Morgunblaðið - 20.11.1957, Side 13

Morgunblaðið - 20.11.1957, Side 13
Miðvikudagur 20. nóv. 1957 MOFCIJNBT 4 Ð1Ð 13 — Framtíð Reykja- v'ikur Frh. af bls. 11 hann borgarlækni hafa verið odd- vita og grjótpál í þeim efnum. Væru mikil vandamál, sem bætt- ust við árlega vegna útvíkkunn- ar bæjarins, sorphreinsun vex gífurlega, erfiðleikar á lóðahreins un í öllum nýbyggðum og hálf- byggðum hverfum bæjarins o.sfrv. Ræðumaður minnti á að sjálf sorphreinsunarstöðin væri nú komin í gott horf en þá væri mikið vandamál leyst. Einstakl- ingar yrðu að leggja á það áherzlu að hreinsa og snyrta í kringum hús sín og láta það verða sitt metnaðarmál að ganga sem bezt frá því. Þá þyrfti að út- rýma bröggum og skúrum, sem mikið hefur verið gert að á und- anförnum árum en ýmsir erfið- leikar væru í vegi bæjaryfirvald- anna í þessum efnum. í þeim til gangi að fá almenning til aðstoð- ar um betri skipan þessara mála, má t.d. benda á þá leið, að á veg um Fegrunarfélagsins eða að frumkvæði bæjaryfirvalda verði stofnaðar deildir í hverju hverfi bæjarins, sem komi með tillögur til úrbótar um hreinlætismál hvers hverfis fyrir sig og séu bæjaryfirvöldum til aðstoðar um framgang lóðahreinsunar. Þá gat ræðumaður um þann lið í tillögu nefndarinnar, sem lýtur að kjöt- og fisksölumálum í bæn- um, en áætlun liggur fyrir um mikla kjötvinnslustöð á Kirkju- sandi, sem þyrfti að komast sem fyrst á fót. Ennfremur verður á svipaðan hátt að koma betra skipulagi á móttöku, dreifingu og meðferð fisks og mætti ætla að slíkri miðstöð yrði valinn staður við höfnina. Ræðumaður lauk máli sínu á þessa leið: Vér sem lifum á þess- arí öld erum að byggja upp land- ið í ríkara mæli en áður hefur þekkzt. Dómar komandi kynslóða verða vafalaust misjafnir um gerðir vorar. Einn bezti arfur, sem við getum látið afkomendum vorum í té er þroskuð menning á sviði heilbrigði og hreinlætis. Þá mun gott að búa í landi voru. Frá íþróítaleikvanginum í Laugardal. Fyrstu kappleikirnir þar voru háðir s.l. sumar. SigurBur Magnússon: Sameiginlegt áfak ein- sfaklinga og bcejar- félagsins SIGURÐUR Magnússon vék fyrst að því hve íþróccmálin væru mik- ill þáttur í lífi bæjarbúa og þá fyrst og fremst unga fólksins. Tugþúsundir bæjarbúa á öllum aldri heimsæktu hin ýmsu íþrótta svæði bæjarins. Forráðamenn Reykjavíkurbæjar og þá ekki sízt fyrrverandi og núverandi borg- arstjóri, hefðu í ríkum mæii haft skilning á mikilvægi íþróttastarf seminnar fyrir bæjarfélagið. Hefði bæjar- stjórn á undan- förnum árum veitt mikið fé til eflingar íþrþtta- starfsemi og hefði bæjar- stjórn í þeim efn um haft nána og góða samvinnu við íþróttabanda lag Reykjavíkur en þar er um að ræða samtök allra starfandi í- þrottafelaga í bænum, sem nú eru 22 að tölu, með hér um bil 9 þúsund félagsmönnum. Megin- stuðningur bæjarfélagsins við íþróttastarfsemina hefði verið fólginn í beinum fjárfram- lögum til styrktar verklegum framkvæmdum, svo sem bygg- ingu íþróttaleikvanga, félagsheim ila, skíðaskála, o. s. frv. Hefði í þessum efnum verið lyft Grettis- taki á undanförnum árum. Hér kæmi tvennt til greina: öflugur opinber stuðningur og fórnfúst starf áhugamanna. Þá vék ræðu- maður nokkuð að þeim tillögum, sem nefnd Varðarfélagsins hefði gert í þessum málum. 