjavíkur mætti blómg- ast. Það var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna á sjötugsafmæli hús bóndans. Glaður og reifur fagn- aði hann gestum og heimilisvin- um. Bros hans lýsti þá sem ávallt, velvild hans og góðgirni. Þá var honum heilsað með ham- ingjuóskum og sú hugsun bjó iekki hjá vinum hans, að þetta ' væri síðasti afmælisdagur hans, og að þeir mundu brátt kveðja hann. En sú stund kom skyndilega. Vinirnir hafa kvatt hann, en þeir gleyma því ekki, að þeir og hann hafa heilsazt. Þannig skal minning hans bless uð og samúð vottuð ástvinum hans. Bj. J. McCati’ 4256 Yeiknabir af hinum þekkta tíxkufeiknara Pauline Trigere sérstaklega fyrir McCall Aðeins hjá okkur getið þér keypt hin þekktu Me Call snið sem teiknuð eru af mörgum frægustu tízkuteiknurum nútím- ans og svo auðveld í notkun að allar konur geta saumað eftir þeim. Leiðbeiningar prentaðar beint á sniðin. Kaupið efni og snið samtímis — á hverjum pakka er til- greind nákvæm efnisþörf — reiknið sjálfar út hve margar flíkur þér fáið fyrir eina tilbúna. — Talsvert er til af ýmsum efnum og ný eru alltaf að koma öðru hvoru. Allskonar smávara til sauma, meðal annars mjög mikið úrval af tízkuhnöppum. Skólavörðustíg 12 ★ ★ ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.