Morgunblaðið - 20.11.1957, Side 10
10
MORCT’NTJT 4 Ð IÐ
Miðvikudagur 20. nóv. 1957
intMðfrifr
Ötg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjorar: Valtýr Steíansson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Emar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, símt 33045
Auglysingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjatd kr. 30.00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
HÁMARK NIÐURLÆGINGARINNAR
HINN 28. marz árið 1956
samþykktu kommúnista-
flokkurinn, Framsóknar-
flokkurinn, Alþýðuflokkurinn og
Þjóðvarnarílokkurinn þingsálykt
vmartillögu á Alþingi, þar sem
lýst var yfir eftirfarandi:
„Með hliðsjón af breyttum við-
horfum síðan varnarsamningur-
inn frá 1951 var gerður og með
tilliti til yfirlýsinga um, að eigi
skuli vera erlendur her á íslandi
á friðartímum, verði þegar hafin
endurskoðun á þeirri skipan, sem
þá var tekin upp með það fyrir
augum, að íslendingar annist
sjálfir gæzlu og viðhald varna»-
mannvirkja, þó ekki hernaðar-
störf, og að herinn hverfi úr
landi.
Fáist ekki samkomulag um
þessa breytingu verði málinu
fylgt eftir með uppsögn sam-
kvæmt 7. gr. samningsins".
Það, sem gerðist með þessari
samþykkt, er allir vinstri flokk-
arnir stóðu að á Alþingi var fyrst
og fremst þetta:
Samvinna lýðræðisflokkanna
um utanríkis- og öryggismál
þjóðarinnar var rofin. Alþýðu-
flokkurinn og Framsóknarflokk-
urinn gerðu bandalag við komm-
únista um þá ákvörðun, að reka
varnarlið það, sem Bandaríkja-
menn höfðu hér á landi í umboði
Atlantshafsbandalagsins, úr
landi.
Upp á þessa stefnu í utanríkis-
málum gekk Hræðslubandalagið
til kosninga sumarið 1956. Nið-
urstaða þeirra kosninga varð sú,
að Framsókn og Alþýðuflokkur-
inn töpuðu samtals um 4% af
fylgi sínu á sama tíma og Sjálf-
stæðismenn juku fylgi sitt um
5% atkvæða.
Betra að vanta brauð“
í umræðum þeim, sem urðu
um þá ákvörðun að reka varn-
arlið Atlantshafsbandalagsins frá
íslandi var því m. a. lýst yfir
af hálfu leiðtoga Framsóknar-
flokksins, að betra væri að vanta
brauð heldur en hafa gjaldeyris-
tekjur af framkvæmdum hins
erlenda varnarliðs hér á landi.
Lýsti Tíminn því með fögrúm
orðum, hve niðurlægjandi slíkt
væri.
Kommúnistar fögnuðu ákaft
hinu nýja bandalagi við Fram-
sókn og Alþýðuflokkinn um
brottrekstur varnarliðsins. Þeir
höfðu grýtt Alþingi þegar það
samþykkti aðild íslands að NATO
og síðan haldið uppi trylltri bar-
áttu gegn vörnum landsins. Sú
barátta hafði nú borið góðan ár-
angur. Til þess að staðfesta enn
þá ákvörðun að varnarlið NATO
skyldi rekið úr landi var komm-
únistum svo boðin þátttaka í ríkis
stjórn og var eitt aðalstefnumál
hennar að fylgja fram þingálykt-
uninni frá 28. marz árið 1956.
Samið um áframhaltl-
andi hersetu
En margt fer öðruvísi en ætl-
að er. Hin nýja vinstri stjórn
hafði ekki setið hálft ár að völd-
um þegar hún hafði gengið til
nýrra samninga um áframhald-
andi dvöl hins bandaríska varn-
arliðs á íslandi. Og þessi samn-
UTAN UR HEIMI
Skilningur og viljastyrkur fyrsta skilyrði
í baráttunni gegn offitunni
Mönnum er hættast viö oð titna milli fertugs og fimmtugs
— Jbeir búa við betri kjör, hégómagirnin hefir minnkað
til muna
ingur um áframhaldandi dvöl
hersins á Islandi var gerður til
ótiltekins tíma.
í svipaðan mund og samið var
að nýju um hersetuna fékk
vinstri stjórnin allstórt dollara-
lán hjá Bandaríkjunum. Yar eng-
in dul dregin á það, af hálfu lán-
veitandans að þar var um að
ræða endurgjald fyrir áfram-
haldandi varnarstöðvar á fs-
landi. Var sú skoðun einnig stað-
fest af hálfu „Þjóðviljans“, mál-
gagni stærsta flokks vinstri
stjórnarinnar.
Eftir tæplega hálfs árs
valdaskeið vinstri stjórnarinn-
ar var þá þannig komið, að
hún hafði ekki aðeins samið
um áframhaldandi dvöl hers-
ins á íslandi heldur var hún
tekin að verzla með réttinn til
þess að verja landið. Ilún lét
lofa sér nokkrum milljónum
dollara strax við undirskrift
hins nýja herverndarsamnings
við Bandaríkin.