1. Bygging fullkomins íþrótta- húss, þar sem aðstaða er til alls kyns keppni og sýninga, ekki biguiuur. eingöngu fyrir þátttakendur slíkra sýninga, heldur og fyrir áhorfendur, hefur lengi verið einn af óskadraumum íþrótta- æsku bæjarins. Nú er svo komið, að þessi draumur mun innan fárra ára verða að veruleika. Því svo sem kunnugt er af fréttum, var fyrir nokkrum dögum undir- ritaður samningur um að þetta hús skuli reist. Bygging á jafnstóru húsi og hér um ræðir, er kostnaðarsamt fyrir tæki. Af þeim ástæðum m. a. hefur bæjarstjórnin beitt sér fyr ir því, að um byggingu þessa mannvirkist gætu sameinazt aðr- ir aðilar, er brýna þörf hafa fyr- ir stórt sýningarhúsnæði. Sýningarsamtök atvinnuveg- anna voru stofnuð sl. sumar í framhaldi af þessari viðleitni bæj arstjórnar og áðurgreindur samn ingur um byggingu hússins er gerður af þessum aðilum auk bæj I arsjóðs, B.Æ.R. og Í.B.R. Þörf- in fyrir sýningar- og keppmshús er óvefengjanleg og víst er, að með tilkomu þess munu skapast margvísleg tækifæri til glæsi- legra samkomuhalda fyrir íþrótta mót og sýningar, vörusýningar, listsýningar, tónleika o. m. fl., sem ekki eru tök á að fram- kvæma nú vegna vöntunar á hæfu húsnæði. 2. Sl. sumar var tekin upp sam- vinna milli Í.B.R., Æskulýðsráðs og leikvallanefndar um að efna til námskeiða í mismunandi íþróttagreinum á íþróttasvæðum víðs vegar um bæinn. Námskeið sem þessi eru ætluð öllum ung- lingum á vissum aldri, burtséð frá því, hvort þeir eru félags- bundnir í einhverju íþróttafélagi eða ekki. Kennsla fer fram undir handleiðslu íþróttakennari og í- þróttamanna, er skarað hafa fram úr hver á sínu sviði. Félagsmálanefndin álítur, að slík námskeið séu mjög gagnleg, ekki sízt fyrir þau börn, sem ekki eiga þess kost að dveljast í sveit yfir sumarið og fara því á mis við þær unaðssemdir og hollustu sem útivera í faðmi íslenzkrar náttúru hefur upp á bjóða. Börn og unglingar sem dvelj- ast hins vegar í bænum allt sum- arið, í mörgum tilfellum við litla eða enga vinnu, hafa aftur á móti mun minni möguleika en hin til að veita útrás þrá sinni til at- hafna og leika. Þess vegna ber að hlynna að þessari starfsemi og efla hana svo sem kostur er á hverju sinni. 3. Starfsemi félagsheimilanna, er risið hafa á undanförnum ár- um á íþróttasvæðum einstakra félaga, hefur gefið góða raun. Enda er staðsetning þeirra í bæn um þannig, að þau eru dreifð um hin ýmsu bæjarhverfi, og því til- tölulega auðvelt fyrir æskufólk viðkomandi ‘bæjarhverfa að sækja þau. Nú er það hins vegar svo, að aðalnotkun þessara félags heimila hefur verið af hálfu þess fólks, er leggur stund á íþrótta- iðkanir og er slíkt í sjálfu sér ekki nema eðlilegt. Þó munu ýms dæmi þess, að önnur menningar félög hafa fengið afnot af heimil um þessum. En þegar haft er í huga, að þessi mannvirki öll eru reist með jafn miklum fjárhagslegum styrk af almannafé eins og raun ber vitni um, þá verður manni á að hugsa til þess, að það er geysistór hóp ur unglinga í bænum, sem hefur áhuga á og leggur stund á ýmiss konar tómstundastarfsemi aðra, en hefur ekki yfir eins góð um húsakynnum að ráða og í- þróttafélögin eða jafnvel engum. Okkur virðist þvx tímabært, að gerð sé nákvæm athugun á því, hvort ekki sé hægt að nýta félags- heimilin meira til almennari og 'fjölbreyttai’i tómstundastarfsemi en nú er gert. Æskulýðsráð Reykjavíkur, sem stofnað var eigi alls fyrir löngu að frumkvæði borgarstjóra, er raunhæft spor til eflingar heil- brigðu tómstundastarfi ungs fólks í bænum, er hefur svo mörgum og mismunandi áhuga- efnum að sinna, og virðist því vel til fallið, að Æskulýðsráðið hafi forgöngu um áðurnefnda athugun og leiti í því efni umsagnar og samvinnu við íþróttafélögin. 4. Þá er tillagan um styrk til ÍBR, sem renna á til landsmóta. Landsmót eins og það, sem hér er átt við, er eins konar íþrótta- hátið, þar sem saman kæmu í- þróttamenn og konur, ekki ein- göngu keppendur ixeldur og for- ystumenn félaga úr öllum íþrótta héruðum landsins. Hér er um víðtækt æskulýðsmót að ræða og mætti gera ráð fyrir að þátttak- endur yrðu um 2000 talsins og þar af um helmingur utanbæjar- menn. Augljóst er að svona stór- mót þarf mikinn undirbúning, bæði hvað varðar mótið sjálft, móttöku gesta og annað, sem þessu tilheyrir. Benti ræðumaður á að með svo stóru móti ungra manna, þar sem þátttakendur væru frá dreifðum byggðum um landið, gæfist mikið og merkilegt tækifæri til að kynningar á sjálf- um höfuðstað landsins. Ræðumaður lauk máli sínu á þessa leið: Okkur vantar ekki bæjarstjói-n, sem samanstendur af mörgum flokkum og flokka- brotum, bæjarstjórn, sem yrði sjálfri sér sundurþykk og ósam- mála. Stjórn Reykjavíkur verður að vera áfram í höndum sam- hents meirihluta Sjálfstæðis- flokksins, þess eina flokks, sem viðurkennir að svo bezt er hag bæjarfélagsins boi’gið, að einstak lingarnir fái frið til að vinna að hugðarefnum sínum og með sameiginlegu átaki einstaklinga og bæjarfélagsins verði mestu og beztu til leiðar komið. TILLOGUR Félagsmálanefndar Varðar Skólamál Þegar skipulögð eru ný hverfi í bænum, sé jafnan scð fyrir rægu landrými undir skólabyggingar sem næst miðsvæðis. Sé þar reistur skóli eða skólar, þar sem ljúka megi öllu skyldunámi. Þá sé stefnt að því, að skólar séu eigi mjög fjölmennir og áherzla sé lögð á rúmgóðar kennslustofur í nýjum skólahúsum, sem reist verða. Athugað sé um byggingu lítilla sundlauga í sambandi við ný skólahús til sundkennslu fyrir nemendur. Áfram verði lögð áherzla á eflingu verknámsins. Stefnt sé að stórauknu tæknilegu námi, er standi í beinu sambandi við atvinnu- vegina. Lögð sé áherzla á aukin réttindi þeirra, er skráðir eru úr gagnfræðaskólum verknámsins, t. d. þannig að próf þaðan stytti verulega síðara verklegt sérnám. Stefnt sé að Ieiðbeiningum um stöðuval, er nái til allra unglinga við lok skyldunáms. Bamah'eimili og leikvellir Skipulagðar séu byggingar leikskóla og dagheimila fyrir börn á sama hátt og leikvöllum og skólum er ætlað rúm í hverju nýju íbúðarhverfi. Reksturinn sé í höndum áhugafélaga bæjarbúa (Sumargjafar), á meðan það þykir hagkvæmt, og njóti þessi starfsemi stuðnings bæjarfélagsins. Haft sé strangt eftirlit með því, að húseigendur noti ákveðið rými á hverri húslóð fyrir athafna- og leiksvæði handa börn- um, svo sem bæjaryfirvöldin hafa ákveðið að gert sé ráð fyrir við skipulagningu íbúðarlóða. * Iþróttamál Hraðað verði svo sem kostur er byggingu fyrirhugaðs íþrótta- og sýningarhúss, sem Reykjavíkurbær ásamt íþrótta- og æsku- lýðsfélögum bæjarins og sýningarsamtökum atvinnuveganna hef- ur nú forystu um að reist verði. Reykjavíkurbær stuðli að því, að efnt verði til námskeiða um sumartímann í ýmsum íþróttagreinum á íþróttasvæðum í bænum, einkanlega fyrir þá unglinga, er eklci eiga þess kost að dveljast i sveit yfir sumarið. Gerð verði athugun á því, hvort ekki sé hægt að hagnýta fé- kigslieimili íþróttafélaganna meira til almcnnari og fjölbreyttari tómstundaiðju er nú er gert. Reylcjavíkurbær styðji íþróttabandalag Reykjavíkur í því að efna til landsmóta með þátttakendum úr öllum íþróttahéruðum landsins, og verði hið fyrsta þeirra haldið, þegar íþróttasvæðið í Laugardag verður vígt. Heilbrigðismál Lögð sé áherzla á að fullgera byggingu bæjarsjúkrahússins, og hafizt handa um útvegun innbús og áhalda í tæka tíð; svo að þau séu fyrir hendi, er byggingu lýkur. Ráðizt verði í þær aðgerðir sem hentugar þykja, til að bæta úr þeim erfiðleikum, sem stafa af ónógum sjúkrarúmum á fæð- íngardeildinni. Reist verði hjúkrunarheimili í sambandi við bæjarsjúkrahúsið fvrir sjúklinga, sem eiga við langvarandi vanheilsu að stríða, svo að rúm og starfskraftar hinna almennu deilda sjúkrahússins nýtist betur. Hreinlætismál Haldið verði áfram þeirri sókn, sem bæjaryfirvöldin hafa hafið við hreinsun lóða og óleyfisskúra í bænum. Jafnframt sé unnið langtum meira en verið hefur að því að skapa sterkt almenn- ingsálit bæjaryfirvöldunum til aðstoðar í þessu efni. Aherzla verði lögð á að hraðað verði byggingu fullkominnar k0ötvinnslustöðvar í Reykjavík. Bæjaryfirvöldin hlutist til um að komið verði á nýrri skipan í móttcku og dreifingu á fiski til neyzlu í bænum, er fullnægi ströngustu heilbrigðis- og hreinlætiskröfum nútímans. Húsnæðismál Bæjarfélagið greiði fyrir því á allan hátt eftir því sem f þess valdi stendur, að f jölskyldur eigi þess kost að búa í eigin húsnæði. Bæjarfélagið haldi áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið, að útrýma heilsuspillandi húsnæði. F r amf ær slumál í framfærslumálum sé leitazt við að fylgja þeirri reglu eftir því sem við verður komið, að aðstoð bæjarins sé veitt sem hjálp til sjálfsbjargar. Framfærslnfulltrúum sé falið í upphafi hvers árs að gefa skýrsln til borgarstjóra, þar sem gerð sé grein fyrir störfum að fram- færslumálum á liðna árinu og bornar fram tillögur til endúr- bóta, byggðar á reynslu ársins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.