Morgunblaðið - 20.11.1957, Síða 12

Morgunblaðið - 20.11.1957, Síða 12
12 MORCUNTiLAÐIÐ Miðvikudagur 20. nóv. 1957 HRAKNINCAR OG HEIÐAÝEGIR Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson völdu einið. Hér er enn sem fyrr brugðið upp sönnum og eftirminnilegum svip- myndum af viðureign íslendinga við svipula náttúru hins ógnfagra lands, er þeir byggja. Þetta bindi er hið fjórða og jafn- framt hið síðasta í hinu stórmenca og vinsæla ritsafni. SOKAUTGAFAN immmm Stórt fyrirtæki óskar að ráða til starfa stúlku vana öllum algengum skrifstofustörfum. Sérstök áherzla lögð á vélritunarkunnáttu. — Tilboð með upplýsingum um aldur, menntun, fyrri störf og meðmæli, ef til eru, sendist afgr. Mbl. fyrir 22 .þ.m. merkt: 7887. Ungling Námsstyrfcir í Bandoríkjunum á vegum Islenzk-ameríska félagsins EINS og á undanförnum árum hefir Íslenzk-ameríska félagið milligöngu um útvegun styrkja til íslenzkra námsmanna í Banda- ríkjunum. Ýmsir háskólar og mennta- stofnanir í Bandaríkjunum veita styrki til erlendra námsmanna, bæði kandidata og stúdenta, og hefir félagið samband við stofn- un í New York, Institute of Inter- national Education, sem hefir milligöngu um útvegun þessara styrkja þar vestra. Styrkirnir nema yfirleitt ókeyp is skólagjöldum og einnig oftast- nær dvalarkostnaði, þ. e. fæði og húsnæði. Við veitingu þessara styrkja koma aðeins til greina íslenzkir ríkisborgarar, sem lokið hafa stúdentsprófi eða ljúka því á næsta vori, heilsuhraustir, er hafa gott vald á enskri tungu og vilja fara vestur eingöngu til náms. Eftirtaldir menn hlutu náms- styrki á vegum íslenzk-ameríska félagsins skólaárið 1957—’58: Halldór Þormar, efnafr. efna- fræði, University of California, Berkley. Hreinn Benediktsson, magister, málvísindi, Harward University. Ólafur Jónsson, læknir, melt- ingarsjúkdómar, Pennsylvania University. Yngvi Ólafsson, löfræðingur, al- þjóðaviðskipti og hagfræði', Uni- versity of California, Berkley. Heba Júlíusdóttir, stúdent, við- skiptafr., Miami University. Þorkell Sigurbjörnsson, stúd- ent, tónlistarfræði, Hamline Uni versity. Umsóknareyðublöð * verða af- reidd á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu fslenzk-amer-íska fé- lagsins, Hafnarstræti 19, íteykja- vík Skólameisturum Menntaskól- ans á Akureyri og Laugarvatni. Skrifstofu Íslenzk-ameríska fé lagsins á Akureyri. Umsóknum sé skilað á skrif- stofu Íslenzk-ameríska félagsins, Hafnarstræti 19, Reykjavík, fyrir 1. desember nk. Þá skal vakin athygli á því, að Íslenzk-ameríska félagið hefir einnig milligöngu um að koma ungum íslendingum til svokall- aðrar tækniþjálfunar í Bandaríkj unum. Er hér um að ræða fyrir- greiðslu um útvegun starfs í Bandaríkjunum, um eins árs skeið, fyrir þá sem vilja afla sér frekari þjálfunar í starfsgrein sinni. Viðkomandi fær greidd laun sem við venjuleg skilyrði eiga að nægja fyrir fæði og hús- næði. Einnig skal það tekið fram að félagið mun síðar í vetur auglýsa eftir umsóknum um hina svoköll- uðu „American Field Service“- styrki, þ. e. styrki til náms við bandaríska gagnfræðaskóla fyrir unglinga á aldrinum 16—18 ára. Allar nánari upplýsingar varð- andi framangreinda námsstyrki veitir skrifstofa félagsins, Hafnar stræti 19, Reykjavík, sem er opin þriðjudaga kl. 17,30—18,30 og fimmtudaga kl. 18—19. — Sími 17266. Rita Hayworth giftist enn NEW YORK. — Hin fræga Barbara Hutton von Cramm, eig andi Woolworth verzlanahrings- ins, er í þann veginn að skilja við sjötta eiginmann sinn, Þjóð- verjann Gottfried von Cramm, fyrrum tennismeistara. Jafnframt hefur það heyrzt, að kvikmyndaleikkonan Rita Hay- worth giftist innan skamms í 5. sinn. Sá útvaldi er að þessu sinni kvikmyndaframleiðandinn Jam- es Hill. Hann hefur staðfest frétt ina, en ekki gefið upp hyenær brúðkaupið á að fara fram. Þetta verður fyrsta hjónaband Hills. STOKKHÓLMI. — Neyzla áfeng- is í Svíþjóð fer nú minnkandi, en hún jókst mjög í fyrstu eftir að áfengi var gefið frjálst. — í september seldust 3,59 milljónir lítra, sem er um 21% minna en í sama mánuði í fyrra. Spánskir borðlampar Mjög fallegir borðlampar, eftirlíking af gömlu olíu- lömpunum. Verð kr. 358.00 — — 410.00 — — 434.00 Ágæt tækifærisgjöf Vesturgötu 2 — Laugaveg 63, sími 24330 vantar til blaðburðar við Kleppsveg JBorgimbtaíHÍ) Sími 2-24-80 Rennismiður óskast nú þegar — Upplýsingar gefur Gunnar Vilhjálmsson. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118, sími 22240 Daglega nýlagað KJOTFARS PYLSUR BJUGU Reykjavík Sími11249

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.