Slíka niðurlægingu leiddi
vinstri stjórnin yfir íslenzku þjóð
ina strax á fyrsta misseri valda
sinna.
Efnt til samskota meðal
Nato-bjóða
En meiri tíðindi áttu þó eftir
að gerast. Vinstri stjórninni, sem
hafði brottrekstur hersins að aðal
stefnuskráratriði sínu nægði ekki
að semja um áframhaldandi her-
stöðvar og ríflega borgun í doll-
urum fyrir hana úr vasa Banda-
ríkjamanna. Þegar annað miss-
eri valdatíma • hennar var liðið
voru gjaldeyrismál þjóðarinnar
komin í algert öngþveiti. Þá
þurfti að leita út fyrir pollinn að
nýju um fjárhagsaðstoð. Og nú
er það á almannavitorði að ríkis-
stjórnin hefur verið á höttunum
eftir stórláni, sem aflað væri með
samskotum hjá þjóðum Atlants-
hafsbandalagsins.
Ekkert er eðlilegra en að smá-
þjóð eins og við fslendingar erum
þurfi á erlendu lánsfé að halda
til ýmiss konar nauðsynlegra
framkvæmda. En hvað segja
menn um þá aðferð, sem hér er
um hönd höfð? Sjálf ríkisstjórn
landsins lætur efna til samskota
fyrir þjóðina eins og hún hefði
orðið fyrir slysi og sé að komast
á vonarvöl. Má það að vísu til
sanns vegar færa. Myndun vinstri)
stjórnarinnar er stærsta pólitiskt'
slys, sem hent hefur þessa þjóð. j
Út yfir tekur þó með niður- j
læginguna þegar það er athug
að að ríkisstjórnin, sem Iof-1
aði að reka varnarsveitir j
NATO frá íslandi kemur nú j
með betlistaf til þessara sam- ;
taka og biður þau að efna til1
samskota fyrir sig. Er hægt að
verða sér öllu rækilegar til
minnkunar? |
Vinstri stjórrrin mun vafalaust
reyna að dulbúa hinar niðurlægj-
andi tiltektir sinar í þessum mál- !
um. En allur almenningur veit
nú hvað er að gerast. Þjóðin á
heimtingu á því, að hin stefnu-
lausa og ráðvillta ríkisstjórn geri
henni tafarlaust grein fyrir því
einstæða braski, sem nú á sér
stað með hagsmuni og heiður ís-
lands.
MÁLINU er mjög einfaldlega
þannig varið, að feitur maður
eða kona verða sjálf að berjast
gegn offitunni. Til þess þarf fyrst
og fremst skilning og viljastyrk.
Fullorðið fóik ber sjálft alla á-
byrgð á offitunni.
★
Þannig komst Níels B. Krarup,
yfirlæknir við Bispebjergssjúkra
Á voginni —
hef ég virki-
lega þyngzt
um 2 kg?
húsið í Kaupmannahöfn að orði
í blaðaviðtali fyrir skömmu. Var
blaðaviðtalið í tilefni af bækl-
ingi, sem nýlega var gefinn út á
dönsku, og ber nafnið Fita.
Sænska tryggingafélagið Thule
gefur ritið út, og er þetta fyrsti
bæklingurinn í bæklingaflokki,
afla sér upplýsinga um, hvað
hægt er að gera til að komast út
úr „vítahring“ offitunnar.
Það er heilafmr sannleiki
Þegar prófessor Krarup var
spurður að því, hvort hann segði
of feitum sjúklingi sínum hrein-
skilnislega, að batinn væri alveg
undir þeim sjálfum kominn, svar
aði hann: Já, það er ekki um ann
að að ræða, því að það er heilag-
ur sannleiki, að það er hægt að
láta hvern sem er léttast eins
mikið og hver og einn vill.
Eitt sinn rannsökuðum við hóp
manna, sem okkur hafði tekizt að
ná nokkrum kílógrömmum af...
er þeir voru vegnir um það bil
ári síðar, vógu þeir flestir á ný
eins mikið og þegar þeir byrjuðu
að lifa á sérstöku mataræði.
Borða minoa — hað er
allt of sumt
Já, og er þetta þá til nokkurs
gagns?
Það er gagnslaust, ef maðurinn
sjálfur hefir ekki viljakraft til
að berjast gegn hættum og óþæg-
indum fitunnar. Aftur á móti er
hægt að ná mjög góðum árangri,
Menn taka vel til matar síns i átveizlum
sem félagið hyggst gefa út til að
leiðbeina mönnum í heilbrigðis-
málum.
^lnrpnmir hættulevur oor
kostnaðarsamur siúk-
dómur
Þáð er engin tilviljun, að fyrsti
bæklingurinn fjallar um fituna,
því að offita er bæði í Danmörku
og í mörgum öðrum löndum ein-
hver algengasti, hættulegasti og
kostnaðarsamasti sjúkdómurinn.
Það hefir löngum verið mál
manna, að flestir Englendingar
séu grannholda eða jafnvel magr
ir eða a.m.k. svo hæfilega í hold-
um, að eftirsóknarvert sé. Þetta
er nú orðið engan veginn svo. Sí-
fellt fleiri Englendingar bætast
í hóp hinna holdugu, og sama er
að segja um aðrar þjóðir.
Við vitum öll, hvernig ástand-
ið er á Norðurlöndum . . . og lítil
huggun er í þeirri staðreynd að
á síðari árum er fitan orðin meg-
in heilbrigðisvandamálið í Banda
ríkjunum... Hefir nú verið safn-
að gögnum um lélega frammi-
stöðu Dana gagnvart þyngdar-
töflunni, og þau birt í litla bækl-
ingnum, sem Thule býður nú ó-
keypis hverjum þeim, sem vill
ef maðurinn vill. Vill hvað?
Borða minna — það er allt of
sumt. í'
Margir álíta, að þeir geti lagt
af með því að nota pillur. Það
geta þeir ekki. Sérstakt matar-
æði samkvæmt læknisráði, er
einasta örugga leiðin til að létt-
ast.
Ótrúlega erfitt getur verið að
losna við kílógrömmin, en það
borgar sig. Árangur af rannsókn-
um sýnir ótvírætt, að það lengir
lífið og dregur úr hættu á hjarta-
og blóðsjúkdómum að léttast á
sérstöku mataræði. Það er al-
kunna, að líftryggingafélög setja
sérstök skilyrði fyrir þyngd
þeirra, sem vilja líftryggja sig.
Sé maðurinn of þungur getur
hann ekki látið líftryggja sig við
sömu kjör og aðrir.
Þynsrdartaflan — til
hliðsiónar
Fremst í bæklingnum er þyngd
artafla. Er prófessor Krarup var
spurður, hversu þungir menn
ættu að vera, þ.e.a.s. hvort taflan
gilti fyrir hvern, sem væri, svar-
aði hann: Gott er að hafa töfluna
til hliðsjónar, en það mun vera
reynsla reyndra lækna, að betra
sé frá heilbrigðissjónarmiði að
vera í flokki þeirra hnellnu. Ef
menn héldu óbreyttri líkams-
þyngd þeirri, sem þeir hafa 25—-
30 ára, væri offita miklu sjald-
gæfari, en eins og við vitum er
það almenn skoðun, að eðlilegt
sé, að menn þyngist með árunum
— ekki sízt milli fertugs og
fimmtugs. Á þessum árum breyt-
ast lífskjör margra. Flestir geta
farið að hafa hægt um sig og
verða fjárhagslega betur stæðir.
Þeir lifa lífinu samkvæmt því —
og þyngjast. Þeir búa við betri
kjör og borða þvi meira.
Menn, sem komast áfram í líf-
inu, leggja minna á sig a.m.k. lík-
amlega — og fitna. Þeir, sem eiga
bíl, hafa líka tilhneigingu til að
þyngjast — ekki af því að þeir
aka heldur vegna þess að þeir
ganga minna eða alls ekkert.
Prófessor Krarup er tágrannur,
þó að hann sé orðinn fimmtugur
og hafi komizt mjög vel áfram í
lífinu. Hann er 178 cm og vegur
72 kg — „þyngd mín hefir hald-
izt óbreytt í mörg ár“, segir hann.
★
Og hvað veika kyninu við vík-
ur. .. „Því miður er offita einnig
mjög algeng meðal kvenna“,
sagði Krarup prófessor. Þó að
það standi hvergi skrifað, að kona
eigi að þyngjast, þegar hún eld-
ist, þá verður alls staðar á vegi
manns þessi staðhæfing — „mað-
ur gildnar nú alltaf ofurlítið, þeg-
ar árin færast yfir.“
Drekktu bara r^óma
of* maltöl! —
Það er engan veginn búið að
útrýma þeirri erfikenningu, að
kona hljóti að fitna, þegar hún
eignast börn, og sá misskilning-
ur er mjög almennur, að kona
hljóti að gildna á aldrinum 40—
50 ára. Og öll ráðin, sem
frænkur og ömmur gefa ungum
mæðrum: Nú, svo að mjólkin er
lítil, stúlka mín, ja, en drekktu
bara rjóma og maltöl! Og vesl-
ings móðirin fitnar óstjórnlega
án þess að mjólkin í brjóstum
hennar aukist um svo mikið sem
einn dropa.
Og svo er það kenningin um
konurnar milli 40—50 ára: Börn-
in eru farin að sjá um sig sjálf
a.m.k. þau elztu, „við getum haft
það gott“, daglegt líf er miklu
rólegra. Hégómagirnin hefir líka
minnkað til muna. Sú kona, sem
hefir þessa lífsskoðun á það eitt
víst að þyngjast.
Já, segir Krarup prófessor. Það
vill ósjaldan til, að kona
Framh. á bls. 18
ofan við mjóhrygguin